Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Síða 8
8 Utlönd MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997 BÍL\S4IANHORNIÐ DUGGUVOGI 12 • 104 REYKJAVÍK SÍMI 553 2022 • FAX: 553-2012 Range Rover Turbo Disel ‘97, ek. 11 þús. km, 5 g., vínrauður, Verö 4.590.000 ATH. sk. ód. MMC Galant LS ‘95, svartur, einn með öllu svo sem leður, rafmagn, ABS, air- bag, ssk., álfelgur, lopplúga, Verö 1.950.000 ATH. sk. ód. Pontiac Sunbird ‘89, rauður, 5 g., Tilvalinn guttabíll. Verö 850.000 ATH sk. ód. eö dýr. Opel Tigra '96, ek. aðeins 6 þús. km, koparbrúnn, 5 g., toppl., rafdr. I rúðum. Verö 1.680.000. ATH. sk. ód. Subaru Legacy Outback ‘96, 5 g., grænn og grár, ek. 2500 km, Gullfall.bíll. Verö 2.400.000 ATH. sk. ód. Chevrolet Van ‘92, innréttaöur glæsi- vagn m/ öllu. Sjón er söguríkari. Verö 2.400.000 ATH sk. ód. Toyota 4 runner ‘93, 5 g., ek. 89 þús. km, vínrauður. Eins og nýr. Verð 2.000.000 ATH. sk. ód. WV Transporter VSK bfll, ek. 178 þús. km, Verö 890.000. Nissan Sunny 2000 GTi ‘91, ek. 130 þús. km. Flottur! Verö 890.000 ATH sk. ód. BMW 520 I ‘88 ek. 160 þús. km, grár, Mjög gíöur bíll. Verö 950.000 ATH skipti. Bráðvantar allar gerðir bíla á söluskrá og á staðinn. V_________________) staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur oWmiiiiþ/^ ogstighœkkandi „ . ... ^ ^ Smaauglysingar birtingarafsláttur DV 550 5000 DV Kosningar fóru vel fram í Albaníu Albanar flykktust á kjörstaði í gær þegar gengið var til almennra kosninga og er vonast til að þær bindi enda á þá óöld sem ríkt hef- ur í landinu. Forseti landsins, demókratinn Sali Berisha, og sós- íalískir keppinautar hans, sem fara fyrir núverandi rikisstjóm, sögðu að kosningarnar hefðu farið vel fram. Forsætisráðherra Ítalíu, Roma- no Prodi, var hæstánægður með framkvæmd kosninganna og sagði það herliðinu að þakka. „Fyrir utan eitt lítið atvik var röð og regla á hlutunum. Herlið okkar kom í veg fyrir frekari vandamál. Ég vil þakka því fyrir frammistöðu sina. Því tókst að sýna fram á að frjálsar kosningar geta farið fram i hvaða landi sem er.“ Niðurstöður úr kosningunum liggja ekki enn fyrir en leiðtogar beggja flokkanna segjast munu sætta sig við niðurstöður þeirra. Margir vestrænir embættismenn em hins vegar svartsýnir á að svo verði og segja að fátt bendi til þess að átökin í landinu séu á enda og lög og regla taki við. Bæði Sali Berisha, forseti lands- ins, og sósíalistar héldu því fram í gær að þeir hefðu sigrað og lögðu fram eigin gögn sem sýndu fram á að þeir hefðu meirihluta þingsæta sem eru 155 talsins. Eftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fylgdust með framkvæmd kosninganna. Flugu þeir milli staða í þyrlum en að sögn eins eftirlitsmannanna þurfa þeir að yfirgefa landið í dag. Reuter Palestinsk kona rankar við sér eftir að það leið yfir hana þegar fjöldi manns kom saman til að þrýsta á yfirvöld í Palestínu að sleppa sonum og eiginmönnum, sem haldið er sem pólitískum föngum, úr fangelsi. Símamynd Reuter Díana þrætir fyrir trúlofun Díana prinsessa neit- aði því í gær að hún væri trúlofuð hjarta- skurðlækni frá Pakist- an en fjölmiðlar í Bret- landi hafa undanfarið velt því mikið fyrir sér hvort Karl Bretaprins ætli að giftast hjákonu sinni, Camillu Parker Bowles. „Prinsessan af Wales er ekki trúlofúð Hasnat Khan, hvorki opinberlega eða óop- inberlega," sagði talsmaður Díönu og bætti því við að þessi heilabrot fjölmiðlanna hefðu skað- leg áhrif á starfsemi þeirra sjúkrahúsa sem dr. Khan stundaði störf sín við. í fjölmiðlum kom fram að Díana hefði flogið til Pakistan í síðasta mán- uði til að fá móður Khans til að leggja blessun sína yfír brúðkaup þeirra. „Töfrar hennar virk- uðu,“ sagði í Sunday Mir- ror sem einnig greindi frá því að gifting væri að öflum líkindum á næsta leiti. Reuter Díana prinssessa. Stuttar fréttir Vopnahlé í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó lögðu niður vopn í gær en svart- sýni ríkir þó um að friður sé á næsta leiti. Lést í gær Fyrrum stjórnarformaður í japönskum banka, Kimiji Mi- yazaki, lést á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa reynt að hengja sig. Miyazaki var flæktur í stórt fjársvikamál og var færður til yf- irheyrslu sl. fostudag. Gagnrýni á Bandaríkin Utanríkisráðherra Dana, Niels Helveg Peterson, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í gær fyrir að sjá Bosniu fyrir hergögn- um. Mikill snjór í Pýreneafjöllum Ferðamenn sem lögðu upp í sól- baðsferð til Pýreneafjalla, á landa- mærum Frakklands og Spánar, skildu stuttbuxurnar eftir heima og tóku þess í stað með sér skíði. Yfir 80 hjólreiðamenn voru fastir i búðum í fjöllunum vegna mikifla snjóa en þetta er i fyrsta skipti í þrjátíu ár sem snjór fellur í þessari hæð yfir rávarmáli seinni hluta júnímánuf'ar. Júnímaiuður hefur verið einn blautaf a mánuður í manna minn- un 1 Frakklandi. Mikið hefur rignt í flestum landshlutum og spáir veð- urstofan meiri snjókomu í Ölpunum og Pýreneafjöllum í dag. Reuter Læknar alnæmi? Hundruð manna flykkjast nú á heimili Beritu Okwi í Úganda í þeirri von að fá lækningu við sjúkdómi sinum, alnæmi. Berita sagði að til sín hefði verið komið í draumi og henni sagt að undir- búa lækningu við alnæmi. Sameiginleg mynt Samkvæmt skoðanakönnun hafa yfir 60 prósent Þjóðverja ekki trú á því að gjaldmiðiU verði orðinn sameiginlegur í Evrópu í janúar 1999 eins og Kohl kanslari hélt fram fyrir helgi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.