Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 31 * Lystarstol líffræðilegt Margir kann- ast við sjúkdóm- inn lystarstol eða anorexíu, sem meðal annars hefúr hijáð Diönu prinsessu. Hingað til hefur meginorsök þess verið talin skortur á sjáifstrausti sem verður til þess að stúlkur reyna að líkjast fallegum fyrirsætum með því að grenna sig niður úr öllu valdi. í rannsóknum breskra vísindamanna kom í ljós að hjá flestum þeirra sem þjást af sjúkdómnum er blóðflæði til þess hluta heilans sem stjómar mat- arlyst og skynjun takmarkað. Bryan Lask geðlælöiir sagðist vona að þessi uppgötvun væri fyrsta skrefið í lækn- ingu á sjúkdómnum. Einnig geta þessar niðurstöður hjálpað sjúkling- unum sjálfúm, þar sem þeir hafa nú haldbærar sannanir fyrir því að þetta sé ekki þeim að kenna, þeir séu að- eins fæddir svona. Ný tækni í krabbameins- greiningu Tekin hefur verið í notkun ný tækni sem getur greint 95% krabba- meinstilfella í blöðruhálskirtli og gert mestalla vefsýnatöku óþarfa, sögðu vísindamenn hjá þvagfærastofnun Bandaríkjanna. Dr. William J. Cata- lona, prófessor við læknaháskóla Washingtonfylkis, segist ánægður með það hversu vel prófið virkar. „Nú getum við greint krabbamein snemma, og jafnvel bjargað mannslíf- um, án þess að vera með of margar ástæðulausar viðvaranir," sagði hann. í rannsókninni vom prófaðir 773 karlar sem höfðu 4-10% hlutfaU af mótefni fyrir blöðruhálskirtil, en yfirleitt hefur ekki verið hægt að staðfesta nema með vefsýnatöku hvort þeir séu með krabbamein eða ekki. Nýja prófunin mælir einungis það hlutfall mótefna sem flæðir eðli- lega um blóðið. Hjá 95% þeirra sem prófaðir vora var þetta hlutfall minna en 25%. Salmonella getur læknað krabbamein Vísindamönnum við Yaleháskóla hefur nú tekist að virkja saimonellu- sýkilinn, sem er fyrst og fremst þekktur sem matareitrunarsýkill, í að ráðast á og drepa krabbameins- frumur í músum. „Þetta gæti verið stórt skref fram á við,“ sagði Dr. John Pawelek, krabbabeinsfræðingur við Yale. Hann sagði þessa tilraun lofa góðu því salmonelluveiran virk- aði nánast eins og flugskeyti sem ger- eyðir þvi sem það hittir. Þeir hafa einnig komist að því að salmonella getur hamlað vexti á æxlum i líkam- anum. Pawelek sagðist gera ráð fyrir því að hægt væri að reyna þetta í mönnum um mitt næsta ár. Þangaö til - L verður þetta prófað áfram. áfengissjúklingum Litlar ávaxtaflugur, sem haga sér alveg eins og menn sem era búnir að fá sér einum of mikið neðan í því, gætu hjálpað læknum til að komast að því af hveiju sumir verða áfengissjúklingar. Vísindamenn við Kalifomiuháskóla fúndu áður óþekkt gen í flugunum sem virðist tengjast áfengisþoli. Þefr vonast til að þetta hjálpi til við að einangra genið sem veldur þessum sjúkdómi þar sem flugumar hegðuðu sér á margan hátt eins og mennimir þegar þær komust í snertingu við áfengi. Ed Lewis erfðafræðingur segir mikla samsvör- un vera með genum manna og ávaxtaflugna og telur því líklegt að þetta áfengisgen sé líka að fmna í mönnum. Upplýsingar geta verið slæmar heilsunni Oft höfum við heyrt fólk tala um aö við lifúm á upplýsinga- öld. Hafa fáir haft nokkuð slæmt um þá öld að segja þar sem hægt er að fá aðgang að upplýsingum á auðveldari hátt en nokkru sinni fyrr. Fólk fær upplýsingar úr dagblöðum, tímaritum, bók- um, sjónvarpi og af netinu svo menn geta líka fundið þann mið- il sem hentar best hverjum og einum. Nú hafa nýlegar rann- sóknir leitt í ljós að það getur verið skaðlegt fyrir fyrirtæki og jafnvel valdið verulegu heilsutjóni að fá of mikið af upp- lýsingum. Sálfræðingar eru jafú- vel komnir með nafn á sjúkdóm sem orsakast af þessu, In- formation Fatigue Syndrome, sem þýða mætti sem upplýsinga- þreyta. Könnunin leiddi m.a. í ljós að upplýsingaöldin getur farið illa í fólk á ýmsan hátt. Algeng ein- kenni eru svefntruflanir og vandræði í einkalífi og kynlífi. En þetta getur líka lagst líkam- lega á fólk. Þá eru menn að tala um meltingartruflanir, hjart- sláttartruflanir og of háan blóð- þrýsting. Margir vilja kenna netinu um þessa þróun því að með tilkomu þess stækkaði upplýsingahaug- urinn upp úr öllu valdi og fólk réð hreinlega ekki neitt við neitt. í könn- un sem Reuter gerði meðal fram- kvæmdastjóra taldi helmingur aðspurðra að netið mundi or- saka upplýsingahrun á næstu tveimur árum. En það er ekki bara fólkið sem þjáist af þessu. Fyrirtæki fara ekki varhluta af neikvæð- um hliðum upplýsingaaldarinn- ar. 43% framkvæmdastjóra segj- ast eiga erfitt með að taka mikil- vægar ákvarðanir vegna of mik- illa upplýsinga. Einnig kom fram í könnuninni að þriðjung- ur forstjóra hefur lent í heilsu- farsvandræðum og tveir þriðju hafa lent í vandræðum í einka- lífinu af sömu ástæðum. Sálfræðingurinn David Lewis varar fólk við þvi að það sé ekki bara erfitt að þjást af þessu, það sé líka hættulegt. Það besta sem hægt er að gera til að varast kvillann er að hafa stjóm á sjálf- um sér, taka sér hlé öðru hverju til að heilinn geti melt upplýs- ingamar og reyna að greina kjamann frá hisminu. „Það er sama hversu skemmtilegt starf manns er, það er ekki þess virði að deyja fyrir það. Ég held að margt fólk sé að deyja vegna þess að það fær of mikið af upp- lýsingum en veit ekki hvernig á að meðhöndla þær,“ segir hann. Hvort sem menn trúa því eða ekki að hægt sé að deyja vegna of mikilla upplýsinga þá má ljóst vera að upplýsingaöldin sem við lifum á getur haft sínar slæmu afleiðingar. Menn skyldu því gæta þess að láta upplýsing- arnar ekki hlaupa með sig í gönur. -m/CNN ■ íxm: , - Vorið kemur fyrr á norðurhve i Rannsókn sem vísinda- menn í Bostonháskóla hafa gert sýnir að vorið kem- ur viku fyrr á norðurhveli jarðar í ár en árin 1981-1991. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu Nature. Ranga Myneni, sem stjómaði rannsókninni, segir í greininni að við gervi- hnattaathuganir hafi komið í ljós að plönturnar séu fljótari að koma sér í vorbúninginn en fyr- ir 5-15 árum. Eigi þetta einkum við á svæðinu frá 45°N til 70°N, þar sem mikil hlýindi hafi átt sér stað vegna þess hve snjóa leysti snemma. „Mið-Evrópa, Suður-Rússland og stórt svæði nálægt Baikal- vatni í Síberíu hafa orðið fyrir mestum breytingum,“ segir Myneni og bætir því við að Norð- urlöndin, Norður-Kína og Norðaustur- Síbería hafi einnig orðið fyrir áhrifum ásamt svæðinu frá Alaska til Labrador í Kanada. Skýringin á þessu gæti ver- ið einhverjar hræringar í náttúrunni sem ekki hafa verið skýrðar enn þá, en i greininni er meginorsökin talin vera gróður- húsaáhrif vegna lofttegunda í andrúmsloftinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn telja hækkandi hita á jörðinni vera vegna of mikillar framleiðslu svokallaðra gróður- húsalofttegunda. Þær kallast þessu nafni vegna þess að þær halda hitanum nálægt yfirborði jarðar i stað þess að hleypa hon- um út i andrúmsloftið, á sama hátt og gert er í gróðurhúsum. - HI/Reuter Thomson með stafræna kvik- myndadiska Fyrirtækið Thomson Consum- er Electronics, sem er eitt af ein- ingum franska raftækjarisans Thomson SA, hefúr nú hafið sölu á nýrri tegund af mynddisktækj- um (video disk player), en eiga ekki von á mikilli sölu til að byrja með. Stafrænir myndadiskar eru ný tækni til að horfa á kvikmyndir, svipað og myndband. En diskam- ir hafa ýmislegt umfram spólum- ar. Myndin er mun skýrari, hljóðið er tærara, hægt er að velja um á hvaða tungumáli myndin er og hvort hún er text- uð eða ekki. Síðast en ekki síst er hægt að velja um hvort horft er á myndina í bíómynda- stærð eða sjónvarps- myndastærð. Tækin sem Thom- son kynnti fyrir stutt eru þrjú. Það ódýrasta er svip- að að gæðum og ódýrasta tækið af þeim sem Toshiba kynnti fyrir stuttu. Hin tvö eru fúllkomnari. Það sem heldur hins vegar aft- ur af örari þróun þessarar tækni er að kvikmyndaverin í Hollywood hafa verið hrædd við að styrkja þennan iðnað af ótta við að svokallaðar sjóræningjaút- gáfur skjóti upp kollinum. Einnig vilja þau sjá til hvernig myndadiskamarkaðurinn þróast áður en þau hella sér í hann af fúllum krafti. Þetta á m.a. við um Walt Disney, Universal, Para- mount og 20th Century Fox. Hins vegar eru nokkur stór fyrirtæki sem styðja þennan iðnað, t.d. Warner Bros., Columbia og Metro Goldwyn. -HI/Reuter -1 Atvinna í boði Frjáls fjölmiðlun óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Vinnu við umbrot og útlit blaðsins Útlit og gerð auglýsinga Þekking á Quark, Freehand, Photoshop, Word, Internetinu og auga fyrir hönnun og uppsetningu nauðsynleg. boði eru fjölbreytt og krefjandi störf á spennandi nútíma fjölmiðli og vinna við fullkomnustu og nýjustu tæki sem eru á markaðnum. Um vaktavinnu er að ræða. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir berist til DV Þverholti 11, fyrir kl. 19.00, föstudaginn 26. apríl 1997, merkt "DV-atvinna"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.