Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 y- Spurningin Fannstu fyrir jaröskjálftan- um síðastliöna helgi? Þorsteinn Árnason vélfræðingur: Já, ég heyrði í honum. Amdís Gestsdóttir: Já, ég fann titringinn. Stefán Guðmundsson, kynningar- aðili hjá Kirby: Já, ég fann titring þar sem ég sat inni í stofu. Guðlaug Soffla Jónsdóttir, starfs- stúlka á Grund: Nei, ég var sof- andi. Bryndís Magnadóttir nemi: Nei, ég fann ekki fyrir honum. Lesendur ASI og VSI samein- ast gegn launþegum - munu reyna aö rústa ríkisstjórninni Helgi Sigurðsson skrifar: Það þarf ekki ofurglögga menn til að sjá hvað fyrir forystumönnum ASÍ og VSÍ vakir þessa dagana. For- ystumenn þessara samtaka ganga nú sameinaðir og hreint til verks í að reyna að rústa ríkisstjóminni. Fyrst ætluðu þeir að gera það í gegnum kjarasamningana en urðu frá að hverfa. Nú er það lífeyris- frumvarp ríkisstjómarinnar sem á að verða banabiti hennar. Það er löngu vitað að almenningur hér er afar ósáttur við skylduaðild að sam- eignarsjóðunum svonefndu. Margir hafa því gripið til þess ráðs að leggja til hliðar og geyma hluta hins takmarkaða sparnaðar á reikning- um sérsjóða sem stofnaðir hafa ver- ið fyrir þá sem vilja verja fé sitt til áranna þegar þeir hætta störfum. Þetta vilja forsvarsmenn ASÍ og VSÍ koma í veg fyrir með öllum ráð- um. Þeir vila ekki fyrir sér að fella eina ríkisstjóm til að ráða yfir þeim sjóðum sem samtökin þykjast eiga umfram launþegana sjálfa sem leggja þó fram féð. Þau 6% sem vinnuveitendur leggja fram er liður í launakjörum launþegans og er því hans hlutur hvemig sem á málið er litið. Rétt eins og þau 4% sem laun- þeginn greiðir beint af sínum laun- um í lífeyrissjóðinn. Nú er mikið í húfi fyrir klíkuna ASÍ/VSÍ að halda völdum yfir þess- um sjóðum sem þeir báðir hafa hit- ann úr, ýmist með setu sinni í stjórn sjóðanna eða með óbeinni drottnun yfir hinum almennu laun- VSÍ og ASÍ innsigla kjarasamninga í Karphúsinu. - Mikið í húfi að báðir haldi völdum yfir lífeyrissjóðnum, segir m.a. í bréfinu. þegum. Með því t.d. að meina sjóðs- félögum á almennum vinnumarkaði að hætta störfum fyrr en 70 ára svo að þeir megi fá svokölluð „full rétt- indi“ úr sjóðum sínum! Það er ekki kræsilegt að sjá ríkis- stjórn landsins kengbogna gagnvart forsprökkum vinnumarkaðarins sem ætla að bregða fæti fyrir síð- búna uppstokkun í lífeyriskerfinu. Hverju ætla nú ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins t.d. að svara þegar og ef þeir láta drottnara kerfis og kúgun- ar svínbeygja sig á þessu nýjasta og nauðsynlega frumvarpi? Þetta verð- ur prófsteinn á hvort hægt er að beygja einstaka ráðherra til að af- nema frelsi einstaklingsins til að njóta afrakstursins að loknu ævi- starfinu. Brosleg tilraun í merkjavörusölu K.S. skrifar: Hugmynd kaupmanna að ætla að laða hingað til lands ríka Banda- ríkjamenn til að kaupa hér hina svo- nefndu erlendu „merkjavöru“ er vægast sagt brosleg. Þótt hér finnist einhverjar vörur í þessum flokki, ódýari hér en í New York, París, London eða í Róm, er einnig hægt að fá þar ódýrar vörur af öðrum toga, mun ódýrari en hér. Það er borin von að ríkir Amerík- anar komi hingað gagngert til að kaupa ódýrar merkjavörur í fatnaði. Þær vörur eru dýrari og miklu eftir- sóttari en svo hjá auðfólki, að það kaupi þær „ódýrt“ norður á Islandi. Kaupmenn athuga heldur ekki að það hefur færst í aukana, því miður, að erlendir ferðamenn, verði fyrir alls konar aðkasti og ónæði af skríl, jafnvel dópistalýð hér á landi, er kemur aðvífandi, t.d. á götu, til fólks sem eru áberandi sem erlendir ferðamenn hér. Oftast kemur til að- stoðar fólk sem sér hvert stefnir. Lögreglan gerir það ekki, a.m.k. ekki í miðborginni eða aðal verslun- argötunni, Laugavegi. Hún sést þar varla. Þennan þátt málsins er líka vert að athuga þegar stefnt er að því að laða hingað hóp ferðamanna úr pen- ingastéttum annarra landa. Það er ekki nóg að skella fram einhverri hugmynd um skyndigróða af ferða- mönnum með fé milli handa. Það verður líka að hafa í huga hvar við búum og við hvaða aðstæður. Textalausa Strandverði, takk í þáttunum má m.a. sjá fagurlimaöar strandgyöjur sem leggja sig fram um aö bjarga mannslífum. Guðmundur Albertsson skrifar: Ég er einn af mörgum aðdáend- um sjónvarpsþáttanna góðkunnu, „Strandverðir", sem eru á dagskrá á eftirmiðdögum laugardaganna. í þáttunum má sjá stælta karlmenn og fagurlimaðar strandgyðjur sem leggja sig fram við að bjarga manns- lífum. Þetta eru hugljúfir þættir sem bjóða upp á allt sem góðir sjón- varpsþættir þurfa, svo sem spennu, húmor og góðan leik. - Ríkissjón- varpið á heiður skilinn fyrir að bjóða einhleypum karlmönnum sem og öðrum upp á jafn þægilega af- þreyingu sem raun ber vitni. Það er samt sorglegt til þess að vita, að „kynkalt möppudýr“ úti í bæ geti eyðilagt þessa göfugu afþr- eyingu með því að setja íslenskan texta á skjáinn, aðeins í þeim til- gangi, að hylja það sewm flestir vilja sjá, þ.e. fagursköpuð brjóst, kúlurass og stælta brjóstkassa karl- leikaranna. Án þessara líkamshluta er ekki mikið varið í þessa þætti, en eins og allir vita þá er það hvorki gott handrit ná gáfulegar samræður milli strandvarða sem veldur því að þættimir eru vinsælasta sjónvarps- efni í heiminum í dag. Hver sá sem segist horfa á Strandverði til að fylgjast með uppeldi Hoby eða lífmu á ströndinni er annað hvort lygari eða skráður meðlimur í Kvennalist- anum. Ég þykist þess fullviss, að allir þeir er horfðu á þáttinn sl. laugar- dag eru mér sammála, þegar ég skora á forsvarsmenn Ríkisútvarps- ins að fjarlægja textann alfarið eða að hafa hann efst á skjánum, því hann gerir ekkert gott þar sem hann er nú. - Að lokum hvet ég all- ar konur yngri en 35 ára að fara í brjóstaaðgerð. Það margborgar sig. Smánarlegar dánarbætur Lárus hringdi: Það er óverjandi að dánarbæt- ur skipverja hjá Gæslunni skuli vera jafn lágar og komið hefur fram í fréttum. Enn þá meir óverjandi er að ekki skuli löngu vera búið að breyta þessum regl- um, úr því látið er liggja að því að menn hafi haldið að sömu reglur giltu fyrir sjómenn Gæsl- unnar og t.d. lögreglumenn, sem eru líka hluti af löggæslu lands- manna. En verst af öllu er þó að fólk og einstaklingar skuli ekki sjálfir hugsa fyrir hlutum eins og þessum: Ekki er sama að vera í vígðri eða óvigðri sambúð (að lögum eða ekki) - eða að fólk skuli ekki bera skynbragð á að tryggja sig með einhverjum hætti. Þetta er allt of algengt hér á landi og með eindæmum hve fólk er lítið hugsandi. Athyglissýki fjölmiðlunga? Sesselja skrifar: Mér fmnst óviðkunnanlegt hve sumir þáttargerðarmenn á Ijós- vakamiðlunum eru orðnir at- hyglissjúkir. Allt til þessa hefur þótt nóg að auglýsa dagskrár- þætti í blöðum og útvarpi, án þess að vera með stórar yfirlýs- ingar og slagorð. Nú er þetta að breytast í athyglissýki, fmnst mér. Það er hamrað á slagorðum eins og þessum um „Sleggjuþátt- inn“ (þættinum lýst sem ein- hverju „fréttamagasíni", sem hann er auðvitað ekki), Helga og Völu lausum á rásinni og hverj- um þættinum eftir annan. Þetta kalla ég hreina athyglissýki og ekkert annað. Annars f lokks borgarar í fluginu Hrafn skrifar: Ég lýsi þeirri skoðun minni aö við íslendingar sitjum alls ekki við sama borð og aðrar þjóðir hvað varðar samkeppni í flugi til og frá landinu. Viö erum í raun sem annars flokks borgarar í fluginu. Fyrst og fremst auðvitað vegna okurfargjaldanna - líka innanlands. Þetta vita ráðamenn jafnt og við sem búum viö þessa niðurlægingu. Það er því engin gild ástæða fyrir ráðherrana tvo, forsætisráðherra og samgöngu- ráðherra, að taka upp hanskann um einokun eða fáokun í fluginu. Þeir verða minni menn af því. Sjónvarps- sendingar á nóttunni Hilmar Sig. hringdi: Ég er einn þeirra sem eiga erfitt með svefn á nóttunni. Fer þá á stjá og bíð betri tíma til að sofna aftur. Mikið held ég marg- ir myndu fagna því ef sjónvarps- stöðvar tækju upp þann hátt að láta einhverja mynd rúlla á nótt- unni. Fræðslumynd, landslags- mynd eða þá einhverja kvik- mynd. Getur varla veriö dýrt. Þetta sér maður á erlendum sjón- varpsstöðvum þegar maður dvel- ur þar. Þetta væri veruleg þjón- usta við margan landann. Öttast jarð- skjálfta Svana hringdi: Ég er þess fullviss að ekki er vanþörf á að brýna fyrir fólki og jafnvel fræða það um hvemig bregðast skuli við ef stór jarð- skjálfti ríður yfir þéttbýlissvæði hér. Ég veit ekki um neinar leið- beiningar á lausu af opinberri hálfu. Er ekki hægt að koma þessum leiðbeiningum á fram- færi og ítreka þær með vissu millibili. Margt vitlausara er hægt að hugsa sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.