Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Page 4
4
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
Fréttir
Dagbjört, 16 ára, og Rúna, næstum 15 ára, sagðar komnar til Austur-Tyrklands:
Sophia íhugar að
leita dætranna í Sivas
- Halim gaf í skyn aö hún fengi að hitta þær þar
„Þegar við Hasip, lögmaður minn,
hittum Halim síðast fór hann að
mana okkur að fara til Austur- Tyrk-
lands og reyna að finna dætur mínar.
Þá fengi ég kannski að vera með
þeim, svo framarlega sem þær sam-
þykktu það. Hvort ég fer á eftir að
koma í ljós. Hasip sagði við Halim að
hann skyldi vera viss um að við
kæmum. Ég mun hitta Hasip á morg-
un (í dag) til að ræða þetta. Það er
möguleiki á að viö fórum. Ef það
verður munum við verða undir rosa-
legri vernd. Þetta er í bænum Sivas
þar sem heittrúarmenn brenndu fólk
inni á hóteli fyrir nokkrum árum eft-
ir að þýðing á bók Salmans Rushdies
kom út í Tyrklandi," sagði Sophia
Hansen i samtali við DV í gærkvöldi.
Sophia kvaðst ekki bjartsýn á að fá
að hitta dætur sínar í Istanbúl á
morgun, 1. júlí, miðað við ummæli
Halims. Frá 1. júlí og þangað til 31.
ágúst á Sophia samkvæmt dómi að
vera með dætrum sínum.
Ég er orðin ofsaiega þreytt
Sophia varð fýrir miklum vonbrigð-
um í réttarhaldi í sakadómi í Istanbúl
þann 20. júní vegna ákæru á hendur
Halim fýrir umgengnisréttarbrot. Þá
lýsti HaÚm því yfir að dætumar væru
komnar til Austur-Tyrklands.
„Dómarinn sagði það ekki vera í
sínum verkahring að skipta sér af um-
gengninni í júlí og ágúst. Það gerðu
aðrir. Þetta er ótrúleg framkoma.
Halim sagði að bömin vildu mig ekki
- þær vildu ekkert með mig hafa. Dóm-
arinn vildi kalla þær til en Halim sagði
þær komnar til Ausfiu- Tyrklands.
Lögmaður minn mótmælti en Halim
vældi og veinaði. Réttarhöldunum var
síðan frestað til 26. september.
Ég er orðin þreytt. Þaö kemur eng-
inn með lausn á okkar málum - hvem-
ig sem við látum,“ sagði Sophia.
Sophia sagði að Hasip Kaplan, lög-
maður hennar, hefði verið að koma frá
Strasbourg vegna umsóknar um að
mál hennar yrði tekið fyrir hjá mann-
réttmdadómstólnum.
„Hasip var bjartsýnn á að það yrði
tekið fyrir - allavega er komið númer
á málið þar.
En ég bið íslensk stjómvöld um
hjálp við að þrýsta á tyrknesk stjóm-
völd. Varðandi umgengni við dætum-
ar í sumar sagði Sophia:
„Það má vera að eitthvað birti þó
það gerist ekki strax. En ég er orðin
Afmælishátíðin hófst í sól og sum-
aryl við Lagarfljótsbrú. Bæjarbúar
fjölmenntu til að taka á móti forseta-
hjónunum og við brúna var framinn
seiður til að heilla Lagarfljótsorminn
upp úr djúpinu. Lét hann reyndar
ekki sjá sig en ágæt eftirlíking hans
skaut þó upp kollinum.
Aðaldagskrá var á laugardag á
íþróttavellinum. Reist hafði verið
svið og þar fLutti forseti ræðu og
óskaði bænum heilla. Guðmundur
Bjamason og Helgi Halldórsson
bæjarstjóri undirrituðu kaupsamn-
ing um að ríkið seldi Egilsstaðabæ
land það sem bærinn er byggður á.
Blandaður kór frá Runavík, vinabæ
Egilsstaða í Færeyjum, söng, þjóð-
dansahópurinn Fiðrildin sýndu
dans og kór Egilsstaðakirkju söng.
Leikskólaböm sýndu leikþátt og
bænum bámst margar góðar gjafir.
Á sunnudag var fram haldið há-
tíðahöldum með dagskrá í eldra
skrúðgarði bak við Búnaðarban-
kann. Hátíðahöldin vora öllum til
sóma og ákaflega vel sótt þó svo veð-
rið hefði að skaðlausu mátt vera
betra. -SB
ofsalega þreytt. Þetta eru eilíf vonbrigð
í hveiju einasta réttarhaldi," sagði
Sophia.
Hræöilegt aö missa
móöurhlutverkiö í 7 ár
„Nú eru komin rúmlega 7 ár frá því
að barátta mín hófst. Ég vil fara að sjá
eitthvað jákvætt. Ég reyni að ýta þeirri
hugsun frá mér að hafa misst dætur
mínar öll þessi ár. Það er hræðilegt að
hafa misst þær sem móðir. Það liggur
við að ég bugist þegar það rennur upp
fyrir mér. Eldri dóttir mín, Dagbjört,
varð 16 ára í júní en Rúna verður 15
ára 3. október," sagði Sophia Hansen.
Sophia hefur sent forseta íslands,
forsætisráðherra, utanrikisráðherra,
dómsmálaráðherra, forseta Alþingis og
ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis-
ins bréf þar sem eindregið er óskað eft-
ir aðstoð við að þrýsta á Tyrki í máli
hennar.
Sophia sagði að það hefði valdið
talsverðum vonbrigðum hve heimtur
væru slæmar á loforðum um söfnun-
arfé fyrir hana í síðustu söfiiun, þ.e.
loforðum öðrum en þeim sem greidd
voru með greiðslukortum. -Ótt
Afmörkun hafsvæða:
Viðræður á
réttri leið
Samningaviðræðum milli ís-
lenskra, danskra, færeyskra og
grænlenskra embættismanna um
afmörkun hafsvæðanna milli
Grænlands og íslands og íslands
og Færeyja hefur þokað nokkuð.
Samningaferlið er fremur þungt
enda er tekist á um flókin lög-
fræðileg efni.
Það er einkum og sér í lagi hið
svonefnda gráa svæði milli ís-
lands og Grænlands sem verið
hefur deiluefni þjóðanna. Mikill
vilji er fyrir því báðum megin
samningaborðsins að komist
verði að niðurstöðu sem komið
geti í veg fyrir alla hugsanlega
árekstra milli þjóðanna. Þá er
vísað til danskra skipa með veiöi-
leyfi frá Færeyjum sem hafa ver-
ið á loðnuveiöum á gráa svæðinu
og urðu tilefni nokkurrar úlfúöar
á siðsta ári. í ljósi nýlegra
árekstra íslendinga og Norð-
manna er kappkostaö að forðast
slíkai- uppákomur grannþjóð-
anna.
Viðræðunum verður haldið
áfram og era samninganefndim-
ar í stöðugu sambandi. Þær virð-
ast því sjá einhvern flöt á málinu
sem geti leitt til farsælla mála-
lykta. -vix
Egilsstaðir 50 ára
Ungir knapar úr Freyfaxa fóru fyrir forsetabílnum á leiö upp á sýningarsvæö-
iö í Vémörk.
Dagfari
Hvenær á að reka menn?
Á hinum almenna vinnumark-
aði hefur það viðgengist svo lengi
sem elstu menn muna að starfsfólk
er rekið ef það stendur sig ekki.
Þetta á að vísu ekki við um opin-
bera starfsmenn. Enginn getur rek-
ið þá, án þess að verið sé að halda
því fram að það þurfi að reka opin-
bera starfsmenn af því þeir standi
sig ekki. í knattspymunni gildir
hins vegar það lögmál að ef lið
stendur sig ekki þá er þjálfarinn
rekinn. Hann er sem sagt rekinn
fyrir það að aðrir standa sig ekki.
Og nú hefur það gerst, sem alltaf
er að gerast, að sum lið standa sig
ekki eins vel og vonir stóðu til og
þau standa sig verr heldur en önn-
ur lið og fyrir vikið hafa að
minnsta kosti tveir þjálfarar i efstu
deild íslandsmótsins verið reknir.
íslenska landsliðið í fótboltanum
hefur heldur ekki staðið sig sem
skyldi en stjórn Knattspymusam-
bandsins stóð sem klettur viö hlið-
ina á þjálfaranum og sagði að ekki
kæmi til greina að reka hann og
það jafnvel þótt háværar sögur
væru um það að stjómin ætlaði að
reka hann.
Stjórnin og formaöurinn vísuðu
öllum slikrnn orðrómi á bug enda
væri þjálfarinn með samning út
keppnistímabilið. Svo kom allt í
einu að því fyrir helgi að þessi
sama stjóm og þessi sami formað-
ur tilkynntu að landsliösþjálfarinn
hefði verið rekinn. Reyndar hafði
sljómin og formaðurinn gert ítar-
legar tilraunir til að eiga viðræður
við þjálfarann til að telja honum
trú um að hann ætti að hætta af
sjálfsdáðum.
En maðurinn er þrár og hefur
samning út tímabilið og vildi ljúka
því eins og keppnismanni sæmir
og á endanum neyddist stjómin til
að reka þjálfarann af því að hann
vildi ekki reka sig sjálfur. Hann
getur því engum um kennt nema
sjálfum sér fyrir að hafa verið rek-
inn.
Út af þessum brottrekstri lands-
liðsþjálfarans hafa fauið af stað
heimspekilegar vangaveltur um
það hvenær eigi að reka mann og
hvenær eigi ekki að reka mann.
Ein kenningin er sú að það hafi
ekkert upp á sig að reka þjálfara
því sá sem taki við sé ekkert betri
en sá sem er rekinn. Og svo er
þessi kenning hjá formanni Knatt-
spyrnuþjálfarafélags Islands sem
er afskaplega skörp og þaulhugsuð:
sum sé sú að eftir því sem lið tap-
ar fleiri leikjum þeim mun styttra
verðrn- í sigurleikinn.
Og sá sigur er þar af leiðandi
ekki nýjum þjálfara að þakka held-
ur þeim fyrri, sem var rekinn, því
það hlýtur alltaf að koma að sigur-
leik og eftir því sem fleiri leikir
tapast því styttra er í sigurleikinn!
Með öðrum orðum: Kenningin er
sú að það borgi sig ekki að reka
þjálfara og það er heldur ekki
sanngjamt, þvi þó liðið hjá honum
tapi og tapi þá sigrar það að lokum
og ef menn bíða nógu lengi þá kem-
ur sigurinn og þá er þjálfarinn bú-
inn aö sanna sig.
Það má eiginlega segja að með
því að tapa og tapa sé lið komið á
sigurbraut og hæfileikar þjálfarans
munu koma í ljós eftir þvi sem
styttist í sigmleikinn. Þessi kenn-
ing rennir stoðum undir þá skoðun
að landsliðsþjálfarinn hafi í raun-
inni staðið sig afar vel og hafi ekki
átt skilið að vera rekinn, frekar en
aðrir þeir þjálfarar sem hafa verið
reknir, þrátt fyrir töpin. Einfald-
lega vegna þess að eftir því sem
töpunum fjölgaði, styttist í sigur-
inn.
Það mun koma i ljós þegar nýr
þjálfari leiðir íslenska landsliðið til
sigurs. Þá verður það sigur þess
þjáifara sem var rekinn.
Dagfari