Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Side 12
★i 26 -*( ' Á -k lyndbönd MYNDBAMDA Ífifij'JjifJU Curdled: irkrk Hryllilegar hreingerningar Gabriela á sér svolitið sérstakt áhugamál - morð. Hún á úrklippubók þar sem hún safnar fréttum af morðum og því hryllilegri morð, því betra. Þegar hún fréttir af því að til sé hreingerningafyrirtæki sem sérhæfi sig í að hreinsa upp eftir blóðug dauða- slys og manndráp er hún fljót að grípa tækifærið og ná sér í vinnu. Hún hef- ur sérstakan áhuga á raðmorðingja nokkrum sem hefur verið aö drepa hefð- ar„frýr“ undanfarið og býður sig strax fram þegar fara á að hreinsa upp eft- ir hans síðasta verk. Þar gerir hún undarlega uppgötvun og snýr aftur á staðinn að næturlagi, en þar er þá morðinginn einnig og best að segja ekki meir. Hugmyndin að baki sögunni er ansi sniðug, en nokkuð vantar upp á að úrvinnslan skili sér. Myndin fer nokkuð hægt af stað og tekur ekki al- mennilega við sér fyrr en í endinn. Einnig eru leikaramir í slappari kant- inum og gera ailavega ekki neinar rósir. Það borgar sig þó að sýna mynd- inni þolinmæði, því endirinn er óborganlegur fyrir þá sem á annað borð geta hlegið að þetta sjúklegum húmor. Á kápunni er nafn Quentin Tar- antino tengt við myndina, sem er blekking. Hann vinnur sem svokailaður „executive producer", en í því felst ekkert listrænt framlag. Hins vegar er svartur húmorinn í stíl við sumt sem hann hefur gert. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Reb Braddock. Aðalhlutverk: Angela Jones og Willi- am Baldwin. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Surviving Picasso: Drullusokkurinn Picasso *★ Surviving Picasso segir frá Francoise og sambandi hennar við Picasso. Hann átti í mörgum stormasömum samböndum, en Francoise er sögð sú eina sem hafði dug í sér til að láta hann róa. Hann er rúmlega sextug- ur þegar þau hittast og á áttræðisaldri þegar hún yfir- gefúr hann, ennþá ung kona, en þá var hann byijaður að halda við enn eina komunga ástmeyna. Natascha McElhone sýnir mjög góðan leik i aðalhlutverkinu, en Anthony Hopkins er hálfgerð vonbrigði. Hans hlutverk er að vísu afar erfitt. Hann á að vera rosalegur drullusokkur en jafnframt afar sjarmerandi, ódauðlegur snillingur en jafiiframt tilftnningalega vanþroskaður. Kvik- myndataka, búningar og öll umgjörð yftrleitt er mjög glæsileg en það er lit- ið í pakkamun. Sagan gengur einfaldlega ekki upp eins og hún er sett upp. Kannski er það bara öfund en ég átti ailavega afar erfitt með að trúa því hversu iiia allar konumar létu hann fara með sig, þótt hann væri frægur og stundum sjarmerandi. Að minnsta kosti hafa þeir Merchant, Ivory og Jhabvala gert mun betur. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: James Ivory. Aðalhlutverk: Natascha McEI- hone og Anthony Hopkins. Bandarísk, 1996. Lengd: 120 mín. Öllum leyfð. -PJ The Long Kiss Goodnight: *** Minnislaus launmorðingi Sakleysislega kennslukonan Samantha Caine þjáist af minnisleysi og man ekkert af sínu fyrra lifemi. Hún er þó með einkaspæjara í vinnu við að reyna að kom- ast að einhverju um sig, en sú rannsókn gengur frem- ur hægt. Einn dag fær Samantha ljótan durg í heim- sókn og reynir sá að drepa hana. Þegar hún gengur frá homun með stæl er Ijóst að meira hýr að baki hennar fortíð en hana áður grunaði og hún leggur af stað með einkaspæjaranum sínum til að athuga nýjar upplýs- ingar. Fljótlega kemur í ljós að hún var hið mesta hörkukvendi, njósnari og leigumorðingi á mála hjá leyniþjónustunni. Þeir em hins vegar ekkert allt of hrifiiir af því að hún sé að skjóta upp kollin- imi aftur enda hefúr ýmislegt breyst síðan hún mætti í vinnuna síðast. Eft- ir hörmungina Cutthroat Island þurfti Renny Harlin á góðum hasarsmelli að halda og tókst greinilega allvel upp. Ólíkindalegur söguþráðurinn er kryddaður með ágætum húmor og skemmtilegum persónum, þannig að maðm- gleymir að pæla í gloppunum og getur einbeitt sér að því að njóta hasarsins og sprenginganna. Samuel L. Jackson þarf ekki annað en mæta til að vera skemmtilegur og Geena Davis kemur á óvart með því að vera ansi flott sem hin ofbeldisfúlla kisulóra. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Renny Hariin. Aöalhlutverk: Geena Davis, Samuel L. Jackson. Bandarísk, 1996. Lengd: 115 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Jack: Stór strákur áðliik w Robin Williams leikur hinn tíu ára Jack sem er hald- inn einstökum hrömunarsjúkdómi sem gerir það að verkum að hann eldist fjórum sinnum hraðar en venju- legt fólk. Hann lítur því út eins og fertugur karl en að öðru leyti hefur hann þroska tíu ára stráks. Til að vemda hann fyrir stríðni hafa foreldramir haft hann heima, en era nú loksins að senda hann i skóla að ráði einkakennara hans. Þar er honum í fyrstu fáiega tekið af jafnöldrum sinum en eftir að hann sýnir snilli sína í körfubolta er hann tekinn í sátt, af hinum strákunum í liðinu að minnsta kosti. Vonlausari myndir em vandfundnar. Þetta á að heita gamanmynd en hún er fuUkomn- lega ófyndin. í staðinn fyrir húmor kemur fleðuleg væmni og þykkt lag af boðskap, sem er grannur og heimskulegur. Sykurdrullan ágerist eftir því sem á líður og í lokin er myndin orðin svo ógeðsleg að ég þurfti að taka á öllu sem ég átti til að halda þennan hrylling út, og gerði það af skyldurækni einni saman. Sjaldan hafa 109 mínútur verið jafnlengi að líða. Allir leik- aramir standa sig verulega iila, meira að segja Robin Williams, en hann hef- ur því miður tilhneigingu til að gerast hrikalega væminn, sérstaklega þeg- ar krakkar em nálægt. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Robin Williams. Bandarísk, 1996. Lengd: 109 mín. Öllum leyfð. -PJ FÖSTUDAGUR 23. MAI1997 5. til 11. maí SÍTI F,lil11 VIKA VIKUR A LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 j 5 : 2 Courage under Fire Skífan Spenna 21 1 5 ■ ■■■■ i Phenomenon Sam-myndbönd Drama 3 7 2 Associate Háskólabíó Gaman , 4 2 4 Chain Reaction Skífan Spenna 5 3 3 Tin Cup Warner myndir Gaman 6 Ní mmm l gg: ", i Dragonheart ClC-myndbönd Spenna 7 4 5 Black Sheep ClC-myndbönd Gaman S 6 5 Substitute Háskólabfó ’ Spenna 9 8 r 9 Time to Kill Warner myndir Spenna 10 10 9 Multiplicity Skífan Gaman 11 12 10 Nutty Professor ClC-myndbönd Gaman 12 9 6 Fan Sam-myndbönd Spenna 13 14 3 Smoke Skrfan Drama 14 Ný 1 X-Files: Tempus Fugit 1 Skrfan Spenna 15 Ný 1 Surviving Picasso Warner myndir Drama ' 16 Kt i Moll Flanders Sam-myndbönd Drama 17 3 13 6 Escape from L.A. ClC-myndbönd Spenna 18 16 1 j Stiptease skífan Spenna 19 j 11 6 Feeling Minnesota Myndterm Spenna 20 20 17 t Fargo Háskólabíó Spenna Loks varð John Travolta að gefa eftir efsta sæti myndbanda- listans. Mynd hans, Phenomenon, fellur þó aðeins um eitt sæti. Á toppinn kemur stríðsdramað Courage under Fire. Að- eins ein ný mynd bætist við í hóp þeirra fimm vinsælustu. Er það gamanmyndin The Associate með Whoopi Goldberg í að- alhlutverki, hækkar sig úr sjöunda sæti í þriðja. Á myndinni er Whoopi í hlutverki sínu í The Associate. I sjötta sæti og bíður síns tíma er ný mynd á listanum, Dragonheart, ævintýramynd með Dennis Quaid í aðalhlutverki. Rödd Seans Connerys kemur einnig mikið við sögu í myndinni. Það þarf að fara í fjórtánda sæti til að sjá aðra nýja mynd, en þar eru þrjár óiík- ar nýjar myndir í röð; ný X-Files mynd, mynd um ævi málarans fræga, Picassos, og Moll Flanders sem gerð er eftir klassísku ævintýri Daniels Defoes. Courage under Rre Denzel Washington og Meg Ryan. Undirofurstinn Nathan Sterling verður fyrir því um nótt í Persaflóastríðinu að sprengja upp, fyrir slysni, bandarískan skriðdreka. Herinn ákveður að þagga mál- ið niður og kaliar Sterl- ing heim. í kjölfarið er honum falið að rann- saka dauða flugstjóra sem er um það bil að verða fyrsta konan til að hljóta æðsta heiðurs- merki Bandaríkjahers. Vitnum ber ekki sam- an um atvik þau sem leiddu til dauða hennar og tilraunir Sterlings til að komast að hinu sanna ýfa gömrd sár. |QH N i K ÁVQI i v PHENOMENON œr a • Phenomenon John Travofta og Ro- bert Duvall Hinn hlédrægi Ge- orge verður fyrir þvi að einhvers konar eld- ingu lýstur niður í hann og vankar hann. Þegar hann rankar við sér áttar hann sig á því að áður óþekkt orka hefur hreiðrað um sig í líkama hans og huga, orka sem ger- ir honum kleift að sjá og ftnna fyrir óorðn- um hlutum jafiiframt því sem hann getur nú hreyft hluti úr stað með huganum. Þegar hæfileikar hans spyrj- ast út vekur það mis- jöfh viðbrögð. wwoort mmtic The Associate Whoopi Goldberg og Diane West. Laurel er einn snjallasti fjárfestinga- sérfræðingur fyrir- tækisins Manchester Inventments. þegar út- smognum samstarfs- manni hennar er veitt stöðuhækkim segir hún upp. Hún stofnar sitt eigið fyrirtæki og á fund með auðmann- inum Donald Faiion, sem verður hrifinn af áformum hennar en treystir ekki kven- fólki. Laurel bregður því á það ráð að búa til mann sem hún seg- ir að sé heilinn í fýrir- tæki sínu. Hefst nú ýmiss konar vand- ræðagangur sem ekki verður séð fyrir end- ann á. Chain Reaction Keanu Reeves og Morgan Freeman Vélvirkinn Eddie Kasalivich og vísinda- konan Lily Sinclair em í flokki vísinda- manna sem hafa fúnd- ið upp nýja tegund orku. Skömmu eftir að uppfinningin er gerð er rannsóknarstofan eyðilögð í sprengingu og yfirmaður þeirra er myrtur. Eddie og Lily era grunuð um ódæð- ið og eina von þeirra er að valdamikill emb- ættismaður leggi þeim lið, en það er allsendis óvíst að hann sé á þeirra bandi. Tin Cup Kevin Costner og Rene Russo Ef Roy „Tin Cup“ McAvoy væri snjall hefði hann getað orðið meðal þeirra snjöll- ustu í golfíþróttinni í stað þess að vera nú golfkennari í litlum bæ í Texas. Hann hefði einnig átt að láta sér nægja að kenna sáffræðingnum dr. Molly golf eins og beð- ið var um, í stað þess verða ástfanginn af henni. Nú þarf hann að gera eitthvað stór- kostlegt til að koma lífi sínu á rétta braut. Það sem Roy þarf að gera er að sigra á opna bandaríska meistara- mótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.