Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 TIV fréttir Jm Deilan um fermingu í Möðruvallasókn: Börnunum er kennt aö leggja mig í einelti DV, Akureyii: Torfi Stefánsson Hjaltalín, sókn- arprestur að MöðruvöUum í Hörgár- dal, segir aö biskup íslands hafi kúvent í afstöðu sinni vegna þeirrar deUu sem uppi er í sókninni um fyr- irhugaða fermingarathöfn í Möðru- vaUakirkju 2. dag hvítasunnu. Torfi segir biskup hafa skrifað foreldrum fermingarbamanna í febrúar og far- ið fram á að bömin yrðu fermd í aprU, áöur en hann kæmi úr leyfi sem hann haföi frá störfum. Þeirri bón biskups hafi hins vegar verið hafnaö og biskupinn hafi harmaö þá afstöðu. Eins og sagt var frá í DV í gær hafa foreldrar sex fermingarbama leyst sóknarbönd sín og fengiö sér kjörprest, sr. Huldu Hrönn Helga- dóttur I Hrísey, tU að ferma böm sín í MöðruvaUakirkju nk. mánu- dag. Lögformlega séð er ekkert því tU fyrirstöðu sé sóknarprestur ekki að nota kirkjuna á þeim tíma, en sr. Torfi hefur auglýst messu á sama tíma og fermingin á að fara fram, en í þeirri auglýsingu kemur fram að sr. Hulda fermi og taki tU altaris. Torfi segir að öUum aðilum máls- ins hafi fyrir löngu verið kunnugt um þann vUja sinn að þjóna í mess- unni 2. dag hvítasunnu, þótt sr. Hulda fermdi börnin. „í nær þrjá mánuði hefur ekkert verið gert í málinu annað en að reyna að koma - segir Torfi Stefánsson Hjaltalín sóknarprestur Deila stendur nú um fermingu barna f Mööruvallakirkju f Hörgárdal. Mööruvallaklerkur var einnig í fréttum í júlí í fyrra. Þá fengu brúðhjón ekki inni í kirkjunni að Möðruvöllum og voru gefin saman í trjálundi skammt utan við kirkju- garðinn þess f stað. DV-mynd Ágúst Björnsson mér með hótunum frá því sem ég hef ákveðiö. Biskup lúffar gagnvart fólkinu en setur mig í spennitreyju. Nú er biskup aö hóta mér áminn- ingu sem er undanfari brottrekst- urs,“ segir Torfi. Er ekki Ijóst aö aðstandendur fermingarbamanna viija þig ekki í kirkjunni þegar athöfiiin fer fram, og eina leiðin til aö leysa þetta mál er aö þú látir kirkjuna eftir? „Ég lít á þetta þannig að for- eldramir leggi mig í einelti og að verið sé aö þjáifa krakkana upp í því aö hafha manneskju og leggja hana í einelti, þaö er eins og yfir- stjórn kirkjunnar samþykki slíkt at- hæfi. Takist það sé það lærdómur í því hvemig þau megi haga sér í framtíöinni." Ætlar þú að gefa eftir og víkja, þannig að þessi athöfn geti farið fram á mánudag? „Ég veit það ekki. Ég hef engin viðbrögð fengiö við tveimur bréfúm mínum til biskups og þegar svona er komið fram við mig verö ég þver- girðingslegur. Ef biskup kemur að einhverju leyi til móts við mig, við- urkennir að ég hafi aö einhverju leyti rétt fyrir mér myndi ég gefa eftir. En ég yrði glaöur þótt ég gerði ekki annaö en lesa einhverja bæn í upphafi athaftiarinnar, yrði þannig sýnilegur í kirkjunni sem sóknar- prestur,“ segir sr. Torfi. -gk Presturinn skellti á biskupsritarann - algjör óvissa um fermingarathöfnina DV, Akureyri: Ólafúr Skúlason, biskup íslands, fól Baldri Kristjánssyni, ritara sín- um, að ræða símleiðis viö sr. Torfa Stefánsson Hjaltalín um lausn „Möðruvallamálsins" í gær, en því símtali lauk þannig aö sr. Torfi skellti á biskupsritarann. Þaö eitt og sér sýnir í þvílíkum hnút deilan er. „Ég hef meira að segja fengið sím- tal frá ráðherra sem spurði mig hvort ég hygðist víkja prestinum frá, fyrir 2. dag hvítasunnu. Ég get hins vegar ekki vikið manni frá hafi hann ekki farið gegn því sem ég er búinn að fela honum að gera. Torfi hefur ekki brotið af sér enn þá nema í orðum og hann verður aö fá áminningu fyrst fyrir að hafa virt að vettugi fýrirmæli biskups sem hann hefúr ekki gert enn þá, dagur- inn er ekki kominn," segir Ólafur Skúlason biskup. Biskup segir að embætti hans hafi reynt allt sem hægt hafi verið til þess aö leysa þetta mál. Um þau orð sr. Torfa aö hann hafi kúvent í afstöðu sinni segir biskup að þegar hann skrifaði foreldrunum umrætt bréf hafi þau enn verið sóknarböm í Möðruvallaprestakalli, þau hafi þá ekki verið búin aö leysa sóknarbönd og málið hafi því horft allt ööruvísi viö en nú. En er ekki líklegast aö bíða verði mánudagsmorguns til aö sjá hverjar lyktir málsins veröa, hvort sr. Torfi mætir til kirkjunnar og hvort ferm- ingarathöfhin fer yfirhöfúö fram? „Mér þykir það líklegast, fjöl- margir aðilar hafa reynt allt sem hægt hefur veriö til aö leysa þetta mál og það endaöi með því að Torfi skellti símanum á biskupsritara sem var að reyna enn einn mögu- leikann til lausnar," segir Ólafúr Skúlason biskup. -gk BP.SgH TRIDONþf- Bílavarahlutir Bílaperur fQrch Verbindende TecbnUt Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Bræöurnir Ormsson ehf. og Skorri ehf. sameina nú krafta sína í því skyni að bæta þjónustu við viðskiptavini á Artúnshöfða og í nágrenni. Frá og meö föstudeginum 2. maí mun verslunin Skorri ehf. hafa á boðstólum alla helstu vöruflokka BOSCH-verslunar Bræöranna Ormsson og kappkosta að þjónusta viðskiptavini fljótt og vel. jgjann jMÆéjÉ/mk.■NiBPIgfc ■ ^—B—ƗЗU R N I R SKORRUhf. Srrl'ni’tiiiifíttr í rtiliifXiiiitiu Verkfœri, efnavara og rokstrarvörur BíldshÖfða 12*112 ReykjaVÍk • SÍITIÍ: 577 1515 • Fax: 577 1517 BOSCH verslunin -nýtt útibú að Bfidshöfða 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.