Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 13 Allt kyrrt á vestur- vígstöðvunum Þá er búið að senda þingið heim og lýðræðið komið í sumarfrí. Ég er von- andi ekki einn um að sakna þjóðarsam- kundunnar þegar hún leysist upp á vorin. Mér þykir hald í því að hafa þennan málfund í gangi í allra áheyrn. Pappírinn sem hleðst upp á borðum þing- manna er í mínum augum mest leik- tjöld: hinn raunveru- legi tilgangur þings- ins er að ræða í heyranda hljóði það sem upp á kemur í þjóðfélaginu hverju sinni - utandagskrárumræðan er það sem máli skiptir. Sögulegur arfur? Hver skyldi vera skýringin á hinni löngu sumarfjarvist þing- manna? Ætli það sé sögulegur arf- ur, þeir séu enn að sundríða stór- fljót og leggja á sig löng og ströng ferðalög yfir óbrúaðar jökulár til móts við háttvirta kjósendur þar sem þeir styðjast við orfið á engj- um? Breytingar gerast nefnilega snigilhægt í heimi stjómmálanna, ekki einasta er flokkakerfið frá dögum risaeðlanna heldur er ut- anríkisþjónustan með átjánduald- arsniði þegar fjarlægðir á milli landa voru þvílíkar að nauðsyn- legt reyndist að hafa sendimenn búsetta í hinum erlendu ríkjum til að tala máli heima- landsins og vera full- trúar þjóðar sinnar. Enn höfum við þenn- an háttinn á þrátt fyr- ir að allar vegalengd- ir hafi skroppið sam- an í vasaklút, þrátt fyrir síma, fax, tölvu- póst... Hreinsibúnaður samfélagsins Ef landslýðurinn gengi í sama takti værum við enn að senda kónginum bænaskrár með haustskipum. En við vitum sem er að sú tíð er liðin og jafnvel stj ómmálaflokkarnir munu ekki færa okkur það mann- líf sem við þráum. Gæfuna verð- um við að smíða sjálf í samfélags- aflinum. Og ein mikilvægasta for- senda þeirrar vinnu er stöðug upplýsing um ástand mála. Þess vegna eru góðir fréttamenn svo nauðsynlegir. Þeir eru hreinsi- búnaður samfélagsins. Allir sem átt hafa fiskabúr þekkja hið mikil- væga hlutverk hreinsibúnaðar- ins sem vamar því að fiskamir kafni í eigin skít og veggir búrs- ins þekist slýi. Þeir kannast við tilfinninguna að koma heim úr sumarleyfi og á meðan hefur búnaðminn hætt að virka og hin- ir dým fiskar snúa upp kviðnum. Það er því áhyggjuefni þegar tíðindi berast af yfirvofandi hóp- uppsögnum fréttamanna á ríkis- fjölmiðlunum, atgervisflóttinn sem þar er í uppsiglingu bætist við blóðtökuna sem á undan var gengin. Laun þeirra eru svo lítil- fjörleg að það virðist vera lafhægt fyrir hvaða félagsnefnu sem er að kaupa þá upp til að annast útgáfu Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur „Hinn raunverulegi tilgangur þingsins er aö ræöa í heyranda hljóöi þaö sem upp á kemur í þjóöfélaginu hverju sinni - utan- dagskrárumræöan er þaö sem máli skiptir.“ „Pappírinn sem hleðst upp á borðum þingmanna er í mínum augum mest leiktjöld," segir Pétur m.a. í grein sinni. tvíblöðunga, svokallaðra „frétta- blaða“. Og við hljóðnemunum taka væntanlega blautabörn sem kinka kolli andspænis ráðherrum sínum? Byltingin byrjuö? Er þetta ekki dæmigert fyrir ástandið í samfélagi voru? Kerfis- bundið má ekkert dafha sem heyr- ir til heildinni. Hið opinbera - skólakerfið, heilsugæslan, Ríkis- útvarpið - ná ekki að manna stöð- ur sínar. Það er ekki fyrr en menn kúldrast í þágu einkahagsmuna sem lífsskilyrðin fá að skapast. Og það í samfélagi sem smæðar sinn- ar vegna þrífst einvörðungu fyrir samstillingu allra krafta! Opinberir starfsmenn gætu að breyttu breytanda tekið sér í munn orð byltingarmannsins franska: „Hvað eru opinberir starfsmenn? Allt. Hvað hafa þeir verið til þessa? Ekkert. Hvað vilja þeir verða? Eitthvað." Þetta voru aðfaraorð frönsku byltingarinnar. En eins og frægt er orðið skrifaði Lúðvlk 16. að kvöldi Bastilludags- ins: ,,14.júlí, tíðindalaust." -Og hver veit nema byltingin sé nú þegar byrjuð - á ísafiröi. Pétur Gunnarsson. Leiksoppur Dagblaðið hefur nokkrum sinn- um tekið upp málefni Sigurðar Jónssonar (Dipló), að öflum lík- indum að tilhlutan þess dugandi lögfræðings sem tekið hefur mál gamla mannsins að sér. Ekki er hægt að sjá annað af þessum skrifum en að aðalatriði málsins sé það að Diplóinn fái að keyra áfram og deyja að lokum fram á stýrið. Konan í körinni Nýlega andaðist 72ja ára gömul kona sem hafði stundað ræsting- ar alla sína starfsævi en fékk upp- sagnarbréf þegar hún var sjötug, þrátt fyrir sæmilega starfsorku. Hún lagðist í kör og tveimur árum síðar var hún öfl. Diplóinn er smeykur um að leggjast í kör fái hann ekki að keyra óáreittur fram í andlátið, sem lögfræðingunum finnst reyndar sanngirnismál. Sem bet- ur fer gerir þjóðfélagið ýmislegt fyrir fólk sem lokið hefur dags- verki sínu og er á vorum tímum óþarfi fyrir aldraða að deyja úr leiðindum nema viðkomandi hafi gleymt að rækta garðinn sinn. Frami, félag leigubifreiðar- stjóra, er eina hagsmunafélagið sem ég þekki til sem hefur fórnað dýrmætum atvinnuréttindum og hagsmunum félagsmanna sinna til hagsbóta þeim sem þjónustuna kaupa. Ósáttur við Frama Þegar ég hóf störf sem leigubif- reiðarstjóri fyrir rúmum áratug vakti það fljót- lega athygli mína og undrun hve litlar heil- brigðiskröfur voru gerðar til stéttarinnar sem auk þess að gæta sjálfrar sín var trúað fyrir lífi og limum far- þega sinna. Á þessum árum voru við störf háaldraðir menn, veik- burða og jafnvel heilabilaðir. Sumir vart ábyrgir gerða sinna. Engin lög og engar reglur náðu til þessara manna og forráðamenn „Ég heföi viljaö og taliö sjálfsagt aö sá bifreiöarstjóri sem settur er til hliöar vegna aldurs og þar meö sviptur fyrirtæki sínu og lífsbjórg fengi bætur fyrir.u lögfræðinga bifreiðastöðvanna veigruðu sér við að hrekja úr starfi vini og samstarfsmenn til margra ára. Þannig var ástandið sem fáeinir lög- menn vilja innleiða á ný - í nafni frelsis- ins. Að hinu leytinu er ég sammála hin- um djúpvitru lög- mönnum að sá rétt- indamissir sem hlaust af lögunum frá 1989 um starfs- lok leigubifreiða- stjóra er lítt bæri- legur. Ég hef lengi verið ósáttur við Frama fyrir að hafa ekki varið atvinnuréttindi félags- manna sinna betur á þessu sviði en raun ber vitni. Ég hefði viljað og talið sjálfsagt að sá bifreiðarstjóri sem settur er til hliðar vegna aldurs og þar með sviptur fyrirtæki sínu og lífsbjörg fengi bætur fyrir. í hvaða formi slíkar bætur yrðu er hins vegar álitamál. í höndum heilabilaöra? Ef hinir réttsýnu lögmenn vilja berjast af heilum hug fyrir sjálfsögðum leið- réttingum til handa þeim atvinnuþifreið- arstjórum sem sviptir eru atvinnuréttindum sínum þá styð ég þá og sama munu flestir stéttarbræður mínir gera. En vilji þeir snúa aftur til fornald- ar og skflja viðskipta- vini leigubifreiða- stöðvanna eftir í höndum heilabilaðra og ellisljórra „diplóa“ - þá skilja leiðir með okkur. Um persónumálefni Sigurðar Jónssonar vil ég ekki fjalla en akstur hans er utan við núgildandi lög og rétt og eftir einum lögum verðum við öll að fara. Ef lögin eru ófúflkomin ber að finna raunhæfa bót á þeim því að stjórnleysi er ólíðandi og öll- um tfl tjóns. Enginn lögfræðingur snerist á sveif með ræstingakonunni sem ég minntist á í upphafi greinar- innar og ég held reyndar að um- hyggja þeirra fyrir Sigurði Jóns- syni risti grunnt. Jóhannes Eiríksson Kjallarinn Jóhannes Eiríksson leigubílstjóri Með og á móti Sjálfstæö prestaköll fyrir 500 og færri? Qeir Waage, for- mabur Prcstafc- lags íslands. Fjölmenn prestaköll eiga ekki aö þekkjast „Þess ber að gæta að sóknin er sjálfstæð og félagsleg eining. Ein eða fleiri sóknir mynda síðan sjálfstætt prestakall. Það fer mest eftir landslagi og samgöngum hvemig sókn- irnar skipast saman í presta- köll á íslandi. Það má vissu- lega sameina fámennar sóknir víða en það er stund- um erfitt að sameina pres- taköllin vegna íjarlægðar og samgangna. Það hefur láðst af hálfu löggjaf- ans að setja upp einhvern aðila sem getur krafið sóknir um sam- einingu. Þrátt fyrir ákvæði í lög- um sem segja til um að sóknir skuli ekki vera fámennari en 100 manna þá eru þær margar langt- um fámennari. Prestaköll með 300-500 manns voru mjög algeng áður fyrr. Pres- taköll yfir 2.000 manns ættu ekki að þekkjast. Það verður að gá að því að prestþjónustan er oftast eina fé- lagslega þjónustan í litlu presta- köllunum á íslandi fyrir utan barnakennsluna og það er mjög stutt síðan að barnakennslan var líka á hendi prestsins. Prestur- inn er oft eini háskólamenntaði maðurinn í samfélaginu og að honum berast gjarnan trúnaðar- störf og félagsleg forysta sem hann verður að sinna. Við byggjum stórt og strjálbýlt land og höfum fyrir því sögulegt samhengi. Ef við höfum ekki efni á að byggja landið með þeirri þjó- ustu sem því fylgir, þá dreg ég mjög í efa að við eigum nokkurt tilkafl til þess að vera sjálfstætt þjóðríki." Ríkið komi ekki nærri „Ég er þeirrar skoðunar að hér á landi eigi að vera trúfrelsi, jafnfi-amt þvi sem fólk eigi sjálft að ráðstafa tekjum sínum. Það merkir að fólk má mín vegna launa prest og halda úti kirkju, en hitt er annað mál, að ríkið á þar hvergi að koma nærri. Hér á ekki að vera þjóð- kirkja, heldur eiga einstak- lingarnir að fá að velja sér sinn söfnuð sjálfir og á eigin kostnað. Þá yrði hér sam- keppni trúfélaga og það myndi veita trúarþörf fólks útrás á eðli- legan hátt.“ -ST Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, prófessor vlö fó- lagsvísindadeild Hl. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.