Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997
13
Vandi íslenskra
háskóla
Vandi íslenskra ríkisháskóla verður ekki leystur nema með byltingu í
launakerfinu, segir greinarhöfundur m.a.
í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins 18.
maí var höf'ð uppi at-
hyglisverð umræða
um vanda íslenskra
háskóla. Kom þar
fram hversu illa þeir
háskólar sem alfarið
byggja á ríkisfé eru í
stakk búnir til sam-
keppni um hæfa
starfsmenn. Var þó
helst á bréfinu að sjá
að vandinn væri
bundinn við rekstr-
ar-, viðskipta- og
tölvunarfræði. Við
lesturinn rifjaðist
upp lítið atvik.
Ráöningarferli
lektors
Fyrir nokkrum árum gegndi ég
stjórnunarstöðu við einn af há-
skólum landsins. Kom þá í minn
hlut að upplýsa nýja starfsmenn
um réttindi sín og skyldur. Eitt
sinn undir lok vinnuviku kom
nýráðinn lektor á minn fund. Að
baki var langt og flókið ráðningar-
ferli sem einkennir háskólastigið
og er ætlað að tryggja að hæfasti
umsækjandi hverju sinni hljóti
starfið: Auglýsing, langur um-
sóknarfrestur, skipun dómnefndar
með fulltrúum stofnunar og ráðu-
neytis, kosning í skólaráði og skip-
un ráðherra.
Allt getur þetta tekið upp í heilt
ár ef margir sækja um.
Við hófum samtalið á
því að ræða um
kennslugreinina, að-
stöðuna og starfsand-
ann í skólanum. Lekt-
orinn brosti. Fljótt
barst talið að kjörun-
um. Ég skýrði frá föst-
um launum. Lektor-
inn spurði hvað fleira
væri um að ræða. Ég
benti á möguleika á yf-
irvinnu fyrir kennslu.
Vissulega hafði bros
lektorsins dofnað
nokkuð. Enn spurði
hann þó hvort ekki
væri meira í boði.
Smám saman skildist
mér að spurt væri um
fasta yfirvinnu eða launaauka af
einhverju tagi. Ég svaraði auðvit-
að sannleikanum samkvæmt að
við skólann tiðkuðust engar yfir-
borganir.
Helgin leið og á
mánudags-
morgni barst
stutt og laggóð
uppsögn. Allur
imdirbúningur
ráðningarinnar
hafði orðið til
einskis. Við stóð-
um aftur á byrj-
unarreit.
Vandi ríkishá-
skóla
Nú kann ein-
hverjum að detta
í hug að hér hafi verið á ferðinni
ungur og „arrógant" karl með
haldgóða menntun á sviði rekstrar
eða tækni og breiða starfsmögu-
leika á almennum vinnumarkaði.
Svo var ekki. Lektorinn sem
aldrei varð var kona. Hún var
nokkuð yfir miðjan aldur. Mennt-
un hennar lá á sviði hússtjómar-
fræða. Hún hvarf að nýju að sínu
fyrra starfi í einum af fjölbrauta-
skólum borgarinnar. Háskólinn
sem í hlut átti reyndist ekki sam-
keppnisfær. Samt var um að ræða
fulltrúa hóps sem vegna kynferðis,
aldurs og menntunar stendur al-
mennt veikt í samkeppninni á
vinnumarkaðinum að því okkur
er sagt.
Þá hafði þessi einstaklingur eft-
ir ýmsum sólarmerkjum að dæma
aðstöðu til að kosta nokkru til í
launum til að öðlast „virðulegri"
stöðu á sínu sviði. Loks áttum við
í þessu tilviki ekki i höggi við al-
mennan vinnumarkað né heldur
stofnun með sértekjur eða styrki
frá stórfyrirtækjum eða samtök-
um heldur hinn ríkisrekna, al-
menna framhaldsskóla. Þetta er í
hnotskum vandi íslenskra ríkis-
háskóla og hann verður ekki leyst-
ur nema með byltingu í launakerf-
inu.
Sem betur fer eru samningar
allra háskólakennara í landinu nú
lausir og hafa raunar verið frá
áramótum. Metnaðarfull stjórn-
völd landsins með ríkan skilning á
gildi menntunar, rannsókna og
fræða hafa því gott tækifæri til að
leysa vandann. Hann verður þó
ekki leystur með því einu að loka
háskólunum og taka upp við þá
raunveruleg skólagjöld eins og
menntamálaráðherra og höfundur
Reykjavíkurbréfs virðast telja.
Fjárframlög ríkisins verður einnig
að auka ef háskólarnir eiga að rísa
undir nafni.
Hjalti Hugason
Kjallarinn
Hjalti Hugason
prófessor við H.í.
„Sem betur fer eru samningar
allra háskólakennara I landinu nú
lausir og hafa raunar verið frá
áramótum. Metnaðarfull stjórn-
völd landsins með ríkan skilning
á gildi menntunar, rannsókna og
fræða hafa því gott tækifæri til
að leysa vandann
Kvennalisti og gamlir flokkar
Augljóst er nú að Þjóðvaki
verður ekki eldri. Þegar allt var
skoðað reyndist hann nálega
spegilmynd Alþýðuflokksins. Jó-
hanna Sigurðardóttir, ein af fáum
sem geta talist stjómmálamenn
alþýðunnar, sýndi meiri kjark en
stjórnvisku við stofnun hans.
Þingmenn Þjóðvaka hafa sýnt að
þeir vilja vinna fyrir almenning.
En þeir eru eins og Alþýðuflokk-
urinn komnir úr þjóðleið.
Óverðskulduð gangrýni
Kvennalistinn hefur í flestu
sætt óverðskuldaðri gagnrýni.
Konurnar hafa átt erfitt með að
sætta sig við að ýta baráttumál-
um til hliðar fyrir stjórnarsetur.
Allir hinir gefa
loforð við fólkið
og hagsmuni þess
frá sér fyrir pen-
inga og völd og fá
hrós fyrir. Ekki
fer sögum af
illindum eða
valdabaráttu inn-
an listans. Annað
með gömlu flokk-
ana. Þar eru sí-
felldar erjur og valdabarátta.
Hvernig geta þeir sem ráða ekki
við eigin vandá hjálpað öðrum?
Kvennalistinn einn allra flokka
er einhuga um að þjóðin afsali sér
ekki meiru af sjálfstæði sínu en
orðið er. Konurnar berjast fyrir
heildina. Þær vita að með ESB-að
Od er sjálfstæði okkar endanlega
úr sögunni. í þessum efnum er Al-
þýðuflokkurinn stórhættulegur
sjálfstæði okkar og hefur mál-
flutningur hans um EES og ESB
verið ísmeygilegur, reyndar mjög
varhugaverður.
Kvennalistinn berst gegn öfga-
fullri stefnu stjórnarflokkanna og
Alþýðuflokks í stjóriðjumálum
þar sem miklu er fórnað fyrir lít-
ið. Þessir þrír flokkar eru stein-
blindir í umhverfismálum. Þeir
þykjast umbótasinnar á sama
tíma og þeir sjá ekkert athuga-
vert við að sökkva stórum hlut-
um landsins undir vatn til að afla
ódýrrar orku fyrir útlendinga,
stofna til óborganlegra skulda-
klafa og þrælmenga allt um-
hverfi. Það tekur mig sárast að
sjá Alþýðuflokkinn
þarna.
Aðeins tímamót
Kvennalistanum
finnst að bankastjór-
ar, dómarar og aðrir
ofurlaunaðir hópar
megi ekki vera eins
og sníkjudýr á þjóð-
inni. Það verður að
lækka laun þeirra og
afnema sposlur. Það
væri líka fyrir þá
gert. Þeim liði betur.
Konurnar gera sér
Ijóst að þegar einhver
er með 15-20 fóld árs-
laun annars bitnar
það t.d. á getu sjúkra-
húsa til að stytta
biðlista og halda sérfræðingum
hér heima.
Sjálfstæðisflokkurinn er þjóð-
inni erfiður þröskuldur í baráttu
hennar fyrir jöfnun lífskjara. í
raun er hann hallur undir lítinn
hluta hennar og elur á misrétti.
Hann spyrnir þó við ESB.
Eitt helsta baráttiunál Kvenna-
listans er jafnrétti í öllum mann-
legum samskiptum. Gömlu flokk-
arnir láta sig það litlu skipa.
Kvennalistinn vill meö Alþýðu-
flokki að þjóðin hafi arð af auð-
lindum sínum en ekki bara fáir
einstaklingar. Athug-
unarvert er að áber-
andi þreytt Alþýðu-
bandalag styður arð-
rán stjórnarliða.
Skilningur minn er
að Kvennalistinn
vilji að sjávarpláss
hafi fastan fiskikvóta
svo að braskarar
græði ekki á að
svipta menn sjálf-
sagðasta rétti sínum,
vinnunni, afkomu
sinni og heimili.
Kvennalistinn berst
af heilindum fyrir
aldraða og öryrkja.
Þessar ágætu konur
þurfa ekki að hætta
með listann þó móti
blási. Nú eru einungis timamót í
starfi þeirra. Ef þær taka karlana
á jafnræðisgrundvelli í samtök sín
verður ekkert strand.
Út í bláinn virðist að tala um
sameinaðan jafnaðarflokk meðan
A- flokkamir eru ólíkir sem olía
og vatn. Það var svo sem eftir öðru
hjá þessum flokkum að rjúka af
stað áður en stefnan var leiðrétt.
Mikið þarf að laga og bæta áður en
sannur, sameinaður jafhaðarflokk-
ur fæðist. Þangað til Kvennalisti
þar sem jafnræði ræður í þágu
þjóðar. Albert Jensen
„Kvennalistinn, einn allra flokka,
er einhuga um að þjóðin afsali sér
ekki meiru af sjálfstæði sínu en
orðið er. Konurnar berjast fyrir
heildina
Kjallarinn
Albert Jensen
trésmiður
Með og
á móti
Á að víkka reglur um hús-
dýrahald í fjölbýlishúsum?
Dýraeigendur
varnarlausir
Runólfur Oddsson
framkvæmdastjóri.
„Eg er
hlynntur því
að reglur um
húsdýrahald í
fjölbýlishúsum
verði rýmkað-
ar og tel að það
yrði af hinu
góða. Vissu-
lega þarf að
gæta hófs í því
eins og öðru. Hafa þarf eftirlit
með að vel fari um dýrin og
sæmilegur friður sé af þeim.
Eins þarf að gæta að hreinlæti og
öðru. Reglurnar eru of þröngar
og bjóða þeirri hættu heim að ef
fólk er á móti þér af einhverri
annarri ástæðu en vegna dýrsins
líkar ekki við þig eða stendur í
deilu við þig vegna fjármála hús-
félags svo dæmi sé tekið - kærir
það húsdýrahald þitt. Mér skilst
að fólk þurfi bara að segja orðiö
ofnæmi til að þú verðir aö losa
þig við köttinn þinn. Það fer til
læknis og hnerrar hjá honum og
fær vottorð upp á að það sé með
ofnæmi fyrir honum. Reglurnar
verða að girða fyrir það að fólk
verði skotspónn nágranna sinna
vegna annarra deilna, einungis
vegna þess að það heldur húsdýr.
Dýraeigendur standa allt of varn-
arlausir. Það breytir því þó ekki
að þeir þurfa auðvitað að sinna
sínum dýrum og taka eðlilegt til-
lit til nágranna sinna. í dag er
það þannig að þú ert algerlega
réttlaus ef þú átt dýr. Þetta getur
gengið svo langt að ef þú borgar
ekki rafmagnsreikning nágrann-
ans kærir hann hundahald þitt. í
Danmörku er farið er að leyfa
dýrahald á elliheimilum og hefur
það gefið góða raun. Við mættum
taka slíkar reglur okkur til fyrir-
myndar.“
Lögin skýr
„Ég hef ekki
séð sérstaka
ástæðu til að
breyta lögum
um húsdýra-
hald í fjölbýlis-
húsum. Lögin
eru býsna skýr
og gera ráð
fyrir að það
þurfi samþykki allra íbúa í fjöl-
býlishúsinu til að húsdýrahald
þar sé leyft. Mér finnst það vera
nauðsynlegt til að tryggja rétt
allra íbúanna í húsinu. Hitt er
svo annað mál að lög eins og
þessi eru auövitað ekki sett í eitt
skipti fyrir öll. Svona hlutir
þurfa auðvitað endurskoðunar
við með reglulegu millibili. Ég
veit ekki hvort sérstakt tilefni sé
akkúrat núna til að taka þessi
lög til endurskoðunar. Ég þykist
nú vita að þessi spurning hafi
vaknað upp i tengslum við tiltek-
ið mál sem er einkar ógeðfellt.
Auðvitað geta menn velt því fyr-
ir sér hvort ætti að vera nægjan-
legt að meirihluti íbúa í húsi
samþykkti húsdýrahald. Þar meö
yrði réttur minnihlutans borinn
fyrir borð. Hugsanlega gætu þær
aðstæður skapast að fólk gæti
ekki búið við þær og yrði þar af
leiðandi að flytja út. Þá vaknar
sú spuming hvort húsdýrin eigi
að hafa meiri rétt en íbúamir,
sem mér fmnst orka tvímælis."
-VÁ
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið viö
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is