Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 17
29 I FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 I i B I i I I 1 8 I I 8 I I I 1 I Myndasögur § S Veiðivon Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði og stjórnarmaður í stanga- veiðifélaginu, er hér með 7 punda lax við Stokkhylinn í Norðurá. DV-myndir G.Bender Laxveiðin byrjar á sunnudagsmorgun Það styttist verulega í að fyrstu veiðimennirnir renni fyrir lax á þessu sumri en fyrstu ámar verða opnaðar á sunnudagsmorguninn klukkan sjö. Norðurá og Þverá í Borgarfirði opnast fyrst en síðan Laxá á Ásum klukkan fjögur síðdeg- is. Mikið spenna er meðal veiði- manna hvemig laxveiðin byrjar þetta sumarið en laxar hafa sést í nokkmm veiðiám. Veiðimenn hafa rýnt verulega vel i strauminn og sumir séð þann silfraða vel. Það eru stjómarmenn í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur sem opna Norðurá, eins og þeir hafa reyndar gert i fjölda ára. En núna kom tilboð I opnun árinnar frá Ágústi Péturs- syni í GÁP, upp á ríflega milljón. Það eru félagar í veiðifélaginu Sporði sem opna Þverá i Borgar- Umsjón GunnarBender firði. Meðal þeirra em Jón Ólafsson i Steypustöðinni og Jón Ingvarsson hjá Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna, svo einhverjir séu nefndir. Eins og staðan er núna stefnir í mesta smálaxasumar í langan tíma, skilyrðin í hafinu hafa verið góð og Frirðik Þ. Stefánsson, formaöur stangaveiöifélagsins, tekur fyrsta kastiö t Noröurá á þessu sumri fyrir neöan Laxfoss. seiðin komu vel undan vetri síðustu vor. Fiskifræðingar sem DV ræddi við í gærkvöld spáðu metsumri í-»— eins árs laxi. Stóra spumingin er þessa dagana hvort eins árs laxinn, sem koma átti í ámar fyrir norðan í fyrra, komi sem tveggja ára lax núna. Eöa drapst stór hluti af hon- um? Það kemur í ljós á næstu vik- um. KEA selur í Eyjafjarðará DV, Akureyri: Sala veiðileyfa í Eyjafjaröará stendur nú yfir í byggingavöru- verslun KEA við Lónsbakka og er nokkurt líf að færast í söluna að sögn Einars Long hjá KEA. 1 Eyjafjarðará er veitt á 10 stang- ir daglega á fimm veiðisvæðum, en veiðisvæðið mun vera nærri 50 km langt. Eyjafjarðará er ein besta bleikjuá landsins og þar veiðast alltaf nokkrir laxar á hverju sumri. „Við erum búnir að selja nokkuð af leyfum en það er talsvert til. Ætli það megi ekki segja að það sé eitt- hvað laust flesta dagana í sumar eða^* nærri því alla, enda af miklu að taka,“ sagði Einar Long. -gk Föstud. Sunnud. Mánud. L E N S K U (í P E II II N H I d. 12. júnl Frums. kl. 20:00. 13.júní 2. syn. kí. 20:00. 14. júní 3. syn. kl. 20:00. 15. júní 4. syn. kl. 20:00. 16. júní 5. syn. kl. 20:00. leikhóuurlnn 3 * 551 1475

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.