Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Page 32
í K I N G A Ltrn ÍTtó** . fonr kí. fv-Vúiiti FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1997 Peningasendill 10-11: Þetta var óþægilegt „Ég get ekki neitaö því að þetta var óþægilegt. yissulega kom þetta mér á óvart. Árásin var nokkuð sem maður þjóst ekki við á þeirri stundu. Ég hafði ekki lent í neinu svipuðu áður en hafði þó hugleitt hvort það gæti gerst,“ sagði 26 ára starfsmaður 10-11 sem tveir menn börðu og rændu á Suðurlandsbraut 48 í fyrradag. Maðurinn er kominn í vinnu á ný. Hann var hress í bragði í morg- un en vildi ekki láta nafns síns get- ið í viðtalinu. „Mér líður ágætlega, það er allt í lagi með mig. Ég er búinn að ná mér. Að öðru leyti var ránið hara eins og sagt var í DV í gær. Hins vegar var ekki rétt hjá mönnunum sem komu að mér að ég hefði verið blóðugur. En það er allt í lagi því ég held að þeir hafi verið æstari en ég,“ sagði maðurinn. Eins og fram kom í DV í gær reyndu ræningjamir að rota mann- inn með því að veita honum ítrekuð högg í hnakkann. Hlann meiddist einnig á brjósti. Ljóst þykir að ekki fór verr en raun bar vitni vegna þess hve hann er vel á sig kominn líkamlega. „Ég slapp frá þessu, það skiptir meginmáli,“ sagði maðurinn. -Ótt Verkfall flugmanna: Bjartsýnn á samninga - segir Einar Sigurðsson „Við gerum okkur vonir um að samningar náist í þessari lotu og mér sýnist svipað sjónarmið vera uppi hjá flugmönnum. Menn verða að halda í bjartsýnina og ég vona að við náum saman áður en til verk- falla kemur," segir Einar Sigurðs- son, aðstoðarmaður forstjóra Flug- leiða, en flugmenn hjá félaginu hafa boðað tímabundið verkfall frá og með fóstudegi náist samningar ekki. Flugvirkjar felldu nýgerða kjara- samninga í gær en verkfalli þeirra var frestað til 25. apríl. „Nú þurfum við að setjast yfir þau mál aftur og kanna hvað veldur óánægju í þessum samningi," segir Einar. -sv Konan fundin 24 ára gömul mállaus kona, Sig- rún Kristinsdóttir, sem leitað var að, fannst heil á húfi í heimahúsi í Kópavogi í gær. Konan hvarf spor- , laust á höfuðborgarsvæðinu sl. föstudag. -RR Fiskverkafólk um allt land felldi kjarasamningana: Nokkur fyrirtæki loka komi til verkfalls - segir Arnar Sigurmundsson - gætu orðið stórátök, segir Pétur Sigurðsson Verkfaíl fiskvinnslufólks ' , Slgltitjörtur IsaQaröarbær . Húsavík Vesturbyggö ” ' Grundarfjöröur Neskaupsstaður '' Esklfjöröur fáskrúösflöröur t j/ > ■ ’/ Akranes 'f Ur o* .... - Sandgeröi _ ' Seifoss Eyrarbakki Stokkseyri / „Ég óttast að það komi til verk- falls á nokkrum stöðum. Ef það verður langvarandi verkfall munu einhver fyrirtæki ekki fara af stað aftur. Það er mjög erfiður rekstur í bolfískvinnslunni eins og flestir þekkja og það er á hreinu að fleiri en eitt og fleiri en tvö fyrirtæki myndu ekki komast af stað aftur,“ segir Arnar Sigurmundsson, for- maður samtaka fiskvinnslustöðva, um þá stöðu sem komin er upp eft- ir að fiskverkafólk felldi nýgerðan kjarasamning sinn og atvinnurek- enda. „Það var um þessa samn- inga ágæt sátt við verkalýðsleið- togana en hún hefur ekki borist út til hins almetma félagsmanns," segir Amar. 12 félög af 26 innan Verka- mannasambandsins, sem semja við VSÍ og VMS, hafa fellt kjara- samningana sem gerðir voru á dögunum. Verkamannavinna, ekki síst í fiskvinnslunni, leggst því af og verkfóll hefjast í kring- um sumardaginn fyrsta á Húsa- vík, Selfossi, Grundarfirði, Akra- nesi, Eskifirði, Siglufirði, Nes- kaupstað, Fáskrúðsftrði, Stokks- eyri, Eyrarbakka og Sandgerði og tveimur dögum fyrr á öllum Vest- fjörðum. DV hefur traustar heimildir fyr- ir því að í nokkrum tilfellum hafi samningamenn verkalýðsfélaga undirritað samninga og mælt síð- an gegn þeim i eigin félagi. „Mér líst vel á þessa stöðu. Ég undrast það mest hversu undr- andi verkalýðsleiðtogamir, sem stóðu að þessum samningi, em. Það gætu orðið stórátök ef miðað er við yfirlýsingar formanns VSÍ,“ segir Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða. „Þetta er auðvitað hámark óheiðarleika og mjög erfitt að byggja upp trúnað í þessum sam- skiptum, en samningar byggjast á trúnaði. Þegar ekki er hægt að treysta viðsemjandanum, að hann segir eitt en gerir síðan annað, þá er maður kominn í mjög erfiða stöðu,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson í morgun. Fiskvinnslan víða um land er í uppnámi vegna stöðunnar í samn- ingamálunum, en auk þess stefnir i að samgöngur í lofti stöðvist einnig því að bæði flugvirkjar og flugmenn hafa fellt samninga fé- laganna og hefst tímabundið verk- fall flugmanna á fóstudagskvöld nk. -rt/-SÁ Sprengt í loft upp Töluverðar sprengingar urðu þegar lögregla og slökkvilið kveiktu í gömlum flugeldum í gær. 20 feta gámi, sem í voru gallaðir flugeldar og aðrir sem gerðir höfðu verið upptækir, var komið fyrir í gömlu steinhúsi við Rauðhóla. Hús þetta, sem er í eigu borgarinnar, átti að rífa og var því kjörið til verksins. DV-mynd S Afgerandi niðurstaða - segir Hafldór „Þetta er afgerandi niðurstaða, þó hún sýni djúpstæða óánægju launa- fólks með kjör sín. Dagsbrún og Framsókn hafa sagt sitt síðasta orð um samningana," sagði Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, í samtali við DV eftir að úrslit lágu fyr- ir í gær um nýju kjarasamningana. í atkvæðagreiðslu Dagsbrúnar tóku þátt 1548. Já sögðu 854 eða 55,2%. Nei sögðu 680 eða 43,9%. Auð- ir og ógildir voru 14 eða tæpt 1%. Handrukkarar Tveir menn réðust á eldri mann fyrir utan heimili hans í Breiðholti í gærkvöld. Árásarmennimir óku síðan burt á bíl fómarlambsins. Annar árásar- mannanna var handtekinn seint í gærkvöld. Að sögn lögreglu leikur grunur á að um handrukkara hafi verið að ræða. -RR L O K I Veðrið á morgun: Hiti 4-14 stig Á morgun verður hæg vest- læg eða breytileg átt. Þokuloft eða súld með köflum vestan- og norðanlands en að mestu bjart veður suðaustan til. Hiti á bil- inu 4-14 stig, hlýjast suðaustan- og austanlands en svalast á annesjum norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 Sjálfskipt • /0^, WI55AIM Almera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.