Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Side 30
38 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 Fimm landa leiðangur: Töfrar Suður-Ameríku Ferðir íslendinga á óhefðbundnar slóðir hafa á síðustu árum verið að færast í aukana og ferðaskrifstofur reyna að koma til móts við þarfir landans. Úrval-Útsýn gefur út sér- ferðabækling þar sem greint er frá helstu sérferðum ferðaskrifstofunn- ar. í honum er að finna áhugaverða ferð, fimm landa leiðangur í Suður- Ameríku, sem farin verður dagana 12.-30. nóvember. Fararstjórar í þeirri ferð verða hjónin Einar Örn Stefánsson, útvarpsmaður með meiru, og Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir alþingismaöur. Þau eru bæði þrautreyndir fararstjórar og hafa farið víða um heim með mörg hundruð íslendinga. Fimm landa leiðangur Úrvals- Út- sýnar til S-Ameríku er sá fyrsti sinnar tegundar sem stendur íslend- ingum til boða en farnar hafa verið nokkrum sinnum áður svipaðar ferðir þó ekki hafi þær verið á alveg sömu slóðir. Sao Paulo og Santiago Brottför verður miðvikudaginn 12. nóvember til London árla morg- uns og komið um hádegisbil á Heat- hrow. Frá Heathrow verður haldið klukkan 22 um kvöldið og flogið í einum rykk til brasilísku borgar- innar Sao Paulo þar sem lent er um 7 að staðartíma morguninn eftir. Rétt fyrir hádegið 13. nóvember er flogiö frá Sao Paulo til Santiago, höfuðborgar Chile. í þeirri borg verður dvalið næstu fjóra dagana á Hótel Kempinski Plaza. Frá Santi- ago verður farið í dagsferðir til Valparaiso, Vina Del Mar og til Isla Negra en síðasti dagurinn í Santi- ago verður frjáls til hvíldar og róleg- heita. Mánudaginn 17. nóvember kveð- ur hópurinn Santiago og ekur stór- kostlega leið í rútu um Andesfjöllin til bæjarins Mendoza þar sem dval- ið verður tvær nætur. Þar má með- al annars sjá hæsta tind S-Ameríku, Aconcagua. Frá Mendoza verður heimsóttur einn hinna frægu argentínsku víngarða. Miðvikudaginn 19. nóvember verður morgunflugið tekiö til Buen- os Aires og dvalið þar næstu fjórar næturnar. Merkilegustu undur heimsborgarinnar verða skoðuð, meðal annars kirkjugarðurinn þar sem Eva Peron hvílir. Einum degi verður eytt í Úrúgvæ, borginni Montevideo, með flugi fram og til baka, fostudaginn 21. nóvember. Náttúrufegurð í S-Ameríku er víða ægifögur. Hópurinn nýtur alls hins besta í mat og drykk sem S-Ameríka hefur upp á að bjóða. Ógleymanlegir fossar Næsti dagur á eftir er frjáls í Bu- enos Aires en sunnudaginn 23. nóv- ember tekur við ógleymanleg ferð til hinna frægu Iguazu-fossa sem marka landamæri Argentínu, Paragvæ og Brasilíu. Iguazu- fossarnir eru vatnsmestu fossar heims og geysiháir. Gist verður á staðnum og þaðan liggur svo leiðin daginn eftir til hinnar fjörugu Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem dvalið verður næstu fjórar næturnar. Þar er margt að sjá. Kristsstyttan á Corcovado-tindi verður skoðuð, einnig samba-sýning, farið með kláfi upp á „Sykurtoppinn" og einn dagur, föstudagurinn 28. nóvember, tekinn í afslöppun á Copacabana- ströndinni. Verðlag í marsmánuði er mjög hagstætt í Rio de Janeiro. Kvöldið eftir verður flogið frá Rio de Janeiro til Heathrow þar sem lent verður um hádegisbil daginn eftir. Farþegar geta lengt ferðina ef þeir vilja og dvalið í viku til viðbót- ar í baðstrandarbænum Recife í Brasilíu til þess að fá lit á kroppinn. Verð á mann í þessari ævintýra- ferð, miðað við fvíbýli, er 359.950 og 398.950 ef vikunni í Recife er bætt við. Innifalið í því verði er flug, flugvallarskattar (nema í S-Amer- iku), akstur, morgunverður, allar kynnisferðir og margar máltíðir í ferðinni sjálfri, töskuburður á hótel- um og íslensk fararstjórn. -ÍS Fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt í þessum merkingarferðum og höfðu allir gaman af þó að stikurnar hefðu sigið í og kostað mikinn svita. Frábært gönguland - í Borgarfirði eystri DV, Borgarfirði: í fyrrasumar var á vegum ferðamálahóps Borg- arfjarðar eystri starfandi gönguleiðahópur. Þessi hópur tók það að sér í samstarfi við sveitarfélagið að merkja gönguleiðir á Borgarfjarðarsvæðinu og gefa þannig fólki kosti á að kynnast þessu frábæra göngulandi í kringum Borgaifjörð. Nú er hægt að ganga dagsferðir frá Bakkagerði eftir merktum leiðum, til dæmis til Brúnavíkur, inn í Kækjudal tO að sjá álfakirkjuna þar eða i hina margrómuðu Stórurð með sínum töfrandi bergmyndum. Einnig eru lengri ferðir mögulegar, til dæmis til Loðmundarfjaröar og þaðan til Seyð- isfjarðar. Fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt í þessum merk- ingarferðum og höfðu allir gaman af þó að stikum- ar heföu sigið í og kostað mikinn svita. Á vori komanda verður sett upp gönguleiðarkort við upphafsstað hverrar leiðar með upplýsingum um tíma, vegalengd og annað áhugavert sem fyrir augu kann að bera. Á vegum Landmælinga ríkis- ins er í vinnslu gönguleiðakort fyrir Austurland allt. Vegna óviðráðanlegra orsaka teppist útkoman til næsta árs. Ferðamálahópur Borgaríjarðar eystri hefur í hyggju að búa til bráðabirgðabækling með upplýs- ingum um gönguleiðirnar og áhugaverða staði á Borgarfjarðarsvæðinu. Borgfirðingar vonast til að sjá sem flesta landsmenn á komandi sumri njóta þeirra fjölbreyttu náttúru sem svæðið hefur upp á að bjóða. -JB Verkfallsalda Verkfallsalda ríður nú yfir Grikkland og hefur hún veruleg áhrif á samgöngur í landinu. Jámbrautarlestir, neðanjarðar- lestir stórborga og áætlunar- vagnar eru meira og minna í lamasessi meðan á verkfallsað- gerðum stendur. Starfsmenn flugfélagsins Olympic Airways taka þátt í verkfollunum og hef- ur mörgum ferðum félagsins seinkað verulega eða verið af- lýst. Milliliður * Flugmenn American Airli- nes, næststærsta flugfélags landsins, gerðu kjarasamning til fimm ára og verkfallsaðgerð- um hjá félaginu hefur þar með verið aflýst. Samningar tókust fyrir milligöngu embættis- manna Hvíta hússins. Gengur betur Tekist hefur að halda allt að 90% flugs á áætlun hjá frönsku flugfélögunum Air France og TAT, þrátt fyrir verkfallsað- gerðir nokkurra verkalýðsfé- laga sem hafa starfsmenn hjá félögunum á sínum snærum. TAT er að miklu leyti í eigu breska flugfélagsins British Airwavs. Afnám einkaleyfis Einkaleyfi þýska flugfélags- ins Lufthansa á flugleiðum inn- an Þýskalands var afnumið á dögunum. Strax má sjá merki samkeppninnar og lítið þýskt flugfélag, Eurowings, býður nú flugmiða á leiðinni Frank- furt-Berlín á mun lægra verði en Lufthansa. Verðið hjá Eurowings (miðar pantaðir fram og til baka með dags fyrir- vara) er um 20.000 krónur en 32.400 krónur hjá Lufthansa. Herða reglur Kínverjar ætla að herða allar reglur sínar um flug og lestar- ferðir o°g leggja meiri áherslu á að kanna ítarlega orsakir slysa á þessum samgöngutækjum. Yf- Iirvöld í Kína tilkynntu áform sín í kjölfar flugslyss og járn- brautarslyss á síðustu vikum sem samtals kostuðu 135 manns lífið. Rafræn tækni Með hjálp rafrænnar tækni Imunu þeir sem fljúga til Ástr- alíu með flugfélaginu Cathay Pacific geta fengið sjálfkrafa vegabréfsáritun til landsins. Þetta gildir um alla þegna frá löndum Evrópusambandsins nema Frakka, Portúgala og Spánverja. Þetta hagræði mun Ieinnig gilda fyrir þegna land- anna Kanada, Japans, Malasíu, Möltu, Noregs, Singapúrs, S- Kóreu og Bandaríkjanna. Cat- hay Pacific er flugfélag með höf- uðstöðvar í Hong Kong. Risavaxið spilavíti Átta þúsund gestir voru við- staddir þegar opnað var nýtt spilavíti í borginni Melbourne í Ástrallu. Spilavítið, sem hefur auk veðmálastarfsemi upp á ýmiss konar skemmtun að bjóða, er á 500.000 fermetra svæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.