Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 Neytendur DV Verökönnun á hjólbarðaskiptum: Sama verð og í fyrra Nú rennur upp vertíð dekkjaverk- stæðanna en samkvæmt umferðar- lögum eiga bUar að vera komnir með sumardekkin undir þann 15. aprU. DV gerði verðkönnun á tíu dekkja- verkstæðum sem valin voru af handahófi í símaskrá. Sjö fyrirtækj- anna eru á höfuðborgarsvæðinu, eitt í Keflavík, eitt á Akureyri og eitt á ísafirði. Munurinn mUli hæsta og lægsta verðs er 13%. Niðurstöðurnar í verkönnuninni gefa til kynna að verðsamkeppni sé á höfuðborgar- svæðinu en dekkjaverkstæðin utan þess raða sér í efstu sætin. Af samtölum við hjólbarðamenn kom fram að verð hefði ekki breyst síðan í fyrra og enginn þeirra gat í raun munað hvenær verð hefði síð- ast hækkað. í verðkönnuninni er gert ráð fyrir heUdarpakkanum, það er að taka dekk undan, umfelga, jafnvægisstilla og síöan setja dekkjaganginn undir aftur. í þessari verðkönnun var aðeins athugað verð á skiptingu á fólksbU- um og þeim tegundum sem eru á jámfelgum. Að skipta um á hjólum sem hafa álfelgur er vandasamara að þeirra sögn og getur kostað meira í sumum tilfeUum. Súluritið hér tU hliðar gefur að- eins tU kynna staðgreiðsluverð sem er yflrleitt 10% lægra en greiðslu- kortaverð. Hjólkó í Kópavogi býður sérstakan afslátt tU eldri borgara en fyrir þá kostar verkið 3000 krónur. Hjólbarðaverkstæðið ísafirði, Barð- inn og Sólning bjóða sama verð, hvort sem greitt er með korti eða staðgreitt. -jáhj Dekkjaskipti 3.400 kr. 3.300 3.200 3.100 3.000 2.900 2.800 2.700 - staðgreiðsluverð á skiptingu, umfelgun ogjafnvægisstlllingu - Wm 3.^00 3.400 3.350 3.350 3.366 % 3.240 3.024 3.060 2.970 c c (0 CÚ X. X. 0) ■D </) 0) z •o -C fö «0 V. <ö £t 'O X 3.150| c 'O >» 0> ka 3 ’C 3 UO < </) 1 C > JC C3 :0 iO S 'O <u ■o n e ■o tm c js (Q JO 'O JC 'O r c 'O JX o X X X v> Q W’fSMr v mmMSmíhS ife <0 aí k. ra iO 'O £L ÖJO o <n c o ST £ (0 «0 .2. (Q 'O X <Q fi (Q CT (Q c/> (/> 1— O > CQ iO Mm (Q 'O EBg Reglur um hjólbarða Á hjólum á sama ási skulu vera hjólbarðar af sömu stærð og gerð og með sambærilegu mynstri. Mynstur hjólbarða skal ná tUskilinni dýpt á þrem- ur fjórðu hlutum slitflatar- ins, sitt hvorum megin við miðju hans. Fólksbifreið skal búin hjólbörðum með a.m.k. 1,6 mm mynsturdýpt. Hjólbarðar undir bifreið sem er 3500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skulu allir vera sömu gerð- ar. Hjól skulu vera í jafn- vægi (statisku og dynamis- ku). Bifhjól skal búið hjól- börðum með a.m.k. 16 mm mynsturdýpt. Hjólbarðar á bifhjóli skulu gerðir fyrir a.m.k. tæknilegan hámarkshraða þess. Úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja frá 1995. Hraðamerking á hjólbörðum Almennt má segja um merkingar á hjól- börðum að tölurnar gefi upp stærðir og að bókstafirnir sýni fyr- ir hvaða not dekkin eru ætluð. Hraðatáknið (sjá töflu) gefur til kynnna þann hraða sem dekkið þolir mið- að við uppgefna hleðslutölu frá fram- leiðanda. Hjólbarði með merkinguna SR í ramma myndi þola 180 km hraða (radíal). Taflan skýrir þá sjálf hvað bókstafirnir Dýða í hraða. Hradatákn Km/klst. M 130 N 140 P 150 Q 160 R 170 S 180 T 190 U 200 H 210 V 240 Z +240 Miðvikudaginn 23. apríl mun aukablað um sumarbústaði fylgja DV. BlaSiS verSur fjölbreytt og efnismikiS en í því verður fjallað um flest það sem viSkemur sumarbústöSum. TalaS verSur viS eigendur sumarhúsa, bent á skemmtilegar tómstundir í bústaSnum. Einnig verSur fjallaS um kostnaS viS byggingu sumarhúsa og hvar hægt er aS fá upplýsingar um lausar lóSir. Þá verSa ábend- ingar varðandi gróSursetningu og grasatínslu í kringum bústaSinn. Þeir sem hafa áhuga á að koma efni í blaðið hafi samband við Ingibjörgu ÓSinsdóttur, ritstjórn DV, í síma 550-5000. ATH. ! Bréfsími ritstjórnar er 550-5999. Þeir sem hafa áhuga á aS auglýsa í þessu aukablaðið vinsamlega hafi samband viS Gústaf Kristinsson í síma 550-5731. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 17. apríl. Dósakúlurnar gerðar öruggari - eru núna þjóf- og barnheldar Söfnunarfyrirtæki skátahreyfing- arinnar, Þjóðþrif, hófst handa í fyrra með að breyta dósakúlunum sínum til þess að gera þær öruggari fyrir börnum. Breytingum var lokið í vetur. „Við áttum við sama vandamál að stríða og aðrir sem hafa svona söfn- unarstaði að krakkar áttu það til að troða sér inn í kúlumar og lokast þar inni. Við þurftum stundum að bjarga bömum úr sjálfheldu sem þau höfðu komið sér í með því að troða sér í kúluna," segir Gylfi Þ. Gíslason, verkefnisstjóri Bandalags íslenskra skáta. Þjóðþrif á 50-60 kúl- ur víðs vegar um höfuðborgarsvæð- ið og er þeim ætlað að taka við einnota drykkjarílát- um til styrktar æskulýðsstarfi. „En það var ekki bara hættan fyr- ir börnin sem knúði okkur í þetta heldur var miklu stolið úr kúlunum og þar voru fuliorðnir líka að verki,“ segir Gylfi. Breytingin á kúlunum felst í því að búið er að loka tveimur götum með álplötum en á tvö göt var fest eins metra langt rör. Rörið liggur út frá kúlunni upp á við og renna dós- ir og flöskur ljúflega niður. Núna er rörið líka hærra og því eiga börn ekki auðvelt með að troða sér í kúl- umar. Gylfi segir að þessi breyting hafi ekki kostað mikið enda hafi þeir no- tið stuðnings frá fyrirtækjum. „Við höfum bent Sorpu á þessa lausn en það er ekki víst að hún henti gámum hennar þótt hún sé góð fyrir kúlumar," segir Gylfi. Gylfi Þ. Gíslason kíkir ofan í eina af dosakúlum Þjóðrifa en öllum dosakúl- um hefur verið breytt með tilliti til öryggis barna. Dagblaðagámar: Verið að skoða tillögur Tæknimenn Sorpu hafa verið að skoða nýjar hugmyndir að lúgum á dagblaðagámum síðan á mánudag er fréttist um hörmulegt slys er tveir bræður krömdust til bana í Svíþjóð í gámi eins og DV greindi frá á mánudag og þriðjudag. Að sögn Herdisar Storgaard bama- slysavarnafulltrúa hefúr hún verið í stöðugu sambandi við tæknimenn Sorpu þessa vikuna og fullyrti hún að í Sorpu væri fullur vilji til að koma í veg fyrir slys í gámum. Að sögn Herdísar hefur hún fengið margar upphringingar frá foreldr- um vegna þess að böm hafa verið að leika sér i gámum. Foreldrum ber saman um að bömin séu að sækja í teiknimyndablöð, klámblöð og jafnvel peninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.