Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997
9
Belgar fordæma haröstjórn hersins í Saír:
Uppreisnarmenn
þrengja að Mobutu
Uppreisnarmenn í Saír undir
stjórn Laurents Kabilas hafa þrengt
enn frekar að Mobutu Sese Seko,
forseta landsins, með því að styrkja
stöðu sína í öllum helstu iðnaðar-
héruðunum og veittu honum í gær
þriggja daga frest til að hafa sig á
brott.
Uppreisnarmennimir lögðu Lub-
umbashi, næststærstu borg lands-
ins, undir sig í gær og ráku stuðn-
ingsmenn Mobutus á flótta frá flug-
vellinum og út í skóg.
Mobutu, sem hefur haldið Saír í
jámgreipum sínum frá árinu 1965,
ræddi við nýjan forsætisráðherra
sinn, hershöfðingjann Likulia Bol-
ongo, í höfuðborginni Kinshasa. Allt
var með kyrrum kjörum í borginni í
gær en til átaka kom þar á miðviku-
dag milli hermanna og stuðnings-
manna stjómarandstöðunnar.
Belgísk stjómvöld, sem eitt sinn
vom nýlenduherrar í Saír, sökuðu
Mobutu um að hafa staðiö fyrir
valdaráni hersins til þess eins að
geta haldið í völdin og fordæmdu
Belgar það sem þeir kölluðu „alræöi
hersins".
Frakkar, sem hafa lengi stutt við
bakiö á Mobutu, hvöttu til þess að
skipt yrði um stjóm í landinu á frið-
saman hátt en um leið drógu þeir í
efa lýðræðisást Kabilas og sögðust
ekki vissir um að hann mundi boða
til kosninga.
Kabila lýsti því yfír í gær að upp-
reisnarmenn mundu stöðva sókn
sína í þrjá daga til að gefa Mobutu
færi á að semja um valdaafsal sitt,
annars yrði sótt fram gegn honum á
öllum vígstöðvum.
Erlendir hermenn era í við-
bragðsstöðu í nágrannaríkjum
Saírs, reiðubúnir að flytja á brott er-
lenda ríkisborgara gerist þess þörf.
Bjami Sigtryggsson, upplýsinga-
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu,
sagði í samtali við DV í gær að ekki
væri vitað til þess að neinn íslend-
ingur væri í Saír. Rauði krossinn og
Hjálparstofiiun kirkjunnar sögðu að
þar væri enginn á þeirra vegum.
Bjami sagði að ráðuneytið ætti
erfitt með að ganga úr skugga um
það á meðan engin beiðni um aðstoð
hefði borist. Bærist hins vegar slík
beiðni, yrði þegar gripið tO viðeig-
andi aðgerða.
Reuter
Times skorar
á Blair og
Major í kapp-
ræður
Breska blaðið Times skoraði í
morgun á þá Tony Blair, leiðtoga
Verkamannaflokksins, og John
Major forsætisráðherra að halda
kappræðufund í sjónvarpi í boði
blaðsins.
Viðræður milli frambjóðend-
anna og sjónvarpsstöðva um slík-
ar kappræður fóru út um þúfur i
síðasta mánuði og sakaði Major
Blair þá um að flýja af hólmi.
Samkvæmt skoðanakönnun í
blaðinu Independent í morgun er
fylgi Verkamannaflokksins nú 52
prósent en íhaldsflokksins 30
prósent.
Prótín lykill að
Parkinson?
Rannsóknir sænskra vísinda-
manna á prótíninu Nurrl kuxma
að leiða tíl nýrrar meðferðar við
Parkinsonsveiki. Prótín þetta
gegnir mikilvægu hlutverki á
fóstmrskeiðinu í myndun heila-
frama sem framleiða taugaboð-
efiiið dópamín. Prótínið viðheld-
ur síðan starfsemi dópamínfrum-
anna. Parkinsonssjúklinga skort-
ir dópamin og þeir missa smám
saman stjóm á hreyfmgum sín-
um. Reuter
Þessi dvergsilkiapi, sem er minnsta apategund f heimi, kjamsar hér á engi-
sprettu í dýragarðinum í Antwerpen í Belgíu. Apinn, sem er á stærö viö bý-
flugu þegar hann kemur f heiminn, verbur 15 sentímetra hár þegar hann er
fullvaxinn. Hann nærist á engisprettum, eplum, sellerf og stundum banön-
um. Sfmamynd Reuter
Við fögnum því að bjóða
aftur upp á gæðaskó frá
í verslunum okkar
STEINAR WAAGE .
------------- ^
SKÓVERSLUN ^
SÍMI 551 8519/
* Veltusundi við Ingólfstorg
* Sími 5521212
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN /
Sími 568 9212/
Utlönd
Bikinímyndir af Viktoríu
valda uppnámi í Svíþjóð
Sænska kvöldpress-
an birti í gær samsett-
ar myndir af Viktoríu
Svíaprinsessu sem
sýna hvemig hún
kynni að líta út í bik-
iní og brutu þar með
blað í umfjöllun um
sænsku konungsfjöl-
skylduna.
„Þetta er ósiðlegt og
smekklaust," sagði upp-
lýsingafulltrúi sænsku konungs-
hallarinnar við fréttamenn. „Lög-
fræðingar okkar era að skoða
málið og munu taka ákvörðun um
hvort eitthvað verður að-
hafst í málinu.“
Myndirnar birtust
upphaflega í sænska
vikuritinu Se & Hör sem
hafði sett höfuð
prinsessunnar, sem er
við nám í Frakklandi,
við mynd af fyrirsætu
sem auglýsti sundfatnað.
Fyrirsögnin var: „Vikt-
oría, svona viljum við sjá
þig í sumar." Sænsku síðdegis-
blöðin Aftonbladet og Expressen
notuðu tækifærið og birtu úr-
klippur úr vikuritinu. Reuter
BÓNUS-
TILBOÐ
SAMSUNG
SAMSUNG
Sæiuung CX-5368T
21" Black Matrix-myndlampi,
90 stöbva minni, textavarp,
Scart-tengi, abgerbastýring á
fjarstýring o.m.rl.
r Vm iMR4á.>Sð,-- kr. rtjr.
44.900.5
SAMSUNG
vní iiw;104.?Sð,- kt rijc
95.900
28" Tinted Black
myndlampi, 40 \
100
stereo-magnari
minm,
VmÍ íiur:7v.tCð,- kr. rfjr.
68.900
CX-5073 Z
til meðtextavarpiá 35.900,-
30.900,s
Vní íhr. S.9S0,- kr. tfjr.
Viri iian 2s.y£0,- kr. ttjr.
28.900.5
Grensósvegi 11
Sími: 5 ÖÖ6 8Ö6
SAMSUNG
SAMSUNG