Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 29 Jón Sigurðsson Sómi Islands, sverð þess og skjöldur hefur að sjálfsögðu sina heimasíðu. Hún er á http: //www.snerpa.is/kynn/j/jonsig. Lögreglan í Reykjavík A heimasíðu Lögreglunnar í Reykjavík, http://www.treknet.is/police, er meðal annars að finna tölur um skotvopnaeigu íslendinga, auk ýmissa annarra upplýsinga. Pink Floyd Hljómsveitin Pink Floyd á sér fjölda aðdá- enda. Þeir geta fundið margt við sitt hæfi um þessa frábæru hljómsveit á http://humper.stud- ent.princeton.edu/floyd/floyd.html. StarTrek Star Trek hefur óneitanlega orðið út undan í Starwars-æðinu sem nú hefur gengið yfir. Því þykir við hæfi að minna á heimasiðuna, http://startrek.msn.com. Bach Aðdáendur sígildrar tónlistar fmna margt við sitt hæfi á vefhum. Sér- stök heimasíða tileinkuð Johanni Sebastian Bach er á http: / /www. tile.net/tile/bach. Teny Pratchett Bókmenntimar mega ekki vera út undan. Terry Pratchett á sér einnig marga aðdáendur. Heimasíða tileinkuð þessum merka höfúndi er á http://vangogh.cs.tcd.ie/cbuc- kley/books/terry.html. Á fréttahópnum alt.fan.pratchett er síðan hægt að skiptast á skoðunum við aðra aðdáendur. Skák Alls kyns upplýsingar um skák er að finna á http://www.chess- space.com. íslendingar hafa einnig sína upplýsingasíðu um skákina sem er http://www.vks.is/skak. Þjóðverjarnir vilja ekki myndir af honum þessum. Þýskur yfirmaður Compuserve ákærður Yfirvöld í Bæjaralandi hafa höfðað mál á hend- ur yfírmanni Þýska- landsdeildar Compuser- ve í tengslum við dreif- ingu kláms og nasistaá- róðurs á netinu. Nafh mannsins var ekki nefnt í kærunni en talsmenn Compuserve hafa stað- fest að um sé að ræða Felix Somm sem er framkvæmdastjóri Compuserve-útibúsins í Þýskalandi og Mið-Evr- ópu. Kæran á rætur sínar að rekja til rannsóknar sem byrjaði í árslok 1995. Þá létu yfirvöld loka fyrir aðgang að 200 fréttahópum sem snerust um kynlíf, þrátt fyrir hávær mótmæli margra sem töldu þetta aöfor að málfrelsi. Meðal þeirra var sá sem ákærð- ur er núna. Yfirvöld i Bæjaralandi segja að hann sé sakaður um að hafa ítrekað og með vilja gert aðgengilegar viðskipta- vinum Compuserve myndir sem innihéldu bamaklám, hart klám og kynmök við dýr. Einnig brjóti sumir tölvuleikir, sem meðlimir Compuserve geta fengið, í bága við þýsk lög sem banna að „ofbeldi sé hafið til skýjanna". Þessir leikir inni- héldu m.a. ólöglegar myndir af Adolf Hitler og einnig af ýms- um nasistatáknum, t.d. hakakrossinn. Somm er ákærður fyrir að „aðstoða við dreifingu kláms, auk brota á lögum um texta sem gæti verið skaðlegur böm- um.“ Talsmenn útibús Compuserve í Þýskalandi hafa ekki viljað tjá sig um málið. Kæra þessi er sú fyrsta sinnar tegundar í Þýskalandi og hefur skapað miklar umræður um það hversu langt lagaarm- urinn geti teygt sig inn í netið. Mikið hefur t.d. verið deilt um ábyrgð netþjónustuaðila á því sem notendur þeirra gera á net- inu. Þýskir saksóknarar telja að slík þjónusta sé ábyrg þegar texti eða myndir, sem bannaðar era samkvæmt lögum í Þýskalandi, séu gerðar Þjóðveijum aðgengilegar í gegnum netið. Þjónustuaðilar hafa mótmælt þessu og telja svokallað- an síubúnað (filtering software), sem gerir foreldram kleift að hafa stjórn á því hvað bömin skoða á netinu, nógu góða vemd. Engu að síður má ljóst vera að sá dómur sem mun falla í þessu sakamáli mun hafa fordæmisgildi í Þýskalandi og jafn- vel víðar í heiminum. -HI/Reuter Fleiri vefþjónar í Bandaríkjunum ast vilja vera á sama stað, þ.e. á staðnum „punktur com (.com)“, og þegar hafa ýmis deilumál farið fyrir rétt um hvað eigi að vera á þessum stað og hvað ekki. Það er hægt að velja um 3 endingar á vefsíðum í Banda- rikjunum í dag: ,,.org“, ,,.net“ og ,,.com“. Það síðastneftida stendur fyrir Commercial (auglýsendur) og þangað hafa flestir reynt aö troða sér. Reyndar er nokkur þúsund vefsíðum bætt við þennan flokk á hveijum degi. Sérstök nefnd, sem skipuð var í fyrra til að taka á þessu vandamáli, hefur nú komið með tillögu. Hún gengur út á að sjö nýjum nöfiium á vef- þjónum verður bætt við og fara nöfiiin eftir starfssviði. Endmgamar eru þessar: .firm (fýrir viðskiptafyrir- tæki) .store (fyrir þá sem selja hluti) .web (fyrir þá sem starfa á vefnum) .arts (fyrir listafólk) .rec (fýrir íþrótta- og lík- amsræktarfólk) .info (fyrir þá sem með- höndla upplýsingar) .nom (fyrir einstalkinga) Nánari upplýsingar um þessar tillögur er hægt að fá á http://www.iahc.org en þá er betra að vara við því að text- inn getur verið nokkuð sein- lesinn. Ýmsar hugleiðingar hafa verið uppi um hvernig fyrir- tæki eigi eftir að taka þessum nýjum nöfnum nái þau fram að ganga. Myndi t.d. Microsoft vera jafiiánægt með að hafa slóð sem endar á ,,.firm“ eins og ,,.com“? Einnig finnst mörgum að netið þurfi endinguna ,,.sex“ því það væri einfaldasta leiðin til að koma í veg fyrir að t.d. böm rækjust óviljandi á eitt- hvert efiii á netinu sem er ekki ætlað þeim. Aðrir era ekki sammála þvi og halda fram að slikt myndi aðeins auka viðskipti með slíkar af- urðir í gegnum netið. Hins vegar er talið að end- ingamar fyrir listafólk og íþróttafólk séu mjög hentugar fýrir þá sem starfa á þeim vettvangi og fólk muni taka þeim fegins hendi. Einnig yrði það mikið hagræði fyrir ein- staklinga að fá sérstaka end- ingu því þar væri komin sam- ræmd ending á alla þá ein- staklinga sem era með tölvu- póstfang í Bandaríkjunum. - HI/Reuter BYGGING NETSINS Þýskir saksóknarar lögsækja nú framkvæmdastjóra Þýskalandsdeildar Compuserve fyrir að leyfa aögang bæöi aö klámi og efni sem tengist nasistum Hins ómiðstýrða bygging netsins gerir það erfitt að stjórna innihaldi þess Uppistaða • Tölvunet tengt með gervi- hnöttum og leiðslum. • Innifalið er tölvupóstur, fréttahópar, vefurinn o.s.frv. • Tölvur á netinu tilheyra oft ríkisstjórnum, viðskipta- og menntastofnunum en allir geta tengst án leyfis. Netþjónustuaðili ■ Fyrirtæki meö tölvur og hugbúnað í uppistöðu netsins. • Selur aðgang í gegn- um venjulegt síma- númer eða ISDN. • Getur veitt notend um takmarkaðan aðgang án eigin hugbúnaðar. • Getur selt rými á sínar tölvur fyrir vefsíður. Netþjónustan • Tengir notanda netsins við þá síðu sem hann biður um gegnum netþjón sinn. Netnotandinn • Fær aögang gengum áskrift hjá net- þjónstuaðila um símalínu eöa ISDN. • Bætir einföldum búnaði við tölvuna og fær aögang aö texta, myndum og hljóðum á netinu. • Má hafa eigin síðu á vefnum. Heimild:Compuling Insights REUTER Notendur finna auðveldlega flöskuhálsa Fyrirtækið VitalSigns Software mun bráðlega sefja á markað þaö sem þeir kafla „félaga vaffans" (browser companion) en búnaður þessi gerir netflökkurum kleift að greina hvar hægir skyndilega á upplýsingaflæðinu til tölvunnar. „Þetta mun hjálpa gögn- unum að komast rétta leiö í bókstaf- legri merkingu," sagði Montgomery Kersten, forstjóri fýrirtækisins. Ætl- unin er að prufúútgáfa af búnaðinum komi í dag. Búnaðurinn, sem fengið hefúr heit- iö „Net.medic", hefur svipaö úflit og mælaborð á bíl. Hann mælir ástand og hraða tölvunnar, mótaldsins og net- þjónustuaðilans. Ef ehihver gögn, sem verið er að sækja um netið, eru óvenju lengi á leiðinni þá er hægt að sjá þaö á einfaldan hátt hveiju af þessu þrennu er um að kenna. Kersten segist vonast til þess að þetta tæki hvetji þjónustuaðila til að bæta þjónustu sina við notendur nú þegar þeir geta alltaf vitað hvar flöskuhálsinn er. Net.medic er hægt að keyra á Windows 95, Windows NT 4.0, Nets- cape Navigator 3.0 eða nýrri og Mic- rosoft Intemet Explorer 3.0 eða nýrri. -HI/Reuter Athygli er vakin á að vegna framkvæmda við gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar verður Suðurlandsbraut lokað austan Langholtsvegar frá og með deginum í dag. Vegfarendum er bent á Sæbraut. Stöndum saman, sýnum þolinmæði og lipurð í umferðinni! ''//v/A Vegamálastjóri Borgarverkfræðingur Nú er rétti tíminn fyrir: RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT Heldur trjábeðum og gangstígum lausum við illgresi. GROÐURVORUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1 ARGUS / ÖRKIN /SÍA GV023

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.