Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 10
nnmg
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 T">"\7'
10
me____
Orðin og formin
Á sýningu Magnúsar Tómassonar á Sjónarhóli
sjáum við röð líkana sem hann kallar „Fimm hús
tímans“ og „Tímann og vatnið“ með tilvísun í
ljóðaflokk Steins Steinars. Þetta eru smækkaðar
myndir af garðhúsi eða laufskála með ólíkum að-
skotahlutum eða formum innanhúss. í húsinu
sem vísar til Steins Steinars hangir stór óslípað-
m- steinn í keðju undir þaki skálans, en á gólfinu
undir steininum er svartur vatnsflötur. Eins og
mörg fyrri verka Magnúsar eru þessi „hús tím-
ans“ allegóríur eða launsagnir: þau hafa tvöfalda
merkingu þar sem nafnið vísar til annars en
myndin sýnir bókstaflega. Þessi aðferð við fram-
Myndlist
Olafur Gíslason
setningu hefur lengi verið litin hornauga i evr-
ópskri myndlist (svo ekki sé meira sagt), eða allt
frá því á siðustu öld, þegar menn komust að
þeirri niðurstöðu að hin sögulegu allegóríumál-
verk væru tímaskekkja; eða hvers vegna þurfti
franski málarinn David að mála hetjur úr sögu
Rómverja eins og Brútus eða Orazi- hræðuma,
þegar hann var í raun og veru að fjalla um hetj-
ur frönsku stjórnarbyltingarinnar? Óbein vísun
Davids í sinn samtíma verður viðauki við hina
hreinu sjónrænu frásögn frá Rómaborg lýðveldis-
tímans og skapar nýja merkingarvídd í myndina
á sama hátt og tilvitnunin í Stein Steinarr er við-
bót við það hreina sjónræna áreiti sem járnskál-
inn með steininum og vatninu vekur.
Launsagan er angi af mælskulist og sem slík í
andstöðu við þá meginreglu módemismans að
myndlistin eigi fyrst og síðast að sýna eigin
kjama, hreinan og óskiptan í sínu sjónræna
áreiti. Með þvi að blanda mælskulist inn í mynd-
listina er verið að skapa „grátt svæði“ þar sem
orðin og hin sjónrænu gildi takast á, án þess að
augljóst sé hvar mörkin á milli þeirra liggja. Ef
það er höfuðdyggð módernismans að verkið skuli
byggja á hreinum sjónrænum gildum, þá verður
hin bókmenntalega viðbót væntanlega eins og út-
frymi sem spillir heildarmynd verksins. Á þess-
um forsendum (sem eru ekki síst forsendur
minimalismans) væri hægt að gagnrýna verk
Magnúsar Tómassonar almennt, því flest þeirra
blanda saman bókmenntalegri og sjónrænni
framsetningu í anda launsagnarinn-
ar.
En er launsögnin eða allegórí-
an jafn framandlegur óskapn-
aður innan módernismans og
þessi skýring vill vera láta?
Ef betur er að gáð má finna
mörg dæmi um hreinan
módernisma sem ber ein-
kenni laundsagnarinnar.
Nærtækast er að líta til
súrrealismans, sem oftar
en ekki byggir á framsetn-
ingaraðferð allegóríunn-
ar. Marcel Duchamp
sagði að hið ófullgerða
verk sitt, „Stóra glerið“,
væri allegóría (sem
reyndar er full af íróníu).
Málverkið „Vir heroicus
sublimus“ eftir Bernett
Newman, virðist hins
vegar gjörsneytt allri
íróníu. Það sýnir
eirrauða fleti sem að-
skildir eru með lóðrétt-
um línum, og hefur löng-
um verið talið einn af há-
tindum bandarísks
módernisma um miðbik
aldarinnar. Samkvæmt
nafninu virðist þetta
óhlut-
Magnús Tómasson: Tíminn og vatnið.
læga málverk vera af ætt launsagnarinnar, þar
sem form og litir myndarinnar eru hugsuð sem
ígildi algildra siðferðislegra hugsjóna. Og ber
ekki Guernica Picassos einkenni launsagnarinn-
ar? Jafnvel abstraktmyndir þeirra Mondrians,
Malevitch og Kandinskys stóðu fyrir guðspeki-
legar og dulspekilegar hugmyndir um algild
sannindi ákveðinna grunnforma og lita.
Módernisminn er því ekki eins „hreinn“
og ýmsir kenningasmiðir hans hafa hald-
ið fram, og Magnús Tómasson hefur gef-
ið allri hugmyndafræði um hreinleika
formsins langt nef um leið og hann notar
myndlistina til að segja meira og minna
duldar sögur. Stundum verða sögur hans
reyndar svo ljósar að frekar er hægt að
tala um brandara en allegóriu, og reynd-
ar eru mörg verka hans á þessum mörk-
um. Einkum ýmis verk sem hann sýnir
nú í Gerðubergi. Gallinn við brandara
er sá að þeir vilja oft endast illa,
einkum ef þeir ætlast til að vera
teknir alvarlega.
En þar sem launsögnin gengur
upp, eins og í húsinu um tímann og
vatnið, verður verkið áhugavert og
til þess fallið að vekja ímyndunaraf-
lið. Steinninn sem hangir þama í
keðjunni verður ekki bara steinn,
heldur verður hann um leið ígildi tím-
ans og skáldsins Steins án þess að við
gerum okkur fyllilega grein fyrir því
hvernig þessi þrjú merkingarmið
komi heim og saman í einu formi.
Sama á við um vatnið, sem i ljóði
Steins er ekki bara venjulegt vatn,
heldur líka órætt dýpi vitundarinnar.
Samþætting
tungumáls og
myndmáls er
til staðar í
allri mynd-
list og tengsl
orðsins og
formsins er
reyndar eitt-
hvert áhuga-
verðasta
rannsókn-
arefni allra
sjón-
mennta.
Sýningar
Magnúsar Tómassonar í Gerðubergi og á Sjónar-
hóli eru kjörinn vettvangur til slíkrar pælingar!
Sýningin á Sjónarhóli stendur til 27. apríl.
Sýningin í Gerðubergi stendur til 26. maí.
Fögur malar astúlka
Það var þungt og ákaft lófaklappið
í þéttsetnum sal Gerðarsafns í Kópa-
vogi á mánudagskvöldið eftir flutning
þeirra Finns Bjarnasonar barítons og
Jónasar Ingimundarsonar píanóleik-
ara á söngvasveig Schuberts, Malara-
stúlkunni fögru, við ljóð Wilhelms
Múllers. Þessi tónlist er þrungin öllu
því rómantískasta í rómantískri
sönglist - stefjum og minnum róman-
tiska sönglagsins ægir þar saman í
himneskum seið Schuberts. í aðal-
hlutverkum eru malarasveinninn,
sem er ljóðmælandi nær allan tím-
ann; lækurinn, sem í senn er tákn
lífsins, ferðalagsins og dauðans;
blómin, tákn ástarinnar, og myllu-
hjólið, tákn tímans. í öðrum hlut-
verkum eru póstlúðurinn, tákn
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
fjarskans og hins óþekkta; græni lit-
urinn, tákn vonarinnar, og lútan sem
hangir uppi á vegg, tákn hljóðnaðra
orða og kulnaðrar ástar. Úr þessum
stefjum er Malarastúlkunni fögru
spunninn óður um von og ást, sorg og
dauða.
Ekki er á hvers manns færi að
túlka þennan rómantíska óð þannig
að táknmál ljóðsins lifni í tónlistinni;
þannig að orðin nái flugi á dásamleg-
um laglínum Schuberts. Malarastúlk-
an fagra í túlkun þeirra Finns og
Finnur Bjarnason bariton.
DV-mynd E.ÓI.
Jónasar verður eftirminnileg sem
ákaflega fallegur tónlistarviðburðm'.
Finnur Bjarnason hefm- undurfagra
rödd og fma söngtækni þótt ungur sé.
Smávægilegir hnökrar munu að lík-
um slípast af því enn er hann í námi,
þótt hann hafi þegar lagt á braut at-
vinnumennsku i sönglistinni. Mest er
um vert að auk fallegrar raddar og
glæsilegrar framkomu hefur Finnur
einstakt næmi fyrir hvorri tveggju,
tónlist og ljóðlist, og kann að nota
röddina til að laða fram blæbrigði og
liti sem ljóðið krefst. Það var unun að
hlusta á söng hans og varla hægt að
nefna eitt ljóð betur eða verr sungið
en annað. Mörg augnablik voru hlað-
in músíkalskri merkingu; niðurlag
fimmta ljóðsins, þar sem andstæðar
persónur voru fallega skapaðar
með blæbrigðum raddarinnar;
lokaerindi sjötta ljóðsins, þar sem
spurhingin sem pilturinn ber upp
við lækinn - „ann hún mér?“- varð
þrungin óþreyju og spennu.
En Finnur var ekki einn að verki.
Jónas Ingimundarson sýndi sínar
bestu hliðar og lék sitt hlutverk, sem
oftar en ekki var að sviðsetja ljóöið,
mjög vel; hvort sem það var sindr-
andi lækjarniður í öðru ljóðinu,
tregafullt millispil í tíunda ijóðinu,
táraregn eða klingjandi veiðihorn í
ljóðunum um græna litinn kæra og
vonda. Lokaljóðin, þar sem sveinninn
gefur sig á vald læknum sem syngur
honum vögguljóð, voru hrifandi.
Þetta voru góðir tónleikar og sér-
staklega glæsileg frumraun söngvar-
ans unga.
Djass fyrir alla
Bjöm Thoroddsen og Sam-
norræni kvartettinn leika í tón-
leikarööinni Djass fyrir alla í
Hafnarborg, Hafnarfirði, annað
kvöld, kl. 21. Egill Ólafsson
syngur með. Tónleikarnir
verða einnig haldnir á Akur-
eyri, Selfossi og i Reykjavík.
Efnisskráin verður á léttum
sveiflandi nótum með norrænu
yflrbragði og kynnir veröur
Jónatan Garðarsson. Tónleik-
arnir eru á vegum Gildisskáta í
Hafnarfirði. Forsala aðgöngu-
miða er í kaffistofu Hafnarborg-
ar.
Sagan gleymda
Á mánudaginn kom út hjá
Forum-forlaginu í Kaupmanna-
höfn skáldsaga sem gerist á ís-
landi á 12. öld. Den
glemte: historie heitir
hún og fjallar um at-
burði sem segir frá í
Þorgils sögu og Haf-
liða - sem er varð-
veitt sem hluti af
Sturlungu. Höfð-
inginn Hafliði á
ungan frænda,
Má, sem er
svarti sauðurinn
í fjölskyldunni. Hann
abbast upp á Ólaf, frænda Þor-
gils, annars voldugs höfðingja,
og deilumar magnast þegar
Már drepur Ólaf.
Söguna segir sonardóttir Más
rúmri öld síðar þegar hún hef-
ur misst eiginmann, syni og
sonarsyni í borgarastríði Sturl-
ungaaldar, og
spáir þjóðveld-
inu ragnarök-
um.
Söguna
skrifar Jon
Hoyer,
danskur
lektor við
Háskóla
íslands.
Hann hefur
skipt sér af íslenskum höfð-'
ingjum til forna því fyrsta bók-
in hans, Den lukkede vej, var
skáldsaga í bundnu máli um
Egil Skallagrímsson. Den glem-
te historie er væntanleg í bóka-
verslanir Máls og menningar.
Tónleikar Borgar-
kórsins
Annað kvöld, fimmtudag, kl.
20.30, þreytir Borgarkórinn
framraun sína í Seltjamarnes-
kirkju. Þetta er ein nýjasta
greinin á miklum meiði ís-
lenskrar kórmenningar, 35
manna blandaður kór sem tók
til starfa síðastliðið haust undir
stjóm Sigvalda Snæs Kalda-
lóns. Kórinn syngur einkum ís-
lensk lög og leggur áherslu á
létta og skemmtilega dagskrá.
Á tónleikunum annað kvöld
verða félagar Kvennakórs Suð-
umesja gestir Borgarkórsins.
En á næstu tónleikum, 27. apríl
og 1. maí, syngm- hann með
Mosfellskórnum.
Námskeið í
Madonnu
Úr háskólalífi heimsins ber-
ast þær fréttir að
við háskólann í
Amsterdam sé
hægt að taka nám-
skeið um söng-
konuna
Madonnu sem
fjölmiðlafyrir-
bæri. Nám-
skeiðið gefur
stig. Því miður höf-
um við ekki upplýsingar um
hvenær það hefst.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir