Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Page 21
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
29
I>V
Fréttir
Grundartangahöfn:
Lánar Norðuráli 3
milljónir dollara
DV, Akranesi:
Aukafundur var haldinn í bæjar-
stjórn Akraness 24. júní. Var hann
sérstaklega boðaður vegna álvers
Norðuráls á Grundartanga og lán-
töku vegna stækkunar á höfhinni
þar.
„Það var nauðsynlegt að kalla bæj-
arstjórn saman þar sem verið var að
samþykkja að heimila stjóm hafnar-
innar að skrifa undir hafnarsamning
við Norðurál. í samningnum er gert
ráð fyrir stækkun hafnarinnar. Þess
vegna var einnig nauðsynlegt að
samþykkja heimild til að standa að
framkvæmdakostnaði.
Akraneskaupstaður samþykkti
fyrir sitt leyti að ábyrgjast sinn hlut
af lántökunni sem er 300 milljónir
króna. Síðan munu öll sveitarfélögin
sem eiga hlut í Grundartangahöfn
samþykkja sams konar ábyrgð þann-
ig að þau munu öll bera ábyrgð á
þessu láni. Samþykkt var að heimila
stjórn Grandartangahafnar að lána
Norðuráli 3 milljónir dollara enda sé
á bak við það trygg ríkisábyrgð,"
sagði Gisli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, í samtali við DV -DVÓ
Sólberg til Siglufjarðar
Togarinn Sólberg fer nú á rækjuveiðar. DV-mynd Helgi
DV, Ólafsfirði:
Ákvörðun var tekin nú í vikunni
hjá stjóm Þormóðs ramma-Sæbergs
hf. að segja upp áhöfn ísfisktogar-
ans Sólbergs hf., sem gerður hefur
verið út frá Ólafsfirði síðan 1974,
þar sem hann mun í framtíðinni
verða gerður út frá Siglufirði.
Sólberg fær um leið nýtt hlutverk.
í stað þess að veiða bolfisk eins og
undanfarin ár verður togarinn gerð-
ur út á rækju. Er þetta liður í rekstr-
arhagræðingu fyrirtækisins.
Þeim í áhöfninni sem stystan
starfsaldur höfðu var sagt upp þar
sem færri þarf í rækjuna. Stefnt er
að því að þeim verði boðið starf á
togarann Engey sem að öllum lík-
indum kemur til Ólafsfjarðar í byrj-
un júlí. -HJ
Grindavíkurhöfn:
Dýpkunin
skotgengur
DV, Suðurnesjum:
„Þetta rótgengur og við erum
syngjandi glaðir yfir árangrinum.
Það er að nálgast 70% sem er búið
að framkvæma. Verkáætlun er um
miðjan ágúst og það virðist ætla að
standa,“ sagði Jón Gunnar Stefáns-
son, bæjarstjóri í Grindavík, í sam-
tali við DV.
Dýpkunarframkvæmdir í innsigl-
ingunni í Grindavík ganga sam-
kvæmt áætlun. Það er færeyska fyr-
irtækið J&K Petersen sem er með
verkið. Stórar vinnuvélar og pramm-
Dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni í Grindavík ganga vel DV-mynd Ægir Már
ar eru notaðir og geta sjófarendur svo náglægt eru þeir þegar bátarnir
heilsað verktökum með handabandi eru að sigla inn. -ÆMK
Er spilling innan
Tryggingastofnunar ríkisins?
Að gefnu tilefni vilja samtökin Lífsvog auglýsa eftir fólki sem
farið hefur í læknisskoðun vegna örorkumats hjá læknum innan
veggja Tryggingastofnunar ríkisins og þurft að greiða fyrir matið.
Upprætum spillingu Innan heilbrlgðiskerflslns.
Stjóm Lífsvogar.
Ásdís Frimannsdóttir, sími 566 6898.
Guðrún M. Óskarsdóttir, sími 561 1587.
^Ciðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningarog fl. og fl. og fl.
vaiiiyfféld.
og ýmsir fylgihlutir
Ekki treysta á veðrið þegar
r skipuleggja á eftirminnilegan viðburð -
Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á
staðinn - það marg borgar sig.
T|öld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2.
Einnig: Borð, stólar, Ijaldgólf og
tjaldhitarar.
ag þú færi
Hljú&sneel
að gjöfl
- '"i
í sumarleik Shellstöðvanna geta allir krakkar eignast fjórar hljóðsnældur
meó skemmtilegu efní eftir Gunna og Felix. Náðu þér i þátttökuseðil á
nastu Shellstöð eða i Ferðabák Gunna og Felix og byrjaðu að safna skeljum.
Það fsst ein skel við hverja áfyllingu á Shellstöðvunum og þegar
skeljarnar eru orðnar fjórar, faröu hljáðsnældu að gjöf.
Ferðabák Gunna og Felix fylgir öllum kössum af Hl-C
sem keyptir eru á Shellstöðvunum.
Shellstö&varnar
6 &{&&&&