Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 Fréttir Samið við flugmenn FlugleiðaJ fíajjiótt: Náðum fram fjolmorgu - segir Kristján Egilsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna Samningar tókust i fyrrinótt milli flugmanna Flugleiða og vinnuveit- enda þeirra og skrifað var undir um hálftvöleytið. Tveggja sólarhringa verkfalli, sem hófst á miðnætti að- fararnótt laugardags, var þá aflýst og millilanda- og innanlandsflug hófst að nýju í gærmorgun. Ótíma- bundnu verkfalli sem hefjast átti um næstu helgi var sömuleiðis frestað. Atkvæðagreiðsla fer fram í vikunni en samningurinn nær til 168 flugmanna. Að baki eru 5 mán- aða samningaviðræður þessara deiluaðila og 25 fundir hjá ríkis- sáttasemjara. Allt flug Flugleiða lá niðri á laug- ardag og hafði í for með sér tals- veröa röskun. Félaginu tókst að út- vega flestum millilandafarþegum flug með öðrum eða breyta dags- setningu flugsins en vitað er um nokkra sem enga úrlausn fengu og urðu strandaglópar þann daginn. 13,4 prósent á samningstím- anum Samið var til þriggja ára og laun flugmanna hækka á því tímabili um 13,4 prósentustig, fyrst um 4,7 pró- sent við undirskrift. Tekið var á ýmsum tæknilegum þáttum sem Kristján Egilsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, sagðist vera sáttur við þegar DV náði tali af honum í gær. „Launaliðir voru í ákveðnum far- vegi eftir stóru samningana sem ekki var hægt að fara út af. Við náð- um fram fjöldamörgum atriðum sem snúa að okkar vinnu, s.s. trygg- ingamál, bakvaktir og flug hjá Flug- félagi íslands ef af stofnun þess verður," sagði Kristján. Um ummæli forráðamanna Flug- leiða um tugmilljóna króna tjón af verkfallsaðgerðum flugmanna sagði Kristján að þau hefðu ekki farið framhjá nokkrum manni. „Ég veit ekki um neina vinnu- stöðvun sem ekki hefur í fór með sér tjón. Okkur þykja þessi ummæli að sjálfsögðu leiðinleg en sjaldan veldur einn þá tveir deila,“ sagði Kristján. í takt við annað Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, sagði í samtali við DV að flugmannasamningurinn væri í takt við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði og í samningum við önnur félög starfs- manna Flugleiða. „Með þriggja ára samningstíma hefur skapast ákveðin festa í ferðaþjónustunni sem er mjög við- kvæm fyrir óróleika á vinnumark- aði. Síðan var ánægjulegt að samn- ingar tókust eftir að slitnaði upp úr í viðræðum á laugardag og því forðað að verkfallið færi inn á annan sólarhring. Tjón okkar ligg- ur ekki fyrir en ljóst að það hleyp- ur á einhverjum tugum milljóna," sagði Einar. Hann sagði næsta skref að semja við flugfreyjur fé- lagsins og viðræður stæðu þar yfir. -bjb Fyrsti forsetabíll- inn geröur upp - forsetinn vill bílinn tilbúinn árið 2000 Nú hafa Bílgreinasambandið, Fornbílaklúbburinn og forseta- embættið ákveðið að taka höndum saman og gera upp fyrsta bíl for- setaembættisins, forláta Pachard 1942. Að sögn Hinriks Thoraren- sens hjá Fornbílaklúbbnum er bíllinn orðinn harla lúinn enda ekki við öðru að búast af hálfsex- tugum bíl. Bíllinn er sá eini sinn- ar tegundar hér á landi. Til eru aðrir bílar af gerðinni Pachard en enginn nákvæmlega eins og for- setabíilinn. Hinrik segir að eftir að bílnum hafl verði lagt hafi hann lengi ver- ið í Hafnarfírði hjá manni að nafni Gísli Hannesson en eftir að hann lést hafi Þjóðminjasafnið tekið við bílnum. „Hugmyndin að því að gera bílinn upp kom þegar tókst að rekja eigendasöguna. Bílnum fylgdi sú saga að hann væri for- setabíllinn en alltaf vantaði skjal- festa heimild. Þegar staðfesting á því fékkst höfðum við samband við Ólaf Ragnar Grímsson forseta sem sýndi bílnum mikinn áhuga. Hann hafði síðan samband við Bíl- greinasambandið sem ætlar að sjá um viðgerðina," segir Hinrik. Hinrik segir að ýmislegt komi til í verkefni sem þessu. „Það get- ur orðið vandamál að fá varahluti, svo er þetta mikil vinna, auk þess sem svona verkefni er dýrt.“ Hin- rik segir ekki vitað enn hvað við- gerðin komi til með að taka mik- inn tíma en Ólafur Ragnar hafi lát- ið í ljós ósk um að bíllinn verði til- búinn 17. júní árið 2000. „Hvort það tekst fer aftur á móti alveg eft- ir þvi hve mikið verður unnið í honum og hve miklum fjármunum verður varið í viðgerðina. En þetta er spennandi verkefni, þetta er sögufrægur bíll.“ -ggá Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú voru hrifin af hugmyndinni um að gera upp fyrsta forsetabílinn. Helst vill forsetinn að bíliinn verði tilbúinn 17. júní árið 2000 en verkefnið er viðamik- ið og dýrt. Það fór vel um forsetahjónin þegar þau settust inn í Pachardinn, þó svo bfll- inn sé orðinn lúinn, enda hálfsextugur. DV-mynd Hari Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt með fyrirvara um prentvillur. Agnes Ólðf Thorarensen, Laufskálum 5, Hellu Andrea AOalsteinsdóttir, Birkigrund 48, Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir, Austurgerði 1, Reykjavík Ester Magnúsdóttir, Holtagerði 62, Kðpavogi Eva Thorstensen, Hörðalandi 20, Reykjavík Garðar Þormar, Espilundi 5, Garðabæ Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þórufelli 16, Reykjavik Guðbjörg Sævarsdóttir, Staðarkaup, Grindavík Guðný Snorradóttir, Staðarbakka 12, Reykjavík Guðný Svana Harðardóttir, Hatnargötu 78, Keflavík Guðrún Blöndal, Sunnubraut 6, Blönduósi Jens Markússon, Hnífsdalsvegi 10, ísafirði Kristfn Jobansen, Laugarásvegi 46, Reykjavík Kristín Þ.G. Jensdóttir, Njálsgötu 1, Reykjavík Kristmundur Guðmundsson, Efstalundi 5, Garðabæ Magnea Bjarnadóttir, Einigrund 8, Akranesi Sonja Ágústsdóttir, Hátúni 10A, Reykjavík Sturla Erlendsson, Hjarðarhaga 11, Reykjavík Trausti Magnússon, Hornbrekkuvegi 10, Ólafsfirðl Þröstur Eggertsson, Hrisholt 6, Garðabæ Var með ótrúlegan hnút í maganum - segir Dagmar íris Gylfadóttir, afmælisbarn og ungfrú Reykjavík Dagmar íris Gylfadóttir, ungfrú Reykjavík, ásamt kærastanum, Sigfúsi Jónssyni. Dag- mar íris, sem á 21 árs afmæli í dag, hyggst halda grillveislu ásamt Sigfúsi til að fagna tímamótunum en Sigfús er mjög stoltur eins og gefur aö skiija. DV-mynd Hari Nýkjörin ungfrú Reykjavík, Dag- mar Iris Gylfadóttir, var þreytt en yfir sig ánægð þegar DV hafði sam- band við hana i gærkvöldi. En er hún búin að jafna sig eftir sigurinn á fostudagskvöldið? „Já, þetta er svona að koma núna. Það er búið að vera svo mikið að gera að maður hefur gleymt sér í þessu öllu yfir helgina. Það hafa verið símtöl, blóm og skeyti, þetta er bara búið að vera æðislegt." Dagmar íris segist alls ekki hafa átt von á að vinna: „Ég varð alveg rosalega hissa. Ég var með ótrúleg- an hnút í maganum en þetta var al- veg meiri háttar.“ Dagmar íris segir undirbúning- inn hafa verið mikla vinnu. „Það var mikið um æfingar á Hótel ís- landi og í World Class. Svo þurfti maður að fara í ljós og hafa sig alltaf finan. Þetta var rosalega mik- ið, eins og önnur vinna. En þetta er rosalega gaman líka, alveg þess virði.“ Nú var hún líka kosin vinsælasta stúlkan, kom það henni líka á óvart? „Já, mjög. En það var líka æðis- lega gaman, alveg jafnskemmtilegt og titillinn." Dagmar íris vinnur á dagheimili cg ætlar að halda áfram að vinna þar á meðan undirbúningm-inn fyr- ir keppnina ungfrú ísland fer fram, enda segir hún sér ekki veita af tekjunum. En hvemig leggst keppn- in um ungfrú ísland í fegurstu stúlku Reykjavíkur? „Hún leggst vel í mig. Við emm strax byrjaðar að æfa og hittumst allar í dag. Ég var að sjá hina keppenduma í fyrsta skipti og líst mjög vel á þær.“ Dagmar íris á afmæli í dag, er 21 árs. Var ekki titillinn besta afmælis- gjöfin? „Heldur betur, maður heföi ekki getað óskað sér neins annars.“ Dagmar íris segist ætla að halda upp á afmælið með kærastanum á miðvikudaginn með grillveislu en hann er í sjöunda himni eins og gef- ur að skilja. „Hann er alveg rosa stoltur, finnst svo gaman að vera með ungfrú Reykjavík! En hann er búinn að vera æðislegur." Átti hann von á sigrinum? „Ja, finnst ekki kærastanum maður vera alltaf sæt- astur? En hann er í skýjunum. Þetta er allt alveg meiri háttar." -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.