Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Side 12
• 26 myndbönd y MYNDBAMDA o i ó\io'/\ Barnsrán ★★ Syni milljónerans Toms Mullens er rænt og tveggja milljóna dollara kraíist sem lausnargjalds. Hann og kona hans eru auðvitað í öngum sínum en kalla þó alríkislögregluna til aðstoðar og ætla í fyrstu að borga lausnargjaldið. Eftir að tilraun til að af- henda féð fer út um þúfur fær auðkýfingurinn bak- þanka og ákveður að borga ekki heldur bjóða peningana þess í stað sem verðlaun til höfuðs mannræningjunum. Þetta er ein af þessum afar vel gerðu myndum sem eru þó á engan hátt eftirminnilegar vegna þess að innihaldið vantar. Hugmyndin að sögufléttunni er ágæt en handritið er veikburða og því fer sem fer. Russo og Gibson eru bæði fremur litlaus í hlutverkum foreldranna og sálarlegi taugatitringurinn verður óspenn- andi fyrir vikið. Mannræningjarnir eru hins vegar af bestu sort og per- sónusköpun almennileg á þeim bænum. Sá flokkur inniheldur nokkra félega fugla og þar fara fremst í flokki Lili Taylor og Gary Sinise sem ber af öðrum leikurum í myndinni. Vondu kallamir gera myndina að þolanlegri skemmtun. RANSOM. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Ron Howard. Aðalhlut- verk: Mel Gibson. Bandarísk, 1996. Lengd: 116 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ Nýjasta jónan frá Spike Lee ★★★ Tuttugu manna hópur svertingja stígur upp í lang- ferðabifreið sem er að hefja fjögurra daga ferðalag til Washington DC, þar sem milljón manna gangan á að fara fram, en hún var skipulögð af einum helsta for- ystumanni svartra í Ameríku, séra Farraqhan. í hópnum er að finna allar manngerðir úr öllum stig- um þjóðfélagsins, ólíka einstaklinga sem eiga aðeins litarháttinn sameiginlegan (þó þeir séu reyndar mis- litaðir). Spike Lee hóf feril sinn með myndum sem notuðu grín og alvöru til að draga fram fáránleika kynþáttahaturs og tókst vel upp. Síðari verk hans hafa verið bitlausari en hér er hann aftur kominn til upprunans. í stað þess að predika yfir okkur færir hann okkur boðskapinn smám saman í gegnum glettin atriði og passcir sig á að skemmta áhorfandanum um leið. Því miður missir hann sig í endann og reynir að troða öllum boð- skapnum í eina lokaræðu sem eyðileggur mikið fyrir annars góðri mynd. Öflugur leikhópur lítið þekktra leikara hjálpar Spike Lee til að skapa eftirminnilegan hóp karaktera. Kvikmyndatakan er í heimildar- myndastíl sem virkar vel í svona hálfsannsögulegri sögu. GET ON THE BUS. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Spike Lee. Aðalhlutverk: Of margir til að telja þá alla upp. Bandarísk, 1996. Lengd: 121 mín. Öllum leyfð. PJ ★★★ í kjötfar sjátfsmorðs Maggie og Sam eru millistéttarhjón með þrjú böm. Fjölskyldan virðist vera sannkölluð fyrirmyndarfjöl- skylda en sú spilaborg hrynur þegar frumburðurinn, sonur þeirra, fremur sjálfsmorð. Hann hafði verið fremur niðurdreginn um tíma en átti þó ekki í neinum þess konar vandamálum að nokkrum gæti dottið í hug að hann myndi stytta sér líf. Við tekur erfiður tími hjá fjölskyldunni og Maggie og Sam takast á við atburðinn og sorgina sem honum fylgir með mismunandi hætti. Hér er verið að takast á við gríðarlega erfitt og tilfinn- ingaþrungið efni og tekst ansi vel til. Myndin er oft mjög átakanleg og vissara fyrir viðkvæma að hafa nóg af vasaklútum við höndina en myndin er þó alls ekki væmin. Hér er fyrir alvöru verið að reyna að velta upp alvöru vandamáli, sem er afar virðingarvert. Framvind- an og persónusköpunin verður einstöku sinnum svolítið einfeldningsleg en fyrir mestan partinn er myndin sönn og áhrifamikil. Umgjörðin er í lág- marki og leikarar í ódýrari kantinum enda um sjónvarpsmynd að ræða. Meredith Baxter er þaulvön svona myndum, lék nýlega heróínsjúkling í sjónvarpsmynd, en betri er þó Bruce Davison, sem fer afar vel með tilfinn- ingar fóðurins. After Jimmy. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Glen Jordan. Aöalhlutverk: Meredith Baxter og Bruce Davison. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 12 ára. PJ Uppsker eins og til er sáð ★ BJónas Þór er skrifstofúblók sem vinnur hjá fóöur kærusfimnar sinnar og býr hjá honum einnig. Sá er vargur hinn mesti og ráðskast með greyið Jónas þangað til hann fær nóg og stingur af með kreditkort gamla kallsins. Hann lifir hátt og gamnar sér með hverri konunni á fætur annarri þangað til kortið er tekið af honum. Þá flyfin: hann aftur heim til kalls- ins og óléttrar kærustunnar sinnar og lofar bót og betrun. Fljótlega kemur í ljós að honum hefur tekist að bama allar hinar konurnar líka og hann er því á leið með að verða fimmfaldur faðir með fimm mis- munandi konum (sem allar verða síðan auðvitað léttari á einum og sama deginum). Hér er um ágætishugmynd að ræða og hefði mátt búa til ansi skondna mynd úr. Handritið er hins vegar slappt og ófyndið og atburðarásin heldur hæggeng, myndin er viðvaningslega leikin og lítið um að vera í kvikmyndatöku. í heildina er myndin þvi fremur heimsku- leg en áhugaverð, fremur langdregin en skemmtileg, fremur leiðinleg en fyndin. Jóhann fær þó prik fyrir viðleitni. EIN STÓR FJÖLSKYLDA. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jóhann Sig- marsson. Aöalhlutverk: Jón Sæmundur Auðarson. íslensk, 1995. Lengd: 78 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 Ný 1 Ransom Sam-myndbönd Spenna 2 Ný 1 Daylight ClC-myndbönd Spenna 3 Ný 1 Fled Warner myndir Spenna 4 4 2 Setitoff Myndform Spenna 5 1 4 Turbulence Sam-myndbönd Spenna 6 2 6 Sleepers Háskólabíé Spenna 7 3 3 Bound Sam-myndbönd Spenna 8 . : 3 Frighteners ClC-myndbönd Spenna 9 9 2 That Thing You Do! Skrfan Gaman 10 7 I 6 i Glimmer Man Warnermyndir Spenna 11 8 3 Mirror Has Two Faces Skrfan Gaman 12 5 . 5 Maximum Risk WISKSjli, Skrfan Spenna 13 : Ný : i ; Shes the One skítan Gaman 14 10 g i First Wives Club ClC-myndbönd Gaman 15 : ii 7 : Secrets and Lies Háskélabíó , Drama 16 13 U ■MM, i Long Kiss Goodnight l Myndform Spenna 17 12 ; 7 < Djöflaeyjan Skrfan < Gaman i8 ; 14 6 : i Matilda Skrfan Gaman 19 Ný i ; Blow Out Háskélabíé ; Spenna 20 i7 ; i 3 Booty Call Skífan Gaman Talsveröar breytingar hafa orðiö á myndbandalist- anum frá því í síöustu viku. Þrjár nýjar myndir hafa stokkiö beint í þrjú efstu sæti listans. Á toppnum trónir spennumyndin Ransom meö Mel Gibson í aö- alhlutverki. Þar á eftir kemur myndin Daylight meö Sylvester Stallone og í þriöja sæti er spennumynd- in Fled með Laurence Fishburne og Stephen Bald- win í aðalhlutverkum. Myndbandaáhugamenn virö- ast sækjast eftir spennu þessa vikuna því einungis spennumyndir sitja í fimm efstu sætum mynd- bandalistans. Á myndinni sést Mel Gibson í hlutverki sínu í spennumyndinni Ransom. Set It off Ransom Mei Gibson og Rene Russo. Auðkýfingurinn Tom Mullen (Mel Gibson) og eiginkona hans lenda í verstu martröð allra for- eldra þegar ungum syni þeirra er rænt. Mullen fær senda mynd í pósti af syn- inum bundnum og kefluðum ásamt kröfum um svimandi hátt lausnargjald. Mullen er nauð- beygður til að verða við kröfum ræningj- anna. En þegar af- hending lausnar- gjaldsins fer út um þúfur ákveður Mul- len að taka mestu áhættu lífs síns. Daylight Sylvester Stallone, Amy Brenneman og Viggo Mortensen. Glæfraakstur bí- ræfinna bankaræn- ingja berst inn í göng undir Hudson-á og endar með árekstri við tankbil fullan af eldfimum efnum. Gríðarleg sprenging verður í göngunum sem veldur hruni þeirra. Farþegar í göngunum lokast inni og brátt byija þau að fyllast af vatni og eiturgufum. Bjargvætturinn er Kit Latura (Stallone), fyrrum björgunar- sveitarmaður, sem býr yfir skelfilegri reynslu úr fortið sinni. Fled Laurence Fishbur- ne og Stephen Baldwin. Gamansama spennumyndin Fled hefst á því að til handalögmála kemur milli þeirra Pipers og Dodge sem eru fangar í vegavinnu- flokki. Þeim tekst að flýja og lögreglan set- ur allt í gang til að ná þeim. Þar að auki eru þeir með leigu- morðingja mafiunn- ar á hælunum. Ástæðan fyrir áhuga mafiunnar á þeim er sá að Dodge býr yfir vitneskjum um disk- ling sem hefur að geyma ólögleg leynd- armál mafiunnar. Jade Pinkett, Qu- een Latifah, Vivca A. Fox og Kimberly Elise. Þær Stony, Cleo, Tisean og Frankie hafa alist upp í einu úthverfi Los Angel- es-borgar. Þær hafa þurft að þola margt misjafnt og hafa alltaf staðið saman þegar einhver þeirra hefur átt í vandræð- um. Röð atvika hefur leitt til þess að ein þeirra á á hættu að missa bam sitt. Vin- konurnar fjórar ákveða því að ffeista gæfúnnar, snúa vöm í sókn og leggja út á hættulega braut, enda telja þær sig engu hafa að tapa. Turbulence Ray Liotta og Laur- en Holly. Flugþjónninn Teri Halloran, sem leik- inn er af Lauren Holly, bjóst við ein- földu flugi. En loftið fyllist af óþægilegum kulda þegar fjórir lögregluþjónar koma um borð með tvo dæmda glæpamenn. Annar er fjöldamorð- inginn Ryan Weaver, sem leikinn er af Ray Liotta, en hinn er miskunnarlaus ræn- ingi sem heitir Stubbs. Þegar vélin er komin á loft er áhöfnin vöruð við miklu óveðri sem sé fram undan. En í vél- inni brýst út annars konar óveður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.