Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997
ÍWnlist„
*★*
Blód á dansgólfinu
saga Jacksons endurhljóðblönduð
Michael Jackson hefur ekki gefið
út margar sólóplötur miðað við
lengd ferils hans til þessa. Samt er
hann einn söluhæsti listamaður
poppsögunnar og á það allt að
þakka langlífi platna sinna. Tvö-
falda platan History fellur í þennan
flokk ef marka má 10 milljón ein-
taka sölutölur, en engu að síður hef-
ur hún nú verið tekin til endurskoð-
unar (í takt við tímann og fótfima
danssjúklinga) og endurhljóðblönd-
uð með diskótek (jafnt í heimahús-
um sem annars staðar) í huga. Doll-
aramerki eru því komin augun á út-
gefendum Michael Jackson, sem
hafa ekki hug á því að fá minna fyr-
ir sinn snúð nú en áður hefur
tíðkast (meira, meira, meira....).
Nýtt og gamalt í bland
Jackson fær ekki alveg fri frá
þessari plötu, en til að auka verð-
mætið leggur hann til 5 ný lög af
þeim þrettán sem platan hefur að
geyma. Fyrsta smáskífan, lagiö sem
er samnefnt nýju plötunni, heitir
Blood on the Dancefloor og er þegar
farið að hljóma töluvert á öldum
Ijósvakans. Meðal nýju lagaima er
einnig að finna titilagið úr væntan-
legri kvikmynd poppkóngsins sem
ber nafnið Ghosts. Platan hefur að
geyma endurhljóðblandanir sem
komu fyrst út á smáskífum History-
plötunnar. Þeir sem endurhljóð-
blanda eru: Franckie Knuckles í lag-
inu You Are not Alone, Todd Terry
í laginu Stranger in Moscow, Jam &
Lewis
í lag-
inu
Scr-
eam
Michael Jackson er kominn með nýja plötu sem bæði hefur að geyma endurhljóðblandan-
ir af eldri lögum og ný lög.
og Hani í Earth Song.
Þrjár nýjar hljóðblandanir fylgja
síðan í kaupbæti. íslandsvinurinn
Wyclef úr Fugees endurhljóðbland-
ar 2 Bad, Farley and Helier taka lag-
ið Money fyrir og Tony Moran fær
Samhliða plötunni
Blood on The
Dancefloor kemur síð-
an út samansafn af
stuttmyndum og verð-
launasjónvarpsfram-
komum á laserdisk og
VHS. Meðal þess sem
fyrirfinnst í saman-
safninu verður: fram-
koma hans á 25 ára af-
mæli Motown, fram-
koma hans á MTV-
verðlaunahátíðinni
1995, myndbandið við
Scream sem vann
fem MTV-mynd-
bandaverðlaun og
grammy-verðlaun fyr-
ir besta myndbandið
1996 og myndbandið
við samnefnt lag nýju
plötunnar (sem telst í
raun til stuttmynda)
svo eitthvað sé nefnt.
í lok maí hefur
Jackson síðan Evr-
óputónleikaferð sína í
Bremen, Þýskalandi,
en hún stendur allt fram í miðjan
september á þessu ári. -GBG
Frægöarsól Jacksons virö-
ist ætla að skína að eilífu.
það verkefni að end-
urhljóðblanda lagið
History.
Á laserdisk og
VHS
"'J* M* * H* E* L *G *I *N
Gullöldin
Danshúsið
Hin gamalgróna gleöisveit Karma mun leika annað kvöld á Hótel íslandi en þeir eru ófóir sem hafa tekiö sporin und-
ir leik hennar. Meðlimir Karma eru Ólafur Þórarinsson, sem syngur og leikur á gítar, Helena Káradóttir, sem syng-
ur og leikur á gítar, Páll Sveinsson leikur á trommur, Eiður Alfreðsson á bassa og Ríkharöur Arnar á hljómborö.
Gömlu brýnin, Svenni og Halli,
leika fyrir dansi í kvöld og annað
kvöld.
Hótel Saga
í kvöld verður Smirnoff-fata-
hönnunarkeppnin haldin. Að-
gangur er ókeypis og eftir keppn-
ina verður dansleikur með Agga
Slæ, Tamlasveitinni og Sigrúnu
Evu. Annað kvöld verður sýning-
in Allabaddarí en eftir kl. 23.30
verður dansleikur með Agga Slæ,
Tamlasveitinni og Sigrúnu Evu.
Langisandur
Dægurlagahljómsveit Eyjólfs
Konráðssonar heldur tónleika á
veitingastaðnum Langasandi á
Akranesi í kvöld. Með í för verður
söngpipan ástsæla, Stefán Hilm-
arsson, og munu þeir láta gamm-
inn geisa.
í kvöld og annað kvöld leikur
hljómsveitin Upplyfting ásamt
Ara Jóns fýir dansi.
Hótel ísland
í kvöld verður haldin fegurð-
arsamkeppni fslands en annað
kvöld verður sýningin Bragga-
blús, söngbók Magnúsar Eiríks-
sonar undir tónlistarstjóm Gunn-
ars Þórðarsonar. Að lokinni sýn-
ingu leikur hljómsveitin Karma
fyrir dansi.
Gjáin
í kvöld munu félagarnir í
Reggae on Ice spila á Gjánni á Sel-
fossi. Sveitin er þessa dagana að
leggja lokahönd á nýja plötu sem
kemur út í júní og er fyrsta lagið,
Ég vil, þegar komið í spilun.
Ut er kominn
geisladiskur með Sælu-
vikulögunum 1997 en á honum er aö
finna lög úr dægurlagakeppni Kvenfélags
Sauðárkróks. Fjöldi þekktra tónllstarmanna áttu lög f
keppninni, m.a. Geirmundur Valtýsson, Sverrir Stormsker
og Valgeir Skagfjörö sem á texta á diskinum.
Hljóm-
sveitin Súrefni,
sem er samnefni yfir þá
Palla og Þröst, hefur sent frá sér
geisladiskinn Geimjass en á honum er aö finn
lögin Qul, Partítíðni áramóta Stínu, Flauel,
Geimfatatízkan og Loch Lomond.
Hér
er einn
geisladiskur fyrir alla
sanna Austfirðinga en hann ber
titilinn Kæra Höfn og er gefinn út f tilefni
100 ára afmælis Hafnar f Hornafirði. Á diskin-
um er að finna 16 lög eftir ýmsa höfunda, m.a.
eiga þeir feögar Örvar Kristjánsson og Grétar
og Karl B. Örvarssynir allir þar lög.