Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Side 4
18 um helgina FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 Hátíðarsýning Árnastofnunar: Lýkur um helgina Hátíðarsýningu í Stofnnn Árna Magn- ússonar á íslandi fer nú senn að ljúka. Á sýningunni í Árna- garði við Suðurgötu gefst fólki einstakt tækifæri til að sjá nokkra af mestu dýrgripum þjóðar- innar því að þar eru til sýnis Konungs- bók Eddukvæða, Snorra-Edda, Flat- eyjarbók, sem er stærst íslenskra handrita, og Möðru- vallabók með 11 ís- lendingasögum, þar á meðal Egils sögu, Njálu og Laxdælu. Einnig eru á sýning- unni handrit Landnámu, íslend- ingabókar, Grágásar, Jónsbókar og kaupbréf fyrir Reykjavík. Vönduð sýningarskrá um öll þessi handrit er innifalin í aðgangseyri. Þess má geta að nú hefur verið bætt á sýninguna handritunum tveimur sem síðast komu til lands- ins. Annað þeirra hefur að geyma prédikanir og er líklega það elsta sem varðveist hefur á íslensku máli, en hitt handritið er annað aðalhandrit Stjórnar, þýðingar úr Gamla testamentinu með skýring- um og myndum. Stjórn er eitt feg- ursta handritið frá mesta blóma- skeiði islenskrar bókagerðar á miööldum. í anddyri Árnagarðs og sérstök- um sýningarsal er einnig hægt að fræðast um gerð handrita, mynd- list í handritum, útgáfur fornrita og sögu handritanna. Þar má einnig hlusta á rímnakveðskap og söng úr segulbandasafni Árna- stofnunar með þjóðfræðaefni. & r ' w VILT PU fi .6® *\o :vc w Áskrift að daglegum fréttum frá íslandi er auðveld og þægileg leið til þess að vera í beinu sambandi við ísland. TUboð til námsmanna erlendis er aðeins kr. 995 á mánuði í þrjá mánuði <* > tfS \ - \rfVÖ'> v:'v' . , °s i - & y/M iT^ FRETTIR UR FJÖLMIÐLUM Þverholt 11. Sími 550 5000. Fax 550 5999. Netfang: faxfréttir@ff.is Faxfréttir úr fjölmiðlum eru fréttir frá (slandi og færa lesandanum á stuttu og aðgengilegu formi þær fréttir sem eru efst á baugi hverju sinni. Faxfréttir koma út 5 daga vikunnar á tveim síðum. mánudaga til föstudaga. kl. 13 að íslenskum tíma. Sendingartími fer annars eftir samkomulagi. Dreifileiðir eru í gegn um fax og tölvupóst. Sýning í Perlunni: Landsýn listakonu Fjaðrir, skeljar, rósir og önn- ur náttúruleg efni ásamt hefð- bundinni olíumálningu eru uppistaðan og hráefnið í verk- um Ingu Hlöðversdóttur sem eru til sýnis í Perlunni þessa dagana. Verkin eru meira en 30 talsins og flest unnin á síðustu 5 ánun en Inga hefur búið og starfað í Hollandi og Frakklandi undanfarinn áratug. Inga brautskráðist frá MHÍ árið 1987 og 1989 frá listaháskól- anum í Rotterdam. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Hollandi og haldið einkasýning- ar í bæði London og París. Sýn- ingin í Perlunni, sem ber heitið „Landsýn“, er hins vegar fyrsta sýning Ingu hérlendis. Einfóld og óræð form eru ríkjandi í myndum Ingu og megináhersla lögð á litasamsetningu, blæ- brigði og dulúðugar stemningar. Þó má segja að í verkunum felist íslensk landsýn listakon- unnar. Sýningin stendur til 7. september. Stöðlakot: Sýning á grafíklist í síðustu viku opnaði Ríkharður Valtingojer sýningu á graíikmynd- um í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Viðfangsefhi sýningarinnar skiptast í þrennt: Einn hlutinn er smámynd- ir unnir i mezzotintu og er myndefnið sjávarmál þar sem haf og land mætast. Annar hlutinn eru myndir unnar í mónotýpu og þurr- nál. Loks eru stórar myndir þar sem kemur fram ákveðin ádeila á hina ýmsu þætti samfélagsins. Ríkharður Valtingojer fæddist í Bozen í S-Týról 1935 og ólst upp í Austurríki. Að loknu myndlistarná- mi í Graz hélt Ríkharður til íslands þar sem hann réði sig á togara og var tvö ár til sjós. Hann settist síð- an að á íslandi og hefur haft mynd- list að aðalstarfi síðan. Síðastliðin 20 ár hefur Ríkharður nær ein- göngu unnið í grafík og einnig starf- að sem kennari við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ríkharður unnið til fjölda verð- launa og viðurkenninga, þar á með- al menningarverðlauna DV 1980. — I ^ftö Ríkharður Valtingojer sýnir í Stöðlakoti þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.