Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 16
_ 28
FÖSTUDAGUR 30. MAI 1997
íþróttir DV
_ . '"'rw'f' war~m:-wmv 111:
Draumurinn
varð að engu
Draumurinn um að leika um
verðlaunasæti á HM varð að
engu í fyrradag þegar íslending-
ar töpuðu fyrir Ungverjum í
spennandi leik í 16-liða úrslitun-
um. Lokatölur urðu, 26-25, en
Ungverjar leiddu í hálfleik með
þremur mörkum, 14-11.
Eftir að Valdimar Grímsson
skoraði fyrsta markið tóku Ung-
verjar leikinn í sínar hendur og
höfðu yfirhöndina allt til
leiksloka. Mestur var munurinn,
16-11, i upphafí síðari hálfleik en
með stórleik Róbert Julians
Duranona náðu Islendingar að
minnka muninn í eitt mark,
21-20, þegar 9 mínútur voru eft-
ir. Ungverjar héldu fengnum
hlut og fengu hressilega aðstoð
frá frönsku dómurunum á
lokakaflanum.
íslenska liðið náði sér einfald-
lega ekki á strik í þessum leik og
lukkudísirnar voru ekki með
því. Vörnin var mjög götótt í
fyrri hálfleik og sóknarleikurinn
var ekki nógu markviss. Það var
ekki fyrr en Duranona tók til
sinna ráða að hlutirnir fóru að
ganga og spurning er hvort hann
hafi ekki verið settur of seint
inná.
Vantaöi baráttuna og
neistann
Strákarnir misstu Ungverjana
of langt frá sér og mikil orka fór
í að vinna upp þan mun sem þeir
höfðu náð. Þá vantaði baráttuna
og neistann sem einkennt hefur
liðið og lengi vel ríkti einhver
doði yfir íslensku leikmönnun-
um.
Duranona var langbestur í ís-
lenska liðinu og hélt því á floti í
síðari hálfleik. Geir stóð fyrir
sínu að vanda og Ólafur átti
ágætar rispur. Patrekur og Dag-
ur og Valdimar voru allir mis-
tækir og markvarsla þeirra Guð-
mundar og Bergsveins var ekki
nógu góð. Konráð leysti Gústaf
af hólmi og stóð sig þokkalega.
Mörkin: Duranona 9/4, Ólaf-
ur 4, Geir 3, Valdimar 3, Patrek-
ur 2, Dagur 2, Konráð 2.
Varin skot: Guðmundur 5/1,
Bergsveinn 6.
-GH
Björgvin Björgvinsson átti frábæran leik gegn Spánverjum og hér er eitt fjögurra marka hans í fæðingu. Gonzales, tvil vinstri, og Urdangarin sem mun giftast
dóttir spánsku konugshjónanna í haus, koma engum vörnum við. DV-mynd ÞÖK
Stórkostlegt
- íslendingar eiga möguleika á að ná besta árangri frá upphafi í HM eftir glæstan sigur á Spánverjum
Glæsileg frammistaða íslensku
landsliðsmannanna í handknattleik
gegn Spánverjum nú í morgunsárið
þar sem íslendingar kjöldrógu lið
Spánverja gerir það af verkum að
íslendingar eiga möguleika á ná
besta árangri sínum frá upphafi í
HM takist þeim að ná 5. sætinu í
keppninni sem þeir spila um í fyrra-
málið gegn Egyptum sem lögðu S-
Kóerumenn í spennandi leik, 28-27.
Að vinna Spánverja i heimsmeist-
arakeppni með 9 marka mun og
Júgóslava sömuleiðis er stórkostlegt
afrek sem verður lengi í minnum
haft. Strákarnir, sem voru svo ná-
lægt því að fara í undanúrslitin tæp-
um sólarhring áður, komu, sáu og
sigruðu. Þeir léku með hjartanu,
börðust sem einn maður og voru
staðráðnir í að komast í leikinn um
5. sætið og bæta þar með besta ár-
angur íslendinga á HM.
Einbeitingin skein út úr hverju
andliti á íslensku leikmönmmum og
það var Ijóst strax í upphafi leiks að
menn æfíuðu að selja sig dýrt. Eftir
jafnan fyrri hálfleik tók íslenska lið-
flukobloð um
Norðurlond
og flkureyri
fylgir DV þann 11. júní n.k. Fjqllað veröur
um þaé sem efst Q Akureyri og
annars staðar
ið leikinn í sínar hendur og hélt
sannkallaða flugeldasýningu í Park
Dome höflinni í Kumamot. Atvinnu-
mannalið Spánverja komst ekkert
áfram gegn frábæru liði íslands og
mér er það til efs að Spánverjar hafi
fengið aðra eins útreið. Þeir urðu að
játa sig sigraða og eftir að hafa lent
nokkrum mörkum undir léku þeir
með hangandi haus gegn ofjörlum
sinum.
Menn voru ekki ýkja bjartsýnir
fyrir leikinn gegn Spánverjum og
undirritaður var einn þeirra enda
fylgdist hann með landsleik þjóð-
anna í Madrid fyrir þremur vikum
þar sem Spánverjar unnu 9 marka
sigur. Eftir þann leik sögðu strák-
arnir að úrslitin gæfu ekki rétta
mynd af getu íslenska liðsins enda
Spánverjar komnir lengra í undir-
búningi sínum. Þeir höfðu á réttu
að standa og hefndin var svo virki-
lega sæt nú í morgunsárið þar sem
íslenska liðið vann einn sinn
glæsilegasta sigur frá upphafí.
Aliir frábærir
Allt íslenska átti frábæran dag
einkum og sér í lagi í síðari hálfleik.
Bjarki og Björgvin hleyptu nýju og
fersku blóði í leik liðsins og Guð-
mundur átti frábæran leik í mark-
inu eftir að kom inná eftir 20 min-
útna leik. Vömin var geysilega öfl-
ug í síðari hálfleik og hvað eftir
annað skilaði hún mörkum úr
hraðaupphlaupum. Leikur íslenska
liðsins var gallalaus í síðari hálfleik
og með sama leik væri liðið að leika
um verðlaunasæti á mótinu.
í stað þess að gráta hið sára tap
gegn Ungverjum í fyrradag og mæta
niðurlútir til leiks sýndu íslensku
landsliðsmennirnir frábæran
karakter og sönnuðu enn og aftur
að þeir eru íþróttamenn í fremstu
röð sem þjóðin getur svo sannarlega
verið stolt af. -GH
Gústaf Kristinssoi
síma: 550 5731
462 5013 á mánuda
singar í blaðið í
Akureyri í síma
judag 2. og 3. júní.
Umsjón efnis gnnast Gylfi Kristjánsson
blaðamaður í síma: 462 66131
Island (11) 32
Spánn (11) 23
0-1, 3-2, 4-5, 7-7, 9-10, (11-11), 13-11,
15-13, 18-13, 21-14, 24-17, 28-18, 23-23.
Mörk íslands: Geir Sveinsson 6,
Julian Duranona 5/2, Ólafur Stefáns-
son 4, Björgvin Björgvinsson 4,
Bjarki Sigurðsson 4, Júlíus Jónasson
3, Patrekur Jóhannesson 3, Valdimar
Grimsson 2/1, Róbert Sighvatsson 1
Varin skot: Guðmundur Hrafn-
kelsson 16, Bergsveinn Bergsveinsson
4.
Mörk Spánverja: Duhsabaev 6,
Masip 6/1, Ortega 3, Lozano 3, Ur-
dangarin 3, Gonzales 1, Gadiola 1.
Varin skot: Barrufet 10.
Brottvísanir: ísland 6 minútur,
Spánn 2 mínútur.
Dómarar: Gutermas og Gedilas
frá Litháen, þokkalegir.
Áhorfendur: 8500.
Maður leiksins: Guðmundur
Hrafnkelsson. Átti stórkostlega
innkomu i markið og markvarsla
hans kveikti svo sannarlega í ís-
lenska liðinu.
Valdimar Grímsson á góða mögu-
leika á að verða markakóngur HM.
Síðara mark hans gegn Spánveijum í
gær var 50. mark hans í keppninni og
er hann í öðru sæti á eftir
Kóreumanninum Yoon Kyung.
Rússarnir
meistarar?
Rússar sýndu það og sönnuðu
að þeir eru líklegir meistarar.
Þeir tóku S-Kóerumenn í
kennslustund í 8-liða úrslitunum
og unnu með 17 marka mun.
Valeri Gobin og Dmitri Torga-
vanov skoruðu 6 mörk hvor og
Vassili Koudinov var með 5.
Svíar lögðu Spánverja í hörð-
um slag og þurftu framlengu til
því staðan eftir venjulegan leik-
tíma var, 21-21. Stefan Lövgren
skoraði 6 mörk fyrir Svia og þeir
Pierre Thorson, Magnus Wis-
lander og Staffan Olsson skor-
uðu allir 5 mörk.
Hjá Spánverjum var Talant
Duhjasabaev markahæstur með
7 mörk og Enri Masip skoraði 6.
Úrslitin í 8-liða úrslitunum:
Ísland-Ungverjaland..25-26
Spánn-Svíþjóð ......24-28
S-Kórea-Rússland....15-32
Frakkland-Egyptaland .... 22-19
Undanúrslitin eru á morgun en þá
mætast Rússland-Frakkland og
Ungverjaland-Sviþjóð.