Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1997 15 Aldamót Lengd lífshlaups manna er líka mælt frá því þaö hefst, viö fæöingu, og þar til því lýkur. Sama hlýtur aö gilda um aldur Jesú Krists ...“ Sigurður A. Magnússon rithöf- undur spyr í DV 7. apríl síðastliðinn hvenær aldamótin verði. Hann svarar þessu svo sjálfur og segir þennan atburð verða þegar árinu 2000 lýkur og 2001 gengur í garð. Þetta kann rétt að vera og forði mér allar góð- ar vættir frá að lenda í stælum við jafn mikilhæfan rit- höfund og Sigurð um jafn léttvægt at- riði sem þetta. En mér finnst ég samt verða að segja hon- um frá mínum skiln- ingi á þessu máli. 100 ár, ein öld, 10 áratugir Mér var sagt í æsku að ég hefði orðið eins árs þegar eitt ár var lið- ið frá því ég fæddist. Mamma var með þetta upp á mínútu. Eins var ég talinn tíu ára þegar tíu ár voru liðin frá sama augnabliki. Þá var í heilt ár búið að segja í samtölum við gesti að ég væri ýmist 9 ára eða á 10. ári og lítill eftir aldri sem mér þótti frekar leiðinlegt, en kemur þessu máli reyndar ekkert við. Og eftir nokkrar vangaveltur komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hljóti að hafa verið 0 ára á því andartaki sem ég fæddist, og á fyrsta ári allt næsta ár. Ég hef stundum verið að leika mér að því í huganum að ég gæti kannske orðið 100 ára af því amma mín varð 104 og pabbi 97 og þá hlyti það að verða þegar 100 ár, ein öld - 10 áratugir - væru liðin frá fæð- ingu. En eftir lestur greinar Sigurðar er ég ekki lengur viss því mér sýnist hann vera að segja að 101 ár þurfi að líða áður en maður getur talið sig aldarg- amlan. Með öðrum orðum; sá sem fæddur væri 1. janúar árið 1900 yrði ekki 100 ára fyrr en 1. jan. 2001. Tímamæling í kapphlaupi Kunningi minn sem ég hitti stundum í heita pottinum segir að það þurfi stærð- fræðing að minnsta kosti, jafnvel stömufræðing, til þess að skilja þetta með aldamótin. Allavega ein- hvem fræðing. Nú er ég enginn fræðingur en eftir grein Sigurðar varð ég mér úti um tveggja metra langan tommustokk sem er enginn tommustokkur heldur sentímetra- stokkur og lagði hann í fullri lengd á borðstofuborðið. Ég ímyndaði mér að núllendinn á stokknum táknaði fæðingardag Krists og hver millimetri eitt liðið ár. Ég taldi svo vandlega árin frá fæðingu Frelsarans, og viti menn! Við hinn endann vora liðin 2000 ár. Svona rannsókn er langtum vís- indalegri, öruggari og hættuminni heldur en að nota eigin tær eða fmgur eins og ég byrjaði á. Ég byrjaði á tánum og var heppinn að slasa mig ekki. Ég settist við eld- húsborðið með fætuma uppi á borðinu til að geta haft báðar hendur á tánum við talninguna. En stóllinn gaf sig. Betra er að nota puttana. Ég hélt báðum hönd- um fyrir framan mig, lét vinstri hlið litla fingurs vinstri handar tákna fæðingu frelsarans og þann fingur allan hans fyrsta ár, baug- fingur vinstri handar það næsta og svo koll af kolli eða putta af putta. Þessi rannsóknaraðferð gef- ur sömu niðurstöðu og tommu- stokkurinn en ég ráðlegg öllum, sem vantar einn eða fleiri putta, að sleppa henni £dveg. Timamæling í kapphlaupi er mæld með skeiðúri sem stendur á 0 þegar hlaupið hefst. Að hlaupi loknu sýnir úrið hve langan tíma það tók. Lengd lífshlaups manna er líka mælt frá því það hefst við fæðingu og þar til þvi lýkur. Sama hlýtur að gilda um aldur Jesú Krists og þá em 2000 ár liðin frá fæðingu hans þegar árið 2000 gengur í garð. Þröstur Sigtryggsson Kjallarinn Pröstur Sigtryggsson fyrrv. skipherra „Og eftir nokkrar vangaveltur komst ég að þeirri niðurstöðu að éghljóti að hafa verið 0 ára á því andartaki sem ég fæddist, og á fyrsta ári allt næsta ár.“ Er verra að vel fiskist? Það hefir ekki farið mikið fyrir umræðu um vemdun miðanna og þorsksins hjá LÍÚ fram til þessa. Flestir munu líta svo á að úthafs- floti þeirra hafi næstum drepið þorskinn fyrir 4-5 áram þegar árs- aflinn var kominn niður fyrir 150.000 tonn og menn óttuðust að hrygningarstofninn væri í hættu á að hrynja eða deyja út. Nú kemur „stofnvistfræðingur" LÍÚ af fjöll- um til að spyrja í Mbl. 05.04.97 hvort verra sé að vel fiskist. Hann vill nú sýnilega gerast vemdari þorsksins í sjónum og væri nú vel ef hægt væri að taka hann trúan- legan sem talsmann LÍÚ í málinu. Reynsiusaga lióðarinnar af LIU Það er því ástæða til að nefna hér nokkra punkta úr nýlegri reynslu- sögu þjóðarinnar afLÍÚ: Frá því kvóta- kerfið var sett á 1984 að undirlagi LÍÚ beindi það öll- um flota sínum að veiðum í land- helginni. Veiðifloti LÍÚ er einu skipin sem búin era til djúp- hafsveiða. Með þessari ráðstöfun spillti LÍÚ fyrir því að ísland gæti aflað sér veiðireynslu á úthafinu og þannig hefur glatast ómælan- legur veiðiréttur íslands bundinn við úthafsveiðar á úthafinu til frambúðar. Tilgangur LÍÚ með kvótakerf- inu var ekki sá að jafna veiðunum milli manna eða útgerða heldur hitt að tryggja einstökum stórút- gerðum yfirráð yfir veiðunum í fiskilögsögunni. Þessari stefnu hafa þeir siðan fylgt eftir af miklu harðfylgi og náð miklum árangri. Fjórar stærstu útgerðirnar innan LÍÚ „eiga“ nú næstum helming allra þorskkvóta í fiskilögsögunni. LÍÚ bannaði sínum skipum veiðar við Svalbarða og lagðist gegn veiðum í Barentshafi. Þaö studdi ekki utanríkisráðuneytið að tillögum um endurskoðun fisk- veiðistefnu í Norðurhafinu til samræmis við breytt viðhorf til út- hafsveiða á hafréttarráðstefnunni í New York. Sam- kvæmt samþykktum hennar ættu nú aðeins aðliggjandi lönd að Norðurhafinu að eiga rétt til veiða þar. Þar era nú stundaðar sjó- ræningjaveiðar af Dönum, írum, Spán- verjum og öðrum EU- þjóðum undir forystu Emmu Bonino. Vegna andstöðu LÍÚ hefir ísland glatað veiðiréttindum við Jan Mayen, Svalbarða og Bjamarey þar sem það átti hefðbundna veiðireynslu og rétt til veiða. Veiðiréttar við Bjarnarey hafði mest verið aflað með síðu- togurum í tíð útgerðar Tryggva Ófeigssonar og kappa hans. í þá tið höfðu menn ekki hina full- komnu skuttogara síðari tíma. LÍÚ hefir staðið fyrir niður- skurði og uppkaupum á smábáta- flotanum, nú síðast í gegn um Þró- unarsjóð útgerðarinnar. Þessi floti hefir á umræddum tíma minnkað úr um 2.400 smábátum niður í væntanlega nú um 5-600 með þeim afleiöingum að fjöldi fiskiþorpa er í hættu um að leggjast í auðn. Er þó ástandið verst á Vestfjörðum þar sem þorskkvótar á Þingeyri, Flateyri og Suður- eyri eru nú allir svo til fluttir til ísafjarð- ar og stefna í vinnsluskip að því er best verður séð. Þegar þetta gerist verður landauðn á þessum stöðum. Fólkið er þegar á flótta undan yfir- ganginum og ofbeld- inu sem stjórnað er af skammsýnum al- þingismönnum að undirlagi LÍÚ. Enn er smábáta- flotinn skorinn niöur Skyldi talsmaður LÍÚ hafa átt við það að verra væri að fiskist á smábáta- flotanum? Hann er nú kominn nið- ur í 25% af fyrri stærð og enn er haldið áfram að skera hann niður. LÍÚ á engan þátt í aukinni þorsk- gengd nú á miðunum á þessu ári. Hún stafar eingöngu af því að út- hafsflota þeirra var haldið frá landhelginni undanfarin 4 ár. Við megum þakka fyrir að floti LÍÚ drap ekki allan þorsk í fiskiiögsög- unni. Önundur Ásgeirson „LÍÚ á engan þátt í aukinni þorsk- gengd nú á miðunum á þessu ári. Hún stafar eingöngu af því að út- hafsflota þeirra var haldið frá land- helginni undanfarin 4 ár. Við megum þakka fyrir að floti LÍÚ drap ekki all- an þorsk í fiskilögsögunni. “ Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Með og á móti Dómgæslan í úrslitakeppn- inni í handknattleik Alltaf hægt að gera betur Mér fannst dómararnir í heildina komast ágætlega frá sínu hlutverki en þó má auðvitað alltaf gera betur. Það verður jú alltaf að auka kröf- urnar til dómara, leikmanna og þjálfara, að þeir hafi góða þekk- ingu á leikregl- unum og þeim anda sem spila á eftir. Það er aldrei hægt að stoppa á þeirri braut og á hausti komanda koma nýjar reglur inn og það verður mik- ilvægt að kynna þær vel. Hluti af þessum reglum hafa verið í gangi í vetur í sambandi við stöðvun á tímatöku í vítaköstum og leikhlé koma þama inn einnig. Mér hefur þótt áberandi í úrslitakeppninni að það hafa verið að koma inn ný and- lit á sjónvarpsstöðvunum í umfjöll- un á handbolta sem ekki þekkja reglurnar nógu vel. Áður en menn fara að dæma frammi fyrir alþjóð finnst mér að menn verði að vera búnir að lesa reglurnar og skilja þær. I vandasömu starfi hafa dóm- aramir komist þokkalega frá sínu en auðvitað koma upp atriöi í flest- um leikjum sem má gera betur. Miðað við það álag og pressu sem er á dómurum þá myndi ég segja að þeir hafi staðið sig vel. Við skulum ekki gleyma því að peningarnir sem eru í húfi fýrir félögin í þess- um leikjum era gifurlegir og jafnvel fyrir leikmennina líka. Þetta smitar út í framkomu og annað og menn geta alveg séð muninn á leikgleð- inni og hvemig hún birtist í annari mynd hjá kvenfólkinu. Þar er ekki verið aö spila upp á krónur og aura. Menn sjá þennan mun ef þeir vOja horfa á hann. Fyrir næsta tímabO verða gerðar meiri kröfur tO dóm- ara varðandi undirbúning fyrir dómgæslu í 1. deOd en áður. Ég á þar við þekkinguna, úthald og þrek. Dómari í 1. deOd næsta vetur á að geta hlaupið 10 km á einni klst. Harkan mátt vera minni Það er bara mjög einfalt, dóm- gæslan var upp og ofan. Það virt- ust ákveðnir hlutir gerast í leOc í Hafnarfirði sem urðu mikil uppþot í. Mér sýndist að þar hefðu verið gerð alvarleg mistök. Þegar út í 8-liða úrslit er komið er taugaveiklun yfirþyrmandi af þvi að það ligg- ur mikið undir, en liðin virðast svo ná sér nið- ur hægt og ró- lega þegar á líð- ur. Meira og minna í gegnum þá leiki sem ég fór í gegnum var ég svona nokkuð sáttur. Þó var ég ekki sáttur við að mínir menn væru meira utan vaO- ar en leikmenn KA því það gaf ekki rétta mynd af því sem var að gerast á vellinum. KA lék fasta vörn og hefði ég því vOjað sjá menn þaðan fá meiri hvOdir. Mér finnst leikmenn komast upp með of mikla hörku gagnvart línu- mönnum og Sigurjón Bjarnason var stundum eins og tuska í hönd- unum á þessum gæjum. Þegar upp er staðið er handboltinn einu sinni svo að í honum eru margar túlkun- arreglur sem dómarar þurfa að fara eftir. Ég get því ekki annað en verið tOtölulega sáttur í þeim leikj- um sem ég fór í gegnum en harkan í þeim hefði að ósekju mátt vera minni. -JKS Einar Þorvaröar- son, þjálfari Aftur- eldingar. Gunnar Kjartans- son, formaöur dómaranefndar HSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.