Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Tapað spil sveitarfélaga Þenslan í atvinnulíflnu hefur gefiö mörgum kennur- um tækifæri til að láta freistast til annarra starfa í þjóð- félaginu. Það auðveldar þeim að segja upp störfum hóp- um saman. Þeir vita, að þjóðfélagið vill nýta vinnu flestra þeirra á öðrum sviðum, ef þeir vilja sjálfir. Á nýliðnum tíma stöðnunar í þjóðfélaginu voru tæki- færi kennara mun færri en nú. Þá voru öryggi og frí í meiri metum en nú, þegar sóknin í vinnuafl kallar á samanburð í hreinum og tærum krónum. Þá háðu kenn- arar fræg verkfóll án þess að ná neinum árangri. Nú er verkfall aftur í aðsigi, en aðstæður ólíkar. Nú standa nýir viðsemjendur kennara, sveitarfélögin, frammi fyrir, að langvinnur brestur verði í skólastarfi af völdum kjaradeilunnar. Margir kennarar eru að hverfa til annarra starfa og enn fleiri hugsa sitt ráð. Efnislega er staðan erfið. Sveitarfélögin horfa á heild- argreiðslur til kennara og sjá fram á að geta ekki staðið undir umtalsverðum hækkunum. Kennarar horfa á launagreiðslur frjálsa vinnumarkaðarins og telja sig vera á skítalaunum, sem ekki standi undir nauðsynjum. Sveitarfélögin eru nýtekin við fyrra hlutverki ríkisins í rekstri grunnskóla. Þau hafa misjafnar aðstæður. Sums staðar njóta skólar forgangs, en annars staðar eru þeir taldir hálfgerður lúxus. Sums staðar vilja kennarar vera og annars staðar vilja þeir helzt ekki þurfa að búa. Víða sitja skólastjórar og kennarar í sveitarstjórnum og reyna að setja skólamálin ofar í forgangsröðina. Víða eru kjarasamningar rifnir að lokinni undirskrift og kennurum greitt það, sem þeir þurfa til þess að vilja halda áfram að vinna á tiltölulega afskekktum stöðum. Þannig eru sveitarfélög ekki aðeins í samkeppni við frjálsa vinnumarkaðinn um vinnu kennaramenntaðs fólks. Þau eru einnig í samkeppni hvert við annað um að fá til sín betri kennara eða bara einhverja kennara. Aug- lýsingar frá skólum úti á landi bera þessa merki. Að öllu samanlögðu er samningsaðstaða kennara sterkari en áður og viðsemjenda þeirra lakari en áður. Lögmál markaðarins, sem áður voru óhagstæð kennur- um, hafa snúizt þeim í hag. Þess vegna eru kröfur þeirra að þessu sinni dýrari og stífari en nokkru sinni fyrr. Spumingar dagsins eru tæpast þær, hversu mikið kennarar eigi skilið að fá í laun eða hversu mikið sveit- arfélög hafi ráð á að greiða kennurum. Þetta eru sann- gimisspumingar, sem markaðslögmálin telja sig ekki þurfa að svara og þurfa sennilega ekki að svara. Spumingin er ekki heldur sú, hvort samfélagið eigi að greiða kennumm svo mikið, að fæmstu menn flykkist til slíkra starfa, skólarnir batni og nemendur nái betri árangri. Rannsóknir benda til, að lítið sem ekkert sam- band sé milli skólakostnaðar og árangurs skóla í starfi. Spumingamar em fremur þær, hversu langt kennar- ar geti nýtt sér bætta samningsstöðu gagnvart sveitarfé- lögum, sem verða annars vegar að horfa í budduna og hins vegar til kosninganna, sem verða að vori. Þau þurfa að mæta kjósendum með niðurstöðuna. Það er ekki auðvelt að útskýra fyrir kjósendum tveggja prósentustiga hækkun útsvars vegna kjarasamn- inga. En það getur verið enn erfiðara að útskýra fyrir kjósendum, hvers vegna skólahald fór enn einu sinni úr skorðum og það hastarlegar en nokkru sinni fyrr. Niðurstaðan verður sennilega, að sveitarfélögin munu teygja sig mun lengra í átt til kennara en þau hafa hingað til talið sér fjárhagslega og pólitískt kleift. Jónas Kristjánsson „Á þeim 75 dögum sem Árni Sigfússon var borgarstjóri námu aukafjárveitingar borgarsjóðs um 10 milljónum á dag.“ - Árni Sigfússon tekur við lyklum að Ráðhúsinu. Jafnan bylur hæst í tómri tunnu vistar- og skólamálum, sem hófst á þessu kjör- tímabili. En D-listinn kaus að fara aðra leið og pólitíska forystu- menn hans dreymdi mikla stórveldisdrauma á þessum árum. Mikil þensla varð í rekstri með tilheyrandi út- gjaldaauka og afleiðing- amar þekkjum við öll - sívaxandi skuldasöfn- un. Síðustu mánuðina fyrir kosningar keyrði svo um þverbak en á þeim 75 dögum sem Árni Sig- fússon var borgarstjóri námu aukafjárveitinar borgarsjóðs um 10 millj- „Sú óstjórn sem einkenndi rekst- ur borgarinnar á síðasta kjörtíma- bili leiddi til þess að greiðslu- byrði af lántökum er mikill baggi á borgarsjóði.“ Kjallarinn Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri Þegar Reykjavík- urlistinn tók við stjóm borgarinnar um mitt ár 1994 kom í ljós að staða borgarsjóðs var mun verri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Heild- arskuldir borgar- sjóðs vora 12 millj- arðar króna og höfðu aukist á einu kjörtímabili, þ.e. á áranum 1991-1994, um átta milljarða. Það er því ekki of djúpt í árinni tekið að segja að við hafi blasað sviðin jörð og sjálfstæðismenn skilið eftir sig fjár- vana borg. Engan skyldi undra að borgarbú- um blöskri mál- flutningur sjálf- stæðismanna, þar sem hver talar upp í annan um að lækka skatta og lækka gjaldskrár, og gagnrýna Reykjavíkurlistann fyrir að greiða ekki nægilega hratt niður skuldirnar sem D- listinn safnaði. En eins og máltækið segir þá bylur jafnan hæst í tómri tunnu. Ausiö úr sjóöum borgarbúa Reykjavíkurborg hafði mikið fjárhagslegt svigrúm á áranum 1988-1992. Fram til ársins 1991 naut borgin aðstöðugjalda sem ár- léga gáfu henni um ... og skatttekj- ur fóra vaxandi. Ef vel hefði verið haldið á málum og með ábyrgri fjármálastjóm hefði mátt nýta góð- ærið til þess að styrkja stöðu borg- arsjóðs, til þess að tryggja borgar- búum betri þjónustu á ýmsum sviðum og til þess að hefja fyrr þá markvissu uppbyggingu, t.d. í dag- ónum kr. á dag. Þar var ávísað á framtíðina með innstæðulausum tékkum því þessar viðbótarfjár- veitingar urðu að greiðast með lántöku. Sá fjáraustur úr sjóðum borgarbúa var hluti af kosninga- baráttu þar sem ekkert var til sparað. Sú ósfjórn sem einkenndi rekst- ur borgarinnar á síðasta kjörtíma- bili leiddi til þess að greiðslubyrði af lántökum er mikill baggi á borg- arsjóði. Greiðslubyrðin fór úr 31 millj. kr. árið 1991 í um þúsund millj. kr. eða einn milljarð á árinu 1996. Þessi milljarður er sá reikn- ingur sem sjálfstæöismenn senda borgarbúum á hverju ári og greið- ist af sköttum þeirra. Tekist á viö fortíöarvanda í tíð Reykjavíkurlistans hefur verið tekist á við þennan fortíðar- vanda og margt áunnist í fjármál- um borgarinnar á sl. þremur árum. Nægir aö nefna að skulda- söfnun borgarsjóðs hefur verið stöðvuð og tekist hefur að stöðva sjálfvirka hækkun rekstrarút- gjalda. Þannig hafa rekstrarút- gjöldin ekki hækkað í krónum talið frá árinu 1994, ef frá er talin hækkun sem óhjákvæmilega varð við yfirtöku grannskólans á síð- asta ári. Hlutfall rekstrarútgjalda af tekjum var komið í 96,4% árið 1994 en var 82% á síðasta ári. Tekin hafa verið upp ný vinnu- brögð og markvissari en áður við stjórn borgarinnar og rekstur málaflokka. Til þess að hægt sé að grípa i taumana ef stefnir í fram- úrkeyrslu í einstökum málaflokk- um þurfa upplýsingar þar að lút- andi að liggja fyrir í tíma. Því er nú gert ráð fyrir að lögð séu fram milliuppgjör þrisvar á ári sem eru forsenda þess að hægt sé að halda rekstri borgarinnar innan þess ramma sem markaður er í fjár- hagsáætlun hverju sinni. Uppgjör nú á miðju ári sýndi að frávik í rekstri stefna að óbreyttu í um 200 millj. kr og 100 millj. kr. í bygging- arframkvæmdum. í 'borgarráði hafa verið lagðar fram hugmyndir um 100 m.kr. sparnað í framkvæmdum og 70 m.kr. sparnað í rekstri. Nái þetta fram að ganga stendur eftir óleyst- ur útgjaldavandi upp á um 135 m.kr. sem er innan við 1% af áætl- uðum rekstrargjöldum og fjárfest- ingu á árinu. Þær hugmyndir sem hafa verið til umfjöllunar að undanfömu í nefndum og ráðum þeirra stofn- ana sem stefndu fram úr fjárveit- ingum hafa mætt andstöðu sjálf- stæðismanna. Þeir fylgja spamaði og ráðdeildarsemi í orði en forðast hann eins og heitan eldinn á borði. Þeir hafa eins og áður kosið að taka enga ábyrgð á fjármálum borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Skoðanir annarra Tollvernd og raungengi „Það er heldur langt mál og tæknilegt að rekja að með tollum er hægt að halda raungengi og kaup- mætti launa hærra en það annars væri án þess að leiði til viðskiptahcdla. Það er hins vegar óumdeilt meðal hagfræðinga. Með tollvernd verður raungengi rangt í þeim skilningi að of lítið er flutt út og inn og þá nýtast ekki kostir þess að þjóðir sérhæfi sig í því sem þær gera vel.“ Markús Möiler í Mbl. 16. 'sept. Rekstur lífeyrissjóðanna „Færri og stærri lífeyrissjóðir eiga að skila lands- mönnum betur reknum sjóðum. Það er fullyrðing sem oft heyrist. Á grundvelli hennar hefur verið unnið að því að sameina sjóðina. Verulegur árangur náðist á þessu sviðiö í fyrra. Þá fækkaði sjóðunum um 11 vegna sameiningar. Það skýtur því skökku við aö kostnaður við rekstur sjóðanna hefur ekki hækkað jafn mikið mörg undanfarin ár eins og ein- mitt i fyrra.Þar stefnir í öfuga átt.“ Elías Snæland Jónsson í Degi-Tlmanum 16. sept. Útrás sjávarútvegs- fyrirtækja „Sókn íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja erlendis er til marks um þær miklu breytingar, sem hafa átt sér stað síðustu árin. Fyrirtækin hafa verið að sam- einast og stækka og hafa þvi meira bolmagn en áður til fjárfestinga innanlands sem utan.Þessi útrás er einnig mjög mikilvæg fyrir íslenzk þjónustufyrir- tæki sjávarútvegsins, sem fá nýja markaði fyrir framleiðslu sína. Þjóðhagslega séð er þessi útrás sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög mikilvæg." Úr forystugrein Mbl. 16. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.