Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 24
A 36 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 nn Eg er fjúkandi reiður „Ég er fjúkandi reiður. Ég vil ekki tjá mig um tillöguna efnis- lega þar sem reiðum mönnum hættir til að segja of mikið.“ Pétur Sigurðsson, form. Alþýðu- sambands Vestjarða, um miðlun- artillögu sáttasemjara, í DV. Athafnamenn og stjómmálamenn „Sem betur fer virðast æ fleiri skilja að arðurinn af auðlindinni er betur kominn í höndum at- hafnamanna, sem nota hana til at- vinnu- og verðmætasköpunar, en i höndum stjómmálamanna sem eyða honum i óþrjótandi gælu- verkefni sín.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í Morgunblaðinu. Ummæli Leiklistargagmýnendur „Greiningu á leiksýningum er hreinlega ábótavant hjá íslensk- um leiklistargagnrýnendum. Þeir gefa sér það einnig oft að sá sem skapar leiksýningu viti ekki hvað hann er að gera. Mér flnnst það undarlega hrokafull afstaða. Árni Ibsen leikskáld, í Alþýðu- blaðinu. Skipi siglt á tundmduflabelti „Að mæla á svona stundum, þótt forsætisráðherra eigi í hlut, er eins og að sigla skipi á tundur- duflabelti." Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrv. form. Dagsbrúnar, um um- mæli Davíðs Oddssonar í verk- fallsmálum Vestfirðinga, í Degi- Tímanum. Kuml leikur í Hinu húsinu í dag. Pönk í Hinu húsinu Kuml, sem er eitt af lífseigustu pönkböndunum á klakanum, skemmtir í Hinu húsinu á tónleikum kl. 17 í dag. Hljómsveitin Ólund mun hita upp fyrir Kuml og spdar hún kraftmikið popprokk. Ultra á Catalínu Hljómsveitin Ultra mun leika fyr- ir gesti á skemmtistaðnum Catalínu í Kópavogi í kvöld og Festi, Grindavík, á laugardagskvöld. í Ultra eru Anton Kroyer, Elín Hekla Emilsdóttir og Guðbjörg Bjarnadóttir. Páll Óskar í Inghóli Hinn eini sanni Páll Óskar mun skemmta Selfyssingum á Inghóli i kvöld. Einnig verður tískusýning. Sóldögg í Víkurbæ Hljómsveitin Sóldögg leikur i Vik- urbæ á Hööi í Homafirði í kvöld og annað kvöld. Súper 7 á Gauknum Hin dansvæna hljómsveit Súper 7 skemmtir á Gauki á Stöng i kvöld og annað kvöld. Acid, fónk, rapp og diskó er á efnisskrá sveitarinnar. Skemmtanir Bjami Þór á Orminum Trúbadorinn Bjami Þór skemmtir á Orminum, Egilsstöðum, annað kvöld. Sixties í Valaskjálf Sixties munu í kvöld verða mað ball í Valaskjálf, Egilsstöðum. Annað kvöld verða þeir síðan með stórdans- leik i Egilsbúð, Neskaupstað. Kaffi Reykjavík Hljómsveitin Karma leikur fyrir gesti á Kaffi Reykjavík í kvöld og annað kvöld. Víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi Yfir Bretlandseyjum er nærri kyrrstæð 1030 mb hæð, en á Græn- landssundi er minnkandi lægðar- drag. Langt suður í hafi er 995 mb lægð sem hreyfist i norðnorðaustur í stefnu á Grænlandshaf. Veðrið í dag í dag verður suðvestan- og síðar sunnankaldi. Sums staðar smáskúr- ir sunnanlands og vestan í fyrstu en annars að mestu þurrt. Norðan- og austanlands verður allvíða léttskýj- að. Þar verður hitinn 12 til 18 stig en annars staðar 7 til 11 stig. Seint í kvöld er búist við sunnan og suð- austan stinningskalda og fer þá að rigna um landið suðvestan- og vest- anvert. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi eða stinningskaldi og fer að rigna seint í kvöld. Hiti 7 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.25 Sólarupprás á morgun: 03.25 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 13.13 Árdegisflóð á morgun: 01.45 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca París Róm New York Orlando Nuuk Vín Washington Winnipeg alskýjað rigning og súld skýjaö skúr skúr súld rigning rigning rigning og súld súld skýjað skýjað rigning alskýjaó alskýjaö skýjað heiðskírt súld léttskýjaö mistur skýjað hálfskýjað hálfskýjað hálfskýjaó þokumóða léttskýjað léttskýjað heiðskírt heiðskírt alskýjaö léttskýjað heiðskírt léttskýjað 11 9 11 8 10 9 10 6 10 9 8 .8 9 10 9 9 21 14 9 10 9 10 10 20 16 12 16 15 21 -2 10 12 13 Þ. Ragnar Jónasson fræðimaður: Fullskrifuð handrit að tveimur bókum DV, Fljótuin: Bæjarstjóm Siglufjarðar hefur samþykkt að veita Þ. Ragnari Jónassyni menningarviðurkenn- ingu Siglufjarðarkaupstaðar fyrir fræðistörf. Þ. Ragnar hefur um áratugaskeið safnað heimildum úr sögu Siglufjarðarbyggða. Á síðasta ári komu út siglfirskar þjóðsögur í samantekt hans. Meðal annarra verka sem hann hefur unnið að um árabil er skráning siglfirsks annáls og siglfirskra söguþátta. Menningarviðurkenningunni fylgja starfslaun í fjóra mánuði til að undirbúa útgáfú á þeim verk- um. Maður dagsins Þ. Ragnar sagði 1 samtali við fréttamann að þessi viðurkenning bæjarins hefði komið sér gersam- lega á óvart enda hefur hún ekki verið veitt áður: „Ég er mjög Þ. Ragnar Jónasson. DV-mynd Örn ánægður að finna að sá fróðleikur sem ég hef verið að safna um menn og málefni í Siglufirði á liðnum öldum sé metinn af hálfu bæjaryfirvalda." Þ. Ragnar sagðist að mestu hafa helgað sig skriftum eftir að hann hætti sem bæjargjaldkeri hjá Siglufjarðarbæ árið 1980. Þeim rit- verkum sem hann hefur unnið að fylgh- einnig mikil leit að heimild- um í rituðu máli frá gamalli tíð. Er nú svo komið að hann er nán- ast með fullskrifuð handrit að tveimur bókum. Annars vegar eru það Söguþættir um Siglufjörð sem væntanlega koma út í haust á veg- um Vöku-Helgafells og hins vegar er það Siglufjarðarannáll sem hef- ur að geyma yfirlit um atburði úr sögu Sigluijaröar eftir tímaröð frá landnámi til okkar daga. Þama verður um að ræða nokkuð heil- lega sögu Siglufjarðar. Auk þess sem að framan er talið liggur eftir Þ. Ragnar ijöldi greina um ýmis málefni tengd Siglufirði sem birst hafa í bókum, blöðum og tímarit- um á undanfornum ámm. -ÖÞ Myndgátan Lið í fallhættu Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Annað mótið í íslensku móta- roðinm 1 golíi Það verður mikið um að vera hjá golfurum um helgina. Á golf- velli Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti fer fram annaö mót- ið í íslensku mótaröðinni sem ætlað er bestu golfumm lands- ins, bæði í kvenna- og karla- flokki, og er þar keppt um stig til landsliðs og peningaverðlaun. Mótið er á laugardag og sunnu- dag og vist er að allir bestu golf- menn landsins mæta til leiks því til mikils er að vinna og þar að auki mun landsmótið i goifi fara fram á Grafarholtsvelli síðar í sumar. Iþróttir Það era fleiri golfmót um helg- ina. Á Keilisvelli í Hafnarfirði verður á morgun haldið opna Marko-merkjamótið og er um að ræða höggleik, með og án for- gjafar. í fótboltanum verða þrír leikir í kvöld í 1. deild karla. KA-Fylk- ir keppa á Akureyri, Breiða- blik-Þór í Kópavogi og Þróttur og Reynir í Reykjavík. Allir leik- imir hefjast kl. 20. íslensk verk fyrir tvær flautur Á morgun verða haldnir há- degistónleikar í Norræna hús- inu. Flutt verða tvö islensk verk fyrir tvær flautur, Spil eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur og Quatemio eftir Snorra Sigfús Birgisson og Tónleikar er um frumflutning á því verki að ræða. Flytjendur eru Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og era um hálftíma langir. Bridge Þetta spil sýnir góð tilþrif, bæði í sókn og vöm. NS sögðu sig upp í metnaðarfull þrjú grönd á aðeins 23 punkta og síðan varð að fylgja því eftir með góðri spilamennsku. Sagn- ir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: 4 74 •* 84 4 ÁK1062 4 D742 4 D652 V 9762 ♦ G53 4 Á8 4 ÁK83 <4 KDG 4 9 * G10953 Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 1 4 pass 1 4 pass 1 4 pass p/h 3 * pass 3 Grönd Vestur ákvað að hefja vörnina á því að spila út hjartasjöunni, næst- hæsta spili frá hundum. Austur drap á ásinn og sá að það var ekki framtið í þvi að halda áfram hjarta- sókninni (vömin fær þá aðeins 2 slagi á hjarta og 2 á lauf). Austur skipti því yfir í spaðagosa í öðrum slag. Sagnhafi gerði sér grein fyrir að þann slag mátti ekki gefa, því þá hefði vömin snúið sér aftur að hjartalitnum. Hann drap því á ás og spilaði laufgosa úr blindum. Austur fékk slaginn á kónginn og spilaði spaðatíunni. Sagnhafi mátti ekki gefa þann slag heldur, drap á kóng- inn og hélt áfram laufsókninni, í þeirri von að spaðalitur vamarinn- ar væri stíflaður. Honum varð að ósk sinni, þvi spaðaáttan var hið mikilvæga spil sem hélt aftur af vöminni. Hún haföi ekki samgang til þess að taka 2 slagi á spaða og sagnhafi slapp heim með 9 slagi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.