Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997
Utlönd
Bretar og Frakk-
ar tapa deilu um
kvótaniðurskurð
Sjávarútvegsráöherrar Evrópu-
sambandsins samþykktu með
meirihluta atkvæða í gær að
draga úr fískveiðum um allt að
þrjátíu prósent á fimm ára tíma-
bili til að vemda flskistofna.
Bretar, sem höfðu krafist þess
að vandamál vegna svokallaðra
kvótahoppara frá Spáni og
Hollandi yrðu leyst fyrst, greiddu
atkvæði gegn niöurskurðinum.
Það sama gerðu Frakkar sem
vUdu að dregið yrði úr veiðunum
um fimmtán prósent á þremur
árum.
„Við erum ekki tUbúnir að
horfa áfram upp á að fjórðungur
breska fiskiskipaflotans sé í eigu
og undir stjóm útiendinga,“ sagði
Tony Baldry, sjávarútvegsráð-
herra Breta, við fréttamenn eftir
atkvæðagreiösluna.
Kvótahopp er það kaUað þegar
erlendir útgerðarmenn stofiia fyr-
irtæki i Bretlandi tU að komast
þannig yfir breska veiðikvóta.
John Major forsætisráðherra
sagði á mánudag að Bretar
mundu beita neitunarvaldi sínu á
ríkjaráðstefnu ESB í Amsterdam í
júní ef ekki yrðu gerðar breyting-
ar á fiskveiðistefnunni.
Vaxandi áhyggj-
ur af blóðbaði
Vaxandi áhyggjur eru nú af
hugsanlegu blóðbaði og stjórn-
leysi í Kinshasa, höfuðborg Saírs,
þar sem borgin er efst á lista upp-
reisnarmanna sem sækja fram
um aUt land. Fimm miUjónir
manna búa í Kinshasa, síöasta
vígi Mobutus Seses Sekos forseta
sem neitar aö fara frá. Reuter
Rumlega tvo hundruö
fórust í eldi við Mekka
Á þriðja hundrað pílagrímar fór-
ust í eldi í gær sem kom upp í tjald-
búðum nálægt Mekka i Sádi-Arabíu
sem er helg borg múslíma. Sádiar-
abíska rikissjónvarpið greindi frá
því í morgun að að minnsta kosti
217 hefðu látið lífið og 1.290 slasast í
eldinum sem kom upp á Menaslétt-
unni sem er í 11 km fjarlægð frá
Mekka. Ástand margra hinna slös-
uðu er alvarlegt.
Talið er að flest fómarlambanna
hafi verið frá Indlandi, Pakistan og
Bangladesh.
AUs eyðtiögðust um 70 þúsund
tjöld í eldinum sem kviknaði í gær-
morgun og breiddist hratt út vegna
vinda. Stjómarerindrekar og sjón-
arvottar segja að eldurinn hafi kom-
ið upp er gashylki sprakk. Sjón-
varpsmyndir sýndu öryggissveitar-
menn draga burt gashylki frá slys-
staðnum.
Skelfing greip um sig í tjaldbúð-
unum er eldurinn kom upp rétt fyr-
ir hádegi í gær. Vitað er til þess að
einn tróðst undir er pílagrímar
reyndu að flýja eldinn sem ekki
tókst að slökkva fyrr en um kl. þrjú
síðdegis.
Fyrir tveimur áram létu þrír lífið
er eldur kom upp í tjaldi Sádiaraba
á Menasléttunni. Alvarlegasta slys-
ið í pílagrímaferðum á síðari tímum
varð árið 1990 þegar rúmlega 1.400
pílagrímar tróðust undir í göngum.
Fyrir þremur árum létu 270 pila-
grímar lífið í troðningi.
Embættismenn í Sádi-Arabíu
segjast hafa gert sitt besta til að
isariildarprentsmiilja ehf.
ísafoldarprentsmiðja ehf. er ein stærsta prentsmiðja
landsins. ísafoldarprentsmiðja var stofnuð árið 1877 og
verður því 120 ára á þessu ári. ísafoldarprentsmiðja býður
uppá mjög fjölbreytta prentþjónustu og leggur áherslu á
vönduð vinnubrögð, hraða og góða þjónustu.
Hjá ísafoldarprentsmiðju starfa í dag um 40 starfsmenn.
Vegna aukinna umsvifa óskar ísafoldarprentsmiðja eftir að
ráða nýja prentsmiði til starfa.
- Prentsmiðir
Við leitum að fólki með reynslu í 4 lita skeytingu, útkeyrslu og
með góða tölvuþekkingu. Við leitum að kraftmiklum og drífandi
starfsmönnum.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá verkstjóra forvinnsludeildar
ísafoldarprentsmiðju í síma 550 5982 og hjá Ábendi.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Vinsamlega sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu.
Ábendis sem fyrste en í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 18. apríl
n. k.
A
r
Á B E N D I
R Á Ð G J Ö F &
RÁÐNINGAR
AUGAVEGUR 178
S I M I : 568 90 99
FAX: 568 90 96
Einn hinna slösuðu fluttur á sjúkrahús. Alls slösuðust 1.290 í eldsvoðanum við Mekka og er ástand margra alvar-
legt. Símamynd Reuter
tryggja öryggi pílagríma. Hafa þeir
hvatt pílagrímana til að hlýða til-
mælum um öryggisráðstafanir, sér-
staklega á yfirfylltum svæðum.
Komið hefur verið fyrir eftirlits-
myndavélum á helstu vegum, brúm
og göngum, sem pílagrímar fara
um, til að tryggja að allt fari frið-
samlega fram. Veittir hefur verið
um 1.300 milljarðar íslenskra króna
á síðasta áratug til að stækka svæði
fyrir pílagríma í Mekka og um-
hverfis borgina.
Alls eru um 2 milljónir pílagríma
frá um 100 löndum í Sádi-Arabíu.
Hámark pílagrímsferðarinnar er í
dag er pílagrímar halda á Arafatfjall
þar sem Múhameð spámaður flutti
síðustu predikun sína fyrir fjórtán
öldum. Reuter
Gagnrýni á mannréttindabrot vísað frá: Stuttar fréttir
Kínverska stjórnin
fagnaði sigrinum
Kínversk stjómvöld fögnuðu því í
morgun að þeim tókst að koma í veg
fyrir að mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna tæki fyrir ályktun þar
sem ávíta átti þau fyrir mannrétt-
indabrot. Þau hvöttu Vesturlönd til
að draga nú lærdóm af þessari sjö-
undu misheppnuðu tilraun sinni til
að gagnrýna Kínverja.
„Kínverska stjórnin lýsir hér með
yfir aðdáun sinni og þakklæti í garð
þeirra landa sem héldu merki rétt-
lætisins á lofti og studdu Kína,“
sagði Shen Guofang, talsmaður kín-
verska utanríkisráðuneytisins, í
morgun.
Með dyggum stuðningi ríkja
þriðja heimsins tókst Kínverjum að
fá ályktun sem Danmörk, Bandarík-
in og nokkur lönd til viðbótar, þar á
meðal ísland, stóðu að, vísað frá.
Bandarísk stjómvöld hörmuðu í
gær afdrif ályktunarinnar um
mannréttindamál í Kína og sögðu
þau ekki í samræmi við þau grand-
vallargildi sem mannréttindanefnd-
inni væri ætiað að standa vörð inn.
Talsmaður Kínastjómar sagði að
með ályktun sinni heföu flutning-
slöndin reynt að þrýsta á Kínverja
og hafa áhrif á innanríkismál í
Kína.
Þetta er sjöunda árið í röð sem
ekki tekst að fá samþykkta gagn-
rýni á mannréttindabrot Kínverja. í
þetta sinn tókst flutningslöndum
ályktunarinnar ekki að afla sér
stuðnings nokkurra vestrænna
ríkja, þar á meðal Frakklands,
Kanada, Þýskalands og Ástralíu.
Fulltrúar ríkja þriðja heimsins í
mannréttindanefndinni klöppuðu
þegar ljóst var að frávísunartillaga
Kínverja hafði verið samþykkt með
27 atkvæðum gegn 17. Níu lönd, þar
á meðal Rússland, sátu hjá. Reuter
John Major bjartsýnn vegna
nýrra talna um góðan efnahag
John Major, forsætis-
ráðherra Bretiands, von-
ast nú til að nýjar opin-
berar tölur, sem sýna að
efhahagur landsins er í
góðu ástandi, verði til
þess að kjósendur greiði
íhaldsflokknum atkvæði
sitt í kosningunum 1.
maí. Það þykir þó hætta á
að nýr ágreiningur um
Evrópumálin innan
íhaldsflokksins dragi dilk
sér. í gær lýstu nefhilega
stoðarráðherrar því yfir
John Major.
á effir á
tveir að-
að þeir
væra mótfallnir því að
Bretar tækju upp sameig-
inlega mynt Evrópusam-
bandsins.
Samkvæmt niðurstöð-
um skoðanakönnunar,
sem birt var í Guardian í
dag, er forskot Verka-
mannaflokksins nú 14
prósent og hefur aukist
um 2 prósent frá þvi i síð-
ustu viku. Samkvæmt
skoðanakönnun, sem birt var í dag
í Daily Telegraph, er forskot Verka-
mannaflokksins 21 prósent. Reuter
Bilið enn breitt
Enn er mjög breitt bil milli
Palestinumanna og ísraela, þrátt
fyrir ákafar tilraunir Evrópu-
þjóða til að fá deiluaðila fyrir
botni Miðjarðarhafs til að ræða
saman á Möltu.
Matur til Albaníu
Verið er að undirbúa uppskip-
un á mörg hundrað tonnum af
matvælum til aðstoðar þurfandi
í Albaníu.
Lítill árangur
Lítill árangur varð í viðræð-
um þar sem reyna átti að draga
úr spennunni í samskiptum
stjómvalda í Moskvu og NATO.
Reiði í Japan
Bæði stuðningsmenn og and-
stæðingar kjamorku í Japan
sameinuðust í reiði sinni i
morgun í garð ríkisfyrirtækis
sem játaði að hafa dregið að til-
kynna um nýjan leka á geislu-
vfrkum efmnn. Sama fyrirtæki
reyndi að hylrna yfir versta
kjamorkuslys Japans í síðasta
mánuöi.
Skjálftar í Kína
Nokkrir jarðskjálftar skóku
norðvesturhluta Kína snemma í
morgun og mældist sá öflugasti
þeirra 6,3 stig á Richter. Þegar
síðast fréttist var ekki vitað
hvort manntjón hefði oröiö.
Rómantíkin lifir
Fi'anskar konur era enn róm-
antiskar því þær falla fyrir
mönnum sem ausa yfir þær gjöf-
um. Þær taka hæglátan mann,
sem hlustar, fram yfir vöðva-
búnt og „alvitran" mennta-
mann. Franskir karlar vilja
helst vinkonur sem eru með
verjur í handtöskunni. Reuter