Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Page 3
I>V FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 HLJÓMPLðTU Charlie Haden og Pat Metheny - Beyond the Missouri Sky: Hreint afbragð Á nýjum hljómdiski sem ber nafnið „Beyond the Miossouri Sky“ leiða saman hesta sína tveir fyrirtaks tónlistarmenn sem að mestu eru kenndir við djass. Þetta eru kontrabassaleikarinn ástsæli, Charlie Haden, og hinn víðfrægi gítarleikari, Pat Metheny. Metheny handleikur að mestu kassagítar en önnur gítarhljóð koma örlít- ið við sögu líka. Lögin sem flutt eru á diskinum eru af ýmsu tagi; sum eru djasslög, önnur í þjóðlagastíi, þrjú lög (af þrettán) eru með svolítið klassísku yflrbragði og svo má finna hér tvö lög úr kvikmyndinni Cinema Paradiso. Það er helst flutningur dúettsins sem bindur þessi lög saman í heild. Um hann má segja, að hann er hreint afbragð. AUflest eru lögin afar hæg og hvert öðru fallegra. Undirtitill disksins er Smásögur (Short Stories). Þeir félagar skiptast á stuttum lagrænum sólóum og er eins og þeir séu bara tveir saman heima í stofu, þangað tif loks í sjötta laginu að inn í það læðist strengjaútsetning og eftir það í nokkur önnur til við- bótar. Aðeins í einu lagi kemur fyrir trommuleikm- sem reyndar hefði vel mátt sleppa. Þegar hlustað er á þennan disk hugsar maður ekkert um hvað tónlistin heitir, hún bara er þama og gælir mjúklega við eyr- un aftur og aftur, því að þessi diskur er svo sannarlega spilaður aftur og aftur. -Ingvi Þór Kormáksson The Chemical Brothers - Dig Your Own Hole: ★★★ Kraftmikill dansóður Efiiabræðumir Rowlands og Simons hafa nú snúið aftur eftir mikla velgengni plöt- unnar Exit Planet Dust með plötu sem nær til breiðari hóps en sú fyrri. Chemical Brot- hers feta nú stíginn á miUi rokksins og danstónlistarinnar sem hljómsveitin The Prodigy hefur gert með góðum árangri. Fyrsta lag plötunnar Dig Your Own Hole nefnist Block Rockin Beats og er krafhnikill dans/rokkóður. Því er fýlgt eftir með titillagi plötunnar sem hefúr að geyma einkennandi fizz fúnkin bassalínu sem Ah Friend framkallar á strengjahljóðfáeri sínu. Elektro Bank er kannski ekki alveg eins sannfærandi lag, né heldur Piku sem kemur þar á eftir. Hljóðin sem þeim fylgja valda frekar eyma- verkjum og senda engan í sælu. Setting Sun hefúr hins vegar þegar sann- að gildi sitt sem einn kraftmesti dansóður þessa árs og ekki skemmir fyr- ir að Oasis bróðirinn Noel Gallagher ljær efiiabræðrunum rödd sína og á hlut í lagasmíðinni. Næsta lag sem náði athygli minni var lagið Dont Stop The Rock, sem minnir meira á það sem bræðumir (ekki blóðbundnir) vora að gera á fyrri plötu sinni. Lagið Get on up It Like This hefúr allt til að bera sem góður danssmellur þarf, meira að segja nafiiið, og fær því atkvæði þess er hér rit- ar. Aftur kemur einkennandi bassalína og nú í acid jazz stíl í laginu Lost in the K-Hole sem hefur „grúvið" sem aðalsmerki. Lagið Where Do I Begin verður að teljast til þess óvenjulega sem platan hefur upp á að bjóða, vegna þess að lengi vel framan af er enginn sleginn taktur, aðeins gítar og kvenmannssöngur sem hvort tveggja er síðan skor- ið út og inn kemur taktur sem aldrei virðist ætla í gang. Lagið fær atkvæði mitt fyrir frumleika. Síðasta lag plötunnar ber nafiiið The Private Ps- hycadelic Reel og er hvorki meira né minna en títillinn bendir til, einkaflipp klarinettleikarans Jonathans Donahue við mjög svo fjölbreyttan og fríkaðan undirleik efiiabræðranna. The Chemical Brothers ramba á barmi rokktónlistarinnar með aukinni notkun lifandi hljóðfæra og kraft- miklum lagasmíðum á þessari plötu, sem er vonandi aðeins eitt þrep i stig- anum til frekari stórvirkja. Guðjón Bergmann Daft Punk - Homework: Afturhvarf í tölvupoppið Frönsku strákamir tveir í Daft Punk hafa ýmislegt til að bera í dansgeiranum. Þeim hefúr tekist að endurvekja gömlu Kraftwerk stemninguna að hluta og berjast hatramm- lega fyrir réttindum dansmenningarinnar í Frakklandi. Hljómsveitin fær fólk auðveld- lega út á dansgólfið með flestum lagasmíðum sínum, en aðeins örfá laganna hafa það til að bera sem þarf til almennra vinsælda og viður- kenningar. Á ég þar fyrst og fremst við lagið Da Funk sem Chemical Brothers hófú til virðingar á tónleikaferðalögum sinum um heiminn. Lagið flytur mann afún1 í tíma tölvupoppsins og „grúvar" allskuggalega. í raun er hálfómögulegt að sitja kyrr þegar Da Funk hljómar. Annað lag af þessari gráðu heitir Around the World og hefur einnig til að bera þau kennileiti sem til þarf. Glöggir átta sig á að þama er ég að samsinna útgáfufyrirtækinu Virgin, því þessi tvö lög hafa þegar náð heilmiklum vinsældum eftir að hafa verið gefin út á smáskífum. Því miður era ekki fleiri lög á plötunni Homework sem eiga mikia mögu- leika til vinsælda eða virðingar, en miðað við vinsældir sveitarinnar til þessa gæti ég allt eins haft rangt fyrir mér. Það er jú ótrúlegt hvað tvö vin- sæl lög geta gert fyrir hijómsveit á uppleið. Annað efhi plötunnar er ekki alslæmt og sómir sér líklega vel á dansstöðum um víða veröld. Þar detta Daft Punk liðar í hina venjulegu dansgryfju sífelldra endurtekninga sem gera það að verkum að lögin verða leiðigjöm til lengdar. Að vísu er einnig um end- urtekningar að ræða í lögunum Da Funk og Around the World, en það vel gerðar að það tekur hlustandann lengri tíma að fá leið á þeim. Það er samt gaman til þess að vita að fortíðin getur enn haft áhrif og það á dansmenningu nútímans. Guðjón Bergmann ★★ Sacred Spirit heldur í heföir og vitnar í verk forfeðra. Sa mkruill þjóðarWta Tónlistarmenn samtimans hafa imdanfarin ár glímt við samnma tónlistar úr ýmsum heimshomum og menningarsamfélögum með mis- jöfrium árangri. Þó hafa tónlistar- menn náð undraverðum árangri á þessu sviði á má þar á meðal nefna Sacred Spirit plötuna Chants and Dances of The Native Americans. Á henni var blandað saman seið- andi röddum amerískra indíána og nútíma hljóðfæraleik og takti. 5acred Spirit seldi fyrri plötu sína í rúmum 2 milljónum eintaka um allan heim og sökum velgengninnar snýr þessi hópur listamanna nú aftur með nýtt sam- krull sem ber nafnið Culture Clash. Á plötunni er leitað fanga í tónlist frá ýmsum menningarsam- félögum. The Brave eins og hann kallar sig (upptökustjóri og lagahöfundur) er stjómandi verkefnisins og hefur viðað að sér alls kyns efni til blöndunar. Hann fékk meðal annars nemendur sem stunduðu klassískan hljóðfæraleik til að spinna stutta húta af tilfinningu frekar en af nótnablaði sem hann síðan setti saman við búta úr tón- list John Lee Hooker, Dee Hound Dog Jeffs o.fl. L| ndirtónninn er því blús- I aður í bland við klassík I og tónlist ýmissa ann- W arra þjóðarbrota bætist síðan við. Sacred Spirit heldur uppi hefðum fyrir komandi kyn- slóðir með því að vitna í verk for- ferða sinna í tónlistinni. um aö margar notað á mörg himdrað óformleg- um síðum á Internetinu sem helgaðar eru þeim. Fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar segist vona aö stjómendur net- þjóna taki til sinna ráða til að ekki þurfi að koma til málshöfð- unar. Það er ekki ætlun þeirra félaga í Oasis að loka öllum þess- um aödáendasíðum en þeir viija aö greidd séu stefgjöld fyrir notk- un á mynd- og tónlistarefhi sveit- arinnar. Má búast við aö ógreidd stefgjöld nemi gríðarlega hárri endur þessara tölvupóst í sl. viku var tilkynnt um 30 daga að taka efhið út áöur en yrði stefnt fyrir dó Jafhvel þó heimasíðna séu bl enn aörar sem á ólöglegum upptökum á leikum sveitarinnar. -GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.