Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997
Fréttir
DV
Jón Ármann Héöinsson kærir RÚV fyrir tóbaksauglýsingu í kappakstursþætti:
„Þykir þetta alvarlegt slys“
Jón Ármann Héðinsson hefur
sent kæru til Rannsóknarlögreglu
ríkisins vegna beinnar útsendingar
Ríkissjónvarpsins frá Formula 1
kappakstri á sunnudaginn. í bréfi
sem Jón Ármann hefur sent Þóri
Oddssyni, rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins, krefst hann rann-
sóknar á auglýsingum um Marl-
boro-vindlinga sem birtust í út-
sendingunni.
í bréfinu segir Jón Ármann að
Marlboro-nafnið hafi glögglega
komið fram í þættinum og einnig
að þessi þekkti tóbaksframleiðandi
sé aðalstyrktaraðilinn. Jón Ár-
mann vill að rannsökuð sé tíma-
lengd á hverju nafni eða tegund tó-
baks í sýningunni, svo og allar
greiðslur sem kunni að snerta þátt-
inn. Einnig vill Jón Ármann að
kannað sé hverjir beri ábyrgð á því
að hefja áróður fyrir tóbaki og þar
með aukningu reykinga þar sem
slíkt sé algjört lagabrot hér á landi.
Jón Ármann sagði í samtali við
DV að undanfarin ár hefðu lög um
tóbaksauglýsingar orðið strangari
og viðhorf fólks sé í þá átt að slíkt
eigi ekki að leyfa. Þess vegna sé
það á móti straumnum að Ríkis-
sjónvarpið taki til sýningar þátt
sem ekki sé sýndur í fjölda landa
vegna áróðurs fyrir tóbaki. „Ég vil
taka það fram að ég met drengina á
íþróttadeildinni mjög mikils. Þess
vegna þykir mér þetta afar alvar-
legt slys og mannleg mistök,“ sagði
Jón. Hann sagðist aðeins vilja fá
endanlega úr því skorið hvort þetta
sé löglegt svo almenningur geti
haft það á hreinu í eitt skipti fýrir
öll hvað má og hvað má ekki.
Marlboro styrkir ekki þátt-
inn
Ingólfúr Hannesson, íþróttastjóri
RÚV, sagði það vera á misskilningi
byggt að Marlboro styrkti útsend-
ingu frá keppninni sérstaklega. Það
auglýsi aðeins á bílum og annars
staðar á vettvangi. „Það er mjög
erfitt að koma í veg fýrir nokkuð
slíkt. Þetta eru svipaðar auglýsingar
og tíðkast í ensku knattspymunni,
t.d. auglýsir Carlsberg bjór á keppn-
istreyjum Liverpool," sagði Ingólfur.
Að öðru leyti vísaði hann á fram-
kvæmdastjóra Sjónvarpsins eða út-
varpsstjóra.
Hvorki náðist i Pétur Guðfmnsson
útvarpsstjóra né Rúnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, í
gær. -HI
íbúar í Seljahverfi mótmæla tengibraut:
Mjög óhressir með að fá
hraðbraut inn í hverfið
Lögreglan í Reykjavík:
Jónmundur
skipaður yfir-
lögregluþjónn
Dómsmálaráðherra hefúr skipað
Jónmund Kjartansson, í dómsmála-
ráðuneytinu, sem yfirlögregluþjón
við embætti Lögreglustjórans í
Reykjavík.
Jónmundur mun hefja störf hjá
embættinu 1. júlí nk. Jónmundur
mun taka við stjóm almennrar
deildar Lögreglunnar í Reykjavík.
Guðmundur Guðjónsson yfirlög-
regluþjónn, sem stjómað hefúr al-
mennri deild lögreglu, hefúr tekið
við stjóm rannsóknardeildar emb-
ættisins af Amþóri Ingólfssyni yflr-
lögregluþjóni, sem látið hefúr af
störfúm eftir 41 árs starf í lögreglu.
-RR
„íbúar í Seljahverfinu em að sjálf-
sögðu mjög óhressir með að fá ein-
hverja hraðbraut úr Kópavogi hingað
inn í hverfið. Með lagningu tengi-
brautarinnar eykst stórlega umferð,
slysahætta og mengun hér i hverf-
inu,“ segir Magnús Bjamason, verk-
fræðingur og íbúi i Jaðarseli.
Hann er í forsvari fyrir íbúa í Selja-
hverfi í Breiðholti sem mótmæla því
að tengibraut verði lögð úr Fífu-
hvammshverfi í Kópavogi iim í Selja-
hverfið eins og gert er ráð fyrir í aðal-
skipulagi Kópavogs.
„Mér skilst að það eigi að breikka
Jaðarselið í fjórar akreinar eins og
Breiðholtsbrautina og þá er þetta orð-
in hraðbraut. Það er óþolandi að borg-
arfúlltrúar okkar í Reykjavík skuli
láta það ganga yfir kjósendur sína að
láta setja þama upp hraðbraut. Við
munum mótmæla þessu af krafti og
ætlum ekki að láta vaða svona yfir
okkur. Við óskum eindregið eftir því
að þessi fyrirhugaða tengibraut verði
felld út af skipulaginu. Við erum að
safna undirskriftumum hér í Selja-
hverfi og það hefur gengur sérlega
vel. Ibúar í Seljahverfi ætla að hittast
á fundi í Seljaskóla annað kvöld, mið-
vikudag, klukkan 20. Við vonum að
sem flestir mæti þannig að sterk sam-
staða náist í þessari baráttu," segir
Magnús. -RR
Everest-fararnir:
Eru á leiö
til byggða
íslensku Everest-faramir lögöu
af stað til byggða í gærmorgun.
Þeir hófu þá göngu sína úr
grunnbúðum við Everest. Hópur-
inn tók stefnuna til bæjarins
Lukla. Gangan til Lukla tekur
rúma tvo sólarhringa og er gert ráð
fyrir að hópurinn komi þangað á
miðvikudagskvöld.
Á fimmtudagsmorgun eiga ís-
lendingamir bókað flug frá Lukla
til Katmandu, höfuðborgar Nepais.
Þaðan fljúga þeir síðan til London
nk. sunnudag. Stefht er að því að
hópurinn komi heim til íslands nk.
þriðjudag, 3. júní. -RR
Desjarmýri í Norður-Múlasýslu:
Sóknarprestur
leggur niður störf
óþolandi aðstæður, segir prestur
Á annan dag hvitasunnu var hátíð- ur störf á hausti komanda".
armessa i Bakkagerðiskirkju þar sem
Seyðisfjarðarklerkamir Kristín Páls-
dóttir og séra Kristján Róbertsson
predikuðu og þjónuðu fyrir altari. I
lok messunnar las séra Kristján söfn-
uðinum fax frá séra Þóreyju Guð-
mundsdóttur, sóknarpresti í Desjar-
mýrarprestakalli. Þar tilkynnti hún
söfnuðinum að hún „muni leggja nið-
„Eg er ekki að segja upp störfúm,
ég er að leggja niður starf og það er yf-
irvalda að ákveða laun mín í fram-
haldi af þessu. Embættið býður ein-
göngu upp á kirkjuskip - án hreinlæt-
isaðstöðu. Enga skrifstofú, safnaðar-
heimili né prestsbústað," segir séra
Þórey. Ástæðumar snúast ekki um
menn, heldur málefni. -st
Z3
DV-mynd
Björk Guðmundsdóttir gerir þaö gott enn.
Björk á topp tíu í Bret-
landi og Bandaríkjunum
DV, Akranesi:
Lagið I Miss You, sem Björk
Guðmundsdóttir endurútsetti af
plötxmni Post og lagið af síðustu
smáplötunni sem Björk gaf út,
virðist höfða vel til Bandaríkja-
manna. Lagið er á toppnum í viku
20 á einum af bandarísku dans-
músíklistunum og nánast allir tíu
listamir yflr dansmúsík hafa lagið
á topp tíu. Þá er lagið á topp tíu á
breska dansmúsíklistanum. Björk
hefur hætt við að koma fram á
tvennmn tónleikum, eins og til
stóð í maí, í Bandaríkjunum m.a
vegna þess að hún er á fullu við að
ljúka við gerð nýrrar plötu,
Homogenig, sem á að koma út í
september. Svo upptekin er hún að
í byrjun júní flýgur hún til Banda-
ríkjanna og kemur fram á „Frels-
um Tíbet“ þann 8. júní í Bandaríkj-
unrnn og strax eftir það flýgur hún
til Bretlands.
-DVÓ
Dagfari
Sænskar ofurlöggur
I miðbæ Reykjavíkur hefur lengi
ríkt ófremdarástand. Þar hefur lýð-
ur safnast saman að næturlagi,
einkum um helgar, og látið ófrið-
lega. Lítið hefur ráðist við söfnuð-
inn, sauðdrukkinn og ofbeldis-
kenndan. Lögregla og borgaryfir-
völd hafa setið undir ámæli fyrir
að ráða ekki við andskota þessa.
Bent hefur verið á að hættulegra sé
að ganga í gegnum miðbæ Reykja-
vikur að næturlagi en í miðborg-
um nálægra landa.
Menn eru stungnir og rotaðir og
jafnvel drepnir. Innbrotin eru svo
tíð að engin tala er á þeim. Lögregl-
an segist ekki hafa næga peninga
til þess að uppræta lýðinn. Það
megi ekki vinna yfirvinnu og því
hafl fátt verið til ráða. Óþjóðalýð-
urinn fer nefnilega ekki af stað
fyrr en eftir hefðbundinn skrif-
stofutíma.
Svona héldu menn því að ástand-
ið yrði eilíflega. Uppgjöfin var al-
ger og ráðleysið. Útlendar sjón-
varpsstöðvar sendu tökulið hingað
til lands til þess að greina frá
ástandinu í hinni norrænu höfuð-
borg. En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Það sannaðist enn og
aftur nú um helgina.
Tveir sænskir lögreglumenn
sem dvöldu í Reykjavík í fríi komu
sem frelsandi englar. Þeir dvöldu á
hótelherbergi sínu á Skólavörðu-
holtinu í fyrrinótt þegar þeir urðu
varir mannaferða. Trúir starfi sínu
könnuðu þeir málið enda hafa þeir
ekki heyrt af yfirvinnuvandræðum
islenskra kollega sinna. Þegar þeir
litu út um gluggann sáu þeir hvar
maður var að brjótast inn í bíl.
Okkar maður hélt að sér væri
óhætt, allar löggur í fasta svefni.
Hann áttaöi sig ekki á árvekni
hinna norrænu bræðra. Svíamir
tveir létu hendur standa fram úr
náttfataermum og brugðu sér út á
götu og handtóku þrjótinn. Hann
vissi hvorki hvað upp sneri né nið-
ur enda voru Svíamir ekkert að
túlka romsu sína um að hann hefði
rétt til þess að neita að svara en
allt sem hann segði yrði hugsan-
lega notað gegn honum i rétti. Inn-
brotsþjófurinn var færður rakleið-
is í steininn.
Svíamir voru nú vel vaknaðir og
fengu sér göngutúr í borginni sem
þeir héldu að væri eins friðsæl og
þeir höfðu lesiö um í ferðamanna-
bæklingum. Engan sáu þeir starfs-
bróðurinn á ferð en rákust hins
vegar á annan þrjót sem hafði brot- þangað inn til þess að stela. Hinar
ið rúðu í verslun og ætlaði sér sænsku ofurlöggur voru ekkert að
hafa fyrir því að bjóða þeim manni
góðan daginn heldur handtóku
hann sem hinn fyrri. Hvomgur
bófanna var með orðabók og því
vissi þessi ekki fremur en hinn
hvað var að gerast.
Þegar hér var komið sögu köll-
uðu sænsku löggumar til íslenska
starfsbræður og létu þá um fram-
hald mála. Þeir vom þá komnir á
dagvinnutaxta og gátu því bókað
þrfótana.
Von hefur því vaknað í brfóstum
manna að lausn kunni að finnast á
vandanum í miðbænum. Ferða-
málayfirvöld hafa eflaust hag af
því að hafa eins og tvær sænskar
súperlöggur hér á landi. Auðvitað
má skipta þessu á sænskar löggur,
hver þeirra gæti til dæmis dvalið
hér í hálfan mánuð og handtekið
bófa og ræningja.
Heyrst hefur að fangar á Skóla-
vörðustíg og á Litla-Hrauni hafa
þegar pantað tiltækar sænskar
orðabækur og séu þeir áhugasamir
um námið. Þeir vilja hafa vaðið
fyrir neðan sig og geta mætt örlög-
um sínum lendi þeir í örmum
sænskra ofurmenna.
Dagfari