Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Síða 12
26 ^pyndbönd MYNDBAItDA B !'\IOV\ Sannsögulegt *** Margir muna eftir atburðunum á Norður-írlandi árið 1981 þegar 10 félagar IRA-samtakanna sveltu sig í hel í hungurverkfalli í fangelsi nokkru. Þeir höfðu um langt skeið staðið í mótmælaaðgerðum þar sem þeir vildu öðlast stöðu stríðsfanga fremur en glæpa- manna í refsivist. Meðal þeirra ráða sem fangelsis- yfirvöld gripu til var að meina þeim um að fara á klósettið og fangarnir giúpu því til þess ráðs að smyrja saur sínum á klefaveggina. Hungurverkfallið leystist upp eftir að nokkrar mæður höfðu nýtt sér lagalegan rétt sinn til að láta gefa sonum sínum næringu í æð eftir að þeir höfðu fallið í dá. Myndin segir sögu tveggja mæðra sem stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðun. Myndin er mjög athyglisverð, sér- staklega þar sem atburðirnir standa okkur mjög nærri, bæði í tíma og rúmi. Leikstjórinn vill greinilega ekki tapa trúverðugleika með óþarfa dramatík og myndin verður fyrir vikið kannski svolítið þurr. Helen Mirren er góð í aðalhlutverkinu en Fionulla Flanagan stelur eiginlega senunni í hlutverki móðurinnar sem eindregnari afstöðu tekur með málstað IRA. Some Mother's Son. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Terry George. Aöal- hlutverk: Helen Mirren og Fionulla Flanagan. Bresk, 1996. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 12 ára. PJ Læknahasar ** Hugh Grant leikur lækni á bráðamóttöku sem fær til stn sjúkling haldinn einkennum sem hann kann ekki að gera skil á. Sjúklingurinn deyr og þegar hann spyrst fyrir um hvað krufhing hafi leitt í ljós virðist sem líkið hafi týnst. Eftir því sem hann sæk- ir fastar að komast að sannleikanum um málið mæt- ir hann meiri andstöðu og greinilegt er að valdamikl- ir aðilar vilja ekki að sannleikurinn komi fram. Hugh Grant leikur hér í fyrstu Hollywood- spennu- mynd sinni og ferst það bara ágætlega úr hendi. Per- sóna læknisins er ágætlega hönnuð, óvenju greindar- leg hasarhetja en missir trúverðugleika þegar hann fer að lumbra á þrautþjálfuðum alríkislögreglumanni. Aðrir leikarar eru svona lala og skástur David Morse en Gene Hackman virðist óvenjudaufur. Myndin fer ágætlega af stað og nær fram ansi dularfullu og ógnvænlegu and- rúmslofti en fatast flugið þegar læknirinn fer að hitta heimilisleysingj- ana. Það atriði er afar heimskulegt og myndin nær sér aldrei upp úr meðalmennskunni eftir það. Hún er þó vel þolanleg afþreying. Extreme Measures. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Michael Apted. Aðalhlut- verk: Hugh Grant og Gene Hackman. Bandarísk, 1996. Lengd: 113 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ Sjátfstortíming snillings Myndin segir frá listmálaranum Basquiat sem varð frægur í byrjun níunda áratugarins og lést síð- an af völdum eiturlyfja árið 1988. Við þekkjum sög- una vel: Snillingur er oss fæddur, fólk fattar að hann er snillingur, hann verður rosafrægur en tekst ekki að meðhöndla álagið sem frægðinni fylgir. Hann dópar sig i klessu og drepst. Ekki tekst myndinni að koma meintum mikilfengleika Basquiat til skila, enda óvist að hann hafi verið til staðar, en hún er hins vegar listrænt vel unnin og uppfull af sterkum, sjónrænum atriðum. Höfuðstyrkur myndarinnar liggur þó í áhugaverðum persónum og stórgóðum leikurum en leikstjóranum hefur tekist að fá ótrúlegan fjölda stórleik- ara í myndina. Jeffrey Wright er hæfilega fjarrænn og undarlegur fyr- ir aðalhlutverkið, Benicio Del Toro leikur sér að hlutverki vins Basqui- ats, David Bowie er stórskrýtinn og stórskemmtilegur sem Andy War- hol og Michael Wincott-sýnir á sér nýja hlið, leggur harðnaglahaminn frá sér og túlkar á frábæran hátt viðkvæman umboðsmann með stjömublik í augum. Einnig má nefna Dennis Hopper og Gary Oldman en fleiri má sjá í pínuhlutverkum. Basquiat. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Julian Schnabel. Aðalhlutverk: Jeffrey Wright. Bandarísk, 1996. Lengd 107 mín. Öllum leyfð. PJ Svikavefur *★+* Tveir leigumorðingjar laumast inn í hús að nætur- lagi og fremja morð. Sá yngri skýtur siðan þann eldri og telur hann dauðan en sá gamli er seigur og kemst undan. Hann tekur síðan mislitan hóp fólks í gísl- ingu á meðan sá yngri fer að hitta samsærismenn sína. Gallinn er sá að launin fyrir verkið eru í pen- ingakassa á morðstaðnum, þar sem allt er krökkt af löggum. Söguþráðurinn er snotur flétta sem gengur ágætlega upp þar sem ekki er verið að taka sig of al- varlega. í stað þess að kafa mjög djúpt í söguþráðinn er athyglinni beint að skemmtilegum persónum og aðstæðum. Hugmyndarík atburðarás kitlar hláturtaugar áhorfendans og þá er vert að fylgjast með töktunum í mörgum leikurunum. Danny Ai- ello og James Spader skapa tvo afar ólíka leigumorðingja og eru hver öðrum betri. Einnig má geta Peters Hortons í hlutverki rætins lista- verkasala, Jeff Daniels í hlutverki lögreglumanns með hegðunarvanda- mál og Pauls Mazurskys sem leikur leikstjóra í sjálfsmorðshugleiðing- um. Allt í allt er myndin hin besta skemmtun. Two Days in the Valley. Útgefandi Sam myndbönd. Leikstjóri John Herzfield. Aðalhlutverk: Danny Aiello, James Spader o.m.fl. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 Myndbandalisti vikunnar 29. júlí til 4. ágúst júlí SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 1 3 Ransom Sam-myndbönd ■ Spenna 2 2 3 Fled 1 Warner myndir j Spenna 3 3 3 Daylight ClC-myndbönd j Spenna 4 7 2 High School High | Skífan Gaman J 5 Ný 1 Extreme Measures Skrfan Spenna 6 Ný 1 Preacher's Wife Sam-myndbönd Gaman 7 6 3 She's the One Skífan Gaman 8 4 4 Set it off Myndform Spenna 9 13 2 Two Days in the Valley Sam-myndbönd Spenna io ! Ný 1 Shine Háskólabíó TJ Drama 11 10 4 That Thing You Do! Skrfan Gaman 12 12 t 5 Mirror Has Two Faces Skífan , Gaman 13 11 5 Frighteners ClC-myndbönd Spenna 14 8 5 Bound Sam-myndbönd Spenna 15 9 8 : Sleepers Háskólabíó Spenna 16 5 r 6 Turbulence Sam-myndbönd Spenna 17 14 8 Glimmer Man Warnermyndir Spenna 18 15 ; 7 : Maximum Risk : Skrfan Spenna 19 ; Ný i Trigger Effect ClC-myndbönd Spenna 20 : 17 9 Secrets and Lies Háskólabíó Drama Spennumyndin Ransom trónir á toppi myndbanda- listans, þriðju vikuna í röö. Tvær nýjar myndir hafa komist inn á listann, í þriðja og fjórða sæti. Þaö eru High Scool High í fjórða sæti og Extreme Measures í fimmta. Efstu sætin þrjú eru hins vegar eins skip- uð og í síöustu viku, og virðast myndirnar í þeim nokkuð fastar i sessi. Á myndinni er Hugh Grant á fullum dampi viö björg- un mannslífa. Ransom Fled Daylight Mel Gibson og Rene Russo. Auðkýfingurinn Tom Mullen (Mel Gibson) og eiginkona hans lenda í verstu martröð allra for- eldra þegar ungum syni þeirra er rænt. Mullen fær senda mynd í pósti af synin- um, bundnum og kefluðum, ásamt kröfum um svimandi hátt lausnargjald. Mullen er nauðbeygð- ur til að verða við kröfum ræningjanna. En þegar afhending lausnargjaldsins fer út um þúfur og skotb- ardagi brýst út ákveður Mullen að taka mestu áhættu lífs síns. Laurence Fish- burne og Stephen Baldwin. Gamansama spennumyndin Fled hefst á þvi að til handalögmála kemur milli þeirra Pipers og Dodge sem eru fangar í vegavinnu- flokki. Þeim tekst að flýja og lögreglan set- ur allt í gang til að ná þeim. Þar að auki eru þeir með leigu- morðingja mafíunn- ar á hælunum. Ástæðan fyrir áhuga mafíunnar á þeim er sú að Dodge býr yfir vitneskju um disk- ling sem hefur að geyma ólögleg leynd- armál mafíunnar. Sylvester Stallone, Amy Brenneman og Viggo Mortensen. Glæfraakstur bí- ræfinna bankaræn- ingja berst inn í göng undir Hudson-á og endar með árekstri við tankbíl fullan af eldfimum efnum. Gríðarleg sprenging verður í göngunum sem veldur hruni þeirra. Farþegar í göngunum lokast inni og brátt fer að safnast í þau vatn og eiturgufur. Farþeg- arnir eru dauðans matur nema út- gönguleið finnist. Bjargvætturinn er Kit Latura fyrrum björgunarsveitar- maður. High School High Jon Lovitz, Tia Car- rere og Louise Fletcher Lovitz leikur hrekklausan kenn- ara, Richard C. Cl- ark, sem tekur upp á því að flytja sig um set og hefja kennslu við hinn alræmda Marion Barry fram- haldsskóla. Fljótlega uppgötvar hann að nemendurnir vilja gera flest annað en að láta troða í sig einhverjum vísdómi. Þarna er nefnilega samankomið þvílíkt lið af afspymuléleg- um námsmönnum að annað eins hefur tæplega sést. Extreme Mea- sures Gene Hackman og Hugh Grant. Þegar heimilislaus maður, sem ber arm- band merkt nafni þekkts sjúkrahúss, deyr á slysavarð- stofu í New York veitir enginn því at- hygli nema ungur læknir, Guy Luthans að nafni. Hann ákveður því að grennslast fyrir um málið og ekki liður á löngu uns athygli hans beinist að virtri og víðfrægri rann- sóknarstofnun sem stýrt er af einum fæ- rasta og frægasta lækni og vísinda- manni landsins, dr. Lawrence Myrickck.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.