Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Síða 11
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 11 Ídv Fréttir Magnesíumverksmiöja á Reytjanesi: Ekki nægileg arðsemi fyrir fjárfesta I l í í i i i > $ > i ) ) ) ) DV, Suðurnesjum: „Það er alls ekki ljóst enn hvort verksmiðjan verður byggð. Eins og dæmið lítur út nú er það ekki nægilega arðsamt með 10-12% mið- að við fjárfestingarkostnað. Arð- semin þyrfti að vera í lágmarki 15% til að hægt væri að fara af stað og til þess að laða að þessu fjár- festa,“ sagði Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðumesja, í sam- tali við DV. Aðalfundur íslenska magnesi- mnfélagsins hf. var 10. apríl og þar kynnt hagkvæmnisathugun og helstu niðurstöður varðandi byggingu verksmiðju á Reykja- nesi. Samþykkt var heimild til stjómar að auka hlutafé í allt að 400 milljónir og fyrir lágu heim- ildir til sölu hlutafjár að upphæð 200 milljónir. Stjórnin hafði sam- þykkt að selja 180 milljónir. Hlutaféð verður nýtt eins og nauðsynlegt er til að ljúka forvinnu, hönnun, ijármögnun, markaðsöfl- un svo hægt sé að taka ákvörðun um byggingu verksmiðju eigi síðar en í byrjun næsta árs. Á fundinum kom fram að þýskt fyrirtæki, Salt- gitter Anlagenbau, er reiðubúið að gera bind- andi samning um bygg- ingu verksmiðju, sem væri tilbúin og gangsett með 50 þúsund tonna ár- lega framleiðslu hreins magnesíums, fyrir 35 miiljarða. Menn telja að hægt sé að lækka bygging- arkostnað um 5 milljarða. Júlíus segir að vegna þátttöku íslendinga í verk- efninu sé ljóst að um 25% O Reykjavík r\? y I X O Reykjanesbær í Hafnarberg Ef verksmiðja rís verður þab skammt frá Höfnum. af öllum tækjabúnaði verði íslensk framleiðsla. Hann segir að af hagkvæmnisá- stæðum sé nauðsynlegt að leita frekari hagræðingar og spamaðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin um byggingu verksmiðjunnar. Við athugun kom í ljós að ýmsir þættir eru til lækkun- ar sem ekki var unnt að skoða nógu nákvæmlega meðan á könnun stóð. Júlíus telur að þessir þætt- ir gætu þýtt um 8% lækkun stofnkostnaðar og um 10% lækkun rekstrarkostnaðar. Náist þessi spamaður mun heildararðsemin aukast um- talsvert eða í um 17-20%. Tíminn til áramóta verður notaður til að sannreyna það. Ýmsir staðir á Reykja- nesskaga koma til greina undir verksmiðjuna. Eftir nána könnun á flutningsleiðum, land- rými, jarðhitasvæðum og mengun- arhættu, jafnt sjónrænni sem annarri, varð svæði við Kópu, norðan Hafnabergs, fyrir valinu. Verksmiðja sem framleiðir 50 þús. tonn þarf 400 starfsmenn auk þess sem um 300-400 störf skapast óbeint. í könnuninni kemur fram að markaðssambönd hafi náðst og fyrirhugaðir langtímasölusamn- ingar á verulegu magni fram- leiðslunnar eru komnir nokkuð á veg. Undirtektir nokkurra stórra bílaframleiðanda hafa verið slíkar að búast má við að staðfest verði með viljayfirlýsingu áhugi þeirra á kaupum um helming fram- leiðslu þegar ákvörðun verður tekin um byggingu verksmiðjunn- ar. -ÆMK Vestlensku hrossin lofa góðu Hestamenn á Vesturlandi komu með tugi hesta til sýninga í Reið- höllinni í Kópavogi um helgina. Sýningar voru ijórar og sýningarat- riði rúmlega tuttugu. Að sýningunni stóðu hesta- mannafélögin níu, sem verða með fjórðungsmót á Kaldármelum í sum- ar, og verða mörg hrossanna, sem fram komu, sýnd á Kaldármelum, jafiit kynbótahross sem gæðingar. Sýningin tókst mjög vel og runnu hrossin í gegn um reiðhöllina og sýninguna án átaka. Mörg hross- anna lofa góðu og kom á óvart hve vel gekk að þjálfa þau til að sýna sín- ar bestu hliðar, því mörg þeirra eru ung og svæðið var afmarkað. E.J Hestamenn af Vesturlandi kynntu hross sín ( Reiðhöllinni í Kópavogi um helgina. DV-mynd E.J. ÆUMENIAX E N G R I L f K 5005 uppþvottavél Þvær á 22 mínútum. Hljóölát Rafbraut Bolholti 4 - sími 568 1440 myviuciriegir stóðhestar Hrossaræktarsamtök Suðurlands hafa gefið út myndarlegan bækling með upplýsingum um 60 stóðhesta á Suðurlandi. Hverjum hesti eru gerð góð skil með upplýsingum um ættir, hæsta dóm, kynbótamat, eigendur og notk- unarstaði auk litmynda. Hrossaræktarsamtökin voru stofnuð 22. september 1996 og er for- maður Kristinn Guðnason en Jón Vilmundarson er framkvæmda- stjóri. Þessi bæklingur er framhald svip- aðra bæklinga sem hafa komið út imdanfarin ár á Suðurlandi. Það er fúll ástæða til að hrósa þeim sem að þessum bæklingum standa fyrir frá- bært framtak. -E.J. P laitmp Teg: Appia Leðurlitir - Svart - L Millibrún 3-1-lkr. 236.270,- Þa skaltu líta til okkar þvi við eigum margar gerðir af vönduðum "ekta" leðursettum með gegnumlitaðri nauts- húð. Þessi ítölsku sett eru öll sérlega falleg og þægileg -eins og þau gerast best. Teg: Meiissa Leðurlitir - Vmrautt - Dökkfjolublatt - Grænt - Svart - Gulbrúnt Verið velkomin til okkar. Opnunartími fram á haust Má til Fi. 9-18 Fö. 9-19 5% staðgreiðsluafslattur eða góð greiðslukjör til margra mánaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.