Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Page 8
8 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 Útlönd 3Z>V Jagland á lista norskra nýnasista Fjórir ungir nýnasistar voru handteknir nálægt Ósló um helg- ina vegna gruns um að ætla að ráðast gegn sljómmálaleiðtogum. Lögreglan fann lista í fórum mannanna, sem eru um tvítugt, með nöfnum þekktra stjórn- málaleiðtoga, þar á meðal Thorbjorns Jag- lands forsætis- ráðherra. Ekki er talið útilokað að nýnasistar hafi ætlað aö gera árásir á leiðtog- ana eða jafnvel myrða þá. Einnig fann lögreglan dýnamit, skotheld vesti og hjálma hjá nýnasistunum. Fjörutíu og níu ára gömul kona, sem grunuð er um að hafa ijár- magnað meinta andlýðræðislega starfsemi, var handtekin í Bergen á fóstudag. Yfirmaður norsku öryggislög- reglunnar, Elien Holager Andena- es, sagði í viðtali við norsku frétta- stofuna NTB að talið væri að fjór- menningarnir væru meðal leiö- toga herskárra norskra nýnasista. Norskir nýnasistar hafa á und- anfórnum árum æ oftar hitt sænska, þýska og aðra nýnasista á rokktónleikum erlendis og orðið þar fyrir áhrifum, að því er sér- fræðingar í málefnum öfgahópa segja. Reuter Skelfing grípur um sig í höfuðborg Saír - fresturinn sem uppreisnarmenn veittu útrunninn Skelfmg greip um sig í Kins- hasa, höfuðborg Saír, í gær þeg- ar uppreisnarmenn lýstu því yfir að þeir ætluðu að sækja á ný gegn borginni til að freista þess að koma Mobutu Sese Seko forseta frá völdum. Þriggja daga fresturinn, sem uppreisnar- menn veittu forsetanum til að fara frá, er nú útrunninn. Andstæðingar forsetans hafa hvatt til þess að öll starfsemi í höfuðborginni liggi niðri 1 dag. Er það liður í tilraun þeirra til að binda enda á 32 ára valdafer- il Mobutus. íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu ýmsan varning í gær og varð það til þess að verð fór upp úr öllu valdi á mörkuð- um. Innfluttur varningur er á þrotum þar sem verslunareig- endur hafa ekki þorað að birgja sig upp af ótta við gripdeildir. Yfirmaður hersins í Kinshasa kom fram í sjónvarpi í gær og Mobutu Saírforseti, til hægri á myndinni, og Lingbangi forsætisráðherra heilsast fyr- hvatti þjóðina og útlendinga til ir fund sinn í forsetahöllinni í Kinshasa um helgina. Símamynd Reuter að halda ró sinni. Kvað hann herinn reiðubúinn að verja höf- uðborgina. Greint var frá því í sjónvarps- fréttum i Saír í gær að ótti hefði gripið um sig í hverfum nálægt flugvellinum við Kinshasa eftir að andstæðingar Mobutus þar hefðu hvatt íbúana til að hafa sig á brott. Flugvöllurinn er ná- lægt því svæði norðaustur af borginni þar sem uppreisnar- menn segjast hafa komið sér fyrir. Mobutu forseti lýsti því yfir í fyrsta skipti á laugardaginn að hann kynni að vera reiðubúinn til viðræðna við Kabila upp- reisnarforingja. Forsetinn tók það þó fram að slíkt væri aðeins mögulegt ef KabUa færi kurteis- lega fram á fund. Liðsmenn Kabila hafa nú yfir helming landsins á valdi sínu, þar á meðal mikUvæg svæði ná- lægt höfuðborginni. Reuter Menntamálaráöuneytið Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og Noregs veita á námsárinu 1997-98 nokkra styrki handa fslendingum til náms við fræöslustofnanir í þess- um löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hlið- stæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iön- skólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla sér á íslandi. Einnig er gert ráð fyrir að sams konar styrkir verði í boöi til náms I Svíþjóð á næsta námsári. Fjárhæð styrks í Danmörku er 20.500 d.kr., I Finnlandi 27,000 mörk, í Noregi 22.400 n.kr. og í Svíþjóð 14.000 s.kr. Umsóknir um styrkina, ásamt staöfestum prófskírteinum og meömælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 13. maí nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 11. apríl 1997 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboöum í aflspenna fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunar. Gögnin “Power Transformers 40/40/20 MVA, 132/11/11 kV” eru á ensku. Verkið felst í hönnun, framleiðslu og afhendingu á tveimur þrívefju aflspennum. Spennana skal afhenda fob 1.5.1998. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, frá og meö þriöjud. 15. apríl nk. Opnun tilboða: fimmtudaginn 29. maí 1997 kl. 14.00 á sama staö. hvr 57/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboöum í húsgögn í fjóra leikskóia Reykjavíkurborgar. Um er aö ræða húsgögn í tvo nýja fjögra deilda leikskóla og tvær viöbyggingar við eldri leikskóla. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og meö þriöjudeginum 15. apríl nk. gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjudaginn 6. maí 1997 kl. 15.00 á sama staö. bgd 58/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskaö eftir tilboðum í viögerðir og endursteypu á stéttum við Vesturbæjarlaug. Um er aö ræða brot og endursteypu á stéttum með hitalögn. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: þriöjudaginn 29. apríi 1997 kl. 15.00 á sama Stað. bgd 59/7 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Slmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Óeiröir brutust út í Downing Street í London á laugardaginn milli um hundraö stuöningsmanna atvinnulausra hafn- arverkamanna og lögreglu. Um sjö þúsund manns, þar á meðal fjöldi atvinnulausra, fatlaðra, ellilífeyrisþega og út- lendinga, tóku þátt í fjöldagöngu hafnarverkamannanna. Símamynd Reuter Iran: Hundruð þúsunda bölva Þýskalandi Hundruð þúsunda reiðra Irana söfnuðust saman við sendiráð Þýskalands i Teheran í íran í gær. Kölluðu íranimir slagorð gegn Reiðir iranir viö sendiráö Þýska- lands í Teheran. Símamynd Reuter Þýskalandi og einnig Bandarikjun- um og ísrael. Kröfðust göngumenn afsökunar frá þýskum yfirvöldum vegna úr- skurðar þýsks dómstóls í síðustu viku um að íransstjóm heföi fyrir- skipað morð á kúrdískum andófs- mönnum í Berlin. Yfirvöld í Iran tilkynntu á laugar- daginn að þau hygðust kveðja heim sendimenn sína frá þeim Evrópu- sambandsríkjum sem kallað hafa erindreka sína heim til skrafs og ráðagerða, það er öllum nema Grikklandi. Rafsanjani, forseti írans, sakar þýsk yfirvöld um að vera handbendi Bandaríkjanna og ísraels. í dagblað- inu Iran News vom Evrópusam- bandsríki hvött til aö taka ekki þátt í viðskipta- og stjómmálabaráttu Bandaríkjanna gegn íran. Banda- rísk yfirvöld saka íransstjóm um að styðja hryðjuverkastarfsemi. Yfir- völd í íran hafa vísað þessum ásök- unum á bug. Reuter Stuttar fréttir Skaut ísraela Palestínsk kona, sem kom frá Jórdaníu tO Vesturbakkans, skaut og særði tvo ísraela og araba í gær. Fagnaö sem hetju Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, var fagnað sem hetju er hann kom til Albaníu í gær. íhuga skipti Einingarflokkurinn á Indiandi hef- ur boöist til að skipta út Deve Gowda, leiðtoga flokksins, sem beið lægri hlut í atkvæðagreiðslu um traust á rikisstjóm- ina. Kongressflokkur- inn hefur krafist þess að Gowda, sem nú er bráðabirgðafor- sætisráðherra, fari frá. Prestur rekinn Prestur í London, sem í mars olli uppþoti er hann sagði þjófnaði í stórmörkuðum réttlætanlega, hefur misst starfið. Fleiri líkhlutar Belgíska lögreglan, sem leitar fjöldamorðingja, hefur fundið fleiri plastpoka með líkhlutum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.