Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Page 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 Sviðsljós er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. Smáauglýsingar átlil 550 5000 Söngfuglinn er ekki eins og aðrar konur: Hasarkroppurinn á Tlnu Turner hrein guðsgjöf Paul ætlar ekki að fara á flakk Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney, sör í ofanálag, hefur hreint ekki í hyggju að leggjast í tónleikaferðalög þótt hann hafi gefið út nýja hljómplötu. Hann er víst búinn að fá nóg af slíku um ævina. Paul á líka flott hús með fallegum garði og því lítið varið í að hanga á hótelherbergj- um. Hann á líka sjálfsagt nóg af peningum. Poppdrottningin Tina Turner hef- ur loksins leyst frá skjóðunni og svipt hulunni af leyndarmálinu að stórkostlegum líkama sínum: Engin líkamsrækt, engir megrunarkúrar eða sérstakt mataræði að öðru leyti. „Þetta er skrokkurinn minn, gen- in min. Ég hef ekki þurft að hafa neitt fyrir þessu. Margar konur breytast þegar þær verða fimmtug- ar en það gerði ég ekki. Þetta er guðsgjöf,“ segir Tina sem er komin vel á sextugsaldurinn, móðir fjög- urra drengja á aldrinum 33 til 38 ára. Úr því farið er að ljóstra upp leyndarmálunum hennar Tinu er ekki úr vegi að kveða niður þrálát- an orðróm sem verið hefur á kreiki um alllangt skeið. í fyrsta lagi eru fagrir fótleggir Tinu Tumer ekki tryggðir sérstaklega og í öðru lagi hefúr hún ekki lagt hljómleikaferð- ir á hiiluna, eins og mikið hefur verið skrifað um. „Menn hljóta að eiga við Marlene Dietrich. Líkami minn er tryggður Tina Turner syngur eins og henni einni er lagið fyrir aödáendur sína. og fæturnir eru hluti af honum,“ segir Tina um fyrra atriðið. Þá eru það fullyrðingar hennar frá árinu 1993 um að hún ætii aldrei framar í tónleikaferð: „Ég skal aldrei segja það aftur," segir Tina og hlær. „Ég er bogmaður og sí- blaðrandi.“ Hvar væri enda Tina ef hún fengi ekki að syngja? „Ég fæddist syngjandi, eða þann- ig,“ segir hún. „Ég man eftir mér pinulítilli syngjandi uppi á stól fyr- ir konumar í búðinni þar sem mamma vann.“ Síðar meir, eftir að hún fluttist til St. Louis í Missourifylki, fór hún að syngja með Ike Tumer og hljóm- sveit hans. Þau gengu síðan í hjóna- band, gerðu garðinn frægan og skildu að skiptum, eins og margir kannast við sem hafa séð kvik- myndina um ævi Tinu Tumer. Ike fór illa með hana, lamdi og kvaldi á alla vegu. Tina naut gífurlegra vinsælda á níunda áratugnum en hin síðari ár hefur verið frekar hljótt um hana. Hún er þó ekki búin að gefa upp alla von um að endurheimta fyrri frægð og frama. „Mér finnst ég alltaf geta skapað góða tónlist sem passar einhvem veginn við það sem er að gerast í tónlistarheiminum í dag,“ segir hún. Tina Tumer á heimili í bæði Frakklandi og Sviss og þar dvelur hún löngum stimdum, ef hún er ekki einhvers staðar að syngja. Vandræðagangur hjá James Bond Tökur á nýju James Bond kvik- myndinni Tomorrow Never Dies í Taílandi ganga ekki eins vel og æski- legt væri. Fregnir herma að aðalleik- aramir tveir, þeir Pierce Brosnan og Jonathan Pryce, séu ósáttir við Roger Spottiswoode leikstjóra. Þeim finnst hann eitthvað svo óákveðinn og hik- andi. Þeir nefiia sem dæmi að leikar- amir mæti klukkan hálfsjö á morgn- ana en leikstjórinn láti þá ekki gera neitt fyrr en eftir hádegi. Þá hafa framleiðendumir kallað til handritshöfúndinn og beðið hann um að gera smávægilegar breytingar. Spottiswoode er hins vegar ánægður með handritið eins og það er og talar ekki við höfúndinn. Þá er fjárhagsáætiunin farin úr böndum. Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin , -'y _________ Ofurkarlmenniö Sylvester Stallone brosti breitt á iaugardag þegar uppáhaldsliöiö hans í NBA-körfuboltadeildinni amerfsku, Mlami Heat, skoraöi stig gegn Chicago Bull í úrslitakeppni austurriöilsins. Á myndlnni meö Sly eru Jenni- fer Flavin, nýbökuö eiginkona hans og barnsmóöir, og golfarinn Greg Norman, vinur Clintons Bandaríkjaforseta. Þaö var einmitt hjá Greg sem Clinton sleit í sér liöband fyrir nokkrum vikum. Símamynd Reuter Seinfeld undir ströngu eftirliti Connery vill hlut af gróða Skoski leikarinn og þjóðernis- sinninn Sean Connery er til í að leika vonda karlinn í mynd eftir hinum vinsælu sjónvarpsþátt- um The Avengers gegn því skil- yrði að hann fái hlut af ágóða myndarinnar. Connery hitti meðleikara sína, þau Ralph Fiennes og Umu Thurman, svo og aðra aðstand- endur myndarinnar á leynifundi i London um daginn. Bandaríski gamanleikarinn Jerry Seinfeld, sem heimsótti okkur íslendinga á dögunum, hefur verið undir smásjánni hjá bandarísku skemmtiriti, nánar tiltekið gamanþættir hans. í 148 þáttum sem sýndir hafa verið til þessa hafa Jerry og vinir hans komið 229 sinnum saman á veit- ingahúsi Monks og Kramer hef- ur gengið 252 sinnum inn í íbúð Jerrys á þann hátt sem honum einum er lagið. Og þannig mætti lengi telja. jf Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims Danaprins, ætlar að halda upp á 33 ára afmæli sitt í foreldra- húsum í Hong Kong í næsta mán- uði. Auðvitað fer eiginmaðurinn með henni og fjölskylda Alexöndru, eða Alex eins og hún er kölluð, hlakkar mikið til. Alex á afmæli 30. júní og þá verð- ur mikið um að vera í Hong Kong. Það verða hátíðahöld allan daginn en reyndar ekki vegna afmælis Alex heldur í tilefni þess að Kínverjar taka við stjóminni í Hong Kong þann 1. júlí. Áður en Alex og Jóakim halda til Hong Kong fara þau í heimsókn til Noregs til að vera viðstödd hátíða- höld vegna 60 ára afmælis norsku kommgshjónanna. Að lokinni dvöl- inni í Hong Kong fara þau í opin- hera heimsókn til Kína. Alexandra prinsessa. Afmælisveisla Alex í Hong Kong i Sitcf lí!f fiHIÉfí íl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.