Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1997, Qupperneq 9
JÉj“V FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
nlists
HLJÓMPLjjTU
Eric Serra - The Fifth Element
Framtíðarblús ***
Franski tónlistarmaðurinn Eric Serra
hefur verið í nánu samstarfi við leik-
stjórann Luc Besson, allt frá því Besson
gerði sina fyrstu kvikmynd árið 1982 og
hefur Serra gert tónlist við allar hans
myndir síðan. Má segja að vegur Serra
hafi vaxið í tónlistarheiminum að sama
skapi og vegur Luc Bessons í kvik-
myndaheiminum. Tónlist Serra hefur yf-
irleitt haft sterk höfundareinkenni og
þeir sem hafa hlustað mikið á tónlist
hans eru fljótir að átta sig á upprunan-
um. Sú tónlist Serra sem lífseigust hefur
verið er við kvikmyndina Atlantis, en
platan með tónlistinni seldist í milljónaupplagi. Þar má segja að Serra hafi
fengið nokkuö að ráða ferðinni, öfugt við það sem hann gerir í The Fifth El-
ement, sem er tæknivædd framtíðarkvikmynd, þar sem tónlistin er meira í
bakgrunninum. Meginefni plötunnar er því frekar torræð tónlist sem erfitt
er að átta sig á og fá botn í án þess að hafa myndskeiðin fyrir framan sig.
Einstaka verk eru þó áheyrileg, eins og til að mynda Leeloo, þar sem að-
alkvenpersóna myndarinnar er kynnt til sögunnar, þar semur Serra í klass-
ísku formi fallegt stef sem hann síðan fer með á ýmsa vegu og endurtekur
síðar á plötunni. Þá er vert að nefna Ruby Rap, mjög svo í anda tónlistar
sem vinsæl er í dag. Það sem er mest grípandi er byrjunar- og lokalag mynd-
arinnar Little Light of Love, grípandi og líflegt lag sem er einstaklega
skemmtilega útsett fyrir hljóðgervla og raddir. Áhugaverðastur er þó flutn-
ingur sópransöngkonunnar Inva Mulla Tchaco á aríu úr Lucia Di
Lammermoor, þar sem hún tengir það dansóðnum The Diva Dance sem
Serra semur. Þessi samsetningur er fluttur á sviði i myndinni og er ekki síð-
ur áhugaverður að sjá en heyra.
í heildina er tónlistin úr The Fifth Element nánast eingöngu fyrir þá sem
hafa áhuga á Eric Serra eða kvikmyndatónlist almennt. Hún byggist mun
meira á sjálfri kvikmyndatónlistinni heldur en einstaka lögum eins og mikið
er ofnotað í kvikmyndum í dag, sérstaklega amerískum kvikmyndum. Serra
hefur aftur á móti gert betur og má þar nefha tónlistina við Subway og Nikita,
sem dæmi um góöa kvikmyndatónlist frá hans hendi. Hilmar Karlsson
HENDRIX - First rays of the new rising sun
Stendur fyrir sínu
Lögin á þessum splunkunýja
hljómdiski með Jimi Hendrix heitn-
um komu upphaflega út á plötunum
„Cry of Love“, „Rainbow Bridge“ og
„War Heroes". Það var fyrir tuttugu
og fimrn árum. Þetta er músíkin sem
Hendrix var að vinna að er hann lést.
Hugmynd hans hafði verið að senda
frá sér tvöfalt albúm á borð við „El-
ectric Ladyland" en hafa músíkina
eitthvað aðgengilegri en á þeim plöt-
um, þannig aö hann næði ef til vill til
breiðari áheyrendahóps. Ættingjar
og samstarfsmenn meistarans hafa
nú raðað þessari músík á einn hljóm-
disk og reynt að ímynda sér hvemig hann hefði haft þetta sjálfur. Eins og
alltaf var músíkin samin fyrir rokktríó. Trommari var Mitch Mitchell úr
Jimi Hendrix Experience og á bassa lék Billy Cox úr Band of Gypsies. Slag-
verksleikarinn Juma Sultan kom einnig við sögu og bakraddir eru í
nokkrum lögum en fyrst og fremst einkennist músikin af gítarleiknum sem
gjaman er tekinn upp mörgum sinnum. Söngur Hendrix er eins og hann var
alltaf; merkilega góður miðað við mann sem áleit sig alls ekki vera söngv-
ara og hafði ekki mikla trú á þeim hæfileikmn sínum. Rödd hans er samt
einhvem veginn órjúfanlegur þáttur tónlistarinnar.
Þessi músfk er að verða þrjátiu ára gömul. Það er erfitt að ímynda sér það
þegar miðað er við margt sem er að gerast í rokktónlist um þessar mundir.
Tónlist Hendrix stendur enn fyrir sínu og stendur reyndar framar flestu sem
maður heyrir nú til dags af svipuðu tagi. Því hefur oft verið haldið fram að
Jimi Hendrix hafi verið eiturlyfjaneytandi sem lést sökum nevslu sinnar.
Slíka og þvilíka músík, sem hér er að finna, gæti enginn búið til sem kom-
inn væri að fótum fram vegna neyslu. Þegar Hendrix var að vinna þessa
músík átti hann við þunglyndi að stríða og notaði við því lyf. Hann gerði
svo þau mistök kvöld nokkurt að drekka áfengi ofan í lyfin, „dó“ eins og það
er kallað, kastaði upp í svefhi og kafnaði. Snilligáfa hans er óumdeilanleg.
Hvemig ætli músík hans hefði hljómað í dag hefði hann lifað?
Ingvi Þór Kormáksson
Soma - Föl
Þétt og þungt ***
Venjan er sú að sumarið sé tími
léttrar tónlistar, gleðipopps og -rokks
sem á aö kynda undir aðsókn að helg-
arskemmtunum. Platan Föl með
hljómsveitinni Soma er í allt öðrum
anda. Tónlistin gerir kröfur um að
hlustandinn einbeiti sér. Hann getur
með öðrum orðum ekki látið sér
nægja að heyra heldur verður að
hlusta. Stefha Soma er rokk I þyngri
kantinum en hér og þar er þó slegið
á léttari strengi og það verður að
segjast eins og er að þar nær hljóm-
sveitin bestum árangri.
Lagið Lifa þig er til að mynda best
heppnaöa lag plötunnar. Þar er ekkert of eöa van. Annað lag, sem vert er að
nefha, er Grandi Vogar II. Þar er textinn lika vel heppnaður, skemmtilega
raunalegur og vekur eflaust upp endurminningar hjá einhverjum sem eru
komnir yfir táningsaldurinn.
Frammistaða liðsmanna Soma er til sóma. Gítarleikarar fara sérlega mik-
inn enda er um rokktónlist í þyngri kantinum að ræöa. Gítarkeyrslan þarf
alls ekki að minnka þótt útsetningar á framtíðartónlist Soma verði ögn létt-
ari frá því sem er á plötunni Föli. Fyrir bragðið myndi tónlistin hitta enn
betur í mark en nú. Ásgeir Tómasson
Oasis: Hljómleikaferðin hefst í Ósló áttunda september.
0 a sis
- seinkar nýju plötunni lítillega
Útgáfufyrirtæki hljómsveitarinn-
ar Oasis hefur tilkynnt að útgáfu
nýju stóru plötunnar, Be here now,
hafi verið seinkað um nokkra daga.
I áætlun síðasta mánaðar var gert
ráð fyrir að hún kæmi út átjánda
ágúst. Seinkunin er óveruleg, að-
eins þrír dagar, þannig að aðdáend-
umir ættu að geta nálgast eintökin
sín fimmtudaginn 21. ágúst ef fyrsta
sendingin skilar sér samkvæmt
áætlun.
Á Be here now verða tólf lög sem
taka samtals rúmlega sjötíu mínút-
ur í flutningi. Þar af leiðandi verður
vinnuútgáfa plötunnar tvöfold. Hins
vegar er hægt að þrengja lögunum
tólf á einn geisladisk. Forsmekkur
tónlistarinnar á Be here now kom
út á smáskífu fyrir nokkrum vik-
um, það er að segja lagið D’You
Know What I Mean. Það fór rakleið-
is í fyrsta sæti breska vinsældalist-
ans og allhátt víðar vegna mark-
vissrar markaðssetningar útgefand-
ans.
Breska dagblaðið Daily Star hljóp
rækilega á sig sautjánda júlí þegar
það lét fylgja með blaðinu átta síðna
umOöllun um Oasis þar sem meðal
annars kom fram að nýja stóra plat-
an kæmi út daginn eftir. Á hinni op-
inberu heimasíðu hljómsveitarinn-
ar er gert grín að þessum sofanda-
hætti Star og aðdáendurnir hvattir
til að taka sem minnst mark á skrif-
um þess blaðs.
Hljómleikaferð
framundan
Liðsmenn Oasis fylgja plötunni
Be here now að sjálfsögðu eftir með
hljómleikaferð. Ferðin hefst áttunda
september í Ósló. Kvöldið eftir leik-
ur hljómsveitin í Stokkhólmi og
þaðan liggur leiðin til Kaupmanna-
hafnar. Að þessum þrennum tón-
leikum loknum heldur Oasis á
heimaslóð. Helgina þrettánda og
fjórtánda september leikur hljóm-
sveitin í Exeter. Þaðan liggur leiðin
til Newcastle, Aberdeen, ShefEíeld,
Lundúna og loks Birmingham þar
sem verður leikið síðustu tvo dag-
ana 1 september. Lengra nær ferða-
áætlun Oasis ekki þegar þetta er rit-
að.
Hljómsveitin heldur þrenna tón-
leika i Earl’s Court í Lundúnum að
þessu sinni. Þar hefur verið gengið
frá því að hljómsveitin Verve hiti
upp. Samstarf Verve og Oasis teygir
sig aftur til ársins 1993 þegar Oasis
sá um að hita upp fyrir Verve á
hljómleikaferð um Bretland. í febrú-
ar árið eftir átti Oasis að endurtaka
leikinn fyrir Verve í Amsterdam í
Hollandi. Ekkert varð af leiknum í
það skiptið því að vissum liðsmönn-
um Oasis var vísað úr ferjunni sem
átti að flytja hljómsveitina yfir Erm-
arsund til meginlandsins. Árið eftir
hugðust Verve-menn hita upp fyrir
Oasis á hljómleikaferð í Sheffield.
Af því gat ekki orðið því að Nick
McCabe, gítarleikari hljómsveitar-
innar, braut nokkra fingur á nætur-
klúbbi í París kvöldið áður en
hljómsveitirnar áttu að koma fram.
Þótt enn sé tæpur mánuður þar
til platan Be here now kemur út
virðast liðsmenn Oasis þegar vera
byrjaðir að leggja frumdrögin að
næstu plötu hljómsveitarinnar.
Noel Gallagher hefur til að mynda
skýrt frá því að meiri danslagabrag-
ur eigi að verða á þarnæstu plöt-
unni en á Be here now. Það eru
væntanlega afleiðingarnar af sam-
starfi hans við The Chemical
Brothers.
Samantekt: ÁT