Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997
Fréttir
Hafró boðar aukna þorskveiði og hrun grálúðuveiða:
Fylgjum ekki sveiflum eftir
- segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ
„Mér fmnst of lítið að gert í þorsk-
inum. Við teljum þorskstofninn vera
í mjög hraðri uppbyggingu. Það vill
svo til að þær friðunaraðgerðir sem
við beittum okkur fyrir frá árinu
1993, um lokun stórra uppeldissvæða
fyrir Norðurlandi, hafa skilað ár-
angri,“ segir Guðjón A. Kristjánsson,
forseti Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, um tillögur Hafrann-
sóknastofnunar sem gera ráð fyrir að
þorskafli aukist úr 195 þúsund tonna
afla á síðasta ári í 218 þúsund tonn á
yfirstandandi fiskveiðiári. Þessi til-
laga Hafró er grundvölluð á svokall-
aðri aflareglu sem gerir ráð fyrir að
ákveðið hlutfall af þorskstofninum
verði veitt.
Hrun í gráiú&u
Hafró leggur til stórfelldan niður-
skurð á grálúðu. Gert er ráð fyrir 28
þúsimd tonna veiði í ár en fiski-
fræðingarnir leggja til 10 þúsund
tonn á næsta fískveiðiári. Þar blasir
því við hrun í veiðum en eins og DV
hefur áður greint frá hafa sjómenn
varað við því að til þess kynni að
koma. í öðrum fisktegundum eru
lagðar til minni breytingar.
Ufsi verði 30 þúsund tonn í stað
37 þúsund tonna veiði.
Eins og DV sagði frá í gær telur
Roald Waage, forstjóri norsku Haf-
rannsóknastofnunarinnar, að aðferð
við að reikna út þorskkvóta sé ekki
Vel&i/Aætl. '96-'97 |§g
Ráðgjöf/Hafró ’97-’98 □
i / Mismunur (□
Sumargotssfld
Þorskur
Grálúða ?8þ.
tonn 10 þ
nógu góð. Hann segir aðferðina
raunar vera alvarlega gallaða og
hefur beint því til Alþjóða hafrann-
sóknastofnunarinnar að aðferðir
við aö reikna út stofnstærðir verði
endurskoðaðar. Guðjón A. Krist-
jánsson segir þetta álit Waage vera
mikil tíðindi og það styðji kenning-
ar íslenskra fiskimanna.
„Þetta er ein merkilegasta frétt
sem ég hef séð síðustu 10 árin ef rétt
er með farið. Það sem meira er - hún
svarar að mörgu leyti viöhorfum
okkar fiskimanna. Uppbygging á
stofni fer hraðar fram en fiskifræðin
gerir ráð fyrir. Á sama hátt fer nið-
ursveifla hraðar fram en tekið er
mið af í ráðgjöfinni. Það segir ein-
faldlega að við fylgjum uppsveiflunni
nógu hratt eftir og að sama skapi
leggjum við til of mikinn afla þegar
niðursveiflan kemur," segir Guðjón.
Hann segir fiskifræðinga vera ým-
ist á undan eða eftir raunverulegu
ástandi fiskstofna við spár sínar.
„Það má líkja þessu við það að
þorskstofninn sé á 100 kílómetra
hraða inn í framtíðina. Þá eru fiski-
fræðingarnir á 70 kílómetra hraða.
Sama gerist þegar þorskstofninn fer
niður þá halda fiskifræðingamir
áfram að vera á 70 meðan þorskur-
inn fer niður í 30 kílómetra hraða.
Sveiflurnar eru einfaldlega miklu
meiri en spálíkönin gera ráð fyrir,“
segir Guðjón. -rt
Minni loðna
og síld
DV, Ósló:
íslenska loðnan er á mörkum
þess aö vera ofveidd og norsk- ís-
lenska síldin þolir ekki meiri
veiði. Þess vegna mælir Alþjóða
hafrannsóknarstofnunin með
því að dregið verði úr veiði úr
báðum þessum stofnum á næstu
vertíð. Tillögumar vom kynntar
í Björgvin í Noregi í gær.
i tillögum stofnunarinnar er
gert ráð fyrir að á næstu loðnu-
vertíð verði ekki veitt meira en
850.000 tonn. Það er 250.000 tonn-
um minna en kvóti síðustu ver-
tíðar.
Síldin þolir heldur ekki núver-
andi veiði og lagt er til að heild-
arveiðin verði minnkuð úr 1,5
milljón tonnum í 1,2 milljón
tonn. Þrátt fyrir tillögur um
samdrátt er hvorugur þessara
stofna talinn i hættu. -GK
Geir Sveinsson átti stórleik meö íslenska landsliöinu gegn Norömönnum í morgun og skoraöi 7 mörk. DV-mynd ÞÖK
„Lít björtum augum á framhaldið"
- sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Valsmanna, eftir sigurinn á Norðmönnum
„Þetta var nú bölvað basl framan
af. Sóknin var í lagi en vömin var
að leka. Ég missti samt aldrei trúna
á strákana. Ég vissi að Tobbi myndi
setja Gumma í markið og hann kom
heldur betur sterkur til leiks. Ég
kannaðist þama vel við minn
mann. Það var ákveöinn vendi-
punktur þegar Gummi fór að verja.
Hann bæði fór að verja skot sem
hann átti að taka og svo aukabolt-
ana sem era svo mikilvægir,“ sagði
Jón Kristjánsson, þjálfari Vals og
fyrrum landsliðsmaður, við DV í
morgun.
„Ég lít bara björtum augum á
framhaldið. Miðað hvað við erum
komnir langt í þessari keppni held
ég að möguleikar okkar í næsta leik
séu mjög góðir. Ég lít þannig á að
liðið eigi raunhæfa möguleika á að
keppa um verðlaunasæti en ég veit
að strákarnir og Tobbi hugsa bara
um næsta leik og þannig á það að
vera. Það var mjög ánægjulegt að
sjá Duranona koma upp og það eyk-
ur breiddina í liðinu til muna. Það
hafa ekki verið byggðar neinar skýj-
arborgir og pressan á liðinu er ekki
sú sama og oft áður. Þetta hefúr
komið strákunum til góða og þeir
hafa leikið vel. Ég hef fulla trú á
þessu liði og eigum við ekki að segja
að sigurganga liðsins haldi áfram,“
sagði Jón.
-GH
„Njóta þess að spila þá leiki sem eftir eru“
„Þetta er alveg frábært en mér
leist ekki á blikuna á tímabili. Við
voram í vandræðum í vörninni en
þegar hún small saman var þetta
ekki spuming. Gummi kom mjög
sterkur inn í markið og með mar-
kvörslu hans breyttist leikurinn.
Þessi leikur var svona spegilmynd
af öðm sem við höfum séð. Karakt-
erinn í liðinu er ofsalega sterkur,
menn eru vinnandi og það er mikill
styrkur í hópnum. Það sem við get-
um sagt í dag er að spennan ætti nú
að vera farin úr hópnum," sagði
Einar Þorvarðarson, fyrrum aðstoö-
arþjálfari íslenska landsliðsins og
þjálfari Aftureldingar, við DV eftir
sigur íslendinga á Norðmönnum í
morgun.
Strákarnir eiga að stefna á
verölaunasæti
Þetta var stórt skref fyrir ís-
lenska liðið sem fór með sigrinum
upp um 8 sæti. Það vom allir að
vonast eftir því að liðið næði í 8-liða
úrslitin og nú er sú spenna farin.
Menn eru búnir að vera að standa
sig mjög vel og eftir þetta eiga
menn að njóta þess að spila þá leiki
sem eftir eru og reyna að komast
sem lengst í keppninni. Menn mega
alls ekki eyða þessu tækifæri i ein-
hverja vitleysu. Við erum heppnir
með mótherja í næsta leik og það er
ekkert óraunhæft að við getum
komist enn lengra í keppninni. Það
er ekkert ómögulegt að ná verð-
launasæti. Við eram að spila mjög
vel en samt ætla ég að vara við of
mikilli bjartsýni. Þessi uppskrift
sem menn hafa verið að vinna eftir,
það er að taka einn leik fyrir í einu,
er mjög góð og ég vona að menn
haldi henni áfram. Auðvitað eiga
strákarnir að stefna að verðlauna-
sæti því þeir em ekki svo langt ffá
því núna,“ sagði Einar. -GH
Stuttar fréttir
Davíð til Parísar
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hélt í gær til Parísar tii að
sitja þar leiðtogafúnd aðildarrikja
Atlantshafsbandalagsins og Rúss-
lands. Fundurinn hefst í dag,
þriðjudag. í fór með Davíð eru
Ólafúr Davíðsson ráðuneytisstjóri
og Albert Jónsson deildarstjóri.
15 þúsund gestir
15 þúsund gestir heimsóttu
fyrirtæki á Byggingadögum 1997
í Perlunni um síöustu helgi.
Auk þess sóttu þúsundir fyrir-
tækin heim, en þau voru með
opið hús víðs vegar á höfuðborg-
arsvæðinu. Um 30 fýrirtæki og
félög voru þátttakendur í Bygg-
ingadögum.
Þröstur vann
Þröstur Þórhallsson sigraði í
Hraðskákmóti íslands sem fram
fór sl. sunnudag. Þröstur hlaut
14 og hálfan vinning í 18 skák-
um. í öðra sæti varð Þorsteinn
Þorsteinsson með 13 og hálfan
vinning.
5 milljóna framlag
í tilefni af 40 ára aftnæli Kefla-
víkurverktaka sf. afhenti félagið
samtökunum Gróður fyrir fólk í
Landnámi Ingólfs 5 milljónir
króna í hófi sem félagið hélt
starfsmönnum sínum. Hófið fór
fram i íþróttahúsinu í Keflavík.
Þreifingar í gangi
Þreifmgar hafa verið í gangi
nú að undanfornu um sölu á Sól
hf. til Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri. Þá hafa einnig fleiri
aðilar sýnt áhuga á fyrirtækinu.
Mogginn greindi frá.
Fjölnir og Mel B.
Enska stúlkan Mel B., ein af
söngpíunum í Spice Girls, segist
ætla að giftast Fjölni Þorgeirs-
syni í sumar. Fjölnir hefur stað-
fest að stefnt sé á að giftingin
fari fram í Englandi. Enska dag-
blaðið The Sun hefur slegið sam-
bandi þeirra upp á forsíðu.
Mogginn greindi frá. -RR