Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997
3
Fréttir
Björn E. Hafberg:
Veit ekki hverjar
ásakanirnar eru
SAMKEPPNI
um útilistaverk við
„Það er algerlega óverjandi fyrir
starfsfólk skóla að búa við svona ör-
yggisleysi i starfi. Hver sem er virð-
ist geta sent skilaboð um að viðkom-
andi eigi að hætta í starfi án þess að
skýra ástæðuna fyrir því og leggja
staðreyndir á borðið. Og eftir því er
farið. Það hafa aldrei verið lagðar
fram svo alvarlegar ásakanir á
hendur mér í þessu máli að réttlæti
starfslok mín. Ég veit ekki hverjar
þessar „alvarlegu ásakanir" eru.
Mál þetta gerir mig tortryggilegan á
landsvísu," segir Björn E. Hafberg
við DV.
Eins og fram kom í DV í gær hef-
ur Björn skrifað undir starfsloka-
samning sem skólastjóri grunnskól-
ans á Flateyri en er afar ósáttur við
meðferð málsins.
- Er pólitík í málinu?
„Það er ekki svo auðvelt að draga
pólitíska þætti inn í þetta mál. En
því er ekki að neita að ég var mikill
andstæðingur samstarfs Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks í ísa-
fjarðarbæ og er yfirlýstur andstæð-
ingur síðarnefnda flokksins."
Bjöm segir að Skólastjórafélagið
muni væntanlega eiga fund með
Óðni Gestssyni, formanni fræðslu-
nefndar ísafjarðarbæjar, um málið í
vikunni.
-hlh
Bragi Þór Thoroddsen, verkstjóri á Fiskmarkaði Vestfjarða hf., meö vænan
steinbít. Dv-mynd Hilmar Þór
Fiskmarkaöur VestQarða hf:
Verkfallið
jók veltuna
DV, Patreksfirði:
„Verkfallið hér á Vestfjörðum
hefur aukið veltuna hér. Það hefur
mun meira farið í gegnum markað-
inn heldur en var á síðasta ári,“ seg-
ir Bragi Þór Thoroddsen, verkstjóri
hjá Fiskmarkaði Vestfjarða hf. á
Patreksfirði, um það fiskmagn sem
farið hefur í gegnum markaðinn i
ár. Á síðasta ári fóru 2500 tonn í
gegnum markaðinn en fyrstu 4
mánuði hafa farið 1200 tonn í gegn.
Fiskmarkaður Patreksfjarðar er í
samstarfi við 10 aðra fiskmarkaði
vítt og breitt um landið. Samstarfið
er byggt á uppboðskerfi Faxamark-
aðar þannig að samtímis er boðið í
aflann á öllum þeim stöðum. Boðið
er upp allt að tvisvar á dag.
Bragi Þór segir að sjómenn séu
almennt ánægðir með viðskiptin
sem eru frábrugðin beinum við-
skiptum milli aðila þar sem útgerð
selur afla sinn beint til vinnslu í
landi.
„Þetta er framtíðarskipulag á
sölu fisks. Það eru flestir ánægðir
sem leggja hérna upp,“ segir Bragi
Þór.
Haraldur Böövarsson hf.:
Hagnaður
293,3 milljónir
- eftir þrjá mánuöi
DV, Akranesi:
Aðalfundur Haraldar Böðvarsson-
ar hf. var haldinn 24. maí 1997. Á
fundinum var samþykkt að greiða
8% arð til hluthafa og gefa út jöfn-
unarhlutabréf að upphæð 121 millj-
ón kr., eða um 17,926%. Á aðalfund-
inum var sameining Miðness hf. við
Harald Böðvarsson hf. samþykkt og
miðast sameiningin við 1. janúar
1997. Hlutafé HB jókst við samein-
ingima um kr. 304 milljónir og er nú
1.100 milljónir króna. Fyrirtækið
rekur tvo frystitogara, þrjá ísfisk-
togara, þrjú nótaskip, einn vertíðar-
bát, tvö frystihús, fiskimjölsverk-
smiðju, saltfiskverkun og aðra fisk-
verkun auk stoðdeilda á Akranesi
og í Sandgerði. Fiskveiðiheimildir
hins sameinaða félags eru um 24.000
tonn í þorskígildum talið. Að meðal-
tali starfa um 600 starfsmenn hjá
fyrirtækinu. Hagnaður Haraldar
Böðvarssonar hf. fyrstu þrjá mán-
uði ársins 1997 var 293,3 milljónir
kr. en áætlað er að hagnaður ársins
1997 verði 230 milljónir króna.
-DVÓ
Sultartangavirkjun i
---------------- --r - '
Landsvirkjun auglýsir eftir myndlistarmönnum til þess
að taka þátt í lokaðri samkeppni um gerð útilistaverks á
6x22 m vegg á inntaksmannvirki ofan stöðvarhúss
Sultartangavirkjunar í hlíðum Sandafells við vesturbakka
Þjórsár ofan Búrfells.
Ollum er heimilt að sækja um þátttöku í samkeppninni. Umsókn
ásamt upplýsingum um listferil (t.d. sýningarskrár, bækur,
ljósmyndir) sendist fyrir 17. júní nk.
Dómnefnd skipuð fulltrúum Landsvirkjunar og Sambands íslenskra
myndlistarmanna velur fimm listamenn úr hópi umsækjenda til þess
að gera tillögur um listaverk í lokaðri verksamkeppni þar sem gert
er ráð fyrir að þátttakendur skili líkani af tillögum sínum og ítarlegri
Iýsingu á þeim. Samkeppnin verður haldin samkvæmt tamkeppnis-
reglum SIM.
Tilgangur samkeppninnar er að fá ffam tillögur sem til þess eru
fallnar að útfæra í fullri stærð. Að lokinni samkeppni verður tekin
ákvörðun um hvaða verk verður valið til uppsetningar ef um semst
við listamanninn.
Gert er ráð fyrir að val á þátttakendum og samkeppnislýsing liggi
fyrir 1. ágúst nk. Stefnt er að því að gerð listaverksins og
uppsetningu þess verði lokið fyrir haustið 1999.
' ----r Nánari upplýsingar gefa trúnaðarmenn dómnefndar, Ólafur
udo L vsi naa r ■ 1 Jónsson, sími 898 9383/555 0346 og Guðrún Helga-
-íl'l J2_ _ f _dóttir, sími 562 0080/453 6289, milli 17 og 19 dag hvern.
Utanáskriftin
e r:
Umsóknir sendist:
\ Landsvirkjun
‘ Háaleitisbraut 68
103 RKYKJAVÍK
Umsóknir skulu merktar:
„ SAMKEPPNI: Útilistaverk við Sultartangavirkjun“
ÍJ
Landsvirkjun