Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 20
20 U3J1^ U Jj • J ‘ Síðusafnið hefur nú verið starfrækt í eitt ár: MANUDAGUR 21. APRÍL 1997 Mjög nauðsynlegt ao hafa íslenska leitarþjónustu Fyrir tæpu ári fór Ingólfur Helgi Tryggvason, aöaleigandi Hugmóta, af stað með Síðusafnið, sem er leit- arþjónusta sem leitar eingöngu að íslenskum heimasíðum. DV átti stutt spjall við hann í tilefni af þessu tU að kanna hversu brýn þörfin hefur verið á slíkri þjónustu hér. Geta hinar ijölmörgu erlendu leitarþjónustur ekki gert sama gagn? Ingólfur segir tildrög þess að Síðusafnið var sett á laggimar vera fyrst og fremst löngun til að skapa betri leitarskilyrði fyrir ís- lenskar heimasíður. „Ég var sjálf- ur búinn að flakka töluvert um vef- inn og fannst alltaf ómögulegt að nálgast það efni sem ég vildi leita að. Því ákvað ég að setja upp leit- arþjónustu fyrir íslenskar vefsíð- ur.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Notkunin á Síðusafninu hefur vaxið jafnt og þétt og núna koma að meðaltali 500 fyrirspurnir á dag til safnsins. „Það gefur til kynna að þetta sé þjónusta sem notendur vefsins kunna að meta. Þetta hjálpar þeim að finna ís- lenskt efni,“ segir Ingólfur. Hann segir að þeir Hugmóts- menn hafi lagt sig fram við að leita uppi nýtt efni. Þeir gera það ekki vélrænt heldur flakka þeir einfald- lega um vefinn og skrá inn nýtt efni ef þeir rekast á það. Þó færist það í aukana að menn kynni sínar síður sjálfir. Þeir senda þá fyrirspurn til Síðu- safnsins ef þeir vilja koma sinni síðu á framfæri. Þessar tvær leiðir hafa gert það að verkum að meginhluti ís- lenskra vefsíðna er á skrá hjá þeim nú. Ingólfur telur engan vafa á því að þessi sérís- lenska leitarþjónusta hafi verið mjög nauðsyn- leg. „Það er oft þannig þegar leitað er að íslensku efni í erlendum leitarvélum að maður biður um nál en fær hey- stakk. Síðusafnið er mun hnitmið- aðra þar sem yflr 90% af skráðu efni þar er íslenskt. Því er mun auðveldara að finna ís- lenskar vef- síður þar.“ Síðusafnið er ekki eina gagna- safnið sem Hugmót rekur. Fyrir nokkru tóku þeir í notkun bíla- safniö þar sem menn geta skráð þá bíla sem þeir hafa til sölu. Ætlun- in er að semja við bílasölur um að taka inn þeirra söluskrár þannig að þetta verði ákjósanlegur kostur fyrir þá sem eru að leita sér að bíl. Einnig bjóða þeir fólki að setja upp hjá sér lítil auglýsingaskilti um það sem þeir vilja auglýsa á Netinu. Þar er hægt að hafa bæði tilvísanir í heimasíður og myndir. Boðið er upp á ókeypis auglýsingu í 3 daga svo fólk geti séð hvemig þetta gengur fyrir sig. „Þetta er góður kostur fyrir auglýsendur sem vilja notfæra sér vefinn en hafa ekki tíma eða getu til að búa til heimasíðu. Einnig er hægt að breyta auglýsingimni hvenær sem er gildis- tímans en það er ekki hægt í prentaðri út- gáfu,“ sagði Ingólfur að lokum. Slóðin á heimasíðu Síðusafnsins er http://www.hug- mot.is/ssafn. Slóðin á Bílasafnið er http://www.hugmot.is/bsafn og slóðin á auglýsingarnar er http://www.hugmot.is/auglys. -HI Bandaríska þingið með áhyggjur af netöryggi Nokkrir þingmenn bandaríska þingsins hafa beðið stjórnina um að senda ekki viðkvæm skjöl sem varða öryggi þjóðarinnar um netið. Var þetta gert í fram- haldi af nýrri vefsíðu tryggingastofnunar Bandaríkjanna. í henni geta einstaklingar skoð- að flármál sín gegn því að gefa upp persónulegar upplýsingar. Þingmenn úr báðum flokkum vilja að þjónustan verði stöðv- uð þangað til öryggi þess- ara gagna sé fullkomlega tryggt. Stofnunin fór að bjóða þessa þjónustu nýlega til að auðvelda aðgang fólks að fjármálaskýrslum sín- um. Þannig væri t.d. hægt að skipuleggja eftir- launin betur. Aðeins þarf að gefa upp nafn, kennitölu, ættamafn móð- ur fyrir giftingu, fæðingardag og fæðingarstað til þess að sjá launa- tekjur frá upphafi og fá áætlun um lífeyristekjur. Mörgum finnst þetta ekki nóg og telja of auðvelt fyrir for- vitna vini og ættingja að komast í þessar skýrslur sem eiga að vera trúnaðarmál. Meðal þeirra sem eru á þeirri skoðun er Jim Bunning, fulltrúa- deildarþingmaður demókrata. í bréfi sem hann skrifaði stofnuninni segir m.a.: „Þó að ég meti mikils þá viðleitni tryggingastofnunarinnar að bjóða upp á hraða og víðtæka þjónustu getur slik aðgerð ekki samræmst friöhelgi Bandaríkja- manna.“ Tryggingastofnunin segist viss um að gögnin séu örugg en væri samt en að fara yfir síðuna, sem er á http://www.ssa.gov. Áður þurfti fólk annað hvort að koma á staðinn eða skrifa stofnuninni til að fá þess- ar upplýsingar. „Við erum að fara yfir og meta notkun vefsíðunnar og þau öryggisatriði sem vernda þau gögn sem þar er að finna,“ sagði Rich Hensley, talsmaður stofnunar- innar. Hensley sagði enn fremur að síð- an hefði fengið um 3000 heimsóknir á dag, en þeim hefði síðan fjölgað upp í 85.000 þegar fréttist af þeim röddum sem nú hljóma í þinginu. Reyndar hefði það komið fyrir að fólk sem vildi líta á fjármálaupplýs- ingamar hjá sér hefði orðið frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar. -HI/Reuter Svissneskur banki á Netið Svissneski bankinn Credit Suisse er nú farinn aö bjóöa bankaþjónustu á Netinu og veröur þar meö sá fyrsti af stóru bönkunum þar í landi til aö gera slíkt. Viöskiptavinir bankans geta nú lagt inn, millifært og gert önnur banka- viðskipti í gegnum Netiö. Þjónustan er fyrst og fremst ætluö viöskiptavin- um í Sviss. af greininni, setti tætlurnar í bland- ara og blandaði vel. Síöan hellti hann blöndunni í skál og drakk hana í einum teyg við mikinn fögn- uö viöstaddra. Af þessu má læra aö best er aö tala varlega, sérstak- lega þegar talaö er um Netið. Oracle selur flesta Spámaður étur orð ofan í sig í œsember 1995 spáöi blaöamaöur- inn Bob Metcalfe því aö árið 1996 myndi Netiö hrynja. Hann sagöi enn fremur aö hann skyldi opinberlega éta þetta ofan í sig ef spáln rættist ekki. Hann stóö viö þau orö sín og át stóra köku sem leit út eins og dálk- urinn sem hann haföi skrifaö í In- foWorld. Þegar þeir sem á horföu mótmæltu reif hann í tætlur eintak gagnagrunna Oracle Corp. var meö mestu mark- aöshlutdeildina á gagnagrunns- markaönum áriö 1996 meö 30% hlutdeild. IBM kom næst með 26% hlutdeild ogjnformix Corp. var í þriöja sæti. í heild jókst sala á gag- nagrunnum um 15% síöastliöiö ár. Þetta kemur fram í rann- sókn sem Dataquest gerði nýlega. Innan skamms mun koma ný útgáfa af Oracle- gagnagrunninum, Oracle 8, en Oracle 7 var kosinn besti gagnagrunnur ársins af tímaritinu Óáreiðanlegar heilsuráðleggingar á Netinu Bandaríska læknafelagiö hefur gef- iö út aövörun til neytenda þar sem þeir segja m.a. aö ýmis heilsu- og læknasamtök á Netinu hafi meiri áhuga á að komast í kokkteilboö en gefa uppbyggileg ráö. 1 aövör- uninni segir aö í raun sé alltof mik- iö af upplýsingum á Netinu og óvan- ir Netnotendur gætu átt erfitt meö aö greina kjarnann frá hisminu. Þetta kom fram í tímariti læknafé- lagsins. Félagiö stingur upp á aö reglur veröi settar um þau læknis- fræðilegu gögn sem megi fara á Netiö. T.d. veröi aöeins mönnum meö ákveöin réttindi leyft aö gefa út slíkar upplýsingar og skylt veröi aö geta allra heimilda sem notaö- areru. Intel lækkar örgiörva sína Intel hefur nú brugöist vío þeirri sam- keppni sem fyrirtækiö hefur fengiö á örgiörvamarkaönum upp á síðkastiö. Þaö hefur tilkynnt að þaö muni lækka veröiö á örgjörvum sínum til muna í lok þessa mánaö- ar en vill ekki upplýsa hversu mikiö. Intel hefur undan- fariö fengið haröa sam- keppni frá fyrirtækjum eins og AMD og Cyr- ix og er skemmst aö minnast útgáfu K6 örgjörvans frá AMD sem sagt var frá í DV í síöustu viku. Vegna þess- arar samkeppni ertaliö aö jjessi lækk- un veröi meiri en fyrri lækkanir á ör- gjörvum þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.