Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 27
JL#"\Á LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997
27
Elisabeth Guigou, fyrrum Evrópuráðherra, segir í bók sinni að það hafi verið barátta frá fyrsta degi er hún ákvað að
helga sig stjórnmálum.
Bág staða kvenna í franskri pólitík:
Færri þingkonur
en fyrir hálfri öld
Þaö eru fáar konur í stjórnmálun-
um í Frakklandi. Ekki er talið aö
ástandið batni eftir kosningamar
sem fram fara 25. maí og l.júní
næstkomandi. Staðan þykir svo
slæm að Alain Juppé forsætisráð-
herra vill koma á kvótakerfi.
Af 577 þingmönnum Frakklands
eru 32 konur. Það samsvarar 5,54
prósentum. Staðan er jafhvel betri í
Mongólíu, Alsír og Honduras. Kon-
ur á franska þinginu eru hlutfalls-
lega færri nú en fyrir hálfri öld.
Tölurnar líta ekki miklu betur út
í sveitarfélögunum. Juppé hefur
lagt til að komið verði á kvótakerfi
til að bæta ástandið. Kvótakerfið
yrði þó í fyrstu aðeins í sveitarfélög-
unum og á Evrópuþinginu. Það er
mat forsætisráðherrans að kvóta-
kerfið passi ekki í þingkosningun-
um þar sem franskir stjómmála-
menn era kjömir í einmennings-
kjördæmum.
Lát flesta
kvenráðherrana fjúka
Það þykir reyndar svolítið hjá-
kátlegt að maðurinn, sem sjálfur
rak tvo þriðju hluta af kvenráðherr-
um sínum eftir bara hálft ár í stól
forsætisráðherra, skuli nú sýna
jafnréttisbaráttunni svona mikinn
áhuga. Þegar Juppé tók við stjómar-
taumunum 1995 útnefhdi hann 12
konur í embætti ráðherra sem var
met í Frakklandi. En jafnréttið var-
aði ekki lengi. Aðeins fimm mánuð-
um og tuttugu dögum seinna var
komin stjómarkreppa og Juppé
varð að stokka upp. Niðurstaðan
var sú að 8 af kvenráðherrunum 12
voru látnir íjúka. Þessi ákvörðun
varð ekki til að auka vinsældir for-
sætisráðherrans sem er sá óvinsæl-
asti sem Frakkar hafa haft í langan
tíma.
Af 292 frambjóðendum gaullista
er 21 kona. Hjá sósíalistum er 161
kona af 580 frambjóðendum. Það er
pólítísk ákvörðun. Það er hins veg-
ar ekki alveg ljóst hversu margar
kvennanna era í framboði í örugg-
um kjördæmum. Á síðasta þingi
höfðu sósíalistar 76 þingmenn. Þrír
þeirra vora konur. í þingum Evr-
ópusambandslandanna eru að með-
altali 16 prósent þingmanna konur.
Konur eiga einnig erfitt uppdráttar
í atvinnulífinu í Frakklandi. I tvö
hundruð stærstu fyrirtækjum
Frakklands er hvergi kona í for-
stjórastól.
Nokkrar konur úr röðum
franskra stjómmálamanna hafa að
undanfomu gefið út bækur um
hversu erfitt það er að vera kven-
pólítíkus í Frakklandi.
Meðal þeirra eru Elisabeth
Guigou, Segolene Royal og Freder-
ique Bredin. Þær eru allar útskrif-
aðar frá Embættismannaskólanum
(ENA) sem er einn virtasti háskól-
inn í Frakklandi. Mitterrand, fyrr-
um Frakklandsforseti, kallaði þær
allar í þjónustu sína, fyrst sem per-
sónulega ráðgjafa og síðan sem ráð-
herra.
Elisabeth Guigou, sem er fyrrum
Evrópuráðhema, segir í bók sinni
að það hafi verið barátta frá fyrsta
degi þegar hún ákveð að helga sig
stjómmálum. Hún segir frá karl-
rembum, auðmýkingum, sem hún
varð að þola, og höggum undir belt-
isstað. í öllum bókunum er þeirri
spurningu varpað fram hvort þátt-
Edith Cresson er eina konan sem
gegnt hefur embætti forsætisráð-
herra Frakklands. Símamynd Reuter
Erlent fréttaljós
á laugardegi
taka fleiri kvenna í pólítík hefði ein-
hver áhrif á franskt samfélag. Höf-
undarnir fullyrða að svo sé.
Hefðin ein skýringanna
Ein af skýringunum á lítilli þátt-
töku franskra kvenna í stjómmál-
um er hefðin. Franskar konur fengu
kosningarétt miklu seinna en marg-
ar kynsystra þeirra erlendis. Lögin
um kosningarétt kvenna vora ekki
samþykkt fyrr en 1944 af stjórn sem
ekki var löglega kjörin.
Umræðan um sérstakar aðgerðir
er ekki ný. Kvótakerfið kom síðast
til tals 1982. Þá voru reyndar sam-
þykkt lög sem áttu að tryggja kon-
um betri stöðu. En franski stjómar-
skrárdómstólinn viðurkenndi ekki
lögin.
Nú er umræðan aftur komin í
gang. Kvenréttindakonur eru ekki í
vafa um hvemig málin eigi að þró-
ast: Konur eiga að fá helming vald-
anna.
Það hversu snögglega var boðað
til kosninganna þykir draga úr
möguleikum kvenframbjóðenda.
Margar kvennanna vora valdar að-
eins nokkrum vikum áður en
Jacques Chirac Frakklandsforseti
boðaði til kosninga í síðasta mán-
uði, nær tíu mánuðum fyrr en ráð-
gert hafði verið. Konumar hafa því
lítinn tíma til að kynna sig í kjör-
dæmunum.
Ein kvennanna, sem er í fram-
boði fyrir Sósíalistaflokkinn, Delp-
hine Mayrargue, segir það hversu
snemma var boðað til kosninganna
greinilega gert að hluta til til að
grafa undan sósíalistum. Þar af leið-
andi sé einnig grafið undan ungum
frambjóðendum flokksins og kven-
frambjóðendunum.
Aðeins einu sinni hefur kona set-
ið í stól forsætisráöherra í Frakk-
landi. Edith Cresson, sem var fram-
bjóðandi Sósílistaflokksins, gegndi
embætti forsætisráðherra í 10 mán-
uði. Þegar valdaferli hennar lauk
1992 voru vinsældir hennar litlar.
Ósammála um
hvað gera þarf
Allir stjórnmálaflokkamir í
Frakklandi era sammála um að eitt-
hvað þurfi að gera vegna veikrar
stöðu kvenna í stjómmálum og at-
hafnalífinu. Þeir geta hins vegar
ekki komið sér saman um til hvaða
ráða eigi að grípa.
Bæði Chirac forseti og leiðtogi
sósíalista, Lionel Jospin, hafa lofað
að konur fái að gegna stærra hlut-
verki í stjómmálunum. Chirac
skrifaði í kjallaragrein í síðustu
viku að hann ætlaði að berjast fyrir
þáttöku kvenna í viðskipta- og
stjómmálalifmu i Frakklandi. Þátt-
taka kvenna skipti máli fyrir ein-
drægni í þjóðfélaginu og til þess að
það verði skilvirkt. í svipaðri grein
sagði Jospin að Frakkar ættu að
fjölga konum á þingi, ekki bara í
orði heldur á borði.
Franskar konur eru orðnar
þreyttar á loforðum mið- og hægri-
manna. Þær minnast þess þegar
Juppé losaði sig flesta kvenráðherra
sína í uppstokkuninni 1995. í mars
kvaðst Juppé fylgjandi kvótakerfi.
En þegar hann hélt ræðu fyrir leið-
toga bandalagsflokka sinna í síðasta
mánuði vora 30 karlar en aðeins 2
konur á sviðinu.
Byggt á Jyllands-Posten og Reuter
Útsölustaðir
Snyrtistofan GUERLAIN
Óðinstorgi
CLARA Kringlunni
STELLA Bankastrœti
OCULUS Austurstrceti
SANDRA Hafnarfirði
Keflavíkurapótek
AMARO Akureyri
SNYRTTVÖRUVERSLUNIN
Glœsibœ
GUER.LAIN
paris
12M
remið sem lagar sig að þör-
him húðarinnar dag eftir dag,
nótt eftir tiótt, allt árið. 12M
er nýtt 24 stunda kremfrá
GUERLAIN. Það örvar fru-
mustarfsemi í innstu lögum
húðarinnar, veitir húð þinni þá
nœringu sem hún þarfnast,
þegar hún þarfnast þess og
gefur henni fyllingu og bjart
yfirlit. 12M erforvamarkrem
sem gefur lífsorku húðfrum-
anna aukinn kraft. 12M inni-
heldur sólvamarstuðul nr. 8.
-----------TWTW.
staðgreiðslu-
og greiðslukortaafsláttur aWt rnill/ hírru^ ^
og stighœkkandi
birtingarafsláttur
DV