Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. MAI1997 “ > > > I I í > } i 1 > 1 í I I ) I < I 1 i i I j I I I í íIk 19 ir A barmi heimsfrægðar? - segir Bjarni Hafþór Helgason sem gefur út geisladisk með lögum sínum DV, Akureyri:____________________ „Ég segi eins og stjórnmálamenn- irnir að ég var beittur miklum þrýstingi í þessu máli. Það hefur verið skorað á mig úr öllum áttum að gefa þetta út. Ég hef lengi verið hikandi en ákvað svo að láta slag standa og drífa í þessu,“ segir Bjami Hafþór Helgason á Akureyri en hann er nú kominn í hljóðver með lög sin og stefnir á útgáfu á geisladiski í haust. Bjarni Hafþór er fyrst og fremst þekktur sem fyrrverandi fréttamað- ur á Stöð 2. í dag starfar hann sem framkvæmdastjóri Útvegsmannafé- lags Norðurlands og tjáir sig fram og aftur um kvótamál og veiðileyfa- gjald, svo að eitthvað sé nefnt, en hann er alltaf að semja lög og texta þess á milli. Fyrsta lagið bannað „Ég man ekki hvaða ár fyrsta lag- ið eftir mig kom út en það hefur sennilega verið um 1980. Það var hljómsveitin Chaplin í Borgarnesi sem spilaði lagið „Þeir sem verða blankir hringi í 12612“. Því miður reyndist gömul kona i Reykjavík vera með þetta símanúmer og eftir að lagið fór að hljóma í Ríkisútvarp- inu var það bannað, enda konunni farið að líða eins og bankaútibú- stjóra á næturvakt. Það hafa komið út eftir mig 12-15 lög og sum náð nokkrum vinsæld- um. Tvö, sem hétu „Stóðið" og „Helgarhúkk", með Bjarka Tryggva- syni, komu fljótlega upp úr 1980. Árið 1986 vann ég keppni í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar með lagi sem hét „Hún Reykjavík" og þau Helga Möller og Björgvin Halldórsson sungu en þetta lag kom aldrei út. Ég tek það hins vegar inn á geisladiskinn minn núna. Sama sumarið kom lagið „Tengja" með Skriðjöklum og ég samdi fleiri lög fyrir þá hljómsveit, s.s. „Mamma tekur slátur", „Hryssan mín blá“, „Aukakílóin" og „Mikki refur“, svo að einhver séu nefnd. Ég samdi tvö lög fyrir keppnina um Landslagið 1989; „Ég sigli í nótt“, sem Júlíus Guð- mundsson söng, og „Ég útiloka ekk- - Það hefur heyrst að „Lára, ljúfa Lára“ sé hugljúf melódía, er það rétt? „Ég vil nú ekki tjá mig mikið um ljúfu Láru á þessu stigi málsins en ég held að það verði nú seint sagt að það lag sé hugljúf „ballaða". Bjarni Hafþór lætur sér ekki nægja að semja öll lög geisladisks- ins heldur semur hann textana að miklu leyti einnig. „íþróttamágur" minn, Amar Björnsson, samdi text- ann við „Tengja“ og Eggert Skúla- son fréttamaður ber fulla ábyrgð á „Láru, ljúfu Láru“, hann getur ekki skotið sér undan því sem þar kemur fram“. Syngur allt sjálfur - Og þú lætur þig hafa það að syngja öll lögin sjálfur. „Já, og það er búið að kosta mig að fara í gegn um holskeílu ýmissa tilfinninga. Mínir sérfræðingar segja mér að ég eigi að syngja þetta sjálfur til að tryggja að diskurinn verði sem persónulegastur og ætli það endi ekki þannig." - Getur þú eitthvað sungið? „Mér hefur oft fundist ég vera efni í stórsöngvara þegar ég hlusta á aðra. Ég held hins vegar að tíminn verði að leiða í ljós hvort svo er.“ Geisladiskur Bjarna Hafþórs verður tekinn upp í Studio Hljóðlist á Akureyri þar sem Kristján Edel- stein er eigandi og upptökumaður. Bjarni Hafþór fjármagnar sjálfur vinnuna við diskinn en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvemig dreifingu hans verður hátt- að. „Það kemur til greina að semja við hefðbundið útgáfufyrirtæki, stórmarkaði eða hreinlega félaga- samtök en ég veit ekkert meira um þetta í dag. Þetta er dýrt verkefni fyrir laun- þega eins og mig í stað þess að láta útgáfufyrirtæki annast fjármögnun- ina. Ég samdi við bankastjórann minn í íslandsbanka um fjármögn- un og mér líður einn daginn eins og ég verði gjaldþrota á öllu saman en hinn daginn finnst mér ég vera á barmi heimsfrægðar." -gk ert“ sem Inga Eydal söng. Þá man ég eftir lagi sem ég samdi fyrir Umferð- arráð en það hét „Inn í eilífðina". Það getur verið að þetta sé nú upptalið. Hendi hugmyndum oft - Ert þú alltaf að semja? „Nei, ég er ekki mjög duglegur við að semja og fullmóta lög og ég hendi oft hygmyndum fljótt ef mér líkar ekki við þær. Það eru ekki mörg stef sem lifa af. Annaðhvort er það vegna þess að ég er svo kröfu- harður eða þá að ég fæ ekki alltaf nógu gáfulegar hugmyndir.“ - Hvaða efni verður á disknum þínum sem kemur út í haust? „Það er ákveðið að þar verði fjög- ur eldri lög: „Hún Reykjavík", „Tengja", „Hryssan mín blá“ og „Aukakílóin". Hitt verða ný lög og þau hafa sum sérkennilega titla, s.s. „Lára, ljúfa Lára“ og „Tvö í bobhi“. Bjarni Hafþór í Studio Hljóðlist ásamt Kristjáni Edelstein upptökumanni og eiganda Hljóðlistar. DV-mynd gk asta V6 vél sem framleidd er í dag. ABS, loftpúðar fyrir (p ökumann og farþega. Fjöll iðafjöðrun, þjófavörn. Bíll með frábæra aksturseigin- leika, á verði sem enginn annar getur boðið. fngvar Helgason hf, Swvurhtifða 2 S imi 525 8000 NISSAN \ \ 7 / \\ W / \\ v / \ u_/ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.