Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 Kínverjar eigna sér tungl Júpíters Kínverjar 'hafa fundið upp marga gagnlega hluti í aldanna rás, svo sem seguláttavitann og byssupúðrið. Nú hafa þeir eign- að sér uppgötvun á einu af sext- án tunglum reikistjörnunnar Júpíters sem þeir segja að stjamvísindamaðurinn snar- eygði, Gan De, hafl komið auga á tvö þúsund árum á undan Galileo. Þetta mun hafa gerst árið 364 fyrir Krist. ÖU skrif Gans Des eru týnd en fundist hefur miklu yngra rit sem inniheldur lýsingu stjam- vísindamannsins á því sem virðist vera Júpiter og þriðja tungl hans. Til þessa hefur verið álitið að ítalski stjömufræðingurinn Galileo hafi uppgötvað timgl Júpíters með stjömukíki sínum árið 1609. Kínverjar hafa oft eignað sér hluti sem Vestur- landabúar hafa talið frá þeim sjálfum komna, svo sem spaget- ti og pitsur, skeiðar og gafíla. lilraunir með lyf gegn liðagigt Vísindamenn í Bandaríkj- unum hafa verið að gera til- raunir á rottum með nýtt lyf sem gæti komið að góðu liði í baráttunni gegn liðagigt. Lyf þetta hefur skammstöfunina MEG og vinnur á krónískri bólgu í liðum. Enn era nokkur ár þar til vitað verður hvort lyf- ið getur gagnast mannfólkinu. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ef lyf þetta virkar jafn vel á menn og dýr verður það alveg einstakt," segir Csaba Szabo, einn vísindamannanna sem vinna við tilraunina. MEG bælir ensín sem fram- leiðir köfíiunarefnisoxíð en þeg- ar frumur gefa það eftii frá sér valda eiturefnin bólgum í liða- gigt og fleiri kvillum. Hormónar eftir tíðahvörf lengja lífið Svo virðist sem lífslíkur flestra kvenna aukist ef þær gangast undir hormónameðferð eftir tíðahvörf. Þá bendir allt til að slík meðferð gagnist breiðari hópi kvennæ^tfJaður var talið. Þetta kemur fram í skýrslu sem birtist í Banáaríkjunum fyrir skömmu. qY Vísindamenn fylgdust með nærri þrjú þúsund konum á tólf ára tímabili. Þeir komust að því að einu konumar sem ekki er búist við að hafi gagn af með- ferð sém þessari séu þær sem era i mestri hættu á að fá krabbamein í brjóst og minnstri hættu á að fá kransæðasjúk- dóma. í sumum tilvikum má gera ráð fyrir að líf kvennanna geti lengst um allt að 41 mánuð. — lÁkdxi iJj jjjJ <jjj---------—------ Vísindamenn og dásemdir Hubble-geimsjónaukans: Gera sér skýrari mynd af tilurð vetrarbrauta Hubble-geimsjónaukinn hefur enn einu sinni gert stjamvísindamönn- um kleift að rýna langt aftur í aldir til að átta sig betur á umheiminum. Nú segjast breskir stjörnufræðingar vera famir að gera sér skýrari mynd en áður af því hvemig stjörnuþokur, eða vetrarbrautir, mynduðust í ár- daga. Vandleg skoðun á ystu mörkum alheimsins hefur leitt í ljós að þar er að finna stjömuþokur sem eru eins konar smáböm í samanburði við al- heiminn sjálfan. Ekki er nema um einn milljarður ára frá því þær mynduðust en alheimurinn sjálfur er að minnsta kosti tiu sinnum eldri. í september sögðu stjamvísinda- menn sem notuðu Hubble geimsjón- aukann að þeir hefðu staðfest tilvist þess sem þeir kölluðu „klepra" en þeir töldu að f þeim væri að finna grund- vallarbyggingarefhi stjömuþoka. Kleprar þessir vom átján að tölu og fúndust á bak við stjömumerkið Herkúles sem er í ellefú milljarða ljósára fjarlægð. Eitt ljósár er sú vega- lengd sem ljósið fer á einu ári á 300 þúsund kílómetra hraða á sekúndu. í júní síðastliðmun skýrði arrnar hópur vísindamanna frá því að hann hefði séð fæðingu fyrstu fastastjam- anna. Carlos Frank, stjamfræðingur við háskólann í Durham á Englandi, sagði nýlega á fundi með kollegum sínum í Southampton að hópur sinn væri að byrja að raða þessum upplýs- ingum saman. „Þetta er ekkert ósvipað því að maður hafi ljósmyndir af einstakling- um á ákveðnum tímaskeiðum þroska- ferilsins, t.d. af komabami, ungu bami, táningi og gömlum manni, og maður reyni svo að púsla saman mynd af erfðaþróuninni úr þessum upplýsingum," sagði Frank. „Þetta er augljóslega aðeins hægt ef maður skilur grundvallarlíffræðiferl- in sem þama em að verki,“ sagði hann og bætti við að stjömufræðing- Hér má sjá mynd af stjörnuþokum sem tekin var úr Hubble-geim- sjónaukanum. ar og heimsfræðingar væra að byrja að öðlast þennan skilning. Frank og félagar hans hafa sett upplýsingar þessar inn í hermiforrit í tölvu og hefur með aðstoð þess tekist að búa sér til mynd af því hvemig stjömuþokur þróuðust. Frank skýrði fyrst frá tölvuforriti þessu fyrir einu ári og sagði hann að það sýndi fram á að upphaf alheims- ins hefði nánast verið eins og sagt er frá í Biblíunni: Röð og regla taka við af ringulreiðinni. Á fundinum um daginn sagði Frank að hermiforritið passaði áfram við uppgötvun sem gerð var árið 1992 og sem eðlisfræðingar köll- uðu „uppgötvim aldarinnar". Þá fúndust „gárur“ í geimnum en þær munu hafa verið forsenda þess að stjömuþokur, reikistjömur og þar fram eftir götunum mynduðust við Miklahvell fýrir tíu til fimmtán milljörðum ára. Veriö er aö rannsaka hvort górillur búi yfir einhverri vitneskju um lækningaeiginleika ýmissa jurta sem eru í nánasta umhverfi þeirra og sem þær leggja sér til munns aöeins þegar þær eru slappar. Lyfjafræðikunnátta apa rannsökuð: Vísindamaður bregður sér í górilluhlutverk í Úganda Ýmislegt leggja menn nú á sig í nafni vísindanna. Bandaríski líf- efnafræðingurinn John Berry hefur haldið til í Bwindi-þjóðgarðinum f Afríkuríkinu Úganda þar sem hann hefur reynt að lifa eins og górilla, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hann smellir saman vörunum eins og górillumar gera þegar þær fá sér laufblöð að éta og gefur frá sér alls kyns óhljóð til að vekja ekki of mikla athygli, Tilgangurinn með öllu þessu apa- atferli Berrys er að komast að því hvort górillur búi yfir einhverri vit- neskju um lyfjaeiginleika plantn- anna í umhverfi sínu, m.ö.o. að komast að því hvort frændur okkar láti ofan í sig einhverjar ákveðnar plöntur þegar þeir eru slappir. Fjölmargir vísindamenn sem hafa rannsakað simpansa hafa veitt þvi athygli að þeir éta ákveönar plöntur eða laufblöð þegar þeir verða sloj, jurtir sem þeir sneiða hjá alla jafna vegna þess aö þær era sterkar eða beiskar á bragðið. Við rannsóknir kom svo í ljós að um helmingur jurta þessara innihélt líflræðilega virk eftiasambönd sem ýmist drápu sníkjudýr, bakteríur, sveppi eða skordýr. Ekki er hins vegar vitað hvort simpansamir leggja sér þess- ar plöntur til munns af eðlisávísun einni saman eða hvort þeir hafa lært um eiginleika þeirra af reynsl- unni. Hinn 24 ára gamli John Berry hefur því einsett sér aö rannsaka hvemig górillumar fara að. Hann hefur fylgt górilluhópum eftir til að sjá hvaða hálfétin blöð, ávexti og blóm þeir skilja eftir sig á leið sinni um skóginn. Sagt er að nokkrar gór- illur klifri alla leið upp á fjallstinda til að ná í blöð brúðaraugaplöntunn- ar. Enn aðrar éta rauðan ávöxt villtu engiferplöntunnar sem fólk í Gabon notar einnig í lækninga- skyni. Vitað er að ávöxturinn inni- helur sýkladrepandi efni. Fyrst í stað ætlar Berry að safna saman jurtum og laufblöðum sem hemn sér að sjúkrar górillur éta. Seinna verða þær svo rannsakaðar, svo og saur apanna sem getur einnig veitt heilmiklar upplýsingar um gerlaflórana í þeim. Byggt á JP Hausverkjartöflur gera illt verra Fólk sem er sífellt að gleypa aspirín eða parasetamól er hugsan- lega að kalla yfir sig hausverk en ekki að halda honum í skefjum, eins og tilgangurinn með pilluátinu er. Svo segja a.m.k. breskir sérfræðing- ar. Nokkrar rannsóknir hafa leitt í ljós að síendurtekin notkun á höfuð- verkjatöflum gerir aðeins illt verra. Simon Ellis, sem starfar við kon- unglega sjúkrahúsið í Norður-Staf- fordskiri, segir að draga mundi úr einkennum þráláts daglegs höfuð- verkjar í 75 prósentum tilvika ef notkun verkjalyfja væri takmörkuð. Ellis segir að það geti tekið líkam- ann tvo mánuði að hreinsa úr sér áhrif of mikillar neyslu höfuðverkja- lyfía. Vísindamenn ekki mjög trúaðir á himnaföðurinn Flestir vísindamenn í Bandaríkj- unum trúa ekki á guð en 40 prósent þeirra gera það engu aö síður, hlut- fallslega jafn margir og árið 1916. Þetta era niðurstöður rannsóknar sem kynnt var um páskana. Höfundar rannsóknarinar, Ed- ward Larson og Larry Witham, sögðu niðurstöðumar sýna að betri og almennari menntun hefði ekki útrýmt trúarþörfmni. Það vr árið 1916 að vísindamaður- inn James Leuba hneykslaði þjóðina þegar hann komst að því að aðeins 40 prósent vísindamanna trúðu á æðri máttarvöld. Hann spáði þvi að guöleysi mundi breiðast út með auk- inni menntun. Larson og Witham sögðu í grein í tímaritinu Nature að þeir hefðu likt eins nákvæmlega eftir könnun Leu- bas og kostur var. Niðurstaðan varð sem sé þessi: 40 prósent trúa á guð, 45 prósent trúa ekki og 15 prósent era efahyggju- menn. Valdir voru 1000 vísinda- menn af handahófi til að taka þátt í rannsókninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.