Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 19 Fréttir Börn úr Kópavogi geröu geysilega lukku meö leikinni sýningu á Spænska reiðskólanum í Vín. DV-mynd E.J. Hestlausa atriðið vakti mesta athygli - í Reiðhallarsýningu Fáks Fáksmenn héldu sýningu í Reið- höllinni í Víðidal um helgina á tímamótum þvi að Fákur er 75 ára um þessar mundir og Reiðhöllin 10 ára. Fleiri aðilar komu að sýning- unni úr nágranna-hestamannafélög- um. Sýningarstjórar hafa orðið áttað sig á því hve nákvæmar tímasetn- ingar eru mikilvægar í reiðhallar- sýningum til að halda áhuga gesta vakandi. Tuttugu og sex atriði voru á dagskránni og voru mismargir hestar í hverju atriði. Hvert sýning- aratriði tók skamma stund enda eins gott því annars hefði sýningin staðið fram undir miðnætti. I atriðinu sem vakti hvað mesta athygli var reyndar enginn hestur. Þar voru á ferðinni 14 böm úr Kópavogi, á aldrinum 5 til 15 ára, sem sýndu atriði úr Spænska reið- skólanum, undir stjórn Sigrúnar Sigurðardóttur. Bömin vom hestlaus en í búning- um sem táknuðu hesta og knapa og stóðu sig frábærlega vel. Heldur fleiri hross vora í hópat- riðum og gleður það augað, þó svo að stundum ynnist ekki nægilegin- tími til að kynna öll hrossin. -E.J. Vorið ekki komið enn - aldraöir rýna í veðurteikn DV, Dalvík: Á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, er starffæktur veður- klúbbur. Veðurspár klúbbfélaga hafa oft reynst nærri sanni, og spá þeirra fyrir næstu árstíðir litur þannig út. Þrátt fyrir hlýindi síðustu daga og þann vorhug sem margir virðast gripnir, þá á alla vega eitt hret eftir að ganga yfir. Það nefna klúbbfélag- ar Kóngsbænadagshret og ætti sam- kvæmt því að hefjast 25. apríl. Langtímaspá klúbbfélaga gerir ráð fyrir að maí verði kaldur fram- an af, en fari síðan að hlýna eftir hvítasunnu. Næsta tungl kviknar í vestnorðvestri og veit það á þokka- legt sumar. Þó verður fremur þung- búið ffaman af sumri og frekar kalt. Síðari hluti sumars ætti hins vegar að verða sólríkur og hlýr sam- kvæmt spánni. -hiá Þora ekki að róa Reykjanesbær: Gott gengi hjá strætó DV, Hólraavík: „Við höfum ekki þorað að láta Víkumesið fara út því það vofir yfir verkfall hér I vikunni," sagði Gunnar Jóhannsson, út- gerðarstjóri Hólmadrangs, en skipið kom inn fyrir nokkram dögum með fullfermi af rækju eftir fárra daga útivera. Þá landaði frystitogari félags- ins, Hólmadrangur, í síðustu viku um 180 tonnum af rækju. Aflaverðmæti er tæpar þrjátíu miiljónir króna. Um 60% var iðnaðarrækja en 40% í pakkn- ingar - aðallega fyrir Japans- markað. Hásetahlutur var um 400 þúsund krónur eftir mánað- arútivera. -GF DV; Suðuxnesjum: „Það hefur gengið miklu betur en maður þorði að vona og er ég þó maður bjartsýnn að eðlisfari. Þetta lítur mjög vel út,“ sagði Steindór Sigurösson, fram- kvæmdastjóri Sérleyfls- og hóp- ferðamiðstöðvarinnar SBK, í samtali við DV. Strætisvagnaakstur í Reykja- nesbæ, sem hófst 14. desember sl., hefur gengið að óskum. Stein- dór segir að bensínverkfallið hefði mátt standa aðeins lengur en þá fjölgaði farþegum mjög, bæði í strætó og einnig í sérleyf- isferðum. Þar mátti þá sjá andlit fólks sem aldrei áður höfðu sést í bílum fyrirtækisins og hefði verkfallið verið fln kynning á starfsemi SBK. -ÆMK Strandasýsla: Snjórinn fljótur að hverfa DV, Hólmavík: í vitund flestra fullorðinna sem í dreifbýli búa er sú vissa að það sem er líkt með skjótfengnum gróða og snjó sem fellur eftir miðjan vetur sé það að hvort tveggja er oft fljótt að fara. Þetta hefúr að minnsta kosti sann- ast síðustu daga hvað snjóinn snert- ir hér í Strandasýslu en á örfáum sólarhringum hefur nær allur snjór horfið af láglendi. Var hann þó viða allmikill fyrir. Slíkir hafa kostir veð- urfarsins verið. Hér gera menn sér jafnvel vonir um að ef svipað veöur- far helst næstu 10 dagana eða svo þá geti farið að sjást gróðumál í túnum en það yrði þá um svipað leyti og á síðasta vetri. Munurinn væri þó sá að næstsíðasti vetur var einn sá mildasti sem komið hefúr í áratugi en á þessum vetri sem senn fer að telja út var á tímabili lurkaveðrátta með allmikilli snjókomu. Nú er sá snjór aðeins eftir í djúpum lægðum og laugum og svo til fjalla. GF Rosalega skemmtilegt sunddót í miklu úrvali fæst í öllum betri verslunum um land allt. Aðalfundur 1997 Aðalfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn mónudaginn 28. opríl 1997 kl. 16.30. að Grand Hótel Reykjavík, Sigfúni 38. Dagskrá: II Venjuleg a&alfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins. Kynning á nýju lífeyriskerfi stéttarfélaga og vinnuveitenda í Danmörku. HJI Önnur mál löglega upp borin. 8 Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundarboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 25. apríl n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra ó fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu og málfrelsi. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 25. apríl n.k. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. STillögur til breytinga á reglugerð liggja frammi á skrifstofu sjóðsins frá 7. apríl n.k. og geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn, fengið jjær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti. Frá og með 22. apríl munu reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofu hans fyrir þá sjoðfélaga, sem vilja kynna sér þá. Reykjovik, 2. apríl 1997 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóSsins. feyr ir SuSurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 510 5000 Hönnun; Qisli B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.