Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 19 Ósonlagið þvnnist enn Dsonlagið er enn að þynnastí yfir norðurpólnum. Það varfi 15-25% þynnra í mars síðastliðn- um en í mars í fyrra. Þetta kem- r ur fram í skýrslu Alþjóðlegu veð- í urstofunnar (World Meteorolog-| ical Organization). Samkvæmt f‘ skýrslunni er ástandið á ósonlag- i inu verst yfir norðurpólnum og- norðurhluta Síberíu. Ástæðan fyrir þessu er sem fyrr losun ým-1 issa klórsambanda, sem meðal| annars er að finna í ísskápum og úðabrúsum, út í andrúmsloftið. I skýrslunni segir enn fremur að '■ með samstilltu átaki alls heims- ins um að draga úr losun þessara j efna megi koma í veg fyrir áfram-; haldandi þynningu ósonlagsins. \ Nýr blóðþrýstings- mælir Margir hafa áhyggj- ur af blóð- þrýstingnum og þurfa að é## .m '+k fylgjast með hnnnm com "niiaf.irii honum sem oftast. En það getur oft tekið tíma I að mæla hann og ekki er alltaf tími til að setjast niður með mæl- ! inn og mæla í rólegheitum. En nú er komið nýtt tæki sem mælir blóðþrýstinginn á nokkrum sek- úndum og birtir hann síðan á skjá sem auðvelt er að lesa á. Tæki þetta mælir einnig hjart- slátt. Eins og sést á myndinni er tækið mjög auðvelt í notkun og einnig er það létt og meðfærilegt. Þar með getur maður í raun og veru fylgst með blóðþrýstingnum hækka á álagsstundum. Þráðlaus sími með tveimur loftnetum Þráðlausir símar hafa þótt þarfaþing lengi og þeim fjölgar stöðugt sem kjósa þennan síma frekar en gamla snúrusímann. En þeir þráðlausu hafa þann hvim- leiða galla að ef maður fer of langt frá símtækinu með tólið þá verða móttökuskilyrðin heldur slæm og stundum heyrist ekkert í þeim sem talað er við. Panasonic hefur nú hafið framleiðslu á nýrri tegund af þráðlausum síma til að ráða bót á þessu. Það sem sá sími hefur fram yfir aðra er að loftnet- in eru tvö. Þar með eru minni lík- ur á að samband detti út. Önnur nýjung er sú að hægt er að draga hljóðnema símans inn á meðan ekki er verið að tala en það er gert til þess að draga úr bak- grunnshljóðum. Myndsímar Illa hefur gengið að markaðs- setja skjásíma síðan þeir komu fyrst á markað. Líkleg ástæðan þess var talin sú að tvo síma þarf til að þetta virki, auk þess sem mynd- og hljóðgæði eru alls ekki nógu góð. En nú er útlit fyrir að það sé að breytast því nýr skjásími er að koma á markað. Það sem er sérstakt við hann er einkum tvennt. Annars vegar er hraðvirkt 33,6 Kb. mótald sem gerir það kieift að senda myndir í lit en aðeins var hægt að senda þær í svarthvítu þegar hægvirk- ari mótöld voru notuð. Hins veg- ar er hægt að tengja símann við önnur tæki, svo sem aðra skjásíma, tölvur eða sjónvarp. Þetta gerir notkun skjásima mun méira aðlaðandi en áður. -*f lÁbjjJiJj vsj 'j^uJíJjj------------------ Geimferð ferjunnar Kólumbíu varð heldur endaslepp: Vandræði í aflgjafa ferjunnar Columbia Kólumbía lendir í Flórída eftir misheppnaóa geimferö. Sfmamynd Reuter Þegar geimferjunni Kólumbíu var skotið á loft 4. apríl síðastliðinn, tveimur dögum á eftir áætlun, von- uðust vísindamennimir hjá NASA til þess að vandræðin, sem fylgt höfðu skotinu, væru á enda. En sú von rættist ekki. Flaugin, sem vera átti í geimnum í 16 daga, varð að hætta flugi eftir aðeins tvo daga. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir vís- indamennina en geimskot þetta hafði verið í undirbúningi í 3 ár áður en það var framkvæmt. Vandræði með aflgjafa Á þessum 16 dögum átti sjö manna áhöfn ferjunnar að gera 33 tilraunir. Athuga átti hvemig eldur hegðaði sér í þyngdarleysi og einnig átti að rækta próteinkristalla fyrir læknisfræðilegar rannsóknir. Fyrir geimskotið hafði einn aflgjafi af þremur sem knýja ferjuna áfram sýnt örlítil vandræðamerki. Vís- indamennirnir hjá NASA töldu samt sem áður að hann væri í not- hæfu ástandi, og fóstudaginn 6. apr- íl var flauginni skotið á loft. 7 manna áhöfn var innanborðs. Fljót- lega eftir geimskotið kom í ljós að ekki var allt alveg með felldu í flauginni. Tilkynnt var að aflgjafinn væri í ólagi. Það myndi þýða að þeir yrðu að kalla ferjuna til baka vegna eld- og sprengihættu. Ferjan kölluð heim Sunnudaginn 6. apríl leit um tíma út fyrir að aflgjafinn hefði tekið við sér og vísindamenn önduðu léttar þar sem útlit var fyrir að ekki þyrfti að kalla flaugina til baka. Fljótlega varð þó ljóst að óumflýjanlegt var að kalla flaugina til baka tii að tryggja öryggi þeirra sem voru um borð í ferjunni en ferjan getur lent örugglega þó að aðeins tveir aflgjaf- ar séu virkir. Þ.a.l. varð ferðin, sem upphaflega átti að taka tvo sólar- hringa, aðeins tæpir tveir dagar í geimnum. Geimfórunum tókst ein- ungis að ljúka broti af þeim tilraun- um sem þeir áttu að gera í forinni. Ferjan lenti á Kennedy-geimstöð- inni í Flórída á þriðjudag, aðeins fjórum dögum eftir að henni var skotið á loft. Sú lending tókst vel. Vísindamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvernig endirinn á þessu varð. Þeir segjast ekki hafa nægileg gögn til að skilja nákvæmlega aðstöðuna. Þeir segjast þó vongóðir um að hægt sé að leggja í þessa för fljótlega aftim. Geim- fararnir sjálfir urðu líka vonsvikn- ir. Þetta var aðeins í þriðja skipti sem stytta þurfti einhveija geimferð á vegum NASA. í nóvember 1981 varð að kalla geimferju til baka vegna bilaðs efnarafals og radar- tæki bilaði i annarri geimferð árið 1991. -HI/Reuter Læknar krefjast aðgerða vegna hættulegra sjúkdóma Hún valdi skartgripi frá Silfurbúðinni Æ9) SILFURBÚÐIN '-X/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina ■ ISPÓ Góöur og ódýr kostur Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir 600 hús kleedd á síðastliðn- um 14 árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæöning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garðabær Sími 656 8826 Heimurinn horfist í augu við gríð- arlegan heilsufarsvanda þar sem lungnabólgufaraldur geisar á ný og bakteríur og veirur verða ónæmar fyrir lyfjum, segir í skýrslu sem Al- þjóða heilbrigðisstofiiunin hefur gefið út. í skýrslunni er einnig sögð tölu- verð hætta á að sjúkdómar, sem tald- ir voru heyra sögunni til, skjóti aftur upp kollinum. Hiroshi Nakajima, forsvarsmaður stofnunarinnar, hvetur öli lönd heims til að leggja meira fé í baráttuna gegn smitsjúkdómum sem verða tæplega 50.000 manns að aldurtila á degi hverj- um og draga einnig úr möguleikum á sviði viðskipta og ferðamannaþjón- ustu. „Smitsjúkdómar eru á meðal okkar. Þeir virða engin landamæri. Öll heimsbyggðin verður að vinna saman að því að stöðva þá,“ sagði harrn. Læknar hafa vonað að búið sé að útrýma sjúkdómum á borð við bólu- sótt og malaríu og að taugaveiki, löm- unarveiki, bamaveiki, gula og heila- himnubólga bætist fljótlega í þann hóp. En Alþjóða heilbrigðisstofnunin segir þetta ekki rétt. Sumir þessara sjúkdóma hafa komið upp aftur í mörgum löndum og um 30 nýir smit- sjúkdómar, sem engin lækning hefur fundist við, hafa komið ffam á síðustu tveimur áratugum. í skýrslu stofnun- arinnar er t.d. spáð að alnæmi muni hrjá tæplega 30 milljónir manna í heiminum árið 2000. Nýjasta plágan er síðan kúariða sem í mönnum breyt- ist í hrörnunarsjúkdóminn Creutz- feldt-Jakob. í skýrslunni er því haldið fram að ástæðan fyrir þessu séu miklar flug- ferðir, stærri borgir og ófullnægjandi hreinlætisaðgerðir. Árið 1996 fóru 2,5 milljarðar manna um landamæri með flugi og þá eru ótaldir þeir sem flúið hafa heimaland sitt og sest að á Vest- urlöndum. „Vesturlandabúum finnast þeir öruggir heima hjá sér. Það eru þeir ekki. Við getum ekki verið örugg um okkur,“ segir David Heymann, læknir hjá Alþjóða heilbrigðisstofnun- inni. „Maðurinn er nú orðinn smit- beri milli heimsálfa, rétt eins og skor- dýr.“ Heymann segir að margar veirur og sýklar séu að verða ónæm fyrir lyfjum sem notuð hafa verið. Barna- veiki hefur aftur skotið upp kollinum í Rússlandi og Úkraínu, gula breiddist hratt út í Afríku og berklar hafa ver- ið að gera vart við sig I Bandaríkj- unum. „Fúkkalyf eru ekki eins áhrifa- rík og áður,“ segir Heymann. Lyf sem notuð eru gegn krabba- meini og við líffæraígræðslur hafa einnig orsakað sjúkdóma. Þau hafa leitt til þess að gömlu og veiku fólki með lélegt ónæmiskerfi hefúr fjölgað. Slik skilyrði eru tilvalin fyrir sýkla. Heymann segir að á Vesturlöndum séu aðallega heimildir um krabba- mein og hjartaáfoll en ekki smitsjúk- dóma. „Við vitum ekki hvað bíður mannkynsins. Um leið og við hættum eftirliti eykst hætta á sjúkdómum. Við verðum að halda baráttunni áfram.“ -HI/Reuter Rjómasprautur og gashylki (passar í allar gerðir) ÖKisag Rjóma- sprautur •Tertur með rjóma •Kökurmeð rjöma •Kaffimeðrjóma “ísmeðrjóma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.