Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Page 15
Valdimar er óhress með nýju reglurnar Valdimar Grímsson, landsliösmaður og þjáifari Stjömunnar, lýsti yfir öánægju meö nýju reglumar í handboltanum á kynningarfundi 1. deildarliðanna í gær. í vetur byrjar markvörður með boltann þegar mark hefur verið skorað og þá er tek- ið mun harðar á grófum brotum en áður. „Ég tel að þetta sé röng þróun. Það á að leyfa mönnum að takast á í handbolt- anum og vamarleikurinn þarf að fá að njóta sín. Ef líkamlegi styrkurinn er tek- inn í burtu er mikið tekið frá áhorfendum og þetta má ekki þróast þannig að menn megi ekki lengur snerta hver annan," sagði Valdimar. Vitnaö var i að mikið hefði verið um hrottvísanir og rauð spjöld á opna Reykja- víkurmótinu á dögunum og það verður fróðlegt að fylgjast með hvemig dómgæsl- an fer af stað á nýju tímabili. -VS MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Þórður efstur að stigum í belgísku knattspyrnunni DV Belgíu: Þórður Guðjónsson hefur staðið sig sérlega vel með liði Genk í fyrstu umferðunum í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu. Hann er efstur í einkunnagjöf belgíska blaðsins Het Nieuwsblad ásamt sex öðmm leikmönnum. Lið Genk hefur komið mjög á óvart og er efst í deildinni með fimm sigra í jafnmörgum leikjum. -KB Þorgils Óttar Mathiesen „Mótið verður mjög jafnt en Haukar, Valur, FH og Fram verða í slagnum um titilinn. KAog Afturelding verða heldur ekki langt undan. Síöan á ég von á því að það verði ÍBV, ÍR, Breiðablik pg HK sem berjast um að halda sér í deild- inni.“ Iþróttir Hvernig fer íslandsmótið í handknattleik karia í vetur? IBV-Stuttgart Forráöamenn ÍBV stuðningsmenn og styrktaraðilar félags- reikna með að 400 stuðningsmenn Stutt- gart komi á Evrópu- leikinn gegn ÍBV á Laugardalsvelli annaö kvöld. Beðið var um stæði fyrir 90 manna hópinn sem mikið fer fyrir á leikjum Stutt- gart og verður honum komið fyrir í einu hominu i nýju stúkunni. Þýskir fjölmiölar hafa gert leiknum mjög góð skil og á sunnudaginn var sýndur þáttur í þýska sjónvarpinu um tBV-liðið, sýndar myndir frá Islandi og frá mannlífmu í Eyjum. Þá var sýndur hluti af leik ÍBV og KR á laugardaginn. Leikurinn á morgun verður sýndur í beinni útsendingu um allt Þýskaland á þýsku stöðinni ARD. Jóhannes Ólafsson, formaöur Knatt- spymuráös ÍBV, segir að þýskir fjöl- miðlamenn hafi hringt mikið í sig und- anfarna daga til að fá upplýsingar um Vestmannaeyjar. Hann segist reikna meö um 60 blaðamönnum til landsins í tengsl- um við leikinn á morgun. Liö Stuttgart kom til landsins í hádeg- inu í 350 manna þotu. Með liðinu komu Áhugi þýskra fjölmiöla á leiknum teng- ist mjög því að Asgeir Sigurvinsson lék á unga aldri með ÍBV eða áður en hann hélt út í atvinnumennsku þar sem hann lék meðal annars með Stuttgart. Strax þegar það var ljóst að Stuttgart hefði dregist á móti ÍBV gerðu þýsku blöðin dauðaleit að Ásgeiri sem var staddur í Luxemborg. Blöðin birtu stóra mynd af Ásgeiri og rituðu með stórum stöfum „Hvar er maðurinn?" Ásgeir Sigurvinsson segir að það hafi komiö sér á óvart þessi mikla umfjöllun þýskra ijölmiöla um leikinn. Hann segir að almennt reikni menn með þvi aö Stuttgart eigi greiða leiö áfram í keppn- inni og þá er horft til árangurs íslenskra liöa gegn þýskum liðum í Evrópukeppni. 16 sinnum hafa þýsk og íslensk lið mæst. 13 sinnum hafa Þjóðverjarnir farið með sigur af hólmi og þrívegis hefur orðið jafntefli. íslensku feröaskrifstofurnar Úrval-Út- sýn og Samvinnuferðir-Landsýn bjóða báðar upp á pakkaferðir á leikinn í Þýskalandi. Ef úrslitin í leiknum á morg- un verða Eyjamönnum hagstæö má fast- lega reikna með að boðið upp á dagsferð á leikinn. -GH UEFA-keppnin í gær: McManaman bjargvættur Liverpool Mark frá Steve McManaman á síðustu mínútunni bjargaði heiðri Liverpool og enskra liða í 2-2 jafii- teflisleik gegn Celtic í Glasgow í fyrri leik félaganna í UEFA-keppn- inni í knattspymu. McManaman fékk boltann á eig- in vallarhehningi, brtmaði i átt að marki Celtic og endaði með því að skora með fallegu vinstrifótarskoti eftir að hafa leikið á hvern vamar- manninn á fætur öðrum. Þungu fargi var létt af stuöningsmönnum Liverpool þegar hann jafnaði metin enda vom skoskir áhorfendur fam- ir að fagna sigri sinna manna. Tán- ingurinn Michael Owen kom Liver- pool í 1-0 eftir aðeins sex mínútna leik en heimamenn náöu forystunni í síðari hálfleik. Jackie McNamara jafhaði á 53. mínútu og Simon Donnelly kom þeim yfir 20 mínút- um síðar með marki úr vítaspymu sem dæmt var á David James markvörð fyrir aö fella' sænska landsliðsmanninn Henrik Larson. Arsenal lá í Grikklandi Arsenal mátti þola tap i Grikk- landi fyrir PAOK Salonika. Eina mark leiksins kom á 61. minútu og var Costaz Franzeskos þar að verki. Heimamenn vom mun sterkari aðil- inn í leiknum og þurfti David Seam- an, markvörður Arsenal, í tvígang að taka á honum stóra sínum. Ajax lenti í hinu mesta basli með lið Maribor Teatanic í Slóveníu. Heimamenn náðu forystunni eftir tveggja mínútna leik í síðari hálf- leik en Finninn Jari Litmanen jafn- aði fyrir Ajax á 66. mínútu og þar við sat. Þýska liðið Karlsruhe rétt marði lið Famagusta frá Kýpur á heima- velli sínum. Markus Schroth tryggði Karlsruhe sigurinn þegar hann skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. Ronaldo meö mark Ronaldo skoraði annað mark sitt í jafnmörgum leikjum fyrir Inter í 2-0 sigri liðsins gegn svissneska lið- inu Neuchatel Xamax. Ronaldo skoraði fyrra markið með glæsileg- um hætti og Ze Elias bætti við öðru með þrumuskoti af 20 metra færi. Leicester stóö í Atletico Ma- drid Það sló þögn á 30.000 stuönings- menn Atletico Madrid þegar gamli jaxlinn Ian Marshall kom Leicester yfir strax á 11. mínútu. Eftir það sótti Madridarliðið linnulítið. Bandaríkjamaðurinn Kasey Keller í marki Leicester varði hvað eftir annað meistaralega en hann kom engum vömum viö þegar Brasilíu- maðurinn Juninho, fyrram leik- maður Middlesbrough, skoraði fal- legt mark 20 mínútum fyrir leiks- lok. Tveimur mínútum síðar inn- siglaði ítalinn Christian Vieri sigur Atletico Madrid þegar hann skoraöi úr vítaspymu. -GH Spáð í íslandsmótið í handknattleik sem hefst í kvöld: Hnífjafnt mót? - þrjú stig skildu að þrjú efstu liðin, Haukar og Afturelding jöfn Ef marka má spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða 1. deildarliða karla í handknattleik verður gífur- leg barátta um íslandsmeistaratitil- inn í vetur. Fyrsta umferð deildar- innar er leikin í kvöld. Haukar og Afturelding urðu hníf- jöfn og efst í þessari árlegu skoðana- könnun og Valsmenn komu þriðjir, aðeins þremur stigum á eftir. íslandsmeisturum KA er hins vegar spáð fimmta sæti og þeir hefja því ekki mótið undir sömu pressu og vænta mætti með meistara. Enda hafa orðið miklar breytingar á Ak- ureyrarliöinu. Nýju liðunum tveimur, Víkingi og Breiðabliki, er spáð falli. Það kemur ekki sérstaklega á óvart, lið- in sem koma úr 2. deild eiga yfirleitt Handboltaspáin 1997-98 1. deild karla 1. deild kvenna 1.-2. Afturelding . . . ... 342 1. Haukar . . 123 1.-2. Haukar ... 342 2. Stjaman . . 113 3. Valur ... 339 3. Víkingur . . 89 4. Fram ... 303 4. FH . . 81 5. KA ... 278 5. ÍBV . . 68 6. FH ... 264 6. Valur . . 56 7. Stjaman ... 225 7. Fram . . 51 8. ÍR ... 157 8. Grótta KR . . 31 9. ÍBV ... 148 10. HK ... 111 í 1. deild kvenna verður leikin 11. Víkingur . ... 83 þreföld umferð og síðan er úr- 12. Breiðablik .... . . . . 60 slitakeppni. erfitt uppdráttar. Víkingar hafa þó fengið ágætan liðsstyrk og eru lík- legri en Blikamir tO að hnekkja spánni. Haukastúlkum spáö sigri Keppni í 1. deild kvenna hefst á laugardaginn. Þar leika aðeins átta lið í vetur eftir að KA frá Akureyri hætti við þátttöku. íslandsmeistarar Hauka þykja sigurstranglegastir og forráðamenn- imir spáðu þvi að baráttan myndi standa á milli þeirra og Stjörnunn- ar, eins og í fyrra. Víkingar koma siðan í þriðja sæti. Athygli vekur að gamla stórveldið Fram er næstneðst i spánni og restina rekur svo hið nýja sameinaöa lið, Grótta KR. -VS Hafnfirðingarnir hugsa málið Fulltrúar Hafnarfjarðarliöanna, Gústaf Bjarnason, fyrirliöi Hauka og Kristján Arason, þjálfari FH, velta vöngum yfir spánni um gengi iiöanna í vetur. Miöaö viö spána verða Gústaf og félagar áfram í forystuhlutverkinu í Firöinum. Þeim er spáö 1 -2. sæti á meöan lærisveinum Kristjáns er aðeins spáð sjötta sæti. DV-mynd Brynjar Gauti Jón Sævar þjálfar hjá IR Jón Sævar Þórðarson, íþrótta- kennari og einn reyndasti frjáls- íþróttaþjálfari landsins, hefur verið ráöinn til starfa hjá frjáls- íþróttadeild ÍR. Jón hefur undan- farin ár starfað við þjálfun á Ak- ureyri en mun nú starfa sem einn af þremur þjálfurum ÍR- inga. Hans verksviö verður að þjálfa spretthlaupara og stökkvara. -GH Fjórir í banni í úrvalsdeildinni Fjórir leikmenn úr úrvals- deildinni í knattspymu vora í gær úrskurðaöir í eins leiks bann vegna gulra spjalda. Það eru Jón Þ. Sveinsson úr Fram, Aleksandar Linta úr ÍA, Brynjar Gunnarsson úr KR og Pétur Rúnar Grétarsson úr Skalla- grími. Þeir leika því ekki með liðum sínum í 17. umferð um helgina. í lokaumferð 1. deildar verða í banni þeir Brynjar Gestsson úr FH, Bjami Gaukur Sigurðsson úr ÍR, Enes Cogic úr Fylki, Vil- hjálmur Haraldsson úr Dalvík, og KA-mennimir Kristján Öm Sigurðsson og Slobodan Stefanovic. -VS Ikvöld 1. deild karla 1 handknattleik: Stjaman - Fram ..........kl. 20.00 • KA FH -HK . Breiðablik Valur - ÍR . . ÍBV - Haukar Víkingur - UMFA . kl. 20.00 . kl. 20.00 . kl. 20.00 . kl. 20.00 . kl. 20.00 Aukakeppni kvenna í knattspymu: Haukar - Sindri ........kl. 17.30 Sá fyrsti fokinn á Spáni: Valdano rekinn frá Valencia - gerði slæm mistök á sunnudaginn Eigendur spænskra knattspymu- liða hafa aldrei þótt neitt sérstak- lega fastheldnir á þjálfara og þeir verða seint sakaðir um þolinmæði í garð þeirra eða leikmanna sinna. Nú þegar aðeins 3 vikur era liðnar frá því að keppni hófst í 1. deildinni þar í landi era þjáifararnir þegar famir að finna til tevatnsins því einn þeirra mátti taka poka sinn í gærmorgun. Það var Argentínumað- urinn Jorge Valdano, sem var í sig- urliði Argentínu á HM 1986, sem þurfti að bíta í þetta súra epli en hann hefur verið við stjómvölinn hjá Valencia frá því hann kom frá Real Madrid. Slæm mistök Eftir fyrstu þrjár umferðimar á Spáni er lið Valencia enn án sigurs og er í þriðja neðsta sæti þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar Valda- no fýrir tímabilið þar sem hann sagöi liöið eiga eftir að gera stóra hluti og verða ofarlega en liðið hef- ur ekki unnið til neinna verðlauna í heil 16 ár. Það sem hins vegar fyllti nú mæl- inn hjá kröfuhörðum eigendum liðs- ins að þessu sinni, fyrir utan afleita byrjun, voru hrikaleg mistök sem Valdano gerði í leik liðsins gegn Celta Vigo á sunnudaginn. Valdano skipti inn á fimmta útlendingnum í lið sitt en samkvæmt spænskum reglum er aðeins leyfilegt að hafa fjóra útlendinga inn á vellinum í hverju liði hverju sinni. Þetta þýddi það að dómarinn rak varamanninn útaf aftur og þurfti lið Valencia að klára leikinn manni færri. Liðið var sektað um tæpa eina milljón króna og úrslit leiksins látin standa 3-0 en leikurinn endaði 2-1 fyrir Vigo. Spænska knattspymusambandið mun á fundi sínum í dag ákveða hvort gripið verði til frekari að- gerða gagnvart Valencia. -ÖB TBR tekur þátt í Evrópukeppni Lið TBR tekur um helgina þátt í Evrópukeppni félagsliða í bad- minton. Keppnin fer fram á N-ír- landi og eru þátttökuþjóöir 20 talsins. TBR er í riðli með Hvidovre, Danmörku, Merano, Ítalíu, Fri-Fri St.Traieden, Belg- íu og Club Badminton Alicante frá Spáni. Lið TBR á mótinu verður þannig skipað: Tryggvi Nielsen, Sveinn Sölvason, Njörður Ludvigsson, Katrín Atladóttir, Sara Jónsdóttir og Anna L. Sig- uröardóttir. Þjálfari liösins er Jónas Huang. -GH Birkir yfirgefur Brann Birkir Kristinsson, markvörð- ur norska liðsins Brann, er ákveðinn í að yfirgefa herbúðir félagsins þegar samningur hans við félagið rennur út í næsta mánuði en Birkir hefur vermt varamannabekkinn allt þetta tímabil. „Ég er svona aö skoða ýmis mál bæði í Noregi og erlendis en það er ekkert komið á hreint hvar ég leik á næsta keppnis- tímabili. Ég hef fullan hug á því að vera erlendis áfram og koma mér í gott form aftur,“ sagði Birkir við DV í gær. -GH EFA-BIKARINN 1. umferð í aðalkeppni Fyrri leikir Celtic (Skot.) - Liverpool (Eng.) .2-2 1-0 0-0 2-1 2-1 1-2 4-3 1-0 1-1 4-1 1-1 2-0 PAOK Saloniki (Grikk.) - Arsenal (Eng.) . Bordeaux (Frakk.) - Aston Villa (Eng.) . . Atletico Madrid (Sp.) - Leicester (Eng.) . . Strasbourg (Frakk.) - Rangers (Skot.) ... Deportivo (Spáni) - Auxerre (Frakk.) ... Salzburg (Aust.) - Anderlecht (Belgiu) .. Widzew Lodz (Pól.) - Udinese (ítaliu) .. . Maribor Tetanic (Slóveníu) - Ajax (Holl.) Lyon (Frakk.) - Bröndby (Danmörku) ... Mozyr (Hv.Rúss.) - Dinamo Tblisi (Geo.). Valladolid (Spáni) - Skonto Riga (Lett.).. Guimaraes (Port.) - Lazio (Ítalíu).....0-4 MTK (Ungv.) - A.Vladikavkaz (Rússl.) ... 3-0 Schalke (Þýsk.) - Hajduk Split (Kró.) .... 2-0 Bastia (Frakk.) - Benfica (Port.) .....1-0 Sion (Sviss) - Spartak Moskva (Rússl.) ... 0-1 OFI Kreta (Grikk.) - Ferencvaros (Ung.) .. 3-0 Sampdoria (ítal.) - Athletic Bilbao (Sp.) Steaua (Rúm.) - Fenerbache (Tyrkl.) . . Rotor Volgograd (Rúss.) - örebro (Sví.) Jazz (Finnl.) - 1860 Múnchen (Þýsk.) . . Trabzonspor (Tyrk.) - Bochum (Þýsk.) Croatia Z. (Kró.) - Grasshoppers (Svi.) Vitesse (Holl.) - Braga (Portúgal) .... Rapid Wien (Aust.) - Petah-Tikva (tsr.) Inter Milano (It.) - Neuchatel (Sviss). . Mouscron (Belgiu) - Metz (Frakklandi) Twente (Hollandi) - Lilleström (Nor.) . B.Jerusalem (ísr.) - Club Brugge (Bel.) AGF (Danmörku) - Nantes (Frakkl.) . . Karlsruher (Þýsk.) - Anorthosis (Kýpur) . 1-2 . 0-0 . 2-0 . 0-1 .2-1 . 4-4 . 2-1 . 1-0 . 2-0 . 0-2 . 0-1 . 2-1 . 2-2 . 2-1 Giuseppe Bergomi, fyrirliði Inter, náði þeim merkilega áfanga að leika sinn 100. Evrópuleik og það er meira en nokkur annar ítalskur knattspyrnumaður hefur náð. Lazio frá ítaliu ætti að eiga greiða leið í 2. umferðina eftir 4-0 útisigur gegn Guimaraes í Portúgal. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og voru Pier Luigi Casiraghi, Diego Fuser, Pavel Nedved og Alessandro Nesta þar af verki. Schalke hóf titilvömina í UEFA- keppninni með góðum sigri á Hajduk Split, 2-0. Michael Goossens skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Markaskorararnir hjá Liverpool gegn Celtic í gær, þeir Michael Owen og Steve McManaman, fagna hér marki Owens sem hann skoraði strax á 6. mínútu leiksins. Símamynd Reuter „Erum enn með í baráttunni" - sagöi framkvæmdastjóri Celtic eftir leikinn „Markið sem Owen skoraði í upphafi leiks setti okkur eðlilega svolítiö út af laginu en við komum til baka og áttum alla möguleika á að sigra. Jöfnunarmark á siðustu mínútu er partur af leiknum en við erum enn með i þessari baráttu þrátt fyrir þessi úrslit," sagöi Wim Jansen, framkvæmdasijóri Celtic, eftir leikinn. Frábært hlaup hjá „Macca“ Þetta hlaup hjá „Macca“ með boltann var frábært og hann kláraöi þetta einstaklega vel. Við vorum betri í fyrri hálfleik en eftir að Celtic skoraði í þeim síðari vora þeir miku beittari og þeir hefðu alveg getað komist í 3-1 áður en viö jöfnuöum,“ sagði Roy Evans, stjóri Liverpool, eftir leik- inn. Liðin vora þannig skipuð í leiknum. Celtic: Gould - Boyd, Mahe, McNamara, Stubbs - Larsson, Burley, Blinker, Donelly Hannah, Wieghorst. Liverpool: James - Jones, Bjömebye, Kvarme, Wright - Metteo, McManaman, Ince, Thom- as - Riedle, Owen. -GH Eyjólfur Bragason „Ég á von á þvi aö hefðin fleyti Valsmönnum alla leiö í vetur og þeir verði meistarar. Afturelding, Haukar og Fram veita þeim mesta keppni. FH gæti síðan komið mest á óvart. Það verða HK, Breiðablik og Víkingur sem slást um 10. sætið." Gísli Felix Bjarnason „Ég hef mesta trú á því að Haukamir fari langt með þetta í vetur. Fram, Aft- urelding og Valur verða sterk og ekki má vanmeta FH. Nýju liðin, Víkingur og Breiðablik, verða í miklum erfiðleikum og ég sé ekki annaö en þau falli beint aft- ur í 2. deildina." Hilmar Bjömsson „Valsmenn eru sterkir í vetur og vinna þetta í lok- in. Haukarnir era líka öflugir en spurning er hvort þeir nái að halda mótið út. Afturelding er þriðja líklega liðið. Það er síðan langliklegast að Víkingur og Breiðablik þurfi að sætta sig við að falla á ný.“ Þorleifur Ananíasson „Haukar, Valur og KA slást um titilinn og af þessum þremur hef ég mest trú á Völsuram. Hjá þeim er upp- sveifla og þeir spila alltaf skemmtfiegan handbolta. HK og ÍR eiga eftir að standa sig með sóma, Geir heldur Blikum uppi, en ÍBV og Víkingur munu faUa.“ Iþróttir iHGtAMp" Iart Wright, markaskorari Arsenal, fær að vita það í dag hvenær aganefnd enska knatt- spyrnusambands- ins mun gefa sér tíma tU að hlusta á afsökunar- beiðni hans vegna ósæmUegrar hegðunar ásamt fleirum eftir leik Arsenal og Leicester í ágúst. Aganefndin hefur látið undan miklum þrýstingi frá Arsenal um að taka mál hins skapbráða en markheppna leikmanns fyrir áður en Glenn Hoddle, landsliðs- þjálfari, mim tilkynna lið sitt gegn ítölum í október. Matthew Le Tissier, leikmað- ur Southampton og enska lands- liðsins, hefur átt í meiri erfið- leikum með að ná sér eftir hand- leggsbrot í sumar en búist hafði verið við. Læknar segja hann hreinlega verða aö gefa sér lengri tíma tU að ná fullum bata. Teddy Sheringham, fram- herji Man. Utd., verður líklega eftir aUt saman með liðinu í Evr- ópuleiknum í kvöld gegn Kosice'* þar sem hann hefur náð sér eftir rifbeinsbrot. Sheringham verður United án efa mikUl liðsstyrkur í kvöld þar sem margir af máttarstólp- um liösins verða frá vegna meiðsla. Mark Fish, suður-afriski leik- maðurinn sem Bolton keypti fyr- ir tímabUið frá Lazio, getur nú loks farið að spUa með Bolton^ þar sem atvinnuleyfi barst hon- um tU handa tU Bolton í gær. Þetta era góðar fréttir fyrir Guðna og félaga sem nota hann öragglega strax gegn Man. Utd. næstu helgi. Fabrizio Ravanelli, ítalski silfurrefurinn hjá Middles- brough, gerir nú aUt til þess að komast frá liðinu. Þessa dagana er kappinn í viðræð- um við AC MUan og eru kröfur hans sagðar oft hafa verið mun meiri en nú. Tony Yeboah, leikmaður Leeds, hefur staðist aUar læknis- skoðanir þýska liðsins Hamburg SV sem hyggst kaupa hann. Nú er hins vegar verið að leita að lausn á skattamálum hans í Þýskalandi þar sem hann skuld- ar 350 þús. pund. Fyrr verður ekki skrifað undir neinn samn- ing. Úrslit í 2. umferd deUdabikar- keppninnar, fýrri leikir: Blackpool-Coventry...........1-0 Burnley-Stoke................0-4 Chesterfield-Bamsley ........1-2 Fulham-Wolves................0-1--. Huddersfield-West Ham........l-Ó Hull-Crystal Palace..........1-0 Ipswich-Torquay..............1-1 Leyton Orient-Bolton.........1-3 Luton-WBA....................1-1 Middlesbrough-Bamet..........1-0 Notts County-Tranmere........0-2 Oxford-York .................4-1 Reading-Peterborough.........0-0 Scunthorpe-Everton...........0-1 Southend-Derhy...............0-1 Sunderland-Bury..............2-1 Watford-Shefiíeld United.....1-1 Wimbledon-Millwall ..........5-1 Guöni Bergsson lék allan tímann 1 vörn Bolton en Amar Gunnlaugsson fékk ekki að spreyta sig eins og von- ir stóðu til. Lárus Orri Sigurösson spilaði allan tímann með Stoke sem átti ekki í vandræðum með 2. deUdarlið Bumley. Íf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.