Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Síða 10
Jmyndbönd
**-*•
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
Frægðarsól Edwards Nortons
Edward Norton sló eftirminnilega
í gegn í myndinni Primal Fear á síð-
asta ári. Það hefur ekki tekiö hann
nema rúmt ár að skjótast upp á
stjömuhimininn. Edward Norton er
tuttugu og sjö ára fyrrum nemi við
Yale-háskóla. Hann var algjörlega
óþekktur þar til hann lék á móti
Richard Gere í myndinni Primal
Fear. Eftir það hafa hjólin farið að
snúast því núna nýlega lék hann í
myndinni Málið gegn Larry Flint á
móti Woody Harrelson og Courtney
Love. Norton var samt sem áður á
báðum áttum í fyrstu um hvort
hann ætti að taka að sér hlutverkið
í mynd um jafn umdeildan mann og
klámkónginn Larry Flint og vissi
ekki alveg hvaða skoðun hann hafði
á Flynt sjálfum. Þegar hann komst
hins vegar að því að Tékkinn Milos
Forman yrði leikstjóri mynd-
arinnar sló hann til því
Norton er mikill að-
dáandi mynda
Formans.
Með sitt
stutta hár og
drengjalega
útlit lítur
Norton
varla út
fyrir að
vera
nógu
gam-
all
til þess að raka sig. Samt sem áður
eru gagnrýnendur sammála um að
honum hafi tekist meistaralega vel
upp sem vinur og lögfræðingur
Larry Flints í samnefndri mynd.
Vill eiga einkalíf
sittífriði
Meðan á tökum myndarinnar
Málið gegn Larry Flint stóð urðu
Norton og meðleikkona hans
Courtney Love góðir vinir.
Meira þurfti nú ekki til
þess að Gróa á Leiti færi á
kreik og brátt fóru að ber
ast sögur um að Norton
og Love ættu í ástar-
sambandi. Norton her
á móti öllum
slíkum sögum og se"'r eins og
sfjamanna er háttur að þau séu
bara góðir vinir. Samt vill Norton
að eigin sögn ekki lifa lífinu eins og
kvikmyndastjarna. Hann vill halda
einkalífi sínu og sinni persónu sem
mest utan við vinnu sína.
Hann reynir að forðast fjölmiðla
sem mest hann getur. Hann álítur
nefnilega að það geti haft slæm
áhrif á feril hans og
þau áhrif sem
hann hefur á
áhorfendur
með leik
sínum ef
þeir vita
of mikið um persónuna Edward
Norton. Þá sé einnig hætt við því að
persóna Edwards Norton skyggi á
þá persónu sem hann reyni að túlka
á hvíta tjaldinu. Norton nefhir sem
dæmi um þetta að þegar hann sá
Lista Schindlers eftir Steven Spiel-
berg þá hafi hann orðið dolfallinn
yfír leik Ralph Fiennes í hlutverki
kaldrifjaða nasistaforingjans Amon
Goeth. Hann telur að leikur Fiennes
hafi haft svona sterk áhrif á sig
vegna þess að hann vissi lítið um
persónu Ralph Fiennes og því hafa
Ralph Fiennes og Amos Goeth verið
einn og sami maðurinn fyrir hon-
um.
inu gegn Larry Flint því um þessar
mundir leikur hann í söngleik sem
er leikstýrt af Woody Allen og heit-
ir Everyone Says I Love You eða
Allir segja, ég elska þig. Minnstu
munaði að Norton fengi ekki hlut-
verkið því þegar hann kom í prufu
átti hann að syngja eitthvert lag af
tilfinngahita en Woody Allen fannst
hann of væminn. Norton sneri þá
vöm í sókn og lofaði á vera ekki al-
veg svona mjúkur og fékk þar með
hlutverkið.
Næsta persóna sem Norton leikur
verður þó ekkert væmið gæðablóð
því hann hyggst leika nýnasískan
snoðinkoll í mynd sem mun að öll-
Edward Norton
í hlutverki lög-
fræölngsins Isa-
acman í Málinu
gegn Larry Flint.
Norton segir einnig að vissulega
hefðu þekktir leikarar eins og t.d.
Anthony Hopkins getað túlkaö
þessa persónu vel en vegna þess
hversu mikið fólk veit um persónu
Hopkins hefðu áhrifin af leik hans
sem nasistaforinginn Amos Goeth
orðið önnur en þegar jafn dulur
leikari og Ralph Fiennes átti í hlut.
Syngur
í söngleik
um líkindum heita American Hi-
story X. Norton er ánægður með
hlutverk nýnasistans og segir að
þetta sé nákvæmlega það hlutverk
sem hann viiji komast í.
Það er því ljóst að Edward Norton
er fjölhæfur leikari sem getur
brugðið sér í gervi sykursætra
söngfugla jafnt sem forhertra glæpa-
manna.
-glm
En Norton hefur ekki setið auð-
um höndum síðan hann lék í Mál-
Þokkadísin
Geena í)avis
Bandaríska leikkonan og hávaxna þokkadísin,
Geena Davis, leikur í hasarmyndinni The Long
Kiss Goodnight sem er nú ofarlega á mynda-
bandalistanum.
Geena Davis er fædd og uppalin í Massachu-
setts í Bandaríkjunum. Hún lærði leiklist við The
New England College og háskóla í Boston.
Hún er nú ein eftirsóttasta leikkona vestanhafs
en það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim
flmmtán árum sem liöin eru síðan hún lék fyrst
í kvikmyndum. Frumraun hennar var í mynd-
inni Tootsie með Dustin Hoffmann í aðalhlut-
verki þar sem Geena lék nokkuð stórt hlutverk,
vinkonu Tootsie. Sú mynd var gerð áriö 1982 og
náði hún feiknavinsældum.
Árið 1986 lék hún síðan í vísindatryllinum The
Fly á móti Jeff Goldblum sem einnig varð mjög
vinsæl.
Óskarsverðlaun
Áriö 1988 lék hún hundatemjara í myndinni
The Accidental Tourist. Hlutverk hundatemjar-
ans varð henni happadrjúgt því fyrir það hlaut
Geena óskarsverðlaun sem besta leikkona í auka-
hlutverki. Þremur árum síöar lék hún í mynd-
inni Thelma and Louise ásamt Susan Sarandon
en fyrir hana var Geena tilnefnd til Golden Globe
verðlaunanna og aftur til óskarsverðlauna. Sú
mynd fjallaði um tvær vinkonur í heimi karl-
anna sem gefa hefðbundniun skyldum hversdags-
lífs síns langt nef og leggja af stað i feröalag sem
endar öðruvísi en þær óraði fyrir. Gagnrýnendur
lofuðu myndina mikið og voru þær Geena Davis
og Susan Sarandon sagðar vera magnaður
stjömudúett. Einnig má geta þess að kvenna-
gullið Brad Pitt vakti fyrst athygli í Thelmu og
Louise og átti þar í eldheitum ástarsenum með
Geenu Davis.
Á eftir Thelmu og Louise lék Geena m.a. í
myndinni Speechless þar sem hún hlaut Golden
Globe verðlaunin fyrir leik sinn. Geena lék
einnig I The Cutthroat Island sem var leikstýrt af
eiginmanni hennar, flnnska hasarmyndaleik-
stjóranum Reeny Harlin. Reeny Harlin er einnig
leikstjóri The Long Kiss Goodnight. Hann hefur
lýst því yflr aö hann viiji vinna sem mest með
Geenu því annars sjáist þau varla.
-glm
Tootsie 1982
Hetch 1985
Secret Weapons (sjónvarps-
mynd) 1985
Transylvania 1985
The Ry 1986
Beetlejuice 1988
Th8 Accidental Touríst 1988
Earth GirisAro Easy 1989
Quick Change 1990
Thelma and Louise 1991
ALeague ofTheirOwn 1992
Hero 1992
Angie 1994
Speechless 1994
Cutthroat Island 1995
The Long Kiss Goodnight 1996