Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997
7
)
)
í
Fréttir
)
)
)
)
)
)
)
>
)
Frá verkfallsátökum á Grundarfirði þar sem á þriðja tug verkfallsvarða stöðvaði löndun úr togaranum Bessa ÍS.
DV-mynd Bryndfs
Verkfallsdeilur á VestQöröum í hörðum hnút:
Uppsöfnuð reiði
vegna kvótakerfisins
Verkfallið á Vestfjörðum harðnar
með hverjum deginum sem líður.
Hin opinbera ástæða sem gefin er
• fyrir ástæðum verkfallsins er sú aö
> leiðrétta beri hlut láglaunafólks í
fiskvinnslu. Aðalheiður Steinsdótt-
ir, verkakona á ísafirði, segir kröf-
una vera að bónusinn fari inn á
kauptaxta og þannig náist að hækka
hina lægstlaunuðu. Þannig verði
kauptaxtar færðir nær greiddum
launum. Hún segir að svokallaðar
bónusdrottningar fái ekki meiri
hækkun en aðrir landsmenn en þeir
sem hafi lágan bónus muni fá veru-
I lega kjarabót.
| Sú harka sem komið hefur upp á
yfirborðið og sýnir sig í hörðum
verkfallsátökum langt út fyrir Vest-
firði er þó vart sprottin af óánægj-
unni með kjör þeirra lægstlaunuðu
einni.
Guggunni flaggað út
Þeir Vestfirðingar sem DV hefur
rætt við eru sammála um að upp-
söfhuð reiði vegna áhrifa fiskveiði-
stjómunarinnar sé nú að bijótast
. fram. Nú séu áhrif þess að verða
’ sýnilegri. Sameining Hrannar hf. og
Samherja hf. hafi um garð gengið
með þeim afleiöingum að stolti vest-
firska flotans, Guðbjörgu ÍS, hafi
verið flaggað til Akureyrar. Ný-
krýndir hluthafar i Samherja hafi
eignast hlutabréf fyrir hundruð
milljóna sem að hluta hafi orðið
sýnileg í bættri afkomu afkomenda
þeirra. Þannig hafi stolt Vestfirð-
i inga umbreyst í nýja jeppa og feitar
bankainnistæður.
> Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða, segir vest-
firskt verkafólk sækja sér fyrir-
myndir til annarra hópa í þjóðfélag-
inu og þá ekki síst til þeirra sem
standi því næst.
„Við lítum auðvitað til þeirra
sem em á efri hæðunum í fyrirtækj-
unum. Menn vita að þar em greidd
l allt önnur laun en það sem gerist
hjá þeim sem em í erfiðisvinnunni.
Þetta veit fólk þrátt fyrir að þar séu
i kjarasamningar ekki gegnsæir og
sýnilegir. Síðan bætist það við að
eigendur þessara fyrirtækja sem
alltaf eru að barma sér fá upp í
hendurnar þjóðarauðinn, fiskinn í
sjónum. Þeir hafa óskomð yfirráð
yfir auðlindinni og þá ekki aðeins
hvað varðar nýtingu. Síðan geta
þeir selt þetta hverjum sem er,“ seg-
ir hann.
Svörtustu spár þeirra sem síðasta
áratuginn hafa haldið því fram að
meint sameign þjóðariimar væri í
raun séreign sægreifanna sem
ganga myndu í erfðir hafi því geng-
ið eftir. Pétur segir að verkafólk á
Vestfjörðum fari ekki í neinar graf-
götur með það að verið sé að selja
og veðsefia sameign þjóðarinnar.
„Gleggsta dæmið er þegar menn
ganga út úr fyrirtæki á heljarþröm
með fufla vasa fjár. Þama er um að
ræða peninga sem þeir fengu fyrir
auðlindina. Fyrirtæki fengu veiði-
heimildir vegna þess að fiskvinnslu-
fólk lagði á sig vinnu dag og nótt.
Fólki finnst það blóðugt að þeir sem
hvergi komu nærri viö að skapa
þennan auð skuli vera þess um-
komnir að labba með hann út.“
„Þetta sýnir sig svo í alls konar
hlutum, svo sem íbúðarkaupum í
Reykjavík, kaupum á dýrustu jepp-
um og útdeilingu til fjölskyldumeö-
lima. Á sama tíma er okkur sagt að
fyrirtækin beijist í bökkum og geti
ekki greitt sómasamleg laun. Fólkið
sér að greiddar eru út allt að 500
milljónir króna fyrir aflaheimildir
og auðvitað er spurt hvaðan þeir
peningar séu teknir. Auövitað er
það þess vegna sem fólkið þarf að
vera á lágum launum næsta áratug-
inn,“ segir Pétur.
Vonleysi
Síöasti vetur sýndi Vestfirðingum
svart á hvítu að nýjustu ráðstafanir
stjómvalda varðandi kvótakerfið;
afiiám línutvöföldunar og steinbítur
undir kvóta, hafa komið harkalega
við atvinnumöguleika í fjórðungn-
um. Þar þykir einsýnt að útgerð ein-
yrkja hefur dregist harkalega sam-
an og þar af leiðandi hefur atvinnu-
tækifærum stórfækkað. Öllu þessu
fylgir það vonleysi almennings á
stöðunum sem brýst út í allri þeirri
reiði sem kostað hefur verkfall í á
sjöttu viku.
Kvótaandstæðingar
á þingi
Vestfirskir þingmenn studdu
sumir afnám línutvöföldunar og
steinbítskvóta. Þar var Einar Oddur
Kristjánsson framarlega í flokki.
Hann fór með stuðningi triflukarla
og fleiri aðila sem létu sig sjávarút-
vegsmál miklu varða. Þar vakti at-
hygli eindregin andstaða hans og
Einars K. Guðfinnssonar við kvóta-
kerfið og krafa þeirra um sóknar-
stýringu. Þeir fengu til liðs við sig
gallharða vinstrimenn sem þóttust
sjá von í stefiiu þeirra félaga. Ekki
minni athygli hefur vakið að báðir
studdu þeir afnám línutvöföldunar
og steinbítskvóta sem hvort tveggja
Fréttaljós
Reynir Traustason
vom atvinnuskapandi. Þá vakti
einnig athygli að þeir studdu frum-
varp sjávarútvegs- og dómsmálaráð-
herra sem heimilar veðsetningu
kvóta. í báðum þessum málum hef-
ur Kristján Pálsson, alþingismaður
og flokkshróðir þeirra, haldið uppi
öflugri andspymu undir þeim for-
merkjum að landsbyggðinni stafaði
ógn af. I þessu felst sú þversögn að
Einaramir era landsbyggðarþing-
menn en Kristján þingmaður Reyk-
nesinga. Um ástæður stuðnings
þeirra skal ekki fjölyrt en ljóst er að
Kambur hf., fyrirtæki sem Einar
Oddur er stór hluthafi í, jók veð-
hæfni sína um rúmlega hálfan millj-
arð með því að fá einn stærsta stein-
bítskvóta á íslandi auk þorsksins
sem féll til við afnám línutvöföldun-
ar. Kambur hf. hefur nú runnið
saman við Básafell á ísafirði þar
sem eignarhlutfall Kambsmanna er
um 18 prósent.
Engisprettufaraldur
Baráttuaðferðir verkfaflsmanna á
Vestfjörðum hafa vakið mikla at-
hygli. Verfallsverðir hafa farið sem
engisprettufaraldur um landið þvert
og endilangt, ýmist á bílum eða jafn-
vel flugvélum. Þar hafa engin landa-
mæri verið virt og jafnt slegist á
Reykjavíkurhöfn og kajanum í
Grundarfirði sem á vestfirskum
bryggjum. Það sýnir hörkuna í
verkfallsvörslunni að ekki hefur
sést annað eins í áratugi. Hellt hef-
ur verið úr fiskkörum og mtt af
vörubrettum þar sem reynt hefur
verið að landa úr vestfirskum skip-
um. Ekki hafa orðið stórslys á
mönnum en verkfallsverðir hafa þó
farið marðir og skrámaðir frá at-
ganginum. Pétur Sigurðsson segir
að barátta þeirra snúist að hluta um
að halda sjálfræði til samningsgerð-
ar og þeir hafni forræði að sunnan.
„Sjálfræði í samningum rekur
okkur áfram. Við munum aldrei
sætta okkur við að okkar málum
verði stjómað að sunnan,“ segir
Pétur.
Staða vestfirskra atvinnurekenda
í verkfalli er ekki öfundsverð. Þeir
eiga erfitt með að semja um meira
en félagar þeirra annars staöar hafa
gert. Því veldur þrýstingur Vinnu-
veitendasambands íslands. Þá hafa
þeir engin tök á því að breyta fisk-
veiðistjórnun til að koma til móts
við kröfur verkafólksins. Þaö verð-
ur því ekki séð annað en pattstaða
sé í málinu og á meðan blæðir Vest-
fjörðum út.
P
I Hillukerfi
1_Veggeiniiigar
BORGARTÚNI 31 • SÍMi 562 7222
Sumartilboð.
Urval af flíspeysum
og jökkum.
( Meiri gceði og smekkvísu)
Cortina Sport
Skólavörðustíg 20
Sími 552 1555
• 3 eintök á mínútu
• Afrita og frumritastærð
A4 stærst
• 40 bls. bakki
SHARP
• 8 eintök á mínútu
• Afrita og frumritastærö
• A4 stærst
• 100 bls. skúffa
SHARP ©HSD
• 8 eintök á mínútu
• Fast frumritaborS
• Stækkun - minnkun 70%-141%
• 250 blaða framhlaðinn
pappírsbakki
• Ljósmyndastilling
• Tóner sparnaðarstilling
Stgr. m/vsk
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 * Sfmi 533 2800
Smáauglýslngar
SINDRI
-sterkur í verki
• BREFASIMI 562 1024