Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Page 36
44 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997 (í|Jponn pp\ JM Heilsugæsla þar sem jafnvel Norðmenn fá aðgang „Hér hafa allir jafnan aðgang, jafnvel Norðmenn, aðeins spurn- ing um hærri þjónstugjöld eða eigum við að segja nákvæmari reikninga, þó ég sé alfarið á móti þjónustugjöldum." Ólafur Ólafsson landlæknir í Degi-Tímanum. Hestur í svefnher- berginu „FVrstu nóttina lá folaldið á gólfinu við hliðina á rúminu og fékk gjöf á tveggja tíma fresti." Helgi Sveinbjörnsson, for- stöðumaður dýragarðsins í Slakka, sem bjargaði dauðvona folaldi, í Morgunblaðinu. Ummæli Vælandi prestar „Þetta væl í íslenskum prest- úm er satt að segja orðið dálítið hvimleitt. Það hendir varla nokkurn tíma að íslenskur prest- ur opni á sér kjaftinn um nokk- urt mál annað í þessu þjóðfélagi en eigin launakjör(...).“ lllugi Jökulsson í Degi-Tíman- um. Ting Ming Siong, svaramaðurinn duglegi, stendur lengst tii hægri. Ötulasti svara- maðurinn Ting Ming Siong er sá maður sem oftast hefur verið svaramað- ur við brúðkaup í öllum heimin- um. Frá árinu 1976 til 1989 hafði hann verið svaramaður 465 sinn- um. Lægsti herskyldu- aldur Francisco Macias Nguema, for- seti Miðbaugs-Gíneu, gaf út þá tilskipun árið 1976 að allir dreng- ir á aldrinum sjö til fjórtán ára væru herskyldir. Þeir foreldrar sem neituðu að afhenda syni sína áttu á hættu að vera fangels- aðir eða drepnir. Blessuð veröldin Bjórmottur Leo Pisker á heimsins stærsta safn af bjórmottum. Árið 1989 voru í safni hans meira en 126.700 mismunandi bjórmottur frá 152 löndum. Örn Friðriksson, prestur og prófastur: Mun ekki leiðast þótt ég láti af störfum DV, Akureyri: „Ég á ekki von á því að mér muni leiðast mikið ef heilsan verð- ur áfram góð. Ég á fjöldann allan af áhugamálum til að dunda mér við,“ segir Öm Friðriksson, prestur og prófastur á Skútustöðum í Mývatns- sveit. Eftir áratugastarf í Mývatns- sveit lætur sr. Örn af störfum 1. ágúst en hann vakti athygli við upp- haf prestastefnu á Akureyri þar sem hann messaði yfir kollegum sínum og ræddi m.a. stöðu kirkjunnar í dag. „Sumir voru ánægðir með ræð- una, aðrir ekki. Ég ræddi um ágreiningsmál innan kirkjunnar og sumir sem voru óánægðir sögðu að ræðan hefði verið svanasöngur nýguðfræðinnar svokölluðu. Ef svo hefur verið var ræðan um leið svanasöngur þjóðkirkjunnar. Ef prestarnir ætla að loka sig inn í fila- beinsturnum og slíta sambandinu við almenning þá leggst þjóðkirkjan niður. Henni verður ekki haldið uppi ef 95% landsmanna snúa við henni baki.“ Örn fæddist í Kanada árið 1927, sonur islensks fóður og danskrar móður. Sex ára gamall fluttist hann til íslands. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1949 eftir að hafa að mestu leyti lesið utan skóla. Þá lá leiðin i Kaup- mannahafnarhá- skóla þar sem hann las dönsku og bókmenntir en árið 1954 útskrif- aðist hann sem guðfræðingur frá Háskóla íslands. Sama ár varð hann prestur á Skútustöðum þar sem hann hefur þjónað síðan. „Ég er ánægð- ur með lífshlaup- ið og mér hefur samið vel við Mý- vetninga. Þótt stundum hafi gu- stað hér um menn og málefni hef ég lítið bland- að mér í þær deil- ur en hér er yndislegasti staðurinn á jörðinni og gott að vera, ég kvarta því ekki. Ég hef nóg við að sýsla utan vinn- unnar. Söfnun myndavéla er mitt helsta söfn- unaráhugamál en ég á inn 400 myndavélar af ýmsum gerðum, innan um mikla kostagripi. Ég mála mikið, spila á píanó og get kallað mig tón- skáld. Svo merki- legt sem það nú er þá er ég ekki hagyrðingur," segir Örn. Hann segist sjá fram á rólega daga eftir að hann lætur af störfum. „Það versta er að ég mun lækka um helming í launum. Ríkið hefur þann hátt á að borga prestum ekki mannsæmandi laun en ýmsar sporslur bæta að vísu launin aðeins upp. Þær sporsl- ur segja hins vegar ekkert þegar kemur að útreikningi eftirlauna." Sr. Örn Friöriksson. DV-mynd gk Maður dagsins Myndgátan Smámunasamur maður. Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. DV Bridge Norður 4 Á4 44 K94 4 ÁKG1092 * Á5 Þú situr í norður og ert með öfl- uga hönd. Allir eru á hættu í spil- inu og vestur er gjafari. Hann opn- ar á einum spaða og þú kýst að dobla þann samning með það fyrir augum að segja frá tígullit þinum síðar, lýsir þannig sterkri hendi. Þegar kemur að þér næst eru sagn- ir komnar á fimmta sagnstig. Aust- ur stekkur í fjóra spaða við dobli þínu og félagi í suður segir fimm lauf. Hvað vilt þú gera? 4 Á4 * K94 •f ÁKG1092 4 Á5 -------4 109732 «4 1053 4 D6 _______ 4 643 4 G 44 D6 4 854 4 KDG10987 Vestur Norður Austur Suður 14 dobl 4 4 5 4' pass 6 Grönd p/h Sagnhafi í norður taldi að suður ætti langan og þéttan lauflit fyrir sögn sinni og taldi góðar líkur á að standa slemmu í spOinu. Þar sem spilaformið var tvímenningur (sumarbridge síðastliðinn fimmtu- dag) var 6 granda sögnin valin um- fram 6 lauf. Austur ákvað að spOa út hjartaþristi, sagnhafi setti lítið í blindum og vestur var í vandræð- um. Eftir langa yfirlegu ákvað hann að setja gosann, enda á sagn- hafi 12 slagi ef hann fer upp með ás. Það hlakkar í sagnhafa því nú telur hann að allir slagirnir séu í húsi. Úti liggja aðeins 12 punktar sem hljóta aOir að vera hjá sagn- hafa og tígulsvíning því sönnuð. Sagnhafí drepur á hjartakóng, legg- ur niður tígulás og byrjar að dæla niður laufslögum. Allt stefnir í stórslys hjá sagnhafa en þá kemur vestur óvænt tO hjálpar og hendir tígli í sjöunda laufið. Þau mistök hans breyttu tölunni úr toppi í botn. ísak Öm Sigurðsson 4 KD865 44 ÁG872 4 73 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.