Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 8
Mmmm 22 iIvur MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Window 98 seinkar enn Microsoft hefur tilkynnt í ann- aö sinn að stýrikerfi þeirra, Windows 98, muni seinka. Lík- legra er nú að það komi út á öðr- um fjórðungi næsta árs en þeim fyrsta eins og hafði verið áætlað. Phil Holden, framleiðslustjóri Windows-stýrikerfisins, sagði að þetta hafi verið ákveðið eftir við- brögð frá viðskiptavinum um hvemig stýrikerfi þeir vildu. Þeirra vilji var stýrikerfi sem j uppfærði bæði Windows 3.1 og j Windows 95. Microsoft haföi áður ákveðið að nýja stýrikerfið myndi aðeins uppfæra Windows 95. Síö- j ar myndi hins vegar koma upp- færð útgáfa af Windows 3.1. Þessu var sem sagt hafnað af viðskipta- í, vinum og söluaðilum. | Windows 95 hefur verið mjög vinsælt stýrikerfi og hefur þegar verið sett í meira en 100 milljón einkatölvur. Samt sem áður hefur Iþetta kerfl aöeins nýlega náð því að seljast í fleiri eintökum en for- veri þess, Windows 3.1. Upphaf- lega var búist við að stýrikerfið kæmi út á þessu ári. Þær raddir hafa heyrst, jafnvel frá mönnun innan Microsoft, að þetta stýri- kerfl verði alls ekki nálægt því að verða sú bylting sem Windows 95 var. Windows 98 bæti tiltölulega litlu við. -HI/Reuter Fyrstir með Dual móðurborð j Frontur er fyrirtæki sem hefur j það aðallega að markmiði að vera I fyrst með allt sem tengist tölvu- I iðnaðinum. Meöal þess sem þeir eru nú með er það sem kallað er á ensku „rewritable CD“ sem eru nýir diskar sem skrifa bæði á geisladisk og venjulega diska. Einnig eru þeir fyrstir til að vera p með svokallað Dual-móðurborð, j en ástæðan fyrir þessari nafngift er sú að þetta móðurborð tekur j tvo örgjörva. Loks selja þeir einn- j ing 56K mótöld og eru fyrstir á ís- landi tO þess að gera það. Hugvit hefur getið sér gott orð fyrir hugbúnaðargerð. Fyrirtækið hefur m.a. fengið nýsköpunarverð- laun Rannsóknarráðs íslands og Útflutningsráðs á síðasta ári. Nú er fyrirtækið mætt með nýjan hug- búnað sem er hugsaður sem lausn i útgáfu efnis á Veraldarvefnum. Hugbúnaðurinn heitir InterPro og er byggt á hinu öfluga hópvinnu- kerfi, Lotus Notes. Lotus Notes er mikið í notkun bæði á íslandi og annars staðar í heiminum. Miðlarinn sem kerfið keyrir á heitir Lotus Domino og getur hann sett fram efni hvort sem er í gegnum Lotus Notes biðl- ara eða vefráparana Netscape og Explorer. Hann var nú á dögunum valinn besti vefmiðlarinn af tíma- ritinu PC Magazine. InterPro er samstarfsverkefni Hugvits og íslensku Internetþjón- ustunnar. Það er kerfl sem er sér- staklega hannað til uppbyggingar og viðhalds á vefsíðum. Það bygg- ir á Domino-miðlaranum sem er afsprengi hönnunarvinnu Lotus oglBM. í þessu Domino-miðlara er sú tækni til staðar sem þarf til texta- leitar, aðgangsstjórnunar og gagn- virkrar gagnavinnslu - allt í einu kerfi. Hönnun InterPro markast af þörfum stærri viðskiptavina sem hyggjast birta efni á veraldarvefn- um en kreflast á sama tíma há- markshagkvæmni í viðhaldi og áframhaldandi vinnu við vefinn. Það þarf því ekki að kalla út tæknimann í hvert sinn sem senda á gögn á vefinn. Notandinn getur auðveldlega valið um hvernig síðu á að búa til og síðan er textinn sleginn inn. Forsvarsmenn Hugvits. Þannig geta allir sem hafa til þess Þar er t.d. hægt að gefa upp ingar verða aldrei of lengi inni á heimild búið til vefsíður. Hins veg- hvenær síðan á að renna út síðunni. ar er innbyggð ritstjórn í Interpro. þannig að tímabundnar tilkynn- -HI Kerfisþróun: Tilbúnir fyrir árið 2000 Fyrirtækið Kerfisþróun sérhæf- ir sig í gerð viðskiptahugbúnaðar sem heitir Stólpi og er nú notað í yfir 1.200 fyrirtækjum. Að þeirra sögn hafa yfir 50 mannár farið í að vinna þau kerfi sem mynda Stólpa. Þessa dagana er vinna í fullum gangi hjá fyrirtækinu við að gera þær breytingar á Stólpa sem nauð- synlegar eru fyrir aldamótin. Þar sem slíkt kallar á umfangsmiklar breytingar verður útlitið tekið I gegn í leiðinni. Verið er að flytja öll kerfin í Windows-umhverfi til hagræðis fyrir notendur. Tvær útgáfur af Stólpa fyrir Windows verða í boði. Önnur þeirra, Stólpi 2000, er samhæfð Office 97 og skrifuð í Access. Þetta kerfi hentar meðal annars vel í deildarskiptum fyrirtækjum þar sem þarf t.d. að skrá minnisatriði um viðskiptavini, tengiliði, reikn- inga o.þ.h. Eins og í Office er inn- byggð tenging við fax, tölvupóst og veraldarvefinn. í kerfinu er einnig m.a. flárhagsbókhald og birgðakerfi. í hinni útgáfunni skapast mögu- leiki á að flytja eldri kerfi yfir í Windows. Notaður var til þess Lou- is-hugbúnaðurinn frá Softis. Reikn- að er með að öll kerfin verði kláruð á fyrri hluta næsta árs. Búið er að endurhanna launakerfið í Windows og næst verður klukkukerfið tekið fyrir. Bæði þessi kerfi verða gerð til að „þola“ ártalið 2000. Kerfisþróun býður einnig upp á tengingu við tollinn en nú verða öll tollaviðskipti að vera pappírslaus fyrir aldamót. Stólpa-tollkerfið er nú notað í um 300 fyrirtækjum. -HI Björn Viggósson og Gunnar Sigurösson hjá Kerfisþróun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.