Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 41 Myndasögur Veiðivon SKORA?l!l ERTU F£A ÞER fylAPUR, EG ER §A SEM UNDIRSY HANA. Þekktir Norðmenn á gæsaveiðum í gær: Veiðiskapur- inn gekk vel - sagði Sighvatur í Holti „Veiðiskapurinn gengur vel og við höfum skotið vel af gæsum héma í túninu," sagði Sighvatur Steindórsson i Holti í samtali við DV í gærmorgun, en hópur Norðmanna er staddur á Blönduósi þessa dagana við veiðiskap. En þeir komu til Blönduóss í fyrrakvöld og hófu veiðiskapinn í gærmorgun, Fyrst voru það gæsaveiðar og síðan fór Björn Dæhlie skíðakappi að Björn Dæhlie skiöakappi var á gæsaveiöum í gærmorgun og fór síöan í Laxá á Ásum. renna fyrir lax í Laxá á Asum. En eitthvað gekk laxveiðin rólega í Laxá hjá Bimi og var hann ekki kominn með lax þegar síðast fréttist. Auk Bjöms eru annar skíðakappi, Vegard Ulvang, og Vebjöm Rodahl frjálsíþróttamaður. Norskir fréttamenn eru líka með í hópnum frá TV2 og blaðamenn frá Se og hör. Norsku fjölmiðlarnir hafa einkarétt á þessari uppákomu þeirra félaga og fá engir aðrir að koma nærri. En hellings peningar em í spilinu. „Nei, það er engin myndataka eða viðtöl leyfð. Þeir sögðu það strax í morgun þegar ég bar upp erindi ykkar við þá. Norsku fjölmiðlarnir eru með einkarétt á öllum veiðiskapnum í þessari ferð,“ sagði Sighvatur og bætti við: „Við erum búnir að vera hérna síðan snemma í morgun og veiðin í er góðu lagi. Það eru komnir einhverjir tugir af gæsum. Veiðiskapinn á að stunda eitthvað fram eftir degi hérna í gæsinni," sagði Sighvatur, einn leiðsögumanna þeirra félaga við gæsaveiðamar. Alls voru þrír íslensku leiðsögumennirnir í gæsinni og allavega tveir leiösögumenn við Laxá á Ásum. Ástæða þess að þessir Norðmenn eru komnir hingaö er að heimamenn á Blönduósi eru í samstarfi við Norðmann um rekstur Glaðheima. En það fyrirtæki á sumarhúsin við Blöndu þar sem Norðmennirnir gista þessa daga sem þeir em hér á landi. Y. t'. Silfurlax í Hraunsfirði: Aðeins 10 þúsund? DV hefur heimildir fyrir því að Silfurlax í Hraunsfirði hafði aðeins fengið 10 þúsund laxa núna í sumar, sem er ekki nema 10% af þvi sem náðist þar í fyrra. DV reyndi ítrekað að ná sambandi við einhvern í Hraunsfirðinum í gær en enginn svaraði. Starfsemin er víst hætt á þessu ári. Heimildarmaður okkar innan fiskeldisgeirans sagði að ekki væri standandi í þessu fyrir ekki fleiri fiska en þetta. Mánud.-miívikud og fimmtud. kl. 19:40 kl. 12:10 Vinsælu barnatímarnir (8-12 ára) þriðjud. oo fimmtud 1(1.18:50 Frábsr aðstaða * Aukið úthald , * Aukið sjálfstraust ' * Aukinn agi * Aukinn námsárangur ÍR- fþróttahúsinu Við skógarsel • Sími: 557 5013 557 50U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.