Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1997, Side 2
22
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1997
Iþróttir
IX*■ 3. DEILD KARlfl
A-riöill:
KFR-Haukar . 1-3
Smástund Hamar . 3-1
Framherjar-Hamar 8-2
ÍH-Ármann 2-2
Haukar 11 9 2 0 39-13 29
Framherjar 10 6 2 2 33-25 20
Ármann 11 6 1 4 28-23 19
Léttir 10 5 2 3 22-13 17
Smástund 11 5 1 5 24-25 16
ÍH 11 2 3 6 18-29 9
KFR 11 1 3 7 17-32 6
Hamar 11 2 0 9 19-40 6
B-riöili:
Bruni-Njarðvlk................1-2
Snæfell-Grótta................0-2
KSÁÁ-Afturelding..............2-4
GG-Víkingur, Ó................0-0
Víkingur, Ó.ll 8 2 1 28-14 26
Aftureld. 11 8 1 2 27-9 25
Njarðvík 11 7 3 1 39-16 24
Bruni 11 5 0 6 17-21 15
KSÁÁ 11 4 2 5 25-23 14
GG 11 4 2 5 19-24 14
Grótta 11 2 1 8 13-29 7
Snæfell 11 0 1 10 11-43 1
C-riöill:
Emir, ís. 9 8 0 1 66-11 24
Bolungarvík 9 7 0 2 67-14 21
Reynir, Hn. 8 2 0 6 22-31 6
HVÍ 8 0 0 8 4-103 0
D-riöill:
Tindastóll-Magni..............5-2
Neisti H.-Hvöt................0-4
TindastóU 12 11 1 0 42-10 34
KS 12 10 0 2 37-12 30
Hvöt 12 6 0 6 27-25 18
Neisti, H. 12 3 1 8 12-23 10
Nökkvi 12 3 0 9 1541 9
Magni 12 1 2 9 13-36 5
E-riöíll:
Höttur 6 3 2 1 15-10 11
Neisti, D. 6 2 2 2 20-20 8
Leiknir, F. 6 0 4 2 11-16 4
Konráð til Níedh
erwúrzbach
Konráð Olavsson, landsliðs-
maöur í handknattleik úr Stjöm-
unni, hefur samið við þýska 1.
deildar liðið Niederwiirzbach
fyrir næsta tímabil. Konráð
dvaldi um tíma hjá félaginu í vor
eins og komiö hefur fram í DV.
Niederwtirzbach er í hópi bestu
liöa Þýskalands, hafnaði í þriðja
sæti á síöasta tímabili og leikur
því í Evrópukeppni í vetur. -VS
Óskar þjálfar
Blikastúlkur
Óskar Baldursson hefur verið
ráöinn þjálfari kvennaliðs
Breiöabliks í körfuknattleik.
Óskar er ekki ókunnugur i her-
búöum Blikanna því hann lék
meö karlaliði félagsins hér á
árum áður.
Blikastúlkur urðu í neðsta
sæti 1. deildarinnar í fyrra en í
vetur er stefnan sett hærra. -BL
Tveir sigrar Kefl-
víkinga vestra
Keflavík, toppliö úrvalsdeild-
arinnar í knattspymu, lék tvo
leiki í Bolungarvík um helgina.
Fyrst unnu Keflvikingar sigur á
3. deildar liði heimamanna, 6-1,
og síðan lögðu þeir Vestfjarðaúr-
val, 5-2. -VS
Siglfirðingur
til Skagamanna?
Ragnar Hauksson, helsti
markaskorari 3. deildar liðs Sigl-
firðinga, æfir með Íslandsmeíst-
urum ÍA þessa dagana. Svo kann
að fara aö hann gangi til liðs viö
þá í vikunni. -VS
I>V
Ólafur í markið
■ ■ ^ ■ ■■■ ■
hja Hiberman
- skrifar undir þriggja ára samning í dag
Ólafur Gottskálksson, markvörð-
ur Keflvíkinga i knattspymunni,
fer til Skotlands í dag og skrifar
undir þriggja ára samning við Hi-
bemian, félagið kunna frá Edin-
borg.
Ólafur fer til félagsins sem aðal-
markvörður og stendur væntan-
lega í markinu þegar Hibemian
mætir Celtic í fyrstu umferð úr-
valsdeildarinnar næsta sunnudag.
„Það hefúr verið draumur minn
í mörg ár að gerast atvinnumaður.
Ég hef séð það í hillingum og nú er
ég í sjöunda himni,“ sagöi Ólafúr
við DV eftir landsleikinn við Fær-
eyinga á Homa-
firði í gær.
„Ég er mjög
ánægður meö
samninginn sem
er mjög aðgengi-
legur að mínu
mati. Nú er það
mitt aö standa
mig og það ætla
ég svo sannar-
lega að gera,“
sagði Ólafur.
Hibernian
hafhaði í níunda
og næstneðsta
Ólafur Gottskálksson.
sæti úrvalsdeild-
arinnar í fyrra
og þurfti auka-
leiki til að
tryggja áfram-
haldandi vem
sína þar. „Félag-
iö hefur keypt
fimm nýja leik-
menn og ætlar
sér stóra hluti.
Stefhan er sett á
aö komast í hóp
íjögurra efstu
liða í vetur,“
sagði Ólafur.
Brotthvarf Ólafs er áfall fyrir
Keflvíkinga sem em efstir í úrvals-
deildinni. Hann hefur átt stóran
þátt í velgengni þeirra í sumar og
ekki síður í fyrra þegar þeir björg-
uöu sér naumlega frá falli.
Bjarki Guömundsson, varamark-
vörður Keflvíkinga, leysir Ólaf af
hólmi. Sigurður Björgvinsson, ann-
ar þjálfara Keflvíkinga, sagði við
DV í gærkvöld að það væri vissu-
lega slæmt að missa Ólaf en Bjarki
væri tilbúinn í slaginn. „Hann
treystir sér og við treystum honum
fyllilega," sagði Sigurður.
-JKS/VS
Vala Flosadóttir sýndi mikla keppnishörku I Ljubljana í gær.
Þorsteinn til
Kristiansand
Þorsteinn Húnfjörð, leikmaður ís-
landsmeistara Keflvikinga í körfu-
knattleik, mun ekki leika með
Keflavíkurliöinu í vetur. Þorsteinn
hefur gert samning við norska lið-
ið Kristiansand sem leikur í úrvals-
deildinni þar í landi.
„Mér líst mjög vel á þetta lið,
það er verið að byggja upp sterkt
liö sem ætlar sér stóra hluti í vetur.
Tveir Svíar og hávaxinn norskur
landsliðsmaður em komnir til liðs-
ins og þeir ætla líka að ná í sterkan
Kana,“ sagði Þorsteinn Húnfjörð.
Þjálfari Kristiansand er Terry
Bromwell sem á sínum tíma var val-
inn í nýliðavali NBA en hann leik-
ur einnig meö liðinu.
Forráðamenn Kristiansand sáu
Þorstein leika með 22 ára landslið-
inu á Polar Cup í Ósló fyrr í sumar
og leist vel á hann. Þorsteinn, sem
er 202 sm hár miðherji, lék ekki
mikið með Keflavíkurliðinu í fýrra.
Hann var einn burðarása unglinga-
liðs félagsins sem tryggði sér ís-
landsmeistaratitil og átti góða leiki
með 22 ára landsliðinu.
„Samningurinn er fólginn í fríð-
indum. Ég má ekki taka við pening-
um því ég ætla að reyna að komast
í háskóla i Bandaríkjunum eftir eitt
ár. Ég fer til Noregs um miðjan
ágúst og er bjartsýnn á komandi
tímabil.
-BL
Bergendi kemur ekki
Nú er ljóst aö Ungverjinn Zoltan Bergendi leikur ekki með íslands-
meisturum KA næsta vetur. Hann gaf þeim endanlegt svar þar að lútandi
um helgina. Samkvæmt heimildum DV eru KA-menn komnir með annan
útlending inn í myndina, örvhenta skyttu og landsliðsmann, og það
skýrist fljótlega hvort þeir fá hann í sínar raðir. KA hefur þegar samið
við Hvít-Rússann Vladimir Goldin sem kemur á næstu dögum. -BL
Evrópumeistaramót unglinga í frjálsum íþróttum:
Vala krækti í silf-
ur sárþjáð í baki
- gat ekkert hitað upp og lá fyrir á milli stökka en komst samt yfir 4 metra
Vala Flosadóttir, frjálsíþrótta-
kona úr ÍR, vann til silfúrverðlauna
í stangarstökki á Evrópumeistara-
móti unglinga í Ljubljana í Slóveníu
í gær.
Vala fór yfir 4 metra í 3. tilraun
en sigurvegarinn, Annika Becker
frá Þýskalandi, hreppti gullið með
þvi að fara yfir sömu hæð í fyrstu
tilraun. í þriðja sæti varð Monika
Erlach frá Austurríki en hún stökk
3,95 m. Þess má geta að íslandsmet
Völu er 4,17 metrar.
Mjög slæmt andlega að
keppa meidd
„Ég var mjög slæm í bakinu og
gat ekkert hitað upp fyrir keppnina.
Ég varð að liggja fyrir á milli stökka
og gat aðeins gengið um áður en ég
fór af stað í stökkin," sagði Vala í
samtali við DV i gærkvöld.
„Það var mjög slæmt andlega að
keppa meidd og ég varð að bíta á
jaxlinn þegar ég lagði af stað í
stökkin." Vala fór yfir 3,70 m og
3,90 m í fyrstu tilraun, en yfir 4
metra í 3. tilraun eins og fyrr segir.
„Nú er bara að fara heim til Sví-
þjóðar, fara í röntgenmyndatöku og
fá sig góða af þessum meiðslum,"
sagði Vala.
Vala hefur notið liðsinnis læknis
sænska landsliðsins. Án aðstoðar
hans hefði hún ekki getað tekið þátt
í mótinu.
Sveinn komst ekki í úrslit
Einn annar íslendingur, Sveinn
Margeirsson, keppti á mótinu í Lju-
bljana. Hann keppti í 3000 m hindr-
unarhlaupi, en komst ekki í úrslit.
Sveinn hljóp á 9,30 mín. en á best
9,09 mín. -BL