Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAl 1997
9
Utlönd
Ákvöröun um framsal til Noregs eftir tvær vikur:
Paul Watson enn
í gæsluvarðhaldi
Bandaríski hvalfriðunarsinninn
Paul Watson, leiðtogi Sea Sheperd,
verður að dúsa áfram í hollensku
fangelsi eftir að dómstóll í Haarlem
framlengdi gæsluvarðhaldsúrskurð-
inn yfir honum á meðan dómari
skrifar meðmæli sín til dómsmála-
ráðherrans um hvort Watson skuli
framseldur til Noregs. Þetta kemur
fram í frétt norska blaðsins Aften-
posten í morgun.
Watson verður heldur ekki leyst-
ur úr haldi gegn tryggingu, eins og
hann hafði þó farið frarn á.
Hollenski dómstóllinn komst að
þessari niðurstöðu í gær þrátt fyrir
háværar mótmælaaðgerðir fyrir ut-
an dómhúsið og þrátt fyrir að Paul
Watson og lögfræðingur hans hefðu
fengið að leggja fram gögn sem voru
nánast bara áróður fyrir Sea She-
perd.
Hollenskir dýravinir lituðu götur
Haarlem rauðar áður en málið gegn
Watson var tekið fyrir. Félagar í
samtökunum Animal Peace heUtu
Paul Watson.
bílfarmi af tómatsúpu á götumar og
settu uppblásna gúmmíhvali sína í
þetta „blóðhaf‘. Samtímis léku mót-
mælendurnir segulbandsupptökur
með hvalahljóðum.
Ekki kom tU átaka á meðan á
mótmælaaðgerðunum stóð og því
lét lögreglan dýravinina afskipta-
lausa.
Norsk yfirvöld hafa krafist fram-
sals Pauls Watsons vegna 120 daga
fangelsisdóms sem hann fékk vegna
hlutdeUdar sinnar í skemmdarverk-
um á hvalveiðibátnum Nybrænna
þann 26. desember 1992.
Watson viðurkenndi fyrir dómar-
anum að hann hefði tekið þátt í
skemmdarverkunum á Nybrænna.
Lögfræðingur hans sagði að aðgerð-
ir skjólstæðings síns hefðu verið
pólitísk nauðvöm. Þá kom fram að
Watson óttast mjög um líf sitt verði
hann sendur í norskt fangelsi.
Dómarinn í málinu tekur sér um
tveggja vikna umhugsunarfrest
áður en hann sendir meðmæli sín
tU dómsmálaráðherra HoUands um
hvort Watson skuli framseldur. Fari
svo fær Watson að áfrýja málinu og
tefja það enn frekar.
Sígaunakonur dansa á götum Búkarest, höfuðborgar Rúmenfu. Dansinn var liöur í mótmælaaðgerðum sfgaunanna
gegn oröanotkun stjórnvalda þegar þau fjalla um sfgauna. Samkvæmt síðasta manntali eru um 400 þúsund sígaun-
ar í Rúmenfu en leiðtogar þeirra segja að tvær milljónir séu nær sanni. Sfmamynd Reuter
Eystrasaltsríkin:
Forsetarnir ítreka ósk
sina um aöild aö NATO
Forsetar Eystrasaltsríkjanna
þriggja gáfu í gær út yfirlýsingu þar
sem þeir ítrekuðu ósk sína um að
ganga i Atlantshafsbandalagið,
NATO. Leiðtogar aðildarríkja
NATO streyma nú til Parísar þar
sem undirritaður verður i dag sátt-
máli um samskipti þeirra og Rúss-
lands.
í sáttmálanum er kveöið á um
samstarf Rússa við NATO í öryggis-
málum Evrópu og þykir hann sögu-
legur.
Á sama tíma og leiðtogar NATO
funda í París halda Algirdas Braz-
auskas, forseti Litháens, Guntis Ul-
manis, forseti Lettlands, og Lennart
Meri, forseti Eistlands, fund með
forseta Póllands, Aleksander
Kwasniewski, og forseta Úkraínu,
Forsetar Eystrasaltsrfkjanna ó fundi
í gær. Sfmamynd Reuter
Leonid Kuchma, í borginni Otepaa í
suðurhluta Eistlands.
Taliö er líklegt að forsetar Eystra-
saltsríkjanna verði meðal þeirra
sem verða fyrir vonbrigðum þegar
NATO býður ný aðildarríki velkom-
in á leiðtogafundinum í Madrid í
júlí. Líklegast þykir að Tékklandi,
Ungverjalandi og Póllandi verði
fyrst boðin aðild.
Yfirvöld í Moskvu eru enn andvíg
aðild Eystrasaltsríkjanna og ann-
arra fyrrum sovéskra lýðvelda að
NATO. Bandaríkin hafa einnig lýst
því yfir að herir Eystrasaltsríkj-
anna hafi ekki bolmagn til að verja
önnur aðildarríki NATO en það sé
eitt af lykilatriðunum í samningum
bandalagsins.
Reuter
Agúrka
- ein með öllu
Islensku agúrkurnar eru komnar í bæinn,
ferskar, girnilegar og á fínu verði.
Nartaðu í eina ferska, smelltu annarri
á grillið og prófaðu uppskriftirnar.
Gúrka gerir þér gott.
Gúrku- og jógúrtsalat
1 agúrka
1/41 hreint jógúrt eða AB mjólk
safi úr 1/2 sítrónu
1 -2 hvítlauksrif
1 -2 matsk. saxaiur graslaukur
Þetta hentar vel með hvaða mat
sem er, ekki síst grilluðum réttum
eða bragðsterkum og það á líka
við um næstu uppskrift
Kgúrkttr með sýr&úm
rjórna og dilli
1 agúrka skorin í u.þ.b.
1 sm þykka bita
40 g smjör
púrrulaukur smátt skorinn
1 tsk. saxað ferskt dill
1/2-1 dl sýrður rjómi
1 tsk. sttrónusafi
salt og pipar
Steikið púrrulaukinn í smjörinu,
bætið fljótlega gúrkunum saman
við og kriddið með dillinu. Leyfið
að malla í 10 mínútur, hrærið vel
í á meðan. Bætið sýrða rjómanum
út í og sítrónusafanum og kryddið
með salti og pipar.
Tvcer gúrkur
2 msk. olía
2 msk. rifin
engiferrót
1 hvítlauksrif
púrrulaukur
250 g rcekjur
salt
Sósa
4-5 msk. sérrí
(eða kjúklingasoð)
3 msk. edik
2 msk. sojasósa
1 -2 tsk.
maísenamjöl
1/2-1 tsk. sykur
Skrælið gúrkurnar, skerið þær í
tvennt og síðan í u.þ.b. tveggja
sm bita. Erlendis eru gúrkur með
stærri fræ og þau þá skorin burt.
Á íslenskum agúrkum er það yfir-
leitt óþarfi. Hitið olíu á pönnu og
setjið gúrkubitana í og 1 skeið af
engifer. Hitið í 3 mínútur og takið
síðan af pönnunni. Hitið olíuna og
bætið út í hvítlauk, afganginum
af engifer, lauk og rækjum og látið
krauma í 3 mínútur. Þá hellið þið
sósunni yfir og hellið síðan yfir
gúrkurnar.
Agúrkusósa
1 agúrka
1/2 dl hvítvín
25 g hveiti
40 g smjör
11/21 kaffirjómi
1 tsk. sítrónusafi
salt og pipar
Afhýðið agúrkuna en skiljið eftir
svolítið af hýðinu til að fá lit á
sósuna. Skerið gúrkuna í tvennt
og setjið helminginn í mat-
vinnsluvél ásamt hvítvíninu.
Skerið hinn helminginn af
gúrkunni í þykkar sneiðar og
steikið þær við lágan hita í
smjörlíkinu í u.þ.b. lOmínútur.
Bætið hveitinu út í og hrærið
þar til það hefur blandast vel.
Hellið þá smám saman agúrku-
og hvítvínssafanum saman við
og hrærið vel í á meðan. Látið
malla við lágan hita í fimm
mínútur, bætið þá sítrónusafa,
salti og pipar út í.
Þessi sósa er sérdeilis góð með
steiktum eða soðnum fiski.
Súrscv/ar gúrkttr
1 agúrka
1 -2 msk. olía
4 msk. hvítvín
(mysa eða epla-cider)
2 msk. sykur
salt
Skerið gúrkuna í stöngla.
Hitið olíuna og þegar hún er
orðin heit setjið þá vín og sykur
saman við og hrærið vel í.
Þegar þetta er farið að snarka
bætið þá við agúrkum og
saltið. Eldunartími er ekki
nema 3-4 mínútur. Gúrkur
matreiddar á þennan hátt eru
mjög góðar með öllum asísk-
um mat sem og sterkum mat.
ISLENSK GARÐYRKJA
oLaitu/ Ííáa/ Á<JL
ARGUS /ÖRKtN /SÍA SA006