Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 5 Fréttir Snjóflóðagarðar á Flateyri: Opinberrar rann- sóknar krafist Guðmundur S. Gunnarsson, vegaverkstjóri og rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Flateyri, og Ön- undur Ásgeirsson í Reykjavík hafa ritað sýslumanni á ísafirði bréf þar sem þeir krefjast opinberrar rannsóknar á framkvæmd við snjóflóðavarnargarða á Flateyri, í bréfi sínu krefjast þeir þess að rannsakaður verði hönnunarþátt- urinn, sem og framkvæmdin við byggingu garðanna. Þeir lýsa í greinargerð efasemdum sínum við að garðarnir muni koma að nokkru gagni við að verja byggð- ina áfóllum vegna snjóflóða og spyrja um ábyrgð hönnuða í því efni. Lagt er til að sýslumaður skipi óháða sérfróða rannsóknarnefnd sem yfirfari alla þætti málsins og geri tillögur, óháðar yfirstand- andi framkvæmd. Þá leggja þeir til að fengnir verði kunnugir menn úr héraðinu til ráðgjafar. Báðir eru þeir Guðmundur og Önundur Flateyringar og hefur Guðmundur siðustu áratugi fylgst grannt með öllum þeim snjóflóð- um sem komið hafa úr Eyrarfjalli, sem og snjósöfnun þar. í greinar- gerð sinni segjast þeir félagar trúa því að mjög alvarleg mistök hafi átt sér stað við tillögugerð og hönnun umræddra mannvirkja og þeir séu sannfærðir um að þau muni aldrei koma að fullnægjandi gagni til snjóflóðavarna fyrir Flat- eyri. -rt Pétur Blöndal alþingismaður: Fráleitt að kaupa Vamargarður <*4 a. 6ii 'S%n 4 -Jv Umde uppkau 1. Goöatún 14 (Valdimar Jónsson) 2. Ólafstún 9 (Sigfríður Ásbjörnsd.) 3,. Ólafstún 14 (Útgfél. Rateyrar) 3 f 4. Ólafstún 12 §. (Hjálmur hf.) 5. Ólafstún 7 (Jón Fr. Jónsson) 6. Ólafstún 6 (Pálf Önundarson og Magnea Guömund.) 7. Ólafstún 5 (Isafjaröarbær) ixca „Þessi krafa bæjarstjórans er í andstöðu við lögin og kemur ekki til greina. Húsin verða ekki bæði var- in og keypt, það er fráleitt," segir Pétur Blöndal, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks, um þá kröfu Kristjáns Þórs Júlíussonar, hæjarstjóra ísa- fjarðarbæjar, að keypt verði upp sjö íbúðarhús við Ólafstún og Goðatún á Flateyri. Eins og DV skýrði frá á þriðjudag eru húsin öll í skjóli 400 miiljóna króna vamargarða sem verið er að reisa ofan við þorpið. Ákvörðun um byggingu varnargarðanna var tekin í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar sem kvað á um að byggðin yrði varin en ekki yrði grip- ið til þess ráðs að kaupa upp húseign- ir, svo sem gert var í Súðavík, þar sem íbúar á hættusvæðum byggðu ný hús utan hættusvæðis. í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðufollum segir orðrétt: „Sé hag- kvæmara talið, til að tryggja öryggi íbúanna gagnvart ofanflóðum, er sveitarstjóm heimilt að gera tillögu um að kaupa eða flytja húseignir í stað annarra varnaraðgerða sem Of- anflóðasjóður fjármagnar að hluta eða öllu leyti,“ segir i lögunum. Pétur segir að ekki sé hægt að ætl- ast til þess af skattborgurum að þeir reiði fram miOjónatugi til viðbótar í því skyni að kaupa upp húseignir. „AOir aðrir húseigendur í land- inu sem þurfa að tryggja sig gegn vá verða taka þátt í kostnaðinum, t.d. með því að greiða iðgjald í bmna- tryggingar eða aðrar tryggingar. Þá þurfa þeir í sumum tilvikum að borga sjálfir tjónið svo sem þegar um er að ræða alkalískemmdir. Það undrar mig hvað varðar þessi snjó- flóðavamarmódel á Vestfjörðum að húseigendur taka engan þátt í kostnaði við að verja eigur sínar; ekki einu sinni 1 prósent. Ég hefði talið eðlOegt að þeir hæru 10 tO 15 prósenta hlut af tjóni sem og kostn- aði við aðgerðir við að verja eigur sínar,“ segir Pétur. „Þarna eru menn að ganga enn þá lengra en maður hefur séð áður þar sem þeir ætla bæði að leggja á al- menning kostnað við varnir og ætla síðan skattborgurum að kaupa upp eignirnar. Þetta er eins og þegar bæjarstjórinn lagði tO að settur yrði 2 þúsund króna skattur á hvem landsmann þar sem fólk munaði ekkert um slíka smáupphæð. Það var gert á einu kvöldi og fór ekki hátt. Það var skeOt á 400 miOjóna króna skatti á augabragði á aOa húseigendur í landinu en svo eru menn búnir að fjasa árum saman um fjármagnstekjuskatt sem gefur 800 miOjónir króna,“ segir Pétur. Hann segir að aOs kosti 8 til 10 mOljarða króna að verja aOa byggð sem er á hættusvæðum vegna snjó- flóða. Þannig dugi umræddar 400 miOjónir króna aðeins fyrir vöxtum af þeirri upphæð. „Við erum rétt að byrja að sjá topp ísjakans og síðan eigum við eft- ir að finna út hvert við eigum að flytja Selfoss. Það eru mun meiri likur á að hús þar verði fyrir jarð- skjálfta en að hús á Siglufirði verði fyrir snjóflóði,“ segir Pétur. Umrædd 7 hús á Flateyri eru ým- ist í eigu einstaklinga, fyrirtækis eða bæjarins. Hjálmur hf. og dóttur- félag, Útgerðarfélag Flateyrar hf., sem Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður stjórnaði lengst af, eiga Ólafstún 12 og 14. ísafjarðarbær á Ólafstún 5. Hin 4 húsin eru í eigu einstaklinga á staðnum. -rt Skólahald í Mýrdal: Fundað um framtíö Ketilsstaðaskóla Borgarafundur var í Vík í Mýrdal í gærkvöld um skólamál í sveitarfé- laginu, en rætt hefur verið um að leggja niður KetOsstaðaskóla í Mýr- dal og sameina starfsemi hans Gnmnskólanum í Vík. Um 14 nem- endur eru nú í skólanum og telja ýmsir að hagkvæmara sé að leggja skólann niður og aka nemendum hans tO Víkur en miOi skólanna eru um 12 kOómetrar. Á fundinum í gærkvöld var kynnt skýrsla sem Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla íslands hefur gert um framtíðarskólahald í Mýrdalnum en í henni er mælt með að kenna yngstu börnunum í hreppnum að Ketilsstöð- um í tOraunaskyni þannig að bömun- um úr Vík verði ekið að KetOsstöðum, en svipað fyrirkomulag er viðhaft á Neskaupstað og á Hornafirði. Inn í málið blandast um þriggja miOjóna króna fjárframlag úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga sem feOur niður ef skólahald á KetOsstöðum leggst af. Jafnframt myndu tvær kennarastöður leggjast niður í hreppnum. „Það þýddi það að við værum að fækka fólki í sveitarfélag- inu, en hver íbúi og hvert starf í litlu sveitarfélagi er mjög mikil- vægt. Á sveitarstjórnin að standa að því að fækka hér fólki?" sagði Haf- steinn Jóhannsson, sveitarstjóri í Mýrdal, í samtali við DV. -SÁ JAPIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.