Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Page 9
MIÐYIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
9
Utlönd
Þessi skemmtilega mynd af tunglmyrkva var tekin viö kirkju heilags Lúkasar í Bologna á Ítalíu f gærkvöldi. Stjörnu-
fræöingar hafa tilkynnt aö tungimyrkvinn nú veröi síöasti almyrkvinn þar til einhvern tíma á næstu öid. Því sýnast
tunglin vera þrjú aö Ijósmyndarinn tók þrisvar sinnum á sömu filmuna. Símamynd Reuter
Bandarísk hjálparstofnun
Sjöundi hver íbúi
Kóreu er fallinn
Sjöundi hver íbúi sumra héraða
Norður-Kóreu norðanverðrar hafa
dáið úr hor og í landinu sunnan-
verðu kann ástandið að vera enn
verra, að sögn starfsmanna banda-
rískrar hjálparstofnunar, World
Vision.
Stofnunin segir að milljónir
manna kunni að hafa orðið hung-
ursneyðinni í Norður-Kóreu að bráð
á undanfómum mánuðum. Það eru
mun fleiri en aðrar hjálparstofnanir
hafa talið til þessa.
„Varlega áætlað hefur að minnsta
hálf miiljón manna dáið á þessu ári.
Ef svipað ástand er um land allt
í Noröur-
úrhor
hafa kannski ein eða tvær milljónir
manna dáið,“ sagði Andrew Natsi-
os, varaforseti World Vison.
Hann sagði brýnt að þjóðir heims
hættu að líta á ástandið í Norður-
Kóreu sem matarskort því þar ríkti
ekkert annað en hungursneyð af
verstu gerð. Reuter
Ný skipting iðgjalda
Ellilífeyrir ■ Örorkulifeyrir Fjölskyldulífeyrir
LífeyrissjóSurinn er deildaskiptur. Á aðalfundi
1997 var samþykkt aS 76% iSgjalda
fari til greiSslu ellilífeyris, 12% til örorku-
lífeyris og 12% til fjölskyldulífeyris.
rir
meinaði
lífeyrissjóðurinn
Grœddur er geymdur lifeyrir
SuSurlandsbraut 30
108 Reykjavík
Simi 510 5000
Fax 510 5010
Grænt númer 800 6865
HeimasíSa:
http://www.lifeyrir.rl.is
Netfang:
mottaka@lifeyrir.rl.is
Afgreiðslutími skrifstofu
Frá 16. september 1997 er skrifstofa
sjóSsins opin frá kl. 9.00 til 1 7.00
alla virka daga.
Yfirlit send til sjóðfélaga
Yfirlit hafa veriS send til allra greiSandi
sjóSfélaga yfir skráS iSgjöld frá 1. janúar
1997 til 31. júlí 1997. SjóSfélagar eru
hvattir til aS bera þau saman viS launaseSla.
Beri þeim ekki saman er áríSandi aS hafa
strax samband viS sjóSinn því dýrmæt réttindi
geta glatast vegna vanskila á greiSslum.
Ný bók um bresku konungsQ ölskylduna:
Smekklaus klmnigáfa
og ofbeldi við hásætið
Bresk dagblöð hæddust í morg-
un að nýrri bók ævisagnaritarans
Kitty KeÚey um bresku konungsfjöl-
skylduna. Bókin mun vera fúll af
slúðri og segja dagblöðin rithöfund-
inn eiga í vandræðum með að
greina á milli staðreynda og hugar-
flugs. í Times segir meðal annars að
bókin sé lítið annað en sögusagnir
og óstaðfestar fullyrðingar höfund-
arins. Bókin verður ekki gefin út í
Bretlandi vegna strangrar meið-
yrðalöggjafar.
Bresku dagblöðin hafa það eftir
fólki, sem Kelley tilgreinir sem
heimildarmenn sína, að það hafi
ekki látið henni í té neinar gagnleg-
ar upplýsingar. Skáldsagnahöfund-
urinn Barbara Cartland, sem var
stjúpamma Díönu prinsessu, kveðst
aldrei hafa talað við né átt í bréfa-
skriftum við Kelley. Segist Cartland
hafa verið vöruð við Kefley sem rit-
að hefur umdeildar ævisögur
Franks Sinatra, Nancy Reagan og
Jacqueline Kennedy Onassis.
Bókin um konungsfjölskylduna
kemur út í Bandaríkjunum í vik-
unni. Kelley hefúr lýst því yfir að
hún hafi viljað að bókin kæmi ekki
út fyrr en eftir nokkra mánuði
vegna nýlegs fráfalls Díönu
prinsessu. Talsmaður Warner Bros
fyrirtækisins segir að útgáfu bókar-
innar hafi verið flýtt þar sem marg-
ir hafi farið fram á viðtöl við Kelley
eftir andlát Díönu. Kefley hafi ekki
vfljaö veita viðtölin nema hafa bók-
ina í hendi.
íbókinni er greint frá meintu
framhjáhaldi, samkynhneigð, heim-
ilisofbeldi, fíkniefnanotkun og
smekklausri kímnigáfu. Konungs-
fjölskyldan á auk þess að vera
plöguð af smásálarhætti, nísku og
afbrýðisemi. Einn fjölskyldumeðfl'n-
ur er sagður telja kjúklingr .ia í
frystikistu hverrar hallar. Kelley
skrifar einnig aö ekki hafi verið af-
sannaður sá gnmur að konunglegur
fjölskyldumeðlimur hafi verið lausa-
leiksbam þjónustustúlku frá Wales.
Að sögn Kelley eyddi hún fjór-
um árum í að taka viðtöl við 800
manns vegna ritunar bókarinnar.
Hún fær um 280 mifljónir króna fyr-
irfram fyrir verk sitt. Kelley er
ánægö með heimildir sínar og
stendur við aflt sem hún hefur
skrifaö.
Gervihnöttur sá
þegar vélar
skullu saman
Bandarískur gervihnöttur
greindi skæran blossa úti fyrir
Atlantshafsströnd Afríku á laug-
ardag þar sem talið er aö banda-
riskar og þýskar herflugvélar
hafi skollið saman. Bandariska
landvarnaráðuneytið upplýsti
þetta í gær.
í vélunum voru 33 farþegar.
Eitt lík hefur fúndist.
Brak úr bandarísku flugvél-
inni fannst undan strönd Namib-
íu í gær. Brakið fannst á sömu
slóðum og brak úr þýsku vélinni
fannst á mánudag. Enn sem
komið er, er það áreiöanlegasta
vísbendingin um að vélamar
hafi rekist saman á flugi. Reuter
Til sjóðfélaga
og viðskiptavina
TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ
Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum.
Enska - danska - norska - sænska - franska -
ítalska - spænska - þýska - katalónska -
íslenska fyrir útlendinga
og fjöldi annarra námskeiða.
Innritun f slmum:
564 1527,564 1567 og 554 4391 kl. 17-21.